Vikan - 06.11.1952, Side 4
4
VIKAN, nr. 43, 1952:
Ö 1 # A BenS.
ZELLER stakk öxinni yfir
fyrir miðstöðvarketilinn,
haus axarinnar hvíldi á stein-
steyptu gólfinu, langt skaftið
hallaðist upp að hlið ketilsins.
Samt var hún ekki vel falin.
Hún sást, ef maður stóð á
ákveðnum stöðum í kjallaran-
um. Zeller kinkaði kolli. Hann
mundi varna þess, að hún stæði
á þeim stöðum.
Þá fannst Zeller allt í einu,
að hann væri að ljúga að sjálf-
um sér, að hann mundi ekki
myrða frú Lansen. Allt væri
þetta blekking. Jafnvel þó hann
væri nú kominn niður í kjallar-
ann til að bíða eftir henni, hefði
falið öxina og tæmt tunnuna í
horninu, svo hún væri til reiðu
handa henni — hann var bara
að telja sér trú um þetta. Það
var allt lygi. Hugsunin um, að
hann væri að Ijúga að sjálfum
sér, þótti Zeller óþolandi.
Hann hafði legið vakandi alla nótt-
ina og notið dauða frú Lansens,
ímyndað sér, hvernig hún mundi
ganga inn í kjállarann, reiðileg og
stolt og rautandi eins og alltaf,
kallandi, „Zeller, Zeller.“ Og hann
mundi stíga út úr skugganum og
hlusta á hana. Ásakanir hennar. Það
yrðu hennar síðustu ásakanir. Húsið
var kalt. Hvers vegna lét hann eld-
inn kulna? Eins og hann gœti varizt
það í kvöld. Eldurinn kulnaði af
sjálfum sér. Og hvers vegna hafði
hann ekki mokað snjóinn af hliðar-
stígnum ? Hún kærði sig ekki um
neina letingja.
1 fimm ár hafði hann aldrei svarað
henni. Aðeins muldrað, með drjúptu
höfði. I þetta! sinn mundi hann horfa
beint á hana, beint í augu hennar,
meðan hún æpti að honum.
Allir voru hræddir við hana.
Hversu oft hafði hann ekki heyrt
þessa dóttur hennar berja höfuð
sitt við steinvegginn og hrópa,
„Mamma, mamma, ekki þetta!“ Og
hversu oft hafði hann ekki heyrt
þennan eiginmann hennar væla líkt
og barinn hund, meðan hún reif hann
í sig. Allir í nágrenninu voru hrædd-
ir við hana. Hún bar höfuð sitt þann-
ig og glotti eins og fólkið væri saur
inn undir fótum hennar, eins og hún
hefði ævinlega rétt fyrir sér í öllu.
En nú var hann að ljúga. Hann
mundi ekki myrða hana. Enn nú enn
mundi hann hengja höfuð sitt og
muldra. Hann vissi það, af því mag-
inn á honum var eins og íshnullung-
ur.
Zeller gekk að öxinni og tók hana
upp. Hann gat varla kreppt fing-
urna um skaftið. öxin virtist lifandi,
eins og hún vildi stökkva úr hendi
hans. Allt í einu sveiflaði hann öxinni
í loftinu. Það heyrðist glamrandi
málmhljóð, ærandi hvellur hljóm-
aði og gagntók kjallarann. Hann
hafði höggvið hliðina af katlinum.
Hann varpaði öxinni á gólfið og
starblíndi á það. Hann grét. Tárin
runnu frá augum hans, niður kinn-
arnar, niður í stórt, svart skeggið.
Hann minntist þess, þegar hann
kom heim fyrir átta árym og enginn
kvöldmatur beið hans á eldhúsborð-
inu og konan horfin. Horfin, herberg-
in auð, allar flíkur hennar farnar.
Horfin méð einhverjum karlmanni,
sem hún elskaði víst, og hvernig hann
hafði hvílt í auðu rúminu, barið höf-
uðið niður í svæfilinn hennar og grát-
ið — rétt eins og hann grét núna.
Hann tók upp öxina og hélt henni
upp að sér. Þá fannst honum hann
verða svo vanmáttugur. Hann lang-
aði til að kyssa öxina.
Þá heyrði hann rödd i eyrum sér.
Hún sagði, „Hvers vegna ertu að
ljúga svona að sjálfum þér? Þú ert
svo mikill lygalaupur, að þú ættir að
hundskammast þin. Þú átt ekki að
drepa neinn. Þú ert að ljúga.“
Zeller greip andann á lofti. Líkami
hans skalf og lágt, brostið hvein,
kverkmælt og stutt líkt og síðasta
andvarp barns, sem hefur grátið sig
í þögn, leið frá vörum hans.
„Zeller! Zeller! Hvar ertu. Komdu
hingað strax!“
Frú Lansen. Hún var að koma nið-
ur. Hann hrökk við í hvert sinn sem
hælar hennar smullu í stiganum.
Hann reyndi að fela öxina aftur,
en loftið virtist hafa þykknað um-
hverfis hann, svo hann varð að hrinda
því frá sér til að geta hreyft sig.
Hann setti öxina bak við ketilinn —
en seinlega, afar seinlega eins og
hann væri heilaður. Hvað yrði ef
hann gæti ekki falið hana í tíma!
„Zeller! Zeller, hvar ertu?“
Hann beið eftir henni.
„Drottinn minn, hvers vegna svar-
arðu ekki ? Því stendurðu þarna eins
og fáráðlingur ?"
Hún gekk nú yfir myrkan kjall-
arann. Augu hans beindust niður á
gólf, en samt sá hann hana, glottið,
reiðilegt andlitið, stoltarlegt höfuðið,
sem mat hann ekki meir en skít.
