Vikan - 03.09.1953, Síða 5
a
Andlát Edgware lávarðar
26 Eftir AGATHA CHRISTIE
FORSAGA:
Leikkonan Jane Wilkinson bið-
ur leynilögreglumanninn Hercule
Poirot um að fá mann sinn Edg-
ware lávarð til að gefa henni eftir
skilnaö, svo hún geti gifzt hertog-
anum af Merton, en því liefur
hann áður neitað afdráttarlaust.
Poirotog Hastings kapteinn (sögu-
maður) fara til lávarðarins, sem
segist hafa skrifað konu sinni fyr-
ir mörgum mánuöum og samþykkt
skilnaðinn. Daginn eftir kemur
Japp lögreglufulltrúi og segir, að
Jane liati komið kvöidið áður til
mannsins síns og drepið hann með hníf.
En Jane getur sannað, að liún var allt
ltvöldið í boði annars staöar, þó fijónn-
inn og einkaritarinn segist hafa séð
hana ganga inn til lávaröarins. Poirot
og Hastings finna eftirhermuna Carlottu
Adams, sem þeir höfðu áður séð herma
mjög vel eftir Jane, dána heima hjá
sér og þar finnst líka ljós liárkolla. I*að
sannast líka, að Marsli kapteinn, erfing-
inn að lávarðsnafnbótinni, hefur komið
heim með Geraldine, dóttur lávarðarins,
kvöldið, sem morðið var framið. Hann
er því tekinn fastur. Donald Boss, img-
ur leikari, sem ætlar að fara að segja
Poirot eitthvað um „París'", er drepinn
meðan liann er að tala við hann í sím-
ann. Carlotta Adams hefur skrifað syst-
ur sinni bréf, þar sem hún segist hafa
verið fengin til að leika eitthvert bragð,
en Poirot kemst að því að eina örk
vantar í bréfið.
_____________
28. KAFLI
Poirot spyr nokkurra spurninga?
POIROT HEGÐAÐI sér ákaflega furðulega á
leiðinni heim. Hann var sýnilega að brjóta
heilann um það, sem honum hafði dottið í hug.
Einstöku sinnum tautaði hann eitthvað. Ég gat
greint eitt eða tvö orð. Fyrst sagði hann „kerti“
og því næst ,,tylft“ eða eitthvað þessháttar. Ég
hýst við þvi, að ef ég hefði verið dálítið gáfaður,
hefði ég skilið hvert hann stefndi. Það lá í raun
og veru svo beint við. Samt sem áður virðist mér
þetta ekkert nema rugl.
Við vorum varla komnir inn fyrir dyr heima,
þegar hann þaut að símanum. Hann hringdi á
Savoyhótelið og spurði eftir Lady Edgware.
— Þú hefur ekki heppnina með þér, gamli
minn, sagði ég og hafði dálítið gaman af.
Enginn maður fylgist eins illa með og Poirot
og það hef ég oft sagt honum.
— Veiztu það ekki? hélt ég áfram. — Hún er
byrjuð að leika í nýju leikriti og er þessvegna í
leikhúsinu núna. Klukkan er ekki nema hálf
ellefu.
Poirot leit ekki á mig. Hann var að hlusta á
simastúlkuna á hótelinu, sem auðheyrilega sagði
bonum það sama og ég var nýbúinn að segja hon-
um.
— Jæja! tJr þvi svo er, vildi ég gjarnan tala
við herbergisþernu Lady Edgware.
Eftir augnablik fékk hann samband við hana.
— Er þetta herbergisþerna Lady Edgware ?
Þetta er M. Poirot. M. Hercule Poirot. Þér munið
eftir mér, er það ekki?
— Ágætt. Nú hefur nokkuð nýtt komið á dag-
inn. Viljið þér koma og tala við mig undir eins.
— Já, ákaflega mikilvægt. Ég skal segja yður
heimilisfangið. Takið vel eftir.
Hann endurtók það tvisvar og lagði svo sím-
tólið hugsandi á.
— Hvað á nú þetta að þýða, spurði ég forvitn-
islega. — Er það satt, að þú hafir einhverjar
nýjar upplýsingar.
— Nei, Hastings, það er hún, sem á að gefa
mér upplýsingarnar.
— Hvaða upplýsingar?
— Upplýsingar um vissa manneskju.
— Jane Wilkinson ?
— Hvað henni viðvíkur, þá- hef ég allar þær
upplýsingar, sem ég þarf á að halda. Ég var
áður búinn að kynnast verri hliðinni á henni.
— Hver er það þá?
Poirot sendi mér eitt af þessum leiðinlegu yfir-
lætisbrosum sínum og sagði, að ég fengi að vita
það, ef ég biði þolinmóður. Svo fór hann að taka
til í stofunni með miklum tilburðum.
Herbergisþernan kom tíu mínútum seinna. Hún
virtist vera á báðum áttum og dálítið tauga-
óstyrk. Þetta var lítil og grönn svartklædd kona
og hún leit tortryggnislega í kringum sig. Poirot
tók alúðlega á móti henni.
— Það er ákaflega elskulegt af yður að koma.
Gjörið þér svo vel að setjast hérna, Mademoiselle
— Ellis, er það ekki?
— Jú, herra minn. Ég heiti Ellis.
