Vikan


Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 3

Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 3
1 V* EG hafði auðvitað heyrt söguna um Sonny Des Vergers og- fljúgandi diskinn. Fregnin hafði borist frá Palm Beach I Flor- ida 19. ágúst 1952. Og blöðin voru ekki sein að gripa hana. Des Vergers, þrítugur skátafor- ingi, hafði rutt sér braut inn í skóg- arþykkni til þess að athuga dular- full Ijós. Fjörutiu mínútum síðar hafði hann reikað út úr skóginum með brunasár á handleggjunum og að falli kominn af eintómri hræðslu. Hann hafði að segja frá undarlegu kringlóttu farartæki og einhverskon- ar veru, sem skaut að honum eldi út nm opna lúgu. Þetta var ein sagan enn af fljúg- andi diski, sérfræðingar flughersins komu á vettvang — og sólarhringi síðar var þetta allt grafið og .gleymt. Var maðurinn að gera að gamni sínu? Voru þetta sjónhverfingar ? Eða langaði hann bara að komast í blöðin? Eg fór til Palm Beach til þess að rannsaka þetta. Þá voru sex mán- uðir liðnir siðan Des Verges upplifði æfintýrið. Mundi hann þetta eins greinilega núna? Hafði það haft nokkur áhrif á hann ? Eg talaði við Mott Partin lög- regluforingja, sem séð hafði Sonny Des Vergers reika út úr skóginum. Hvaða augum liti hann á málið? Var Des Vergers kannski að leika? „Ef hann var að leika, þá hef ég aldrei séð betri leikara," svaraði Partin. ,,Ég er búinn að vera í lög- reglunni i 19 ár, og ég hef aldrei séð mann eins spenntan og æstan." Hann bauðst til að fylgja mér til Des Vergers, síðan gætum við far- ið og talað við Bobby Ruffing, einn þeirra þriggja skátapilta, sem verið höfðu með Des Vergers. Loks kvaðst Partin fús til að sýna mér staðinn Hver er hann? Hann kom hingað til lands fyrir nokkr- um árum í hópi landsmanna sinna. Ríkisstjórnin tók á móti honum. Hann hefur mikið gaman af siglingum, og fyrir skemmstu kom hann til Bandaríkjanna, til þess i að taka þátt í kappsiglingu. Hann heitir — ÓLAFUR KRÓNPRINS Spurningin er: Er maðurinn að segja satt? En sé hann að segja satt, þá hefur hann komist í kast við FLJÚGANDI DISK þar sem Des Vergers hefði rekist á fljúgandi diskinn. „Var grasið þarna í raun og veru brunnið?" spurði ég. „Eg sá það með mínum eigin aug- um,“ svaraði Partin. Við ókum út að verksmiðjunni, þar sem Des Vergers var sölustjóri. Hann heilsaði mér alúðlega. Eg sagðist gjarnan vilja fá að tala við hann heima hjá honum þá um kvöldið. Hann féllst á það, en allt í einu var eins og skugga drægi fyrir andlit hans. Hann lét á sér skilja, að atvikið hefði dregið leið- an dilk á eftir sér. Eg skildi þá, að hann hafði síðan orðið fyrir aðkasti og fólk jafnvel hlegið að honum. „Ég vildi að þetta hefði alcfrei skeð,“ sagði hann. Þá spurði Partin: „Ertu búinn að fá húfuna þína aftur frá Washing- ton ?“ Des Vergers virtist fara hjá sér. Partin sneri sér að mér og sagði: „Eldurinn læsti sig í húfuna hans. Þeir sendu hana til Washington til efnagreiningar." Des Vergers upplýsti, að húfan væri enn ókomin. Næst fórum við Partin heim til skátans litla, sem verið hafði með Des Vergers. Móðir hans kom til dyra og sagði, að hann væri með inflúensu. Bobby lá á legubekk undir ábreið- um. Partin hafði sagt mér, að þetta væri greindur piltur. „Hann er eldri en hinir tveir skátarnir," sagði hann. Það var strax greinilegt, að Bobby vildi sem minnst um þetta tala. Hann var sífellt að horfa á móður sína. „Hversvegna viltu ekki tala um það?“ spurði ég. Hann horfði beint framan í mig. „Það er alltaf verið að stríða mér í skólanum," sagði hann hreinskiln- islega. Og svo: „Eg vildi það hefði aldrei komið fyrir.