Vikan - 06.08.1953, Page 14
MACARTHUR |
Framhald af bls. 12.
forsetinn taldi „mjög miida hættu á,“ að leitt
gœtu af sér nýja heimsstyrjöld. MacArthur braut
þarna visvitandi þau óskráðu lög Bandaríkja-
manna, að það sé hinn borgaralegi armur stjórn-
arvaldanna sem ákveða skuli stefnuna, en her-
foringjanna að fylgja þeirri stefnu.
MacArthur býr nú í Bandaríkjunum með konu
sinni Jean og 15 ára syni (hann er tvígiftur,
skildi við fyrri konu sína 1929; Jean er 21 ári
yngri en hann). Hann er hálaunaður forstjóri hjá
Remington-félaginu, sem framleiðir meðal annars
ritvélar — og skotfæri. Eftir heimkomuna hefur
hann aukið afskipti sin af stjórnmálum og haft
í því sambandi allnáið samstarf við hina íhald-
samari menn republikanaflokksins.
GKÓÐUK & GARÐKÆKT
Framhald af bls. 3.
blóm, uxatunga. Aftur á móti eru sporasóley,
mölvur, blásóley, jakobsstigi, biskupsbrá, freyju-
gras, veronikur, fingurbjörg, daglilja, garða-
ljómi og kóngagras alin upp af fræi.
4. Ég held að við verðum að telja alm og hlyn
til trjáa en ekki runna. Þeir munu kosta 8—15
krónur.
5. Hegg er hægt að ala upp af fræi. Verðið á
honum var um 8 krónur.
9. Já, gullregn er alið upp af fræi og af því
eru til tvær tegundir: Fjallagullregn (Zaburn-
; 68i.
KROSSGÁTA
VIKUNNAR
Lárétt skýring:
1 víkja — 5 tunna —
7 kvenmannsnafn — 11
stoð — 13 merki 15
undirstaða — 17 óvætt-
irnir — 20 hallandi —
22 verkfæri — 23 sig-
aðir — 24 gras —- 25
sjúkdómur — 26 hjálp-
arsögn — 27 fljót — 29
fæða — 30 einkenni —
31 þefa — 34 tíund ■ —
35 æddi — 38 endur-
tekning — 39 manns-
nafn — 40 góðvild —
44 safna saman — 48
slark — 49 þyngdarmál
— 51 keyra — 53 kreik
— 54 mót — 55 fum
— 57 þraut — 58 heims-
kunnur rithöfundur —
60 viðlag (tökuorð) — 61
fæða — 62 malaði —
64 forsetning — 65 jarð-
efni — 67 verkalýðsfé-
lag — 69 á garði — 70
meðvindur — 71 líkams-
hluti.
Lóðrétt skýring:
2 álegg 3 húsdýr —
4 rödd — 6 spírað korn — 7 gæfa — 8 utan —
9 skera — 10 bindi — 12 sögufrægt fjall — 13
vitleysan — 14 skrifa — 16 ógæfa — 18 duglegt
■— 19 glæðast — 21 hróp — 26 samtenging —
28 kvenmannsnafn — 30 bílfær — 32 hluttaka
—■ 33 gerast — 34 fornafn — 36 greinir — 37
ögn — 41 keisari — 42 kænn — 43 með tölu —
44 rólega — 45 var mismunur -— 46 = 54 lárétt
— 47 upphrópun (kveðja) — 50 lærdómi — 51
steinn — 52 duglegur — 55 gengur — 56 mæla
59 skip — 62 ungviði — 63 fag — 66 tvíhljóði
— 68 samþykki.
Lausn á 679. krossgátu Vikunnar.
