Vikan


Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 31, 1952 Leigt til einnar nætur Slðastliðið sumar var maður nokk- ur að nafni Vintringer frá Boston á leið til vesturstrandar Bandaríkjanna í bíl. Á þjóðveginum í Illinojs lenti hann í árekstri og var fluttur í sjúkrahús smáþorps, þar sem hann þekkti ekki sálu — eða að því er hann hélt. Frásögn af slysinu birtist í blöð- unum morguninn eftir og þá um kvöldið kom stúlka að nafni Malkolm Korvin og bað um að fá að lita inn til hans. Hann kannaðist ekki við nafnið. „Ertu viss um að hún hafi spurt eftir mér?" spurði hann hjúkrunar- konuna. „Ég þekki engan hér um slóðir." Hjúkrunarkonan sagði það áreiðanlegt og stúlkunni var vísað inn. Með henni var lítill strákur, son- ur hennar, kallaður Billí. Hún kynnti hann hreykin. „Ég hélt yður mundi langa til að sjá hann," sagði hún, „og hjúkrunarkonan sagði yður liði vel." „Munið þér ekki eftir mér?" sagði hún síðan. „Ég man svo vel eftir yð- ur — Aldrei skal ég gleyma, hve þér reyndust okkur Molkolm vel, kvöldið góða í New York meðan á stríðinu stóð. 1 hótelherberginu, mun- ið þér ekki?" Þá rifjaðist það allt upp fyrir hon- um — honum til mikils léttis, því að hið granna, bláeygða andlit henn- ar hafði komið honum kunnuglega fyrir sjónir einungis af þvi að það líktist þúsundum annarra andlita. En nú kannaðist hann við allt. Hótelið yfirfullt, ungur undirforingi í biðröð framan við afgreiðsluborðið. Vintringer hafði ætt fyrr um kvöld- ið inn í hótelið og fengið viðstöðu- laust herbergi, af því að hann hafði svo oft dvalizt þarna áður. Þegar hann hafði borið farangur sinn upp í herbergið, hljóp hann aftur niður stigann og inn í setusaltnn, keypti sér kvöldblað og settist til að lesa það. Það var löng biðröð við afgreiðslu- borðið eins og venjulega á stríðs- tímum. Vintringer leit upp öðru hvoru og fékk smám saman áhuga á afdrifum yngsta liðsforingjans í hópnum — hann hafði snubbótt nef, virtist 19 ára og vék í auðmýkt fyrir þeim sem duglegastir voru að troða sér áfram. „Veslings pilturinn," sagði Vint- ringer við sjálfan sig, „hann kemst aldrei að borðinu." En pilturinn komst samt þangað að lokum, og Vintringer heyrði afgreiðslumanninn segja ekkert herbergi væri eftir. Þá virtist pilturinn ætla að bresta í grát. „Sjáið þér aumur á mér," sagði hann við steinrunninn afgreiðslu- manninn., „Eg hef leitað mér að her- bergi frá því klukkari níu í morg- un." En, nei, við því var ekkert hægt að gera. Undirforinginn sneri á burt hnugginn á svip. Vintringer gat ekki afborið þetta. Hann gekk til, undirf oringjans, sagð- ist hafa stórt herbergi með tveim rúmum, og spurði unga manninn, hvort hann vildi ekki liggja þar. Und- irforinginn svaraði: „Ég þakka, herra minn, en konan mín er með mér." Hann benti á stól rétt hjá, en þar sat grannleit, bláeygð stúlka, mjög lotleg, mjög illa til reika, mjög þreytuleg. Vintringer hélt til skrifstofu hótel- eigandans og talaði máli hjúanna. „Ég veit þetta allt," sagði hótelstjór- inn þreytulega. „Þau hafa komið hingað tugum saman síðustu daga. Það er leitt, herra Vintringer, en ekkert herbergi er eftir." „Setjið þá aukarúm inn í herbergið mitt," sagði Vintringer, „þá getum við sofið þarna öll. Þið hljótið að hafa einhvers staðar aukarúm — og byrgslu til að skipta herberginu i tvennt." Hótelstjórinn andmælti ákaft svo afleitri tillögu — þetta væri andstætt reglunum, væri alveg óhugsandi. En Vintringer var reyndur maður og allt annað en skapleysingi, og hann spurði hátt og skilmerkilega, hvort þessar mótbárur stöfuðu einungis af siðferðislegum hreinleika, því að drottinn minn — ef svo væri, drundi Vintringer áfram, þá gæti hann ósköp vel sagt, að þetta hótel hefði ýmislegt á samvizkunni — það gæti hann ósköp vel sannað, og mundi gera það. Allt það sem hann. vissi um þetta hótel — o. s. frv. o. s. frv. Hann hamaðist svo, að hótelstjór- inn vildi ekkert fremur en róa hann. Og allt í einu sagði hann hljóðlega: „Ó, en þér sögðuð herra Vintringer, að stúlkan væri dóttir yðar? (Það hafði Vintringer aldrei sagt). Nú fyrst svo er málum háttað, er það minn heiður að gera yður þann greiða. Mér þykir leitt þér skylduð ekki minnast á þetta fyrr." Síðan var ekkert tvínón. Undirfor- inginn og kona hans fóru inn í her- bergi Vintringers. Þar var Vintring- er á vakki, meðan komið var fyrir aukarúmi og byrgslu. Því næst lét hann hjónakornin fá annan lykilinn að herberginu og tilkynnti