Vikan


Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 7

Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 7
EiTT í DAG, AMMAÐ A MORGUM Þetta er hin ömurlega reynsla kaupmannanna í Vestur-Afríku \ i OKOZKUR BJÖRFRAMLEIÐANDI, sem seldi talsvert af fram- ^ leiðslu sinni í Sierra Leone, næst-nyrstu brezku nýlendunni í Vestur-Afríku, varð nýlega fyrir því óláni að tapa nærri því öllum viðskiptavinum sínum þarna suðurfrá á einu bretti. Hann gerði út menn til þess að rannsaka málið, og þeir komu heim með enn eina sönnun fyrir því, hve óskiljanlegur og óútreikn- anlegur viðskiptavinur Afríkumaðurinn er. Svertingjarnir í Sierra Leone voru hættir að kaupa skozka bjórinn, af því fram- leiðandinn liafði gert lítilsháttar breytingar á flöskumiðunum, og einungis í því augnamiði að halda krýningarár Elizabethar drottningar hátíðlegt. Miðarnir voru fallegri fyrir bragðið — en, nei, negrunum fannst þetta grunsamlegt og steinhættu að kaupa. Svertingjarnir i Vestur-Afríku kaupa árlega frá útlöndum vörur fyrir rösklega 6,600 milljónir króna. Hér er feiknmikill markaður fyrir hvítu mennina að slást um. Menn geta orðið forríkir á að verzla við svertingjana. Menn geta líka tapað aleigu sinni. Það finnast ekki dutl- ungafyllri neytendur í víðri veröld. Sú staðreynd, að hver ættbállcur skapar sér sinar eigin hugmyndir um, hvað sé eftirsóknarvert, gerir verzlunina jafnvel erfiðari. Til dæmis kjósa sumir Vestur-afríkumenn frek- ar pilsner en bjór — þó þvi aðeins, að hann sé á grænum flöskum. Reyndu að tappa hann á brúnar flöskur, og þeir munu ekki einu sinni þiggja hann gefins. Öðrum svertingj- um kann svo að standa hjartanlega á sama um flöskulitinn. Hafrablanda, sem amerískt fyrir- Graf inn Framhald hann kom til meðvitundar. Lítill ljós- geisli féll frá glugganum á grátt steingólfið. Rabastein reis á fætur, gekk nokkur skref, tók stólinn of- an af borðinu, þar sem hann hafði sett hann kvöldið áður og þá leit hann fyrst á líkið af Lucie af Prac- ontal. Hann var ekki lengur hrædd- ur og fann ekki einu sinni til við- bjóðs, heldur þvert á móti til for- vitni og Virðingar fynir þessari stirðnuðu, hreyfingarlausu veru, sem örlögin höfðu gert að sessunaut hans. Hann setti borðið aftur fyrir framan hægindastól Luciear, færði hinn stólinn nær, settist andspæn- is henni og sat þar dreymandi með olnbogana á borðinu, eins og hann biði þess að vera vakinn af dauð- anum. Það fór að dimma. Hann var bú- inn að vera þarna í 24 stundir og djúp ró hafði gagntekið hann. Hon- um fannst eins og hugsanirnar lægju í dái, hann vissi að það var þýðing- arlaust að reyna að komast undan og vonaði aðeins, að hann fengi að deyja þannig, algerlega tilfinninga- laus, án þjáninga og með undirgefni. Eitthvert hljóð vakti hann upp af þessum dvala. Honum fannst eitthvað lifandi vera fyrir aftan sig. Hann tæki framleiddi, var einu sinni feikn- vinsæl. í Sierra Leone. Þegar heims- styrjöldin síðari ltom í veg fyrir hafraflutninga frá ameríska fyri’r- tækinu, neituðu íbúar nýlendunnar að kaupa fáanlega hafra með öðru vörumerki. En ekki nóg með það. Þegar styrjöldinni lauk og ameríska fyrirtækið flýtti sér að senda hina makalausu blöndu, voru svertingj- arnir orðnir svo óvanir höfrum, að þeir kærðu sig ekki um þetta merki heldur! Svertingjarnir eru ótrúlega fljótir að taka ástfóstri við