Vikan


Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 15

Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 15
PÓSTURINN Framh. af bls. 2. Svar: Eftir allt þetta erfiði ættuð þér svo sannarlega skilið að fá bilinn, ekki síst af því að engar fastar regl- ur munu vera til um þetta. 1 þessu máli er Fjárhagsráð æðsta vald og leggur blessun sina yfir innflutning bílsins, eða ekki, eftir því hvernig þeim lízt á umsóknina og hversu vel yður tekst að sanna, að þér hafið unnið löglega fyrir gjaldeyri erlendis. 1. Tékur Gefjun á Akureyri óhréina ull til lopunar? 2. Er hœgt að fá skipti hjá Gefjun á óhreinni ull og lopa? 3. Er jafn mikil ágjöfin á kg., hvort sem maður lœtur lopa sína ull eða liefur skipti á ull og lopa? jj. Hvaö er ágjöfin mikil á hvert kg. af lopa? Ein lopalaus. Svar: Gefjun mun bæði hafa tekið ull til lopunar og skipt á óhreinni ull og lopa. Því miður getum við ekki gefið upplýsingar um verðið. Ullarverksmiðjan O.F.O. í Skipholti 27 í Reykjavík skiptir líka á óhreinni ull og lopa og tekur 8.50 fyrir hreinsunina á hverju kg. Yndislegu augun þín, ástir vekja í minu hjarta. Á þig ætíð augun mín, eina mæna auðarlin. Þar á ást mín óðul sín, eilíflega hrundin bjarta. Yndislegu augun þín, ástir vekja í mínu hjarta. J. H. sendi okkur þetta ljóð og spyr eftir hvern það sé. Getur ekki einhver upplýst okkur um það? Svar til „áhugasams": Alþingistíðindi færðu í Alþingis- húsinu en Hagtíðindin á Hagstof- unni í Arnarhvoli. 1 sumar sá ég auglýst í blaði yðar krem, sem hjálpar fótrökum. Eg er svo gamaldags að ég er ekki fljótur að fara eftir auglýsingum, en þar sem ég hef verið fótrakur um ára- bil og reynt allt, sem hœgt hefur ver- ið að fá, og það hefur ekki reynzt mér vel, fór ég ef.tir ráði yðar og fékk mér eina dós. Eg get bara sagt yður að það er undursamlegt. Eg losnaði við kvillann og konan mtn, sem álltaf stóð í sokkaþvotti, er al- veg undrandi. Fœrið þeim, sem flytja svona inn, okkar þákklœti. H. A. Fótkremið, sem við mæltum með í þessum dálkum, var H 222 og er framleitt hér á landi eftir amerískri aðferð. Hvar er hœgt að lœra. uppstoppun fugla og ýmissa dýra. H.J.K., Akureyri. Svar: Jón Guðmundsson kennari við Laugarnesskólann (til heimilis á Hraunteig 11, Reykjavík) stoppar upp fugla. Ekki vitum við hvort hann kennir þessa iðn, en það væri reyn- andi að skrifa honum. Seinni hluta bréfsins svörum við seinna. ViZtu. segja mér eitthvað um leik- konuna June Allyson og birta mynd af henni. Silvía á SkötUstöðum. Svar: Hér er mynd af June Ally- son, en við erum fyrir nokkru búin að rekja helztu æfiatriði hennar. Nýjustu fréttir af þeirri sómakonu eru þær, að þeg- ar farið var að taka þrívíðar kvik- myndir, á hún að hafa gengið út úr kvikmyndaver- inu og sagt, að hún þyrfti ekki að leika lengur. Það mun lika rétt vera, því June er gift kvikmyndaleikaranum Dick Powell, sem sennilega getur séð fyr- ir henni. , OXIVOL RAFGEVMAR fyrir báta og bifreiöar 6 og 12 volt Heildsölubirg'ðir: Raftækjaverzlun íslands h.f. Hafnarstrœti 10—12 Símar 61f39 og 81785 GAGNLEGÍK PRÓFÍLAR Prófílar þeir, sem sýndir eru að ofan, hafa ákveðnu hlutverki að gegna í yfirbyggingu strætisvagns, en yfirbyggingin er öll úr aluminium. Margar gerðir af prófílum eru fáanlegar allt frá einföldustu gerð til vandasamari gerða, bæði opnir og lokaðir. Orvalið er það mikið, að yfirbygginguna má gera á margan hátt. Kostir aluminium eru þessir: Léttari yfirbygging, sem leiðir af sér að vagninn getur borið meira, og er jafnframt ódýrari í rekstri. Styrkleiki og ending eru líka kostir, og loks má ekki gleyma, að viðhaldskostnaður verður minni, því aluminium ryðgar ekki. Þessir kostir eru svo mikilsverðir að framtíðin hlýtur að verða sú, að allar yfirbygg- ingar verða úr aluminium. Framleiðsluvörur Aluminium Union Limited eru meðal annars: Aluminium til bræðslu, ómótað. Aluminium plötur allskonar. Ræmur. Kringlóttar plötur. Þynnur. Prófílar allskonar. Rör. Teinar og Vír. Steyptir hlutir. Hamraðir hlutir. Þakplötur allskonar. Rafleiðsluvirar og tilheyrandi hlutar. Aluminium málningarpasti. Hnoð og Nagl- ar. Efnavörudeildin: Báxíd. Aluminiumoxýd (Vatneldað og kalkað). Aluminium brenni- steinssúrt. Kalk. Aluminium Flúorid. Tilbúi 5 Krýolít. Flúorspar. Magnesía. ALUMINIUM UNION LTD. (SKRÁSETT I KANADA) The Adelphi, Strand, London W. C. 2. UMBOÐSMENN: illllfAr 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.