Vikan


Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 31, 1952 9 FRÉTTAMYNDIR Taft beið að vísu ósigur fyrir Eisenhower á flokksþingi repu- biikana, en hann er sem fyrr valdamikill maður í flokki þeirra. Það þykir spá góðu fyrir Eisen- hower • í forsetakosningunum í haust, að Taft, sem hér situr að snæðingi, hefur heitið honum al- gerum stuðningi sínum. Nú er Estes Kefauver, sem er á þessari mynd ásamt föður sínum, „kom- inn úr umferð", ef svo mætti orða það. Eins og kunnugt er, fékk hann ekki demokrata til að velja sig sem forsetaefni þeirra, þrátt fyrir harð- vítuga baráttu og áróður. Mary Bernadette Doyle er ein af 15 kommúnistum, sem haldið hefur verið í fangelsi i Los Ang- eles, meðan lögfræðingar þeirra hafa reynt að fá tryggingargjald þeirra lækkað. Hún sést hér á myndinni þegar hún kom úr fang- elsinu í hjólastólnum sínum. Leið • toga kommúnistaflokksins var sleppt vegna aivarlegrar hjarta- bilunar. James Pox, leynilögreglumaður faldi andlit sitt eftir að sannað var á hann að hann væri þátttak- andi í innbrotum. Leynilögreglu- maðurinn var handtekinn ásamt þrem félögum sínum, eftir þrjár árangurslausar tilraunir til að brjótast inn í íbúðir í New York. Álitið er að þeir séu i sambandi við þjófafélag, sem stelur skinnum og gimsteinum. Anna litla gat ekki farið í sirkusinn, af því hún varð fyrir bíl og var flutt á sjúkrahús með brotinn fótinn og meidd á höfði. Trúðurinn lék því sinn hluta af sýningunni við rúmstokkinn hennar. A myndinni er hún að rannsaka hvort nefið á honum sé ófalsað. Lögreglan í New York hefur áhyggjur vegna hins einkennilega hvarfs frú Mavis Chaffey Ramus, 32 ára, sem er erfingi að búgarði í Kanada. Þar' sem hún hefur stundað listnám, síðan hún skildi við mann sinn fyrir einu ári, hefur hún búið i listamannahverfi New Yorkborgar. Hún borðaði með vinum sínum fyrir nokkrum vik- i;m og hefur ekki sézt síðan hún kvaddi þau og ætlaði heim. Fyrr- verandi maður-hennar er lista- verkasali. Þau eiga fjögurra ára ganilan son.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.