Vikan


Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 13

Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 13
ekkert hafi eins mikil áhrif á daglegt líf okkar Lítið bara á þessa sögu um — með stórt hlutverk götuna ungi maðurinn, sem hafði skrifað ritstjóra hjartansmáladálksins og beðið hann um ráð til að vinna stúlkuna, sem hann þráði. Vindurinn þeytti blaðinu með ofsafengn- um galsa beint framan í fælna hestinn. Hesturinn og vagninn urðu að rauðu striki, þegar þeir geystust áfram langt niður eft- ir götunni. En þá tók slökkviliðið þátt í at- burðinum og kerran varð að spýtnabraki, eins og til var ætlast, en ekillinn lá hreyf- ingarlaus á gangstéttinni fyrir framan á- kveðið hús, þar sem hann hafði komið niður. Ibúarnir komu út og báru hann inn, eins og vera bar. Og þar gerðist stúlka nokkur koddi undir höfði hans, kærði sig kollótta þó allir horfðu á hana, og sagði um leið og hún laut yfir hann: — Ó, mér hefur alltaf þótt svo vænt um þig, Bobby! Skildirðu það ekki? Og ef þú deyrð, þá dey ég líka En í svona ofsaroki verðum við að flýta okkur til að missa ekki af blaðinu okkar. O’Brine lögregluþjónn áleit að blaðið væri hættulegt umferðinni og stöðvaði það. Eftir □ . H E N R Y Hann stóð fyrir framan bakdyrnar á Shandon Bells kaffihúsinu og slétti blöðin með stórum og stirðum fingrunum. Með erfiðsmunum stafaði hann sig fram úr einni fyrirsögninni: „Blöðin leggjast á eitt um að hjálpa lögreglunni.“ En hvað var nú þetta? Rödd barmanns- ins Danny barst út um opnar dyrnar. — Hérna er tár handa þér, Mike! Og bak við hina útbreiddu og vinsamlegu blaðagrein tók O’Brine í flýti á móti hress- ingunni. Svo gekk hann rösklega í burtu, endurnærður og reiðubúinn til að leysa af hendi skyldustörf sín. O’Brine braut saman blaðið og stakk því með prakkarasvip undir handlegginn á strák, sem fór framhjá. Strákurinn hét Jonny, og hann fór með blaðið heim til sín. Gladys systir hans hafði einmitt skrif- að fegrunarsérfræðingi blaðsins og beðið um ráð til að verða falleg. Það voru liðnar margar vikur, og hún var loksins hætt að leita að svarinu. Gladys var fölleit stúlka, með deyfðarleg augu og óánægjusvip. Hún var að búa sig undir að fara út, til að kaupa hárband. Áður en hún fór, nældi hún tvær síður úr blaðinu, sem Jonny hafði komið með, undir pilsið sitt, svo það skrjáfaði í því eins og ekta silki, þegar hún gekk. Oti á götunni hitti hún stúlkuna á neðri hæðinni og stanzaði til að tala við hana. Hún varð gul og græn af öfund. Hljóðið, sem hún heyrði þegar Gladys hreyfði sig, gat ekki stafað af öðru en silki, sem kost- aði 5 dollara metrinn. Hún réði ekki við sig fyrir öfund, sagði eitthvað meinlegt við Gladys og gekk í burtu með saman- klemmdar varir. Gladys hélt áfram upp götuna. Augun í henni ljómuðu, roðinn hljóp fram í kinn- arnar á henni og slóttugt sigurbros ger- breytti svipnum á henni. Hún var falleg. Ef fegrunarsérfræðingurinn hefði bara getað séð hana þá! Mig minnir að í grein- inni hans hafi staðið eitthvað um það, að hversdagslegar stúlkur ættu að rækta hjá sér hlýjar tilfinningar til annarra, til að verða hrífandi í útliti. Verkalýðsleiðtoginn, sem hinni hátíð- legu og mikilvægu grein var beint til, var pabbi Jonny og Gladysar. Hann hirti leyf- arnar af blaðinu, sem Gladys hafði rifið, til að skapa hið fegrandi silkihljóð. Að vísu fékk hann ekki ritstjórnargreinina, en í þess stað blasti við honum ein af þess- um freistandi og hugvitsömu krossgátum, sem gagntaka jafnt gáfaða sem einfalda. Verkalýðsforinginn reif helminginn af síðunni, náði í blýant og blað, kom sér fyrir við borð og sökkti sér niður í kross- gátuna. ‘07FTIR AÐ HAFA beðið árangurslaust JCj eftir honum á ákveðnum stað í þrjár klukkustundir, komu gætnari leiðtogar á sættum, svo að verkfallinu ásamt öllum tilheyrandi óþægindum var afstýrt. Og í næsta blaði skrifaði ritstjórinn með rauð- um stöfum um hina árangursríku herferð til að fá verkalýðsforingjana til að breyta áformum sínum. Það sem eftir var af hinu framtaksama blaði lét ekki sitt eftir liggja til að sanna áhrif sín. Þegar Jonny kom úr skólanum, fór hann á afvikinn stað og dró leyfarnar af blað- inu undan fötunum sínum, þar sem hent- ugast