Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 10
ftjemíÉu)
RITSTJÖKI: ELlN PAEMADÓTTIR
GOÐUR NEMANDI?
Iðið barn+skynsöm móðir+fær kennari
¥>ARNIÐ FÆR góða einkunn eða slæma, eftir því hve iðið það
er. En hvað um kennarann og foreldrana, sem líka hafa á-
hrif á einkunnina. Að gamni mínu spurði ég nokkrar mæður,
hvers konar kennari mundi fá 10 í bamakennslu og fékk þetta
svar:
Kennari, sem heldur athygli allra barnanna, vekur traust
þeirra, þekkir hæfileika hvers um sig (jafnvel þó börnin séu
40), ýtir undir feimna bamið, vekur áhuga letingjans og hefur
aga á ærslabelgnum. Eins og þið sjáið, þá er það ekki auðvelt
fyrir kennara að fá 10, en það er líka erfitt fyrir barnið og móð-
urina.
Og þessvegna spurði ég kennara nokkurn, hvernig hann vildi
hafa mæður bamanna, sem hann kennir. — Skynsöm móðir
hjálpar barninu, án þess að taka að sér heimavinnu þess eða
losar það við ábyrgðina, sagði kennarinn. Og móðirin þarf sann-
arlega að vera þolinmóð, þegar elsta barnið er að byrja á ensku,
það yngsta í tímakennslu, eitt setur blekbletti alls staðar og
annað kvartar undan málfræðinni.
Því miður eru ekki allir kennarar og mæður svona. En hvaða
einkunn munduð þið gefa:
Metorðagjömu móðurinni?. Sigga
iitla veröur að vera efst í bekknum
sLnum og jafnframt ári á undan jafn-
öldrum sínum. Sex ára gömul lærði
hún að lesa, svo hún gæti hlaupið
yfir bekk, af því að hún fékk ekki
að fara í sjö ára bekk þá, en það
gleymdist að kenna henni að skrifa
um leið. Kannski býður hún þess aldr-
ei bætur. Allt er gert til að Sigga
verði efst. Það er engu líkara en að
heiður fjölskyldunnar sé í veði, ef
hún fær ekki hærri einkunn en Gunna
frænka hennar. Hún fær aukatíma í
skrift, landafræði . . . En hvenær er
tími til að leika sér? Þó Siggu tak-
ist að verða efst í sínum bekk, verð-
ur móðir hennar líklega nokkuð neð-
arlega í sínum.
Grýlukennaramum ? „Þeir, sem ekki
Ijúka 16 dæmum í þessum tíma, verða
að reikna 32 heima.“ Gunnar litli lýk-
ur aðeins 8 dæmum og fyllist kvíða.
1 dag á hann einmitt að fara i spila-
tíma.
Dagurinn líður fljótt og klukkan
10 skipar pabbi hans honum í rúmið
og vill ekki heyra neitt rövl. En
hvemig á Gunnar að geta sofnað.
Nú: fær hann vafa-
laust 32 dæmi á
morgun og slæma
einkunn í stærð-
fræði við næstu
einkunnargjöf.
Hver á slæma
einkunn skilið?
Stjómsömu móð-
urinni ? Frú Sig-
ríður efast ekki
um, að allt færi
vel, ef hún fengi að ráða. „Hvernig
dettur kennaranum í hug að leggja
svona þungt verkefni fyrir börnin?
Og veiztu hvernig barninu er kennt
að lesa, Jón? Það er hlægilegt . . .
Og ekkert orð fer framhjá barninu. I
hverri viku kemur frú Sigríður i skól-
ann og gefur kennaranum góð ráð
um það, hvernig hann eigi að kenna
dóttur hennar. „Ég þekki barnið. Það
sem hún þarfnast er uppörfun . . .“
Duttlungafulla kennaranum ? Á
mánudegi gerir kennarinn að gamni
og leiðréttir villurnar, án þess að
finna að við börnin. Daginn eftir rign-
ir. Þá fær Erla skammir fyrir að
missa blýantinn sinn. Á miðvikudag
er slagveður, landafræðikaflinn er
erfiður og enginn kann vel. Kennar-
inn fær reiðikast og nemendurnir
skjálfa af ótta. Daginn eftir hefur
bæði veðrið og skap kennarans batn-
að. Á laugardag finnast þrjár villur
í réttritunaræfingu Erlu og hún er
strax dæmd óforbetranlegur letingi
og til einskis nýt. Hvað gerist næst?
