Vikan


Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 4

Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 4
G. Lenotre: GRAFINN LIFANDI ITM MIÐJA 18. ÖLD var hinn ungi J vísigreifi af Rabastein á ferða- lagi um Dauphine-héraðið ásamt nokkrum vinum sínum og kom dag nokkurn að vorlagi í gömlu Montség- ur-höllina. Þetta var gamall hálfhruninn kast- aii, sem hafði staðið auður í þrjátíu ár. Sagt var, að fyrr á tímum hefði hann verið aðseturstaður barónsins af Adrets, sem frægur var fyrir hug- rekki, græðgi og grimmd. Á tímum Henriks 4. hafði baróninn af Adret skotið öllum skelk í bringu. Hann átti sífellt í ófriði við nágranna sína og hafði þá undarlegu eiginleika til að bera að hverfa alltaf þegar óvin- irnir voru á hælunum á honum, svo bændurnir signdu sig og sögðu, að djöfullinn, vinur hans, sæi honum alltaf fyrir felustað, sem enginn mað- ur gæti fundið. Þegar Rabastein kom þangað á- samt ferðaíélögum sínum, var kæf- andi hiti og molla. Umsjónarmaður- inn vísaði ungu mönnunum um höll- ina og sagði þeim í stórum dráttum frá baróninum af Adrets, en ungu mennirnir höfðu lítinn áhuga fyrir þessari gömlu sögu. Þeir gengu um virkismúrana, og fyrir neðan þá gapti við hyldjúp gjá, því höllin stóð á hamri. Þegar þeir komu að bröttu en grösugu svæði, stanzaði vörðurinn við steinkross, hneigði sig og benti alvarlegur á svipinn á áletrun sem grafin var á steininn: ' LUCIE AF PRACONTAL 25. júní 1715. Svo hóf hann hina hræðilegu frá- sögn. Á síðustu rikisstjórnarárum Loð- víks 14. bjó hin tigna Pracontal fjöl- skylda í Montségur höllinni. Hús- bóndinn var næstum alltaf annað hvort við hirðina eða í stríði, en fá- tæklingarnir dáðu markgreifafrúna, sem var bæði trúuð og góð. Og öll sveitin dáðist að fegurð, gáfum og göfugu hugarfari Luciear dóttur þeirra, sem var blíðlynt og elskulegt barn. Vorið 1715 bað ungur aðalsmaður frá Dauphine, greifinn af Quinsonas, um hönd Luciear Pracontal, sem þá var 18 ára gömul. Þau elskuðu hvort annað. Fjölskyldur þeirra voru á- nægðar með ráðhaginn og brúðkaup- ið var ákveðið 25. júní. Þann dag var mikið um dýi'ðir í Monségur höllinni. Eftir hjónavíxluna, sem fór fram i hallarkapellunni, var sest að borðum í stórum sal á neðstu hæðinni. Önnur eins hamingja og gleði hafði ekki ríkt í höll barónsins af Adret í mörg ár. 1 lok máltíðarinnar dró einkenni- legur atburður nokkuð úr gleðinni. Lucie ætlaði að skipta aprikósu- kjarna á miili sín og mannsins síns og var að reyna að brjóta hann, þeg- ar gullhringurinn, sem hún hafði tæp- lega borið í einn klukkutíma, hrökk í sundur. — Æ! hrópaði hún. •—- Er þetta ekki illur fyrirboði ? Allir flýttu sér að fullvissa hana hlægjandi um, að þetta væri mesta vitleysa. Máltíðin hélt áfram, sveita- fólkið fór í hringdans á hjallanum fyr- ir framan höllina og brátt var atvikið gleymt. Meðan gestirnir biðu eftir því' að hitinn minnkaði, svo að þeir gætu tekið þátt í dansinum, stakk einhver upp á því að fara í feluleik. Þegar fólkið hafði hlaupið í eina klukkustund um gangana, var gefið merki og allir söfnuðust saman. Að- eins Lucie vantaði. Þar sem hún þekkti höllina betur en nokkurt hinna, hafði hún vafalaust falið sig svo vel, að hún heyrði ekki merkið um að leiknum væri lokið. Það var byrjað að kalla á hana, en enginn svaraði. Undrandi hófu gestirnir íeit að henni og opnuðu allar dyr . . . En Lucie fannst ekki. Myrkrið féll á. Skelfingin greip um sig meðal veizlugestanna, sem höfðu áður verið svo kátir. Þeir urðu að hætta leitinni og hefja hana aftur í dagrenningu daginn eftir. En það fór á sömu leið. Eftir þennan sorglega atburð fluttu