ákveðnar vöru- tegundir — eða ýta þeim út í yztu myrkur. I ár þykir enginn maður með mönnum á Gullströndinni nema hann eigi vissa tegund af brezku reiðhjóli. Á Filabeinsströndinni, ná- grannanýlendunni sem Frakkar ráða yfir, er hinsvegar feiknmikil eftir- lif andi af hls. Jf. snei'i höfðinu varlega og sá glampa á tvö augu. Þar sem hann var nú farinn að venjast myrkrinu í þessu grafhýsi, gerði hann sér grein fyrir því, að þetta voru kattaraugu. Og þegar hann aðgætti betur gat hann meira að segja séð, að þetta var fressköttur. Það var stóri grái kött- urinn umsjónarmannsins i Montsé- gur. Rabastein hreyfði sig ekki. Hann óttaðist það að hann mundi hræða dýrið, sem var vafalaust undrandi yfir að finna lifandi mann, þar sem hann var sýnilega vanur að koma og vera hjá dánu stúlkunni. Hægt og varlega fór Rabastein í jakkavasa sinn, dró með gætni upp vasaklútinn og rúllaði honum upp, án þess að hafa augun af kettinum. Skyndilega stökk hann á fætur, réðist á kött- inn óg náði taki á honum, þó hann klóraði og reyndi að snúa sig af honum. Hann hélt dauðahaldi í fang- ann og batt vasaklútinn fyrst um fótinn á honum og hnýtti svo end- ana með þremur hnútum upp á bak- ið á honum og herti þannig að hin- um sveigjanlega líkama dýrsins, sem hann sleppti loksins, hræddu og mjálmandi. Kötturinn stökk fyrst upp á stein- spurn eftir annarri reiðhjólategund brezkri. Á þessu getur gengið árum saman — eða bara þetta ár. Svertingjarnir í Vestur-Afríku þurfa ekki að ganga með hatt. Þeir eru þannig af guði gerðir, að þeim er alveg óhætt að ganga höfuðfats- lausir. Þó er það sennilega heilagur sannleikur, að hvergi í víðri veröld sé eins mikil verzlun með höfuðföt eins og í Vestur-Afríku. Maður skyldi því halda, að hattasalar þar um slóðir væru menn hamingjusam- ir og lífsglaðir. En þá rekur maður sig aftur á þetta sem að var vikið í upphafi: viðskiptavinirnir eru svo fljótir að skipta um tízku, að aðeins hugrökkustu verzlunarmenn þora að skipta við þá. I Vestur-Afríku má sennilegast sjá allar tegundir af höfuðfötum, sem framleiddar eru í heiminum, þó ef til vill að undan- skildum loðhúfum og lambhúshett- um. Maður þarf ekki að horfa á þetta furðulega safn nema I nokkrar mínútur, til þess að gera sér ljóst við hve mikla erfiðleika kaupmenn- irnir eiga að etja. Hjá Vestur-afríku- manninum getur rauður pípuhattur verið í tizku í dag, græn alpahúfa með gulum prjónaskúf á morgun. Þá er hann ekkert lamb að leika við, þegar hann fer út að kaupa sér skyrtu. Framleiðendurnir eru löngu búnir að uppgötva, að það er eigin- lega ekki hægt að búa til svo sterk- an lit, að surtur sé ánægður. En einn daginn getur hann verið sjóð- sillu og komst í næsta stökki upp í gluggann, smaug milli rimlanna og hvarf. Rabastein varð nú viti sinu fjær og elti hann. Þar sem hann stóð uppi á stólbakinu og hélt sér dauðahaldi í rimlana, beitti hann síð- ustu kröftum sínurn til að kalla: — Hjálp! hjálp! Rabastein! Þangað til þeir þrutu og hann féll meðvit- undarlaus á steingólfið, við fætur dánu konunnar. Félagar Rabasteins höfðu ekki viljað fara frá Montségur. Þegar kötturinn kom inn í íbúð umsjónar- mannsins með vasaklút vinar þeirra um fótinn, þóttust þeir skilja, að hann hefði dottið ofan í einhverja gjá. Þeir eltu köttinn, fundu glugg- ann og fóru að leita að hurðinni inn í þetta dularfulla