var að hafa það til að verja þann stað, sem helzt verður fyrir árásum í skól- anum. Jonny gekk í einkaskóla og átti í brösum við kennarann sinn. í blaðinu þenn- an dag var prýðileg grein um líkamsrefs- ingar, eins og áður er sagt, og hún hefur líka vafalaust gert sitt gagn. Getur nokkur maður efast um áhrif blaðanna eftir þetta? Þetta segja þeir EITT mesta vandamál heimsins er aS fólk vantreystir hvert öðru — og ekki að ástæðu- lausu. • ÓVENJULEGT veður er hreint ekkert óvenju- legt. Það er alltaf einhversstaðar á hnettinum. o ÞAÐ er auðveldara að sjá hið góða í mönn- um heldur en að lýsa því. Einungis mestu rit- höfundairrýjr geta dregið upp sanna mynd af góðu fólki. o SUMT fólk, sem segir „Faðir vor“ á sunnu- dögum, hegðar sér eins og munaðarleysingjar alla aðra daga. e VIÐ eigum ekki einasta rétt á þvi að vera hamingjusöm, heldur er það skylda okkar. Heim- urinn er svo fullur af sorg, að okkur er skylt að leg'8'ja- að mörkum eins mikla hamingju eins og við mögulega getum. Eitt org, einn heimur Á fótboltavellinum ÞEGAR talað er um deilumál ,,austurs“ og ,,vesturs“, er það sífellt viðkvæðið, að deiluaðilar eigi ekkert sameiginlegt. En sú reginvitleysa! Milljónir manna — nei, tugir milljóna — beggja megin járntjaldsins, eiga sameiginlegt áhugamál, sem ærir þá oft á ári — af eintómri kátínu. Ég á við fótbolt- ann. Auðvitað á þetta fólk önnur sameiginleg hugðarefni: heimili sín og alla þá gleði og sorg, sem er partur af lífsbaráttu fólks um allan heim. En látum okkur í þetta skipti nægja að lita andartak á fótboltann, þessa íþrótt sem stunduð er jafn kappsamlega í Rússlandi og Englandi, svo að tvö lönd séu nefnd sinnhvorumegin tjaldsins. Jafnvel svart- sýnustu menn geta ekki neitað því, að þarna eru Englendingar og Rússar nauðalíkir. Það eru þúsundir knattspyrnufélaga i Rúss- landi, og þau eru staðsett allt frá Leningrad til Vladivostok. Veðurfarið hefur það í för með sér, að þetta er vor- og sumaríþrótt þar í landi, og í endaðan apríl byrja rauðu fán- arnir að rísa að hún á fótboltavöllunum og áhorfendurnir að streyma inn á þá í tug- þúsundatali. Hið fræga félag Dynamo hefur heimavöll um 2V2 mílu frá hjarta höfuðstaðarins. Þetta er mikill fótboltavöllur og fallegur, með pláss fyrir um 100,000 áhorfendur. Mikill fjöldi lögreglumanna og hermanna er viðstaddur alla stærri leiki, og gegna þeir því hlutverki að hafa hemil á æstum mannfjöld- anum. Þeir eru bæði fyrir utan leikvanginn og innan. Áhorfendur fara inn á leikvanginn um mörg neðanjarðargöng, en milli þeirra og undir sætunum er aragrúi bjórkráa. Sumar eru feiknstórar með geisilöngum afgreiðsluborð- um (,,börum“), aðrar mestu kompur. Hillurn- ar svigna undan flöskum af vodka, bjór, vxni og gosdrykkjum, en í glerkössum eða á disk- um á borðunum er brauð með ýmiskonar áleggi. Brauðið fær maður á pappírsdiskum og brennivínið í pappírsstaupum. Staupin halda illa vökvanum, en Rússar eru fljótir að drekka í botn sem alkunnugt er, svo að þetta kem- ur ekki að sök. Það er eins og hver einasti áhorfandi þurfi að fá sér hressingu fyrir leilúnn og í hálf- leik, en fólkið byrjar að koma um klukku- tima áður en leikur hefst. Það er margföld röð við afgreiðsluborðin og mikið háreysti: allir eru í skínandi skapi og allir þurfa að láta afgreiðslufólkið til sín heyra. UPPI á pöllunum er líka allt iðandi af lífi og fjöri, en frá ótal gjallarhornum berst glymjandi músík. Þessi músík lætur óneitan- lega fremur illa í „vestrænum“ eyrum; það virðist vera siður að leika helzt marsa við þessi tækifæri. Eitt og eitt rússneskt þjóðlag fær maður þó að heyra, og það er mikill mun- ur. Hálfri klukkustundu áður en fótboltaleik- urinn hefst, byrjar venjulega keppni í ein- hverjum frjálsum íþróttum; það er einskonar forréttur. Svo fer fólkið að týnast upp úr neðanjarðarkránum, sem ekki er þegar ltomið til sæta sinna, og svo hlaupa leikmennirnir inn á völlinn. Og þá lýstur mannfjöldinn upp glymjandi fagnaðarópi, nákvæmlega samskonar orgi eins og til dæmis á Wembley leikvanginum í Lond- on. Það heyrast engin orðaskil, svo að þetta gætu alveg eins verið Englendingar að öskra. PAUL GALEN. 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.