Lárétt: 1 strokka — 7 málamat — 14 Kaj —
15 kálf — 17 kafara — 18 álún — 20 kuldi —
22 traf — 23 lifir — 25 Rau — 26 bar — 27
K. N. — 28 til — 30 trein — 32 fa — 33 una —
35 sexfalt — 36 gám — 37 lesi — 39 arka —
40 kveisustingir — 42 Klee — 43 neip — 45 lag
— 46 bakuggi — 48 ina — 50 ak — 51 þorir
— 52 Una — 54 en — 55 ríð — 56 lin — 58
alein — 60 sauð — 62 vinja — 64 lita — 65 ár-
gali — 67 nála — 69 mið — 70 rigning -— 71
labbaði.
Lóðrétt: 1 skálkur — 2 talinn — 3 rjúf — 4
kk — 5 kák — 6 alur — 8 Áki — 9 la — 10
aftan — 11 marr — 12 ara — 13 tafsama —
16 flatfiskurinn — 19 nit -—- 21 dura — 24 rissi
— 26 bit — 29 leistar — 31 eldingu — 32 fákr
— 34 alveg — 36 gripi — 38 eee — 39 agi —
40 klak — 41 neina — 42 klaksár — 44 sann-
aði — 46 boð — 47 Kili — 49 neitið — 51 þíð-
an — 53 all — 55 rugg — 57 Njál — 59 eima
— 61 Ari — 62 vin — 63 ala — 66 li — 68
ab.
um alpinum) og gullregn (Zaburnum anagyro-
ides). Plöntur af gullregni hafa fengizt og kost-
uðu 10—15 krónur.
10. Eflaust er þetta af einhverri Rosar hybrid,
en þar eð ekkert blóm fylgdi, er erfitt að segja
það nákvæmlega.
11. Jurtin, merkt a, sem þú sendir blóm og blöð
af, er Chrysanthemu-tegund (Daisy) og er góð
til afskurðar. Hún kemur oft með sáðgresi.
12. b er blað af alfakoll (Stachys macrantha).
Urtin er fjölær, en ekki finnast aðrir litir af
henni.
Mig langar til að vita hvað það er, sem eyði-
leggur blöðin á Kvöldstjörnunni minni og hvern-
ig á að útrýma þvl. Blöðin á Stjúpum, sem ég
fékk frá plöntusölu, eru líka veik. Hvað á ég að
gera við því? Getur það borizt á aðrar jurtir?
Mér sýnist það vera að koma á Eyrarrós, sem
þó er sér í beði dálítið frá.
F. H.
Svar: Kvöldstjarnan hefur orðið fyrir barðinu
á snigli, og væri bezt fyrir þig að strá snigla-
eitri hjá plöntunum. Auk þess hefur verið lús á
plöntunni. 1 26. tbl. Vikunnar voru gefin ráð um
útrýmingu lúsar. Stjúpan og eyrarrósin hafa
fengið ryðsvepp og væri æskilegast að þú spraut-
aðir perenox á þær.
Svar til húsmóður, sem sendi þrjú blöð:
Eitt blaðið er greinilega brunnið. Ég get ekki
betur séð en að plönturnar skorti áburð, en þó
getur vel verið, þær standi bara á of dimmum
stað. Það er erfitt að segja um þetta, þegar mað-
ur þekkir ekki staðhætti.
Svör við „Veiztu —?“ á bls. 5:
1. Helga Sigurðardóttir, forstöðukona Hús-
mæðrakennaraskóla Islands.
2. Wagner.
3. 1 Norður-lshafinu, norður af Skandinavíu-
skaga og Rússlandi.
4. 1930.
5. Barnatennurnar eru 20, en fullorðinn maður
hefur 3 jöxlum fleira i hverjum skolthelm-
ingi, eða 32 tennur.
6. Þjónn Don Quixotes í samnefndri sögu eftir
Cervantes.
7. Asíu. Tyrkland er 762,736 km’ og af eru að-
eins 23,987 km2 í Evrópu.
8. 8341 metrar.
9. Heykrókur.
10. 21. maí 1938.
Andlát Edgware lávarðar.
Framhald af bls. 6.
— Ekki fyrst um sinn. Hvað get ég sagt hon-
um ? Hann mundi segja „enn einir hugarórarn-
ir“, sá góði maður. Og „stúlkan hefur skrifað
á óvenjulega pappirsörk, það er allt og sumt“.
