Vikan


Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 8

Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 8
GISSUR Á FERÐALAGI. i? Rasmína: Við skulurn stanza við ncesta hótel. $Það er farið að rigna og nú er að verða dimmt y líka. ** Gissur: Það dimmir alltaf með kvöldinu. Rasmina: Er ég ekki að kcefa pig? Gissur: Hugsaðu ekkert um það. Eg nœ mér þegar ég er búinn að hvolfa úr hattinum mín- um yfir mig. Gissur: Hafið þér tveggja manna herbergi. Hóteleigandinn: Nei, við liöfum ekki nema vagna með eins manns herbergjum, svo þið verðið að leigja tvo. Héma er Ijósker. Rafmagnsvíramir eru slitnir. Rasmína: Herbergið er lítið, en við höfum þó skjól fyrir rigningunni. Gissur: Mitt er svo lítið, að ég held að þeir hljóti að hafa málað rúmið á vegginn. Góða nótt. Eiginmaðurinn: Hvað liggur á? Klukkan er ekki nema sex. Getum við ekki ferðast svolítið rólega. Eiginkonan: Þér liggur aldrei á, þegar við er- um á leiðinni til mömmu. Rasmína: Ég œtla að vekja Gissur, svo við komumst snemma af stað. Gissur! Gissur! Rasmína: Hvar er maðurinn minn? Hann er horfinn. Ég er 'búin að leita alls staðar. Ég vil fá að vita hvar hann er. Hóteleigandinn: Það vil ég lika. Hann er ekki búinn að borga. Eiginkonan: Það er einhver í vagn- inum okkar. Gissur: Stanzið! Hjálp! Sleppið mér! Eiginkonan: Flóttamaður! Aktu strax á lögreglustöðina. VÍÐTÆKAR RANNSÓKNIR í Bandaríkjunum á f járhættu- spili hafa leitt í ljós, að fjárhættuspilið í sinni verstu mynd er sjúkdómur af svipuðu tagi og til dæmis of- drykkjuhneigð og eiturlyfjanautn. Menn geta orðið — og verða — forfallnir fjárhættuspilarar, og svo vítt get- ur þetta gengið, að þeim er engin leið opin til frelsis önnur en læknishjálp. Allir taka auðvitað á sig áhættur; það er liinn eðlilegi gangur Iífsins. Það mun meir að segja vera óhætt að slá því föstu, að á engu sviði geti menn skarað fram úr, án þess að leggja sig, með einhverju móti, í nokkra hættu. Fiestir líta á þetta sem sjálfsagðan hlut, og það örfar þá til að spreyta sig og gera sitt ítrasta til að sigrast á erfiðleikunum. Afstaða hins forfallna fjárhættuspil- ara er hinsvegar á allt annan veg og næsta furðuleg. Rannsóknir Banda- ríkjamanna hafa semsagt leitt í ljós, að maðurinn, sem spilafýsnin hefur altekið, lætur sér það í raun og veru litlu skipta, hvort hann vinnur eða tapar! Allir óbrjálaðir fjárhættuspilarar vita, að fyrir því eru ólirekjanleg stærðfræðileg rök, að maður, sem spllar upp á peninga dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár, getur ekki grætt. Hvernig stendur þá á því, að fjárhættuspilarinn sér sig h i; ( ' m mkn-. —• Það er annctð en gaman að gera ykkur til liæfis! Fyrst takið þið mig fyrir að brjótast inn, svo fyrir að brjótast út. B| e b»_ °að ar m ■ð ekki mn hönd, heldur sökkvir sér dýpra og dýpra í hina vonlausu vit- firringu, unz við honum blasir jafn- vel fjárhagslegt hrun? Svarið er ofureinfalt: fjárhættu- spilið hefur samskonar áhrif á fjár- hættuspilarann eins og brennivínið á ofdrykkjumanninn — liann losnar um stund við þann ótta og eirðar- leysi, sem annars er fylgja hans. Dr. Edmund Bergler í New York, sem rannsakað hefur þetta fyrir- brigði, telur upp fimm einkenni liins forfallna fjárhættuspilara: 1. Hann er stöðugt að tefla á tæp- asta vaöið — eigi hann bíl, getur hann jafnvel ekki á sér setið að aka eins og fantur og setja bæði sjálfan sig og aðra í hættu. 2. Hann lætur allt víkja fyrir spilafýsninni. 3. Fjáraflaplön hans eru dag- draumakennd og hann lærir ekkert af reynslunni. 4. Hann kærir sig ekkert um að hætta, þegar hann er í gróða — ham- ast bara meira. 