Vikan


Vikan - 07.08.1952, Side 3

Vikan - 07.08.1952, Side 3
VIKAN, nr. 30, 1952 3 S.Í.S. jimrntugt. Því hefur verið haldið fram, að rekja megi rætur að stofnun Sambandskaupfélags Þingeyinga í febr. 1902 til þess, þegar Skúli fógeti var innanbúðar hjá dönskum á Húsavík og neitaði að svíkja mál og vog. Þetta er eflaust rétt, því að þar með hófst barátta Skúla gegn einokuninni, og þá baráttu háði hann al!a sína tíð. Hann bjó síðan í haginn fyrir hina innlendu kaupmenn, t. d. Bjarna riddara Sívertsen í Hafnarfirði, og á seinasta fjórðungi 19. aldar taka menn að mynda með sér verzlunarsamtök, sem líkt- ust frekast hlutafélögum að formi: Gránufélagið og Borðeyrarfélagið. En þessi samtök börðust í bökkum. Þá var stofnað Kaupfélag Þingeyinga 1881—82. Því tókst að ná hagfelldum viðskiptum við Zöllnar nokk- urn í Newcastle, sem veitti þeim mikinn styrk. I febr. 1902 komu svo saman í Yztafelli fulltrúar Kaupfélags Þingeyinga, Kaupfélags N-Þingeyinga og Kaupfélags Svalberðinga og stofnað var Sambands- kaupfélag Þingeyinga og þar með var myndaður vísir að SlS vorra daga, og við þennan atburð miðar það afmæli sitt, þótt það hlyti ekki sitt núverandi nafn fyrr en 1910. Veldi þessara samtaka eflist svo með ári hverju. Upphaflega var starfssvið bundið við verzlunina, síðan er farið að hyggja á önnur mið, sem að vísu eru nátengd verzluninni, verksmiðjur eru reistar til að vinna úr hráefnunum, skip keypt, o. fl. Félagatalan hækkar ört, og nú eru 21.27% lands- manna félagsbundnir, en kaupfélögin 55 að tölu. Veltan 1951 nam 390 millj. króna. Út voru flutt 86.1% allra landbúnaðarafurða, 15.1% alls freðfisks, 8.6% alls saltfisks, en inn var flutt t. d. helmingur alls rúgmjöls og haframjöls, ca. 35% alls hveitis og sykurs. Skip Sambandsins eru nú þrjú: Arnarfell, Jökulfell og Hvassafell, og tvö bætast við á næstu árum. Það rekur sína eigin bókaútgáfu (Norðri), sitt eigið blað. Einnig véla- og bifreiðaverkstæði. Iðnaðarframkvæmdir þess eru þó sízt ómerkastar: Ullarverksmiðjan Gefjun, Skinnaverksmiðjan Iðunn, Fataverksmiðjan Hekla, Sápuverksmiðjan Sjöfn. Og hér byrtast nokkrar myndir af þeirri starfsemi Sam- bandsins. Prjónasilki ofið. Kembivélasamstæða í Gefjun. Sólaleður pressað í Iðunni. Karfi reyktur í reykhúsi Sambandsins í Rvík.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.