Hún settist á stólinn, sem Poirot hafði dregið
fram handa henni. Þar sat hún með hendurnar
1 kjöltunni og leit á okkur til skiptis. Svipurinn á
hinu föla smágerða andliti hennar var ákveðinn
og hún klemmöi saman varirnar.
— Til að byrja með, ungfrú Ellis, ætla ég að
spyrja yður hve lengi þér hafið verið í þjónustu
Lady Edgware?
— Þrjú ár, herra minn.
— Alveg eins og ég hélt. Eruð þér kunnugar
einkamálum hennar?
Ellis svaraði ekki. Spurningin virtist hneyksla
hana.
— Ég á við það, að yður ætti að vera kunn-
ugt um hverjir eru óvinir hennar.
Hún klemmdi enn betur saman varirnar. —
Flestar konur hafa reynt að gera henni einhvern
grikk. Já, þær hafa allar haft horn í síðu henn-
ar. Þær eru andstyggilega afbrýðisamar.
— Svo kynsystrum hennar geðjast ekki að
henni ?
— Nei, herra minn. Hún er of falleg. Auk þess
fær hún alltaf það sem hún vill. Það er mikið
um þessa viðbjóðslegu afbrýðisemi í leikarastétt.
— En hvað um karlmennina?
Illkvittnislegu brosi brá fyrir á visnuðu andliti
hennar — Hún getur farið með karlmennina eins
og hún vill og það er staðreynd.
— Ég samþykki það, sagði Poirot brosandi.
— Og þó svo sé, ímynda ég mér, að það geti
leitt til árekstra, sem . . . hann þagnaði og bætti
svo við í öðrum tón:
— Þekkið þér Bryan Martin leikara?
— Já, herra minn.
— Mjög vel?
— Já, mjög vel.
— Ég held að mér skjátlist ekki, þegar ég
segi að Bryan Martin hafi verið ákaflega ást-
fanginn af húsmóður yðar fyrir einu ári.
— Já, hann var viti sínu fjær af ást. Og ég
held að hann sé það ennþá.
— Hann hélt, að hún ætlaði að giftast honum,
var það ekki?
— Jú, herra minn.
— Var henni nokkurn tíma alvara?
— Hún var að hugsa um það. Ég held að hún
hefði gifzt honum, ef hún hefði fengið skilnað
Irá lávarðinum.
— En svo kom hertoginn af Merton fram á
sjónarsviðið.
— Já, herra minn. Hann var á ferðalagi um
Bandaríkin. Það var ást við fyrstu sýn.
— Og þá hurfu vonir Bryan Martins eins og
dögg fyrir sólu, var það ekki ?
Ellis kinkaði kolli. -— Að vísu er Martin auð-
ugur, sagði hún — en hertoginn af Merton gat
líka boðið henni tignarstöðu. Og húsmóðir mín
leggur mikið upp úr tignarstöðum. Hún verður
ein tignasta kona landsins, ef hún giftist hertog-
anum.
Það vottaði fyrir hreykni í rödd herbergis-
þernunnar og ég hafði gaman af því.
— Svo hún vísaði Martin á bug. Tók hann þvi
illa?
— Hann hegðaði sér eins og óður maður.
— Aha!
— Einu sinni ógnaði hann henni með skamm-
byssu. Og hvilik læti! Ég var orðin dauðhrædd.
Hann drakk líka mikið. Enda var hann alveg
niðurbrotinn.
■— En að lokum hefur hann náð sér.
— Það leit út fyrir það, en hann hélt sig
samt ennþá í námunda við hana. Mér geðjast
ekki að augnaráði hans. Ég hef oft varað hús-
móður mína við honum, en hún hlær bara að
því. Henni þykir gaman að finna vald sitt. Skilj-
ið þér hvað ég á við ?
— Já, sagði Poirot hugsandi. — Ég held að ég
skilji hvað þér eigið við.
— Við höfum ekki orðið mikið varar við hann
í seinni tíð. Mér finnst það vera góðs viti. Hann
er vonandi að byrja að ná sér.
— Ef til vill.
Henni virtist ekki geðjast að því, hvernig
Poirot sagði þetta og spurði kvíðafull:
— Þér haldið þó ekki, að hún sé i hættu stödd?
— Jú, svaraði Poirot alvarlega. — Ég held
að hún sé í alvarlegri hættu. En hún hefur leitt
hana yfir sig sjálf.
Hann hafði strokið hendinni eftir arinhyllunni
Veiztu —?
1. Hver er
þetta ?
2. Hvar í
Græn-
landi
finnst
mikið af
blýi?
3. Á göml-
um mál-
verkum,
kopar-
stungum
o. fl.
stendur oft pinx. á eftir nafni lista-
mannsins. Hvað þýðir það?
4. Hvernig eru fiskiendur frábrugðnar
öðnim öndum?
5. Hvenær braust síðari heimstyrjöldin
út?
6. Hvað þýðir sögnin að glfra?
7. Af hverjum er líkneskið sem stendur
fyrir sunnan Dómkirkjuna?
8. 1 hvaða borgum er mest slípað af
demöntum ?
9. Hverjir fundu upp vélknúnu flugvél-
ina?
10. Hve þungt er 1 ort í gömlu máli?
Sjá svör á bls. 14.
______________________________________
5