herbergi. Þegar þeir fundu hana ekki, náðu þeir sér í haka og axir og brutu stengurn- ar. Svo stækkuðu þeir opið og létu sig síga á kaðli niður í kjallarann og drógu greifann, sem enn var með- vitundarlaus, upp. Þá var hann bú- inn að vera þar í tvo heila sólar- hringa. Lík Luciear af Pracontal fannst um leið. Frú Pracontal var strax lát- in vita og hún kom til Montségur og hafði jafnvel hugrekki til að fara niður í kjallaraherbergið, þar sem dóttir hennar hafði dáið. Aldrei tókst að opna járnhurðina inn í herbergið. Það varð að höggva niður múrvegg- inn og þá kom í ljós flókin vél, sett saman úr hjólum, sverum keðjum og geysiþungum lóðum. vitlaus í eina litasamstæðu, annan daginn allt aðra. Nokkur sárabót má það samt vera kaupmönnunum, að sumar innflutn- ingsvörur seljast alltaf jafn vel — og hafa gert það áratugum saman. Svo er til dæmis með notaðan fatn- að frá Bretlandi og Bandaríkjunum, olíulampa (samskonar og i Evrópu eru helzt notaðir í f jósum og hænsna- húsum) og þrífætta suðupotta. Þess- ir pottar voru fyrst fluttir inn frá Danmörku & dögum þrælaverzlunar- innar, og enn þann dag í dag geta svertingjar vesturstrandarinnar ekki án þeirra verið. Hinsvegar má ganga út frá því sem nokkurnveginn vísu, að þeir mundu ekki líta við þessum pottum, ef fjórða fætinum yrði bætt við. Til dæmis eru þrjú skörð í egginni á sveðjunum, sem þeir kaupa og nota bókstaflega til allra hluta. Þessi skörð gera nákvæmlega ekkert gagn og eru sennilegast heldur til baga. En enginn heiðarlegur svertingi vill líta við sveðjum með hreinni egg. Breyting á umbúðum getur jafn- vel verið hættuleg, eins og marka má af dæminu um bjórinn. Svertingjar Fílabeinsstrandarinnar kaupa ein- göngu svartar saumavélar. Það vek- ur tortryggni þeirra, ef reynt er að skreyta vélarnar með öðrum litum. Auk þess eru umbúðirnar oft verðmætar í augum negrans. Úr þeim býr hann ósjaldan til ýmsa hluti, sem hann getur selt aftur. Heftiplástursdósir klæðir hann með haglega skreyttu rauðu og svörtu leðri; þá er þetta orðið fyrsta flokks sígarettuveski til að selja ferðamönn- um. Eini ókosturinn er sá, að þeg- ar það er opnað, blasa við manni notkunarreglur um heftiplástur. Framleiðandinn, sem ætlar að selja vörur til Vestur-Afríku, verð- ur líka að vera við þvi búinn, að neytendurnir hafi mjög sérkennilega humynd um til hvers eigi að nota hlutina. 1 Freetown, höfuðborg Sierra Leone, nýtur ein ódýr ilmvatnstegund mikilla vinsælda. En svertingjarnir nota ilmvatnið ekki utan á sig. Þeir dreypa því á molasykur, sem þar með er orðinn eftirsótt sælgæti. I einu héraði Nigeríu er karbon-sápa notuð sem beita við veiðar á vatnafiski, sem virðist sólginn í hana. Frægur gigtaráburður selst vel í innsveitum Sierra Leone — ekki þó til þess að bera á aumustu vöðvana, heldur til drykkjar. Ekki alls fyrir löngu vakti það almennan fögnuð meðal trúboða í Nigeríu, er hinir inn- fæddu fengu skyndilega mikinn áhuga fyrir ódýrum „vasabiblí- um“. Trúboðarnir héldu sem vonlegt var, að þeir innfæddu væru kannski loksins farnir að sjá ljósið. Þeim mun meiri urðu vonbrigði hinna góðu trúboða, þegar þeir komust að sannleik- anum. Blöðin í þessari biblíu- útgáfu voru næfurþunn — og svertingjarnir búnir að upp- götva, að það fékkst ekki betri sígarettupappír í öllu landinu. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.