Pracontal hjónin frá Montségur. Einn umsjónarmaður var skilinn eftir í höllinni, sem fór að láta á sjá. 1 þrjátíu ár hafði markgreifafrúin ekki komið þangað. Iiún bjó í Valence og eyddi tímanum í bænahald og góð- gerðarstarfsemi. Þannig fórust umsjónarmanninum orð. Hinir kátu gestir hlustuðu með meiri athygli á þessa sögu en frá- sögnina um baróninn af Adret. En þeir voru hvorki nógu gamlir né í skapi til að láta þetta hafa mikil á- hrif á sig. En Rabastein vísigreifi var ekki eins kátur og félagar hans. Þó hann neyddi sig til að láta ekki á því bera, þá hafði hin sorglega saga Luciear af Praeontal haft djúp á- hrif á hann. Hann réð ekki við þess- ar tilfinningar, sem voru enn óskilj- anlegri, af því að hann var alls ekki þunglyndur. Það var glatt á hjalla við borðið, en vísigreifinn dró sig í hlé frá glaumnum. Hann borðaði lítið og strauk ósjálfrátt stórum gráum ketti, sem umsjónarmaðurinn átti. Köttur- inn hafði runnið á lyktina af rétt- unum og stokkið kunnuglega upp í fangið á honum. Hann hnipraði sig saman og malaði og öðru hvoru leit hann sínum leyndardómsfullu hálf- luktu gulu glyrnum á Rabastein. Þar sem nú var eins og hellt úr fötu og óhugsanlegt að halda ferð- inni áfram, stakk einn ungu mann- anna upp á því að fara í feluleik. Það hlyti að vera skemmtilegt í þess- ari geysistóru höll, þar sem allir sal- irnir stóðu auðir. Þessu var tekið með miklum fögnuði og leikurinn undirbúinn. Hópnum var skipt í tvennt, leitarflokk og þá, sem áttu að fela sig. Þeir dreifðu sér. Raba- stein var meðal þeirra, sem áttu aS fela sig. Hann var nú aftur kominn í gott skap og flýtti sér í gegnum þrjá eða fjóra auða sali, eftir löngum g'angi, opnaði hurð, fór niður leyni- stiga og kom inn í herbergi á neðri hæðinni, en þaðan lá dimmur gang- ur. En nú heyrði hann fótatak eins leitarmannsins á eftir sér. Hann dró sig inn í skuggar.n, faldi sig bak við vængjahurð og hélt niðri í sér and- anum. Leitarmaðurinn nálgaðist hann hægt og varlega, því gangurinn var dimmur. Nokkur skref í viðbót og hann mundi rekast á Rabastein. Sá síðarnefndi gerði eins lítið úr sér og hann gat og þrýsti sér upp að veggn- um, en skyndilega fann hann, að múr- inn lét undan þunga hans. Hurð, sem hann hafði ekki vitað um, opnaðist hávaðalaust að baki hans, svo hann fékk þar fyrirtaks felustað. Hann fór inn, hurðin lokaðist hljóðlaust og Rabastein heyrði rétt á eftir hvernig leitarmaður hans þreyfaði sig áfram meðfram þunna veggnum, sem skildi þá að og brátt dó fótatak hans út í fjarska. Það var niðamyrkur í herberginu. Þar sem Rabastein var viss um að hafa af óvæntri heppni sloppið frá félaga sínum, fannst honum tilgangs- laust að dvelja lengur á þessum dimma stað. En hann gat ekki fund- ið handfangið. Hann þreyfaði fram og aftur um vegginn án þess að hafa nokkrar áhyggjur. Hann rétti fram hendurnar og gekk varlega áfram. Herbergið reyndist vera fimm fet á allar hliðar og lagt sléttum viði. Hann varð að komast þaðan út, ekki sízt af því að loftið var orðið svo þungt, að það olli honum óþægindum. Og aftur fór Rabastein að berja í veggi fang- elsis síns, en í þetta sinn gerði hann það skipulega og rannsakaöi hvern einasta blett. Skyndilega fundu fing- ur hans litla holu í veggnum and- spænis dyrunum, sem hann hafði komið inn um. Hann þrýsti vísifingr- inum inn í holuna. Undir eins heyrð- ist dauft glamur frá veggnum og þar kom i ljós hurð. Rabastein ýtti á hana og hún opnaðist, en ekki fram á ganginn, þar sem hann hafði verið áður, heldur inn í herbergi, sem lá fjórum þrepum neðar. Ungi maðui'inn hélt hurðinni op- inni með annarri hendi og