Vikan


Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 31, 1952 Williams fram í ólundarlega. „Það væri hrein- asta brjálæði að ganga inn í hópinn og reyna að sannfæra hann. Hvar í fjandanum er sveitar- lögreglan?" sagði hann grimmdarlega. „Hvers- vegna gerir hún ekki eitthvað?" „Þeir eru að gera eitthvað — leita að veiði- þjófum langt héðan." „Vertu ekki að þessari heimsku! Það var að- eins gaspur veitingamannsins. Ég býst við að þorpslögreglan hafi skilið að verkið var ekki við hennar hæfi og kallað á liðsauka. Það þarf eng- an smáræðis liðsstyrk til að tjónka við svona f jölmenni í uppreisnarhug, og það getur dregizt að þeir komi á vettvang." „En þá getur allt verið komið í bál og brand — ég á við höllina." „Já, ef skríllinn kemst inn. Enginn hefur enn komizt inn, Mac. Þetta hallarsíki — bíðum við, eitt getum við gert," bætti Williams snögglega við. „Við getum sjálfir komizt inn í höllina! Við verðum að komast inn í höllina." „Hvernig? Með því að synda yfir síkið?" „Já, — ef nauðsyn krefur." „Kanntu að synda?" spurði Davidson undr- andi. „Auðvitað, heimskingi! Þegar ég var á þínum aldri, vann ég verðlaun . . . Við eyðum tímanum. Komdu!" „Jæja, ég vona að þú vitir hvað þú ert að gera," sagði undirforinginn efablandinn. „Stofna til vandræða — ég er hálfhræddur um að þú sért að ana í ógæfuna. Undir eins og við gefum okkur fram og segjum að við séum lögreglufor- ingjar, ráðast þeir á okkur eins og hungraðir úlfar." Williams urraði bara. Davidson létti mjög þegar yfirforinginn beygði til hliðar áður en þeir komu að mannfjöldanum. Williams hafði tekið eftir nokkru sem undirforinginn hafði ekki at- hugað. Mannf jöldinn hafði safnazt saman í iðandi þröng á flötinni framan við höllina og aðeins nokkrir menn voru hér og þar á stangli utan við mannþyrpinguna. Williams dró þá skynsamlegu ályktun af þessu, að mikil likindi væru til að bakhliðar hallarinnar væri ekki gætt. Tilgáta hans var rétt. Fyrr ip kvöldið höfðu tveir hópar óaldarlýðsins farið alla leið umhverf- is síkið og reynt að finna stað sem komast mætti yfir um — þar sem brú væri eða síkið mjótt eða grunnt. En Everdon lávarður hafði ekki horft í neinn kostnað við aðgerðina og sikið var breitt og djúpt umhverfis höllina. Ein brú var þó þarna, en hún var aðeins yfir lækinn sem rann í sikið. Óróaseggirnir höfðu því horfið aftur við svo búið og æptu nú og hrópuðu eins og hinir. Skaplyndi fólksins hafði enn versnað nokkrar siðustu mínúturnar. Vonbrigðin yfir því að vindu bruin hafði ekki verið látin falla gerði sitt til, þetta benti líka til að eitthvað óhugnanlegt hefði komið fyrir sexmenningana, sem syntu yfir sík- ið og sem þeir höfðu fylgst með og eggjað af svo miklum áhuga, þangað til þeir hurfu yfir múrinn. Ef eitthvað óvænt hefði ekki komið fyrir þessi hraustmenni, hefði vindubrúnni verið hleypt niður fyrir löngu. „Þeir hafa náð þeim, félagar, — þeir hafa tekið Will Freeman og Sam Rogers og alla hina," hrópaði þrekvaxinn vinnumaður. „Það er til ein- skis fyrir okkur að reyna aftur að synda yfir síkið, — það fer á sömu leið fyrir okkur." „Já, við verðum að taka eitthvað annað til bragðs," kallaði annar. „Ég á haglabyssu heima og ég er ekki lengi að fara eftir henni. Það eru þessháttar góðgerðir sem gikkirnir hafa gott af — nokkur réttbeind haglaskot!" Þessi hugmynd vann hylli manna. Ýmsir aðr- ir áttu byssur og óðara skunduðu margir þeirra á stað heim til sín til að sækja þær. Það var allt útlit fyrir að til tíðinda drægi áður langt liði. Annar hugvitssamur náungi fékk hugdettu af nokkuð öðru en þó svipuðu tagi. Ekki alllangt í burtu var grjótnáma þar sem geymdar voru talsverðar birgðir af sprengiefni, og þessi áhuga- maður stakk upp á að brjótast inn í sprengi- efnageymsluna, taka birgðir af þeim og flytja þarna á staðinn og kasta þeim inn um brotnu gluggana á neðri hæðinni. Nokkrir fljóthuga of- stopar aðhylltust þetta og fóru allir