5. Við spilin verður hann gjarnan óeðlilega kátur og þróttmikill — líkt og þegar drykkjumaðurinn byrjar að finna áhrifin af fyrstu sopunum. Flestir sálfræðingar eru sammála um, að fjárhættuspil sé flótti undan raunveruleikanum, „deyfilyf“ tauga- veiklaðs fólks, sem þrái að „gleyma sér“. Þeir eru einnig ásáttir um, að mjög náið samband sé milli fjár- hættuspilamennsku og kynferðislífs- ins. Hjá hinum forfallna fjárhættu- spilara kemur spilafýknin í stað eðli- legs kynferðislífs. Fjárhættuspilarinn er stöðugt að leita að einhverju „spennandi". Að spila á spil án þess að leggja fé imd- ir, er í lians augum álfka eftirsóknar- vert eins og vatn í augmn alkóhól- istans. Hinn forfallni spilamaður spilar raunar ekki nærri því alltaf upp á peninga. I>að sem hann þarfnast, er að leggja eitthvað í hættu. Hon- um er það bara lífsnauðsyn að tefla á tæpasta vaðið. Napoleon tefldi djarft; allt sitt líf var hann að íefla ÞAÐ MÁ SEGJA, að í hvert skipti sem farartæki setji nýtt hraðamet, smækki heimurinn. Jules Verne skrif- aði bók um ferðalag kringum jörðina á 80 dögum. Hætt er við, að okkur þætti það hálfgerður seinagangur núna. En þó að jörðin smækki með auknum hraða, fækkar ekki þeim gerfilínum, sem við köllum landamæri. Fólk er alls- staðar að reka sig á þessi landamæri. Því þó þetta eigi að vera einn heimur, þá skal hver maður vera á sínum bás. Þessvegna telst það líka til tíðinda, þegar einhver tekur sig til og fer austur eða vestur án þess að hirða hót um gerfilínurnar — og án þess að biðja nokkurn mann um leyfi. Eins og þessi stúlka, sem var gift í Ameríku en strönduð í Tékkóslóvakíu. Hún og sex félagar hennar smíðuðu sér brynvarinn bíl, óku að landamærunum, stigu á bensíngjafann og þutu yfir línuna, áður en einn einasti vörður hafði tíma til að átta sig. Myndin er tekin við komu stúlkunnar til Ameríku og mannsins síns. við forlögin. En í stað þess að veðja peningum, veðjaði hann löndum — og mannslífuin. Svipað má segja um verslunar- manninn, sem er orðinn vel ríkur, en finnur sig þó jafnvel knúðan til að hætta aleigu sinni til þess að lcomast yfir meira fé. Hann er að spila um framtíð sína. l>að má segja mn þessa tegund verzlunarmanna, að þeir snúi bakinu við liinu eðlilega lífi. I>eir eyða lengri og lengri tíma í skrifstof- um sínum og sífelt skemmri tíma á heimilum sínum. Menn gerast lögbrjótar af eintómri spilafýsn. Þeir hafa nautn af því að reyna sig við Iögregluna, Einn sem að lokum tapaði, sagði dr. Bergler: „Mér leið vel í hvert skipti sem ég var búinn að brjótast inn. Eg fann til sjálístæðis míns, og ég sigrað:. Ég vissi þá, að ég var enginn aum- ingi.“ Ókosturinn við þetta er sá, að spilamanninum endist þessi vissa aldrei lengi. Hann verður að fara aftur á kreik, til þess að sýna sjálf- mn sér og öðrum, að hann sé karl í krapinu. Tónskáldið Richard Wagner lýsti því sjálfur, hvernig hann steypti sér út í fjárhættuspil og naut þess í ríkum mæli. Svo sterkmn tökum náði ástríðan á honum, að hann hik- aði eklsi við að sitjast að spilaborð- inu með peninga, sem móðir hans átti, en honum hafði verið falið að varöveita, XJm nóttina tapaði hann hverjmn eyri. En — „ég hafði aldrei upplifað annað eins, mér liafði aldrei liðið svona áður . . . Mér fannst eins og ég gæti ekki tapað — að ein- hver verndarengill stæði við hlið mér . . . Þegar ég kom heim, féll ég í djúpan og væran svefn, og þeg- ar ég vaknaði, var ég eins og ,end- urfæddur.“ Svona lýsir spilaástríðan sér í sinni verstu mynd. Og flestir sálfræð- ingar líta svo á, að á þessu stigi sé ekki eimmgis um „slæman ávana“ að raöa, heldur sé þetta engu óhættu- legri sjúkdómur heldur en eiturlyfja- nautnin og ofdrykkjan. ) Tfll' Mamman: Líður þér betur núna, elskan? Pabbinn: Nei, mér er ennþá illt í höfðinu síðan í boðinu i gœrkvöldi. Auk þess urðum við að skemmta nokkrum viðskiptavinum í dag. Pabbinn: Ég er orðinn taugabilaðuir aumingi. Mamma missti hárspennu og mér heyrðist það vera staur. Lilli: Pabbi er reglulega þreyttur œtla að ná í inniskóna hans. kvöld. Ég Lilli: Ég œtla að láta hann hlœgja með þvi að senda inniskóna inn til lians á vagninum. Pabbinn: Hjálp! Ég minir ganga án þess að sé ofsjónir. Inniskórnir ég sé í þeim. 8 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.