Vikan


Vikan - 06.11.1952, Síða 10

Vikan - 06.11.1952, Síða 10
10 VIKAN, nr. 43, 1952 I - HEIMILIÐ -1 $ RITSTJÓRI: EL.1N PALMADÓTTIR % HÚSMÆÐRASKÓLI REYKJAVÍKUR NÝLEGA hefur verið rætt um það á. alþingi að húsmæðraskólarnir okk- ar séu of dýrir og- of langir tii að stúlk- ur geti veitt sér þann munað að stunda þar nám. 1 þessu sambandi langar sjálf- sagt marga til að vita um verð og náms- tíma einhvers húsmæðraskóla. 1 Húsmæðraskóla Reykjavikur geta stúlkur valið um 9 mánaða heimavistar- skóla, 4 y2 mánaða dagskóla og 5 vikna kvöldnámskeið í matreiöslu. Og hver er svo kostnaðurinn ? 1951—1952 kostaði fæðið í heimavist 3.600 kr. (400 kr. á mánuði fyrir fæði og húsnæði), þarmeð er talið þvotta- efni, hreinlætisvörur, kostnaður við mæðradag, árshátíð og smáskemmtiferð. Skólagjaldið er 450 kr. Fyrir efni í skyldusaum hefur verið greitt mest 579,56 kr. En ef athugað er hve mikið stúlkurnar fá af fatnaði fyrir þessar tæpar 600 krónur, sést að það er ekki dýrt. Þær fá alskonar barnafatnað, saumaðan og prjónaðan, kjól, náttföt og undirföt, treyju, pils, handavinnu og mundlínpoka, teiknibækur og snið. Ef stúlkurnar vildu selja þessa muni, gætu þær vafalaust fengið talsvert upp í skólakostnaðinn, en flestar þeirra lang- ar til að eiga munina, sem þær hafa lagt svo mikla vinnu og alúð í að búa til. Fyrir band og prjónles hefur verið greitt mest 50—60 kr. Hannyrðir eru námsmeyjum frjálsar, þannig að hver stúlka ræður hvað hún kaupir og vinn- ur. 1 dagskólanum var kostnaðurinn 1500 krónur og þó ekki sé búið að gera upp kvöldnámskeiðin hafa námsmeyjar verið látnar borga 300 kr. í vetur. Dagurinn í heimavistinni byrjar kl. 7.50 með morgunsöng, þá hefst litli skattur. Kl. 8.15—9 er einn bóklegur tími og að honum loknum hefst verk- leg kennsla. Handavinnudeildin sér um ræstingu heimavistarherbergja og því á að vera lokið kl. 9.30. Handavinnu- deildinni er skipt i tvo flokka, og stund- ar önnur deildin saumanám en hin vefn- að. 1 hússtjórnardeild eru stúlkumar ýmist húsmæður, eldabuskur, stofuþern- ur, bakarar eða þvottakonur. Frú Hulda Stefánsdóttir, forstöðukona skólans, segir að aðsóknin að húsmæðra- skólanum sé að vísu að minnka, en hún telur það ekki stafa af of langri skóla- vist. Hún álítur líka að þessi námstími sé nauðsynlegur, svo hægt sé að kenna bæði hannyrðir og matreiðslu. Vegna margra fyrirspurna til VIK- UNNAR, skal það tekið fram að skól- inn er ekki fullsetinn næsta vetur. Til vinstri: Eitt lieima- vistarlier- bergjanna, babstofan svo- kallaða. Efst til hœgri: Matreiðsla er kennd í öllum deildum. Næsta mynd er úr vefstof- unni. Á liverjum fimmtudegi er veizla. Á hverju vori cr sýning á vinnu nem- enda í skóla- húsinu á Sól- vallagötu 12. Pétur Thom- scn tók mynd- irnar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.