saman í þessa hættulegu sendiför. Já, útlitið var hreint ekki friðvænlegt. Byssur og sprengiefni var of áþreifanleg röksemdafærsla til þess að orð ein saman nægðu til mctraka, og næstu mínútur gátu orðið örlagaríkar. „Mér datt það í hug!" tautaði Williams ánægju- lega. Hann og Davidson höfðu einmitt brotizt gegn- um girðingu á matjurtargarðinum og um leið og þeir fóru yfir blett með kálhöfðum í, sáu þeir að við bakhlið hallarinnar var engin hræða; óróaseggirnir sáust hvergi. Williams tók til fótanna. Öskrið í múgnum hinum megin við höllina var uggvænlegt, og bjarmanum af blysunum sló á hæstu trén báðum megin hússins. Á stáðnum þar sem þá félaga bar að síkinu, voru margir upplýstir gluggar, og end- urkastaðist ljósið frá vatninu í síkinu. „Hæ!" öskraði yfirforinginn, þegar hann kom auga á einhverjar verur á hreyfingu í einum glugganum. „Þið þarna! Aðeins augnablik!" Það var af hreinni tilviljun, að einn af gest- um Everdons gekk fyrir gluggann og leit út. „Ég sé að þrjótarnir eru komnir hérna bak við húsið!" kallaði hann óttasleginh. . „Farðu þá frá glugganum, asninn þinn!" „Hamingjan góða, já", sagði sá sem fyrst tal- aði og beygði sig. „Hæ, hæ! Bíðið við!" hrópaði yfirforinginn. ,,Þið kannist við mig — það er Williams. Ég var hérna fyrir skömmu." Höfuðið kom aftur út í gluggann. „Hvað var þetta? Williams? Já, hamingjan góða! Heyrið þið, drengir!" — Ungi maðurinn varð ákafur. „Það er hr. Williams! Þið skiljið — náunginn frá Scotland Yard." Fleiri höfuð birtust í glugganum. „Hvernig kemst ég inn?" hrópaði Williams. „Það er kominn tími til að einhver taki viS stjórninni þarna hjá ykkur. Þið unglingarnir virðist vera í slæmri klípu . . ." „Það er allt þessum bölvuðum Buppy að kenna — Everdon á ég við. Hann hljóp á burt eins og kanína og skildi okkur eftir haldandi í pok- ann . . . Hvernig þú kemst inn? Þú kemst ekki inn. Ekki nema við fellum vindubrúna — og ef við gerum það, ryðst bölvaður skríllinn inn um allt." „Er hér enginn bátur eða eitthvað til að fleyt.a sér á?" spurði Williams. „Ef ekki er annars kostur, getum við synt yfir um. Það má engan tíma missa." „Það eru bátar niðri í bátahúsinu," tók ein stúlkan fram í er hafði komið til karlmannanna. „Fruity reri með mig á einum þeirra í morgun. En það er nokkuð langt í burtu, sjálfsagt tíu mínútna gangur meðfram læknum . . ." „Eg hef fundið ráð!" kallaði einhver. „Hvern- ig er það með gúmmíbátinn ? Þið munið — nokkrir okkar voru að fíflast á honum fyrir tveim kvöldum. Hann hlýtur að vera hérna ein- hversstaðar." Það var talað saman í ákafa, og tveir eða þrír gestann.. flýttu sér burtu. Eftir örstutta stund komu þeir aftur með hálf-útblásinn gúmmíbát. „Hann er lekur eða eitthvað að honum," sagði einhver. „Ég veit ekki hvernig við getum blás- ið hann aftur upp, bátskömmina ..." „Reynið það ekki!" hrópaði Williams. „Hann dugar að líkindum eins og hann er. Setjið hann út um gluggann og ýtið honum yfir um. Gleym- ið ekki að ýta fast á eftir honum." Hann skipaði fyrir með valdsmannsröddu. Hinum klunnalega farkosti var þrýst af afli út um gluggann og fúsar hendur ýttu svo ræki- lega á eftir, að hann flaug í loftinu hálfa leið yfir um síkið, áður en hann snerti vatnið. Hann rak lítinn spöl og þokaðist svo yfir að hinum bakkanum. Davidson seildist til hans og tókst að grípa í hann. Eftir það var verkið auðvelt. Gúmmífleytan hafði talsvert flotmagn og gat auðveldlega borið þá félaga — þrátt fyrir yfir- þyngd Williams. Þeir reru yfir sikið að næsta Til vinstri: Halinn á þessari skötutegund er framhaldið^af mænunni. Skatan notar hann til að verja sig og það hefur komið fyrir að hún hafi drepið menn með honum. — Efst til hægri: Lama- dýrið er eins fótvisst á mjóum fjallvegum og fjallageitin. — Neðst til hægri: Ur hverju eru gerfifuglarnir á skotæfingasvæðunum búnir til? Ur bræddri tjöru blandaðri með kalki.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.