þeim hann ætlaði að borða úti og fara í leikhús á eftir, að hann mundi ekki koma aftur fyrr en eftir miðnætti, og að hann mundi fara sér hljóðlega um nóttina og sofa á aukarúminu hand- an við byrgsluna. Hann fylgdi þessari áætlun út í æsar. Það var komið fram yfir mið- nætti þegar hann tiplaði á tánum gegnum myrkt herbergið og yfir fyr- ir byrgsluna. Þokkahjúin voru farin, þegar hann vaknaði um morguninn. Bersýnilega höfðu þau sofið í öðru rúminu, samt höfðu þau verið svo nærgætin, að bæla hitt. Það var miði nældur við svæfilinn, með þakklætisorðum; þakka yður mjög vel fyrir, ó mjög vel . . . Og þarna stóð þá stúlkan sjö árum síðar, og þakkaði honum fyrir enn nú enn, í sjúkrahúsi borgar einnar í miðríkjum Bandaríkjanna. Hún hafði fært honum stóran vönd af heima- ræktuðum blómum, sem strákurinn litli bar af miklum stoltarbrag. Strákurinn hafði brun augu og snubbótt nef og hrokkið hár. Vint- ringer sagði brosandi, „þú ert alveg eins og hann faðir þinn." „Já, finnst yður ekki?" sagði stúlk- an glöð. „Þetta segja allir." „Hvernig líður eiginmanni yðar annars? Ég geri ráð fyrir hann hafi gengið úr hernum . . ." Ljóminn hvarf úr augum hennar, en rödd hennar var óbreytt, eins ogrikur Englendingur. Hann var vel hún hefði lengi þjálfað með sér þenn- an hreim: „Hann kom ekki aftur," sagði hún blátt áfram. „Hann var drepinn í Hiirtgenskógi. Það er önnur ástæðan fyrir því, að ég get aldrei gleymt þvi, sem þér gerðuð fyrir okkur. Hann fór burt strax daginn eftir,' skiljið þér. Ég sá hann aldrei fram- ar." (Ur English Digest). v Ástir frægra manna v NEHRU, JAWAHARLAL (fæddur 1889). Dyrnar að Almora fangels- inu (á Indlandi) opnast. Panginn Nehru, sem hefur verið í fangelsi næstum samfleytt í 15 ár, er látinn laus til bráðabirgða, svo hann geti kvatt konu sína, sem er að deyja í Sviss. Þetta gerðist 4. september 1935. Hann tók flugvél og gat verið hjá konu sinni síðustu mánuðina sem hún lifði: Kamala dó í Lausanne i febrúar. Síðan hefur Jawaharlal Nehru lif- að einmana lífi óg ekki gifzt aftur. Hann hefur valið sér það erfiða hlut- verk að gera Indland að frjálsu ríki. Hann er nú forsætisráðherra. Um 400 milljón manna líta á hann sem þjóðhetju. Hið fallega andlit hans, að- laðandi framkoma og töfrandi bros- ið vinna honum vinsældir og undir- gefni. Hann móttekur ást fjöldans, en hann velur sér beiskjulaust ein- lífið. 26 ára gamall giftist hann Kam- ölu, sem var 17 ára gömul. Þetta var gifting tveggja ríkra ætta. Þau elskuðust, þó hvorki skaplyndi þeirra né menritun færði þau nær hvort öðru. Kamala var fáfrótt og saklaust barn, en hann hafði verið alinn upp sem menntaður og hafði ferðast mikið. Hin mikla hamingja þeirra dofn- ar fljótt af smá deilum, sem lýkur fljótt: þau eru bæði áköf I skapi, barnaleg — og ástfangin. Smátt og smátt verða þau samstilltari, eink- um eftir að einkadóttir þeirra, Indira, fæðist. Núna, þegar þau geta orðið hamingjusöm og samstillt hjón, hef- ur Nehru stjórnmálabaráttu sina. Hann kynnist Gandí og ætlar að verja æfi sinni til að berjast fyrir sjálfstæði Indlands. 1921 er hann tekinn fastur ásamt Kamölu, sem skrifar: „Ég feta hamingjusöm í fót- spor manns mins," en svo minnist hún þess að samkvæmt nýju siðunum eiga konur ekki að feta blint í fót- spor manna sinni og hún fer 'að hlæja. Aldrei höfðu þau verið nær hvort öðru en þegar þau voru skilin að. Hvenær sem hún getur, fer hún að heimsækja hann: þau skilja hvort annað aðdáanlega vel. Jawaharlal hefur breytzt í útliti, hann er nú sköllóttur, og andlitið hefur fengið djúpa drætti, en hugsjónir hans eru þær sömu. Kamala er enn sama unga, viðkvæma og saklausa stúlkan. 1925 verður hún veik og er flutt milli sjúkrahúsa og hressingarhæla, eins og maður hennar er fluttur milli fangelsa. Þegar Nehru hugsar um Kamölu verður fangavistin honum óbærileg. Pær hann að sjá hana aftur? Og í hvaða ástandi ? Stjórn hans hátign- ar Bretakonungs reynir að freista hans: honum er boðin lausn ef hann lofar að vinna aldrei framar gegn Bretum. Ef hann yfirgefur félaga sina og hugsjón fær hann að hjúkra Kamölu. Hún verður fyrri til að neita slíku boði. Og fangelsisdyrnar halda áfram að loka freslishetju Ind- lands inni, þangað til honum er af meðaumkun leyft að sjá hana deyj- andi. S Sjö fórust og 50 særðust, þegar skriða féll á þennan sporvagn í Portúgal. Björgunarmenn eru að brjótast inn í vagninn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.