Ég leit skömmustulega niður.
— Hverju get ég þá svarað? Engu. Það getur
vel verið rétt. Ég er þó viss um, að það getur ekki
verið, vegna þess að það má ekki vera þannig.
Hann þagnaði og varð dreymandi á svipinn.
— Hugsaðu þér, Hastings, ef maðurinn hefði
verið snyrtilegur, hefði hann skorið örkina, en
ekki rifið hana. Og þá hefðum við ekki veitt
því neina athygli. Enga!
— Þá getum við ályktað, að hann sé kæru-
laus maður, sagði ég og brosti.
— Nei, nei. Hann hefur kannski verið að flýta
sér. Þú hefur vafalaust veitt því athygli, að
örkin er illa rifin. Hann hefur áreiðanlega ekki
haft mikinn tíma. Hann þagnaði og bætti svo við:
— Ég vona, að þú hafir eitt í huga. Maðurinn
— þessi D — hlýtur að hafa mjög góða fjar-
verusönnun þetta kvöld.
Ég skil ekki hvernig hann getur haft nokkra
fjarverusönnun, ef hann hefur fyrst farið í hús-
ið við Regent Gate og myrt mann þar og svo
hitt Carlottu Adams á eftir.
— Einmitt, sagði Poirot. — Það er einmitt
það, sem ég á við. Hann hefur nauðsynlega þurft
á fjarverusönnun að halda og undirbúið hana.
Annað vafaatriði er, hvort nafnið hans byrjar í
raun og veru á D ? Eða táknar D eitthvert gælu-
nafn, sem hún þekkti?
Hann þagnaði og sagði svo lágt: — Við verð-
um að finna mann, sem á upphafsstafinn D eða
er kallaður nafni með þeim upphafsstaf, Hast-
ings. Já, við verðum að finna hann.
ODETTE
Frámliald af bls. ÍZ.
Stígurin lá í gegnum skóginn, þar sem skugg-
arnir voru langir og svalandi, og meðfram fögru
vatninu. Á ströndinni voru glæsilegir sumar-
bústaðir, og í görðum þeirra lágu SS-menn og
konur, starfslið fangabúðanna, atvinnumorðingj-
ar, og létu seinustu geisla kvöldsólarinnar leika
notalega um hálfnakta líkama sina. Þetta fólk
leit ekki einu sinni upp, þegar Ukraníu-konurnar
fóru framhjá, — og hafði enda enga ástæðu til
þess, því að næstum hundrað þúsund konur í
samskonar ástandi höfðu þegar farið um þennan
stíg, og þessa sjón gæfi áreiðanlega aftur að
líta á morgun, og hinn daginn, og einnig daginn
þar á eftir.
1 hópi Ukraníu-kvennanna var frú Ödette San-
som. Þegar þessi ömurlega fylking var komin
fyrir endann á vatninu, gaf að líta hina háu
veggi fangabúðanna. Vélbyssuturn, svart hlið,
tuttugu feta hátt. Svo birtist allt I einu önnur
fylking kvenna sem gekk að hliðinu. Þær voru
allar klæddar röndóttum fangabúningi, krúnu-
rakaðar, með sljó augu, holdlaus andlit. Þær
gengu í takt, undir stjórn SS-konu, sem hélt á
svipu i hendinni, og voru látnar syngja hressi-
legan söng. Svarta hliðið opnaðist, og á eftir
þessari fylkingu lifandi líka, gekk nú fylking
inn í fangabúðirnar í Ravensbriick. Hliðinu var
lokað, og bröndum slegið fyrir.
Odette leit í kringum sig. Þetta var ekkert nýtt
fyrir hana. Hjólið hafði farið heilan hring. Hún
vissi, að hérna, og hvergi annars staðar, var hið
dimma grafhýsi, sem hún sá blasa við sér með-
an hún gekk um Normandi-ströndina á vordög-
um æfi sinnar.
14