virti her- bergið fyrir sér þaðan sem hann stóð. Uppi undir lofti var lítill gluggi með járnrimlum fyrir og veitti daufri birtu inn í herbergið, óhreint vopn hékk á einum veggnum og af hús- gögnum var þar aðeins stórt borð og tveir armstólar með háum hall- andi bökum. öðrum stólnum var þannig komið fyrir, að ekki sást nema aftan á grátt leðurbak hans, en með því að halla sér áfram, sá Rabastein, að einhver sat í honum. Hann þóttist nú hólpinn og sleppti hurðinni, sem lokaðist að baki hon- um. Því næst gekk hann niður stein- þrepin og nálgaðist veruna. Það var kona, sem sat hreyfingarlaus og hall- aði höfðinu að stólbakinu. Hendurnar hvildu á stólörmunum. Hún svaf . . . þetta var vafalaust dóttir umsjónar- mannsins, sem hafði orðið hrædd við óveðrið, leitað skjóls þarna og sofnað. Rabastein reyndi ekki að vekja. hana, heldur settist x auða stólinn. Gömul bók með ryðgaðri járnlæsingu lá á borðinu. Hann dró hana til sín, blés ryldð af henni og fór að blaða í henni. Þetta reyndist vera tvö hundr- uð ára gömul húgenottabiblía, kannski eign barónsins af Adret. Innihaldið var lítið upplífgandi ... En hvað var nú þetta ? Innan á leð- urspjöldin voru nokkur orð krotuð, eða réttara sagt illa grafin i leðrið með einhverju áhaldi. Og þarna lá á- haldið einmitt á borðinu. Það var- stór hárspenna með flúruðum haus, eins og stúlkur á timum Loðvíks 4. notuðu, til að halda hárinu í skorð- um. Ungi maðurinn fór að reyna að lesa þau, til að drepa tímann: — Ég tilkynni þér, sem hefur komizt inn í þetta herbergi . . . en hér hafði spennan rifið upp leðrið, svo næsta orð var ólæsilegt. En í næstu línu fyrir neðan stóð með fíngerðum stöf- um: . . . í guðs nafni, þú sleppur eklti héðan . . . Rabastein æpti af skelfingu og renndi augunum í skyndi yfir endir- inn á setningunni: þú sleppur ekki héðan fremur en ég, Lucie af Pracon- tal . . . Lucie af Pracontal! Konan, sem sat þarna sofandi, varð að vakna, hún varð! Hann stökk á fætur, þaut til hennar og rétti út hendina, til að- snei-ta hana. Hræðilegt! Fingurnir, sem hann kom við, voru kaldir og þuri-ir eins og bein. Hann réðist á dyrnar: — Hjálp! Hjálp! En hann heyrði, að röddin var magnlaus og rám, eins og þegar menn fá martröð. Hún mundi ekki berast í gegnum hina þykku múra. fangelsisins. Og svo kom myrkrið. Mjóa rifan með rimlunum sást varla lengur. En Rabastein gafst ekki upp. Skelfingin gaf honum tvöfaldan. kraft. Hann dró þunga eikai'borðið undir gluggann og setti stólinn upp á það. Því næst klifraði hann upp á stólinn, náði í gluggasilluna og greip með höndunum um rirnlana. Hann sleppti fótfestunni, lyfti sér upp og tókst að sjá út. Glugginn var niður við jörð í litl- um garði, umgirtum háum glugga- lausum múrum. Rabastein fannst hann féll aftur á bak. Hann var aftur brunni. Hann hrópaði og kallaði, en hvaða von var til þess að í'ödd hans bærist upp yfir öll þessi ógrynni af steinum? Samt sem áður hélt vesa- lings maðurinn áfram að hrópa og halda dauðahaldi um járnstengurnar. Það eina, sem tengdi hann nú við lífið, var loftið, sem hann dró að sér, og daufa birtan, sem hann gat ennþá greint, og hann vildi ekki sleppa því. Að lokum sigraði þreytan hann og hann féll aftur á bak. Hann er aftur kominn í grafhýsið sitt og þar var niðamyrkur. Hann hallaði sér upp að veggnum og reyndi að standa á fót- unum. Ef hann gæti aðeins náð í stól- inn . . .. en fæturnir létu undan, aug- un lokuðust og líkaminn seig saman. Hann féll meðvitundarlaus á kalt steingólfið, án þess að finna það. Það var kominn dagur, þegar Framhald á bls. 7. 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.