Vikan


Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 12

Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 12
EGJA MÁ að í fyr- irtækinu Lever Brothers & Unilever gangi sólin aldrei til viöar. Það eru fá lönd í heiminum, sem þetta risafyrirtæki ekki hefur viðskipti við. Sir Geoffrey Heyworth, maður- inn sem stjórnar risanum, er einn af áhrifa- mestu kaupsýslumönnum heims. Og ríkið, sem hann er kóngur í, á sínar hjálendur um víða veröld. Unilever er voldugasta hlutafélagið utan Bandaríkjanna og eitt hinna fimm stærstu í heiminum. Það skiptir við 43 sjálfstæð lönd að minnsta kosti, á yfir 500 „systurfyrirtæki", starfrækir nærri því 350 verksmiðjur og skrif- stofur, hefur í sinni þjónustu upp undir 200, 000 manns. Það framleiðir meiri sápu -—- til dæmis Lifebuoy, Lux, Rinso og Sunlight — en nokk- uð annað fyrirtæki. Og meira smjörliki. Tvo þriðju hluta allr- ar sápunnar, sem seld er innan brezka samveldisins, framleið- ir Unilever. Fjörutíu prósent alls þess smjörlíkis, sem heim- urinn notar (að Ráðstjórnar- ríkjunum undanskildum) fram- leiðir félagið líka. En sápa og smjörlíki er að- eins lítill hluti af framleiðslu- vörum þess. Þetta risafyrirtæki býr til tannkrem eins og Pepso- dent, ilmvötn og snyrtivörur, grænmeti, súpur og te í dós- um, rjómais, ungbarnafæðu og kerti. Það á líka heimsins stærsta fisksölufyrir- tækið, sem selur bdint til .neytenda (Mac Fisheries í Bretlandi með 356 búðir), pappírs- og vefnaðarvöruverksmiðjur, skipafélög og United Africa verzlunarfélagið, sem kaupir hráefni af innfæddum mönnum í Vestur-Afr- íku og Congo og selur þeim nærri því allar þeirra nauðsynjar. Árleg velta þess er um 1,350,000,000 dollarar (gengi dollarsins eP núna kr. 16,32), en árs- hagnaður í kringum 50 milljónir dollara. Sir Geoffrey Heyworth, maðurinn sem stjórnar þessu öllu, gegnir vafalaust erfiðasta forstjóraembættinu í viðri veröld. Það er líka vafasamt, að nokkur maður gæti leyst það eins vel af hendi. Jafnvel brezki verkamanna- flokkurinn viðurkennir það, og er hann þó enginn vinur hlutafélagsins. En það var í stjórnartíð Attlees 1948 sem Heyworth var aðlaður. Sir Geoffrey er gildvaxinn maður með ó- venjustórt höfuð og (eins og brezka blaðið London Observer orðaði það) „ekki ósvipaður vingjarnlegum stærðfræðikennara.“ . Hann fæddist 18. október 1894 af skozkum foreldr- um. Hann gekk í menntaskóla, en hirti ekki um háskólanám, lærði í þess stað endurskoðun og bókfærslu og fór til Kanada, þar sem hann varð aðstoðar-bókhaldari hinna kanadísku úti- búa Unilever. Hann gegndi herþjónustu í Frakklandi 1915—1918, en sneri þá aftur til vinnu sinnar í Kanada. Verzlunarhæfileikar hans vöktu athygli Leverhulme lávarðar, stofnanda fyrirtækisins og mannsins, sem fyrstur varð til þess að selja sápu í umbúðum. Sölukerfi „sápudeildarinnar" var orðið mjög úrelt upp úr 1920, og lávarðurinn kvaddi Heyworth til Englands til þess að endurskipu- leggja það. Heyworth lét ekki á sér standa, og á nokkrum mánuðum var hann búinn að snúa öllu við og gjörbreyta dreifingar- og sölukerfinu. Leverhulme varð svo hrifinn, að hann gerði hann að yfirmanni deildarinnar. 1931 var hann svo orðinn einn af forstjórum Unilever og 1942 varð hann stjórnarformaður þes^, Heimsstyrjöldin varð Unilever mjög erfið. Sú upplausn, sem fylgdi í kjölfar hennar, varð jafnvel erfiðari. Ýmsir vilja þakka þaö Heyworth einum, að fyrir- tækið leystist ekki upp. Fyrir stríð hafði aðalskrifstofan í London svo strangt eftirlit með útibúunum og systur- fyrirtækjunum, að (eins og kanadískur for- stjóri orðaði það) „maður þorði varla í bað, án þess að biðja London símleiðis um leyfi.“ Síöan Heyworth tók við stjórnartaumunum, hefur orðið á þessu mikil breyting. Hann hef- ur slakað á höftunum eftir megni. Hann hefur beitt sér fyrir mörgum öðrum róttækum breytingum. Til dæmis eru það nú óskráð lög, að bestu stöðurnar hjá fyrirtækinu eru eingöngu veittar mönnum, sem hafa „unn- ið sig upp“ innan vébanda þess. Og ströng fyrirmæli hefur hann gefið um það, að ráðamenn fyrirtækis- ins verði undantekningarlaust að gefa gaum öllum tillögum til endurbóta, sem óbreyttir starfsmenn kunni að hafa fram að færa. „Maður verður að gefa sér tíma til að hlusta á uppástung- ur starfsfólksins," segir Hey- worth. „Annars missir það allan áhuga fyrir vinnu sinni. Og það er allt annað en gott fyrir félagið." Hann hefur líka reynt eftir megni að halda góðu samkomulagi við stéttar- félög starfsmannanna. 