“ Hann sagði, að þeir hefðu verið á leiðinni niður Military-stíginn, þegar Des Vergers fyrst hefði kom- ið auga á ljósin. Þau voru sex eða sjö, i láréttri röð, eins og gluggar á flugvél. Og þau steyptu sér beint inn í skóginn. Þegar þeir höfðu ekið um milu- fjórðung, sáu þeir ljósin aftur. Nú virtust þau vera í svipaðri hæð og trjákrónurnar og á sama stað sem þeir sáu þau fyrst. Des Vergers sneri við og ók sömu leið til baka. Hann tók upp vasaljósið sitt og sveðju, til þess að höggva sér braut inn í skóg- inn. „Ef ég er ekki kominn innan tíu mínútna, snúið þá við og hringið á lögregluna,“ sagði hann drengjun- um. Svo hljóp hann af stað. Þegar hann kom ekki aftur, hlupu drengirnir uns þeir komu að húsi og gátu hringt á lögregluna. Partin, sem var staddur í lögreglubíl í grendinni, heyrði kallið í talstöð sinni og var kominn á staðinn um hálftíma eftir hvarf Des Vergers. Hann var að yfirheyra drengina, þegar skátaforinginn birtist allt í einu við vegabrúnina. Hann var náfölur og endurtók i sífeldu: „Eg er að koma! Hér er ég!“ Vasaljósið hans var horfið, en hann hélt ennþá á sveðjunni. „Það var voðalegt að sjá hann,“ sagði Partin. „Orðin runnu við- stöðulaust upp úr honum, en hann sagði ekkert af viti.“ Móðir Bobbys litla sagði, að hún hefði séð brunasárin á handleggjum Des Vergers. Þremur stundum síðar sat ég i stofunni hjá Sonny Des Vergers. Hann varaði mig fyrirfram við þvi, að hann mundi sleppa nokkrum at- riðum úr sögu sinni. Hann hafði hlaupið inn i skóginn með vasaljósið og sveðjuna, sagði hann, og skilið drengina eftir við bílinn. „Eg fór um 200 metra," sagði hann. „1 Florida eru viða fen og sandbleytur. Þegar skóginum sleppir, veit maður aldrei, hvað verður á vegi manns. Þegar mér varð ljóst að ég var staddur i skógarrjóðri, hafði ég ekki augun af jörðinni. Ég gekk sex sjö metra inn í rjóðrið og stopp- aði.“ Hann þagnaði og horfði á mig. „Þetta var skrýtin tilfinning. Mér fannst eins og ég væri ekki einn þarna. Ég get enga skýringu gefið á því. Svona lagðist þetta bara í mig. Og allt í einu varð ég var við óskap- legan hita. „Ég leit upp í stjörnubjartan him- ininn. Þetta var skrýtið — það var niðadimmt þarna uppi. Eg lýsti upp á við með vasaljósinu mínu. Rösk- lega meter fyrir ofan mig var blý- grár flötur úr einhverskonar málmi. Eg hef naumast horft á þetta leng- ur en í nokkrar sekúndur, og þó var þetta svo greinilegt. Ég man eft- ir því, að engin skil voru í málm- inum.“ „Þú hafði gengið inn undir þetta?" spurði ég. „Eg hefði getað komtövið það með sveðjunni. Ég stirðnaði af hræðslu. Ég man að ég hugsaði: Forðaðu þér! Ég hlýt að hafa verið alveg undir brún „hlutarins", því þegar ég hörfaði aftur á bak, var ég nærri strax kominn undan honum. Hann virtist líka vera að færast burt frá mér. Hann bar greinilega við him- in. Það voru engin ljós sjáanleg. Svo byrjaði þetta að hallast." Hann þagnaði aftur. Eg minntist fréttanna um þetta. „Sástu einhvern?“ spurði ég. Hann hugsaði sig um stutta stund. Loks svaraði hann: „Já.“ „Lifandi veru?“ Hann hneigði höf- uðið hægt til samþykkis. Eg spurði, hvort hann vildi lýsa henni. Nei, sagði hann ákveðinn, út i þá sálma vildi hann ekki fara. Fólk mundi halda — æ, hann vildi bara helzt vera laus við það. „Eg sá veruna þegar ,,dyr“ opn- uðust allt í einu á hlutnum,“ sagði hann. „Það var eins og lúgu væri skyndilega fleygt upp. Og um leið og ég sá veruna kom eldhnöttur svífandi í áttina til mín út um opið. Það er erfitt að lýsa því . . . það var þokukendur eldur með neista- flugi. Þetta virtist svífa til mín og hylja mig, og að vitum mér lagði megnan óþef. Eg greip höndunum fyrir andlitið. Svo hrasaði ég og datt, og um leið sortnaði mér fyrir augum." Þegar hann rankaði við sér, var hið dularfulla farartæki horfið. Það var dimmt og hljótt. Hann var með svima og sveið í handleggi og háls. „Það var engu líkara en fætur mínir næmu ekki við jörðu. Ég fann ekki, þegar ég steig niður; ég var allur dofinn. Það eina, sem ég hafði hugsun á, voru drengirnir, sem biðu mín við bílinn. Eg hljóp inn í skóg- inn og þreifaði mig áfram. Eg komst að bílnum. Ég man ekki, hvað ég sagði." Sögunni var lokið, og hann sat þarna hljóður og alvarlegur. Ég stóð á fætur, kvaddi hann með handa- bandi og fór. Eg var því fegnust, að það lá ekki í mínum verkahring að dæma um það, hvort skátaforinginn hefði í raun og veru staðið andspæn- is fljúgandi diski. 1 minn hlut féll aðeins að lýsa staðreyndunum, eins og ég nú hef gert. — MARTA ROBINET 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.