„Bölvaður letinginn, að láta drep-
ast i katlinum! Eins og það er líka
kalt í dag. Og ómokað af stígnum.
Fyrir hvað borga ég þér kaup ? Fyrir
að hanga fram af þér og gera ekki
neitt! Vaknaðu nú! Vertu ekki svona
aulalegur. Líttu á mig! Hvaða háv-
aði var þetta fyrir fáeinum mínút-
um ?“
Zeller skalf og hengdi höfuð.
„Ég heyrði eitthvert glamur."
Zeller mjamtaði.
„Drottinn minn, ertu firrtur öllu
manneskjulegu viti ? Líttu á mig.
Ég er að tala við þig.“
Magi Zellers var eins og íshnull-
ungur. Hann hóf upp höfuðið sein-
lega, óttasleginn. Þarna var hún og
andlit hennar litað- rauðu, gömul
kona með roða í kinnum og hárið
greitt eftir tízku. Og æpti að honum.
Hversvegna var hann svona hrædd-
ur? Hún mundi sjá hann skjálfa og
svitann á andliti hans renna niður í
augun. Af hverju gat hann ekki and-
að gegnum nefið í stað þess að hafa
munninn opinn og mása — svo að
hún sá það? Hann þrýsti sér upp að
hlið ketilsins. Hún var heit, brenndi
á honum höndina. En ef hann hörfaði
undan, mundi hún falla. Honum
fannst hann ætlaði að hníga niður.
Hann langaði til að æpa eitthvað.
Burt! Farðu burt, frú Lansen. Hann
langaði til að hrópa þetta að henni,
að rauðlituðu, hrukkóttu andliti
hennar, og fingrunum með hringun-
um, sem glömruðu fyir sjónum hans.
Hann var lygari. Öxin, tunnan,
höggið, sem hann veitti katlinum,
allt var þetta lygi. Hann starblíndi
á rauðlitað, reiðilegt andlitið, nötr-
andi, þvalur af svita um allan líkam-
ann, og maginn eins og ís.
Þá heyrði hann skruðning, mjög
óljósan skruðning bak við ketilinn.
Um leið staðnaði hjartað í brjósti
hans. Það var öxin. öxin hafði fallið.
Einhver hafði slegið öxina um. Nei.
Ekki einhver. Hann hafði gert það
sjálfur. Hann stóð bak við ketilinn
og sló hendi til axarinnar og reyndi
að ýta henni fram, svo skaftið sæist.
Þetta þótti honum skrýtið . . . að
það skyldu vera tveir Zellerar í kjall-
aranum.
Hann heyrði andardráttinn í hinum
handan við ketilinn — raunar gat
það líka verið sogið í eldstónni. Hann
varð að komast að því, hvað það var.
Hún vildi vita af hverju hávaðinn
stafaði. Hvaða hávaði? Hvaða háv-
aöi? Mjamtið í honum sjálfum? En
biðum nú við — það var einhver
handan við ketilinn.
Zeller teygði sig seinlega og snerti
axarskaftið. Hann var hræddur um
það mundi stökkva burt. En það lá
kyrrt í lófa hans.
Aftur virtist loftið orðið svo þykkt,
að hann átti erfitt með að hreyfa sig.
Hann hreyfði sig eins hratt og hann
gat, samt var hræðilegt tóm milli
hinna einstöku hreyfinga hans, milli
þess sem hann lagði hönd á skaftið
og tók það síðan upp, milli þess sem
bann tók það upp og sneri sér við
til að horfa á frú Lansen, það var
eins og hann væri lamaður. Eitthvað
byrjaði að hvæsa í eyru hans. „Hrað-
ar . . . hraðar . . .“
Þá staðnaði allt. Frú Lansen staðn-
aði. Og hann horfði á hana.
Ókenrjileg tilfinning greip hann,
hlýr straumur, sem bræddi ísinn í
maga hans. Henni gafst ekki tími til
að hlaupast á burt. Hún var lömuð
eins og hann. Loftið þykknaði, svo
hún gat ekki hreyft sig. Hún beið
hans, hún gaf honum nægilegan tíma,
augu hennar upphafin, horfandi á
eitthvað í loftinu og munnurinn gal-
opinn.
Gegnum þessa allsherjar stöðnun
sá Zeller frú Lansen brot úr sekúndu,
og þetta sekúndubrot virtist lengra
en öll hans ævi. Sú frú Lansen, sem
hann sá, ærði upp í honum svo mikla
hamingju, að hann varð að hrópa
upp yfir sig. Það var skrýtin frú
Lansen með rauða bletti á tærðum
kinnunum, líkust gömlum klón. Og
andlit hennar var gagntekið svo
eymdarlegum angistarsvip, að slíkt
hafði hann aldrei séð áður.
Á þessu augnabliki gleymdi Zeller
öxinni. Hann ætlaði að fara að segja
eitthvað, en gat ekki talað nægilega
hratt. öxin hreyfðist áfram, sveifl-
aðist. Hann drap hana.
Zeller lokaði augunum. Hann sveifl-
aði öxinni án afláts, sveiflaði henni í
hringi og upp og niður eins og I kyn-
legum draumi. Síðan þreyttust hand-
legir hans. Og hann hætti að sveifla
öxinni.
Það heyrðust ýmisleg hljóð í kjall-
aranum. Það hvein i eldinum. Brast
í viðnum. Kolamolar runnu til í
byngnum. Rottur nöguðu. Zeller leit
í kringum sig. Þarna var tunnan.
Hann hafði ekki logið. Það hafði allt
gerzt. Hann fann til stolts. Hann dró
frú Lansen eftir steinsteyptu gólfinu
og furðaði sig á, hvernig hún var
útleikin.
Framhald á bls. 13.
Hrukkur eru bara gömul bros!
— Ethel Barrymore.