Vikan


Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 2

Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 2
I FRASOGUR FÆRAIMDI MYNDIN, sem ég birti aS þessu sinni, er úr fjarvíddarfárinu, sem greip Hollyvvood á síðastliðnu vori. Myndin er tekin í Ne»v York íyrir skemmstu, og er tilefnið frumsýning einna þessara heljarmiklu og fyrirfram-heimsfrægu stórmynda, sem Bandaríkjamenn framleiða einu sinni á mánuði og dengja á markaðinn með ærandi lúðraþyt. Maðurinn með skeggið heitir Henri Chretien og er prófessor í Frakklandi. Hann er þarna í kjöl og hvítu, sökiun pess að umrædd stórmynd var tekin með sjóngleri (linsu), sem hann fann upp löngu fyrir stríð. Gleiðbrosa náunginn með svörtu slauíuna er hinsvegar borgarstjórinn í Nevv York, en á milli hans og prófessorsins stendur kona þess siðarnefnda. Takið eftir hvernig hún heldur dauðahaldi í töskuna sína; það er engu líkara en hún sé hrædd við borgarstjórann. ÉG birti þessa mynd elrki til þess að sýna lesendum þrjár glaðar maimeskjur, veizluklæddar. Hinsvegar langaði mig til að vekja at- hygli á þvl, að hin básúnaða „fjarvídd", „dýpt“ og hvað það nú heitir er ekkert nýtt fyrirbrigði. Kraftaverkið, góðir hálsar, er tuttugu ára gamalt! Það er að minnsta kosti jafngamalt uppfinningu gamla mannsins með skeggið. Hvernig stendur þá á því, að kvikmyndaheimurinn ærðist ekki upp úr Alþingishátíðinni; livernig gátu stórmyndaframleiðendurnir amerisku setið á sér allan þennan tíma? Reynsla undanfarinna mán- aða geymir svarið: ,,Fjarvíddin“ er ekki það furðuverk, sem aug- lýsingarnar vilja vera láta. Hún er misheppnuð, og þar sem henni hefur verið mest hampnð, er almenningur orðinn leiður á henni. Kvikmyndagagnrýnandi stórblaðsins „The New York Times“ skrifaði fyrir skemmstu fróðlega grein um þessa furðulegu bólu. Hann upplýsti meðal annars: 1) Að aðsókn að kvikmyndahúsum með „fjarviddartækjum“ hefur hrakað ört undanfarnar vikur. 2) Að bíó, sem kaupa „fjarvíddarmyndir“, kjósa nú oft að sýna þær með gamla laginu, enda aðsókn þá skárri. 3) Að engin sæmileg „dýptarmynd“ hefur enn verið framleidd; þær hafa verið ómerkilegar hrollvekjur upp til hópa. 4) .Að fleiri og fleiri bíó auglýsa: „Venjuleg mynd, sem þér þurfið ekki að horfa á með gleraugum." ENGINN skyldi þó skilja þetta svo, að I höfuðborg kvikmynd- anna sé allt I upplausn og öngþveiti. Rita Hayworth er ennþá gift Dick Haymes: þau hafa samtals giftst átta sinnum, blessuð hjúin, eins og sagt var frá í VIKUNNI fyrir skemmstu. En að auki er eftir- farandi i frásögur færandi úr þeim undraheimi, og er stuðst við nýlegar fregnir bandarískra dagblaða af leikum og látum hinna inn- fætldu: • Kvehnagullið Zachary Scott er orðinn ennþá meira kvenua- gull — síðan hann byrjaði að ganga með gullhring í vinstra eyrna- snepli. • Mario Lan/.a söngvari er búinn að fá sér nýjan bíl: hvítan Cadilac með gullhúðuðu mælaborði. • Mike Romanoff veitingamaður leikur við hvern sinn fingur — síðan hann byrjaði að senda skyrturnar sinar í flugvél til New York — til þess að láta þvo þær. • Hótel í grend v.ö Hollywood er búið að færa út kvíarnar — moð því að opna gufubaðstofu til sameiginlegra afnota karla og kvenna. • Og milljónamæringurinn Hal Hayes (sem hefur bar í bílnum sínum og rennandi bjór, viský og kampavín á heimili sínu) er enn búinn að gera endurbætur heimafyrir. Nú þarf hann ekki annaö en styðja á hnapp til þess að gólfteppin „hlaupi“ upp á veggina — og er tilgangurinn sá, að rúöubrot verði honum ekki að fjörtjóni, ef einhver skyldi gera atomárás á stjörnubæinn. G.J.A. Svar til „Þriggja námsfúsra", Hönnu o. fl.: Til að i komast í Kennaraskólann þarf að hafa lokið Landsprófi með einkuninni 6. Þeir, sem hafa lokið þriðja bekkjar prófi við menntaskóla og staðizt það, hafa möguleika til að komast í 2. bekk. Námstíminn er fjögur ár. Bezt er að snúa sér til skólastjóra skólans varðandi umsókn og frekari upplýsingar. Mér þætti vœnt um ef þér vilduð gera svo vel og gefa mér upplýsing- ar um það, hve lengi maður þarf að eiga bíl erlendis til að mega flytja hann inn. Ég hcf hringt í einar fimm skrif- stofur, til að fá upplýsingar um þetta, en alltaf verið vísað á einhverja aðrar fyrst hringdi ég í Bifreiðaeftirlitið þeir visuðu mér á Fjármálaráðuneyt- ið, sem aftur visaði mér á Tollstjóra- skrifstofumar, en þar var mér sagt að hringja i síma 1063, en i 1063 ,var mér sagt að hringja í 81500, sem er síminn á Tollstjóraskrifstofunum, en þá gafst ég upp og tók það til bragðs að skrifa yður og vona að þér getið svarað við fyrsta tækifœri. Ökuþór. Framhald á bls. 15. FORSÍÐUMYNDINA tók Trausti Thorberg Nýjung í þvottaefnum Persil hefur löngum verið vinsælt þvottaefni um viða veröld. En fátt er svo gott að ekki megi bæta það. Eftir langar vís- indatilraunir hefur nú tekizt að finna efnasamband, sem eykur mjög kosti Persils. Efni þetta ver þvottinn sliti, gerir hann blæfagran og tryggir algert hreinlæti. Vefurinn í fatnaði, rúmfötum, dúkum og yfirleitt öllum þvotti er ofinn úr örsmáum þráðum, sem samsettir eru af enn smærri trefjum. Utan um þessar trefjar safnast húð af kalld og óhreinindum. Þegar þvottur er sápuþveginn, núinn eða burst- aður, slitnar hann og óhreinindin sitja eftir, þótt þau sjáist ekki með berum augum. Slíkur þvottur verður aldrei blæfagur né fullkomlega hreinn. í Persil er nú nýtt efnasamband, sem leysir óhreinindin al- gerlega frá trefjunum, án þess að 'núa þurfi blettinn. Með því að nota Persil sótthreinsast þvotturinn, verður mjallhvítur og sérlega auðvelt er að strauja hann. Það skal og tekið fram, að í Persil er elikert Klór og það fer vel með hendur húsmæðr- anna. Varast ber að blanda öðrum þvottaefnum saman við Persil. Til staðfestingar þvi, sem hér er sagt, skal húsmæðrum bent á að reyna hið nýja Persil, því að reynslan er réttlátasti dómarinn. Útgefandi VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. ? 2

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.