1 því sambandi hefur hann reynt að láta jafnvel lægst launuðu starfs- mennina fylgjast með rekstri fyrirtækisins og stefnu þess. „Að skýra málin, ræða þau og hlusta á sjónarmið annarra,“ hefur verið slagorð hans. Árangurinn af öllu þessu er sá, að hið á- kjósanlegasta samkomulag er með Unilever og starfsfólki þess, og mannaskipti alveg ó- venjulega fátíð. SIR GEOFFREY er sagður vera „ótrúlega feiminn og hlédrægur." Hann talar lágt og hægt, reykir mikið og virðist talsvert taugaóstyrkur. Hann er alltaf að drepa í síga- rettum, sem þó eru naumast hálfnaðar, og kveikja í nýjum. Hann er ólíkur brezkum verzlunarmönnum að því leyti, að honum virð- ist að mestu standa á sama um útlit sitt. Flibbinn hans er iðulega krumpinn, hálshnýt- ið á ferð og flugi. Giftur hefur hann verið siöan 1924. En hann á engin börn. Þegar hann er ekki að ferðast utanlands (hann hefur komið í hvert einasta land í Vest- ur-Evrópu, farið um Afríku þvera og endi- langa og skoðað sig rækilega um í Asíu), býr hann oftast í London. Oft gegnir hann þá í hjáverkum ýmsum störfum fyrir stjórnina, svo sem eins og þegar hann var formaður nefndar þeirrar, sem gekk frá tillögum um | þjóðnýtingu brezkra gasstöðva. Þegar nefndar- álitið var birt, sökuðu ýmsir af vinum Hey- worths hann um að hafa svikist aftan að hinu frjálsa framtaki. En hann lét það eins og vind um eyrun þjóta. Hann segist trúa af heilum hug á ágæti frjálsra viðskipta. En hann bætir því við, að sú stefna sé óframkvæmanleg, nema almenn- ingsheill sitji jafnan í fyrirrúmi. Næst í þessum dálkum: Sœnski auðkýfingurinn AXEL WENNER-GREN LONDUM SIR GEOFFREY HAYWORTH Það er sagt að eins og hlöðin. Lítið blað KLUKKAN 8 f. h. lá það á borðinu hjá Jósep blaðasala og prent- svertan var tæplega þornuð. Jósep spókaði sig hinu megin á götunni og lét viðskiptavinina afgreiða sig sjálfa. Hann trúði sýnilega þeirri kenn- ingu, að því sé mest hætt sem best er gætt. Samkvæmt eðli sínu og formi hafði blað- ið dálka fyrir fræðslugreinar, upplýsingar, umkvartanir, íþróttir, húsráð og allskon- ar dægurmál. Af hinu ágæta innihaldi blaðsins þennan dag er rétt að geta þriggja ritstjórnar- greina. Einni var beint til foreldra og kennara. Hún var skrifuð á látlausu en þó ákveðnu máli og í henni var látin í Ijós vanþóknun á líkamsrefsingum barna. Önnur var áhrifamikil árásargrein á ill- ræmdan verkalýðsforingja, sem var að espa fylgjendur sína til að gera óþægilegt verkfall. í þriðju greininni var þess krafizt með talsverðri mælgi að veitt væri öll hugsan- leg aðstoð við að efla lögregluna og gera hana færari til að rækja skyldur sínar sem vörður laganna og þjónn almennings. Auk þessara meiri háttar skammar- greina og áskorana til heiðarlegra borg- ara, var í blaðinu skynsamleg ádeila, eða réttara sagt nokkurs konar sakamál, flutt af ritstjóra hjartansmáladálksins, fyrir ungan mann, sem kvartaði sáran undan þrjózku sinnar útvöldu. Gefin voru góð ráð honum til handa til að vinna hylli stúlkunnar. Á fegrunarsíðunni var ýtarlegt svar til ungrar stúlku, sem vildi fá glampa í aug- un, roða í kinnarnar og fallega húð. Eft- irfarandi klausa var líka athyglisverð: Kæri Jack: — Fyrirgeföu mér. Þú hafö- ir rétt fyrir þér. Hittu mig á horninu á Madison og . . . klukkan 8:30. Viö förum um hádegisbiliö. — Iörandi syndari. Klukkan átta tók ungur maður með hitasóttargljáa í augunum efsta blaðið úr bunkanum og henti einu penny á borðið. Hann hafði farið á fætur á síðustu stundu eftir andvökunótt, og átti nú eftir að fá sér kaffibolla og láta raka sig, áður en hann færi á skrifstofuna klukkan níu. Hann fór inn til næsta rakara og hrað- aði sér svo áfram. Blaðinu stakk hann í vasann og ákvað að líta í það í hádegis- hléinu. Á næsta götuhorni datt blaðið á- samt nýjum hönskum upp úr vasa hans. Hann var búinn að fara þrjár götur, þegar hann varð þessa var, og sneri gramur við. Á mínútunni hálf níu kom hann á götu- hornið, þar sem blaðið hans og hanskarnir lágu. En þótt undarlegt megi virðast, þá leit hann ekki við þessum hlutum, sem hann var þó að leita að. Hann kreisti í þess stað eins fast og hann gat tvær litlar hendur og horfði inn í iðrandi brún augu, meðan hjarta hans fylltist fögnuði. — Elsku Jack, sagði hún. — Eg vissi að þú mundir koma. — Hvað ætli hún eigi við með þessu, sagði hann við sjálfan sig. — En það skiptir engu máli. Nú kom vindhviða úr vestri, greip blað- ið af gangstéttinni, opnaði það og þyrlaði því niður hliðargötu. Um leið kom upp 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.