Og í hvernig skapi verður kennarinn
á prófinu? hvísla nemendurnir.
Veiklyndu mömmunni? „Sjáðu
mamma, ég skil þetta ekki," segir
Anna. Hún fær skýringu. Tveim mín-
útum seinna: „Mamma, er þetta rétt?
Sýndu mér villuna." Mamman tekur
við blýantinum og byrjar að reikna.
Þessu hefur Ánna einmitt beðið eftir.
Ef mamma er ekki heima, fer hún
að leika sér og býður eftir þvi að fá
hjálp. Áður en hún fer í skólann, set-
ur mamma hennar utan um bækurn-
ar fyrir hana, yddar blýantinn og
hreinsar blekblettina úr bókunum
hennar. En á prófinu er mamma því
miður hvergi nærri.
Nýjar hugmyndir hvaðanæfa að
SVIÞJOÐ: Skemmtigarðar með styttum af fornmönnum, þar sem alls-
staðar er letrað „Bannað að ganga á grasinu", eru ekki við barna hæfi.
Það finnst sænskum uppeldisfræðingum að minnsta kosti, því þeir hafa
nú fengið því framgengt aö einn skemmtigarður í Stokkhólmi verði út-
búinn „myndastyttum fyrir börn“.
Þetta eru surrealístískar styttur í sterkum litum. Og hvers vegna geðj-
ast börnunum betur að þeim ? Jú, það er hægt að klifra í þeim og skríða
inn I þær. Fyrsta listaverkið, sem er eftir danskan myndhöggvara, vakti
strax mikinn fögnuð yngstu borgaranna. Það er þó einn galli á gjöf Njarð-
ar: verðið (um 46.000 krónur).
FRAKKLAND: Fyrir framan húsin, sem húsameistarinn frægi Le Cor-
busier er að láta byggja í Marseille, eru barnaleikvellir, þar sem komið
er fyrir jarðgöngum, til að leika feluleik i og gerfiklettum, til að klifra
í. Þessi nýju leikföng eru enn -ómáluð. Og hvernig stendur á því? Það
er ekki búið að finna upp skaðlausa málningu, sem þolir hvað sem er.
Ein af nýjustu uppfinningum Bandarikjanna er hylki
íyrir barnapelann, sem hægt er að hita á sama hátt og kveikt er á síga-
rettukveikjaranum i bílnum. Það þarf því ekki lengur að stanza, til að gefa
barninu að drekka.
Við höfum líka haft spurnir af annarri merkilegri uppfinningu. Það eru
nokkurs konar gúmmibuxur með blaðgrænu í, svo þær haldast þurrar.
Barnaútvarp er lítið tæki, sem komið er fyrir í leikherbergi barnsins.
Það útvarpar öllu sem fram fer niður í eldhúsið til mömmu.
Og svo eru það nýjustu kenningarnar um kossa og túttur. Fyrir tiu ár-
um vildu uppeldisfræðingar í Bandaríkjunum ala börnin upp með takt-
sprota og sótthreinsunarefnum. Nú er þetta að breytast, því samkvæmt
nýjustu fréttum gerðu allar þessar reglur meiri skaða en fáeinar bakter-
íur. Og nú halda uppeldisfræðingarnir mest upp á orðið „eðlilegt". Það er
því leyfilegt að kyssa barnið og taka það í fangið, þegar það grætur, gefa
því að borða, þegar það er svangt, leyfa því að sofa, þegar það vill o. s.
frv. ÞatS hefur semsagt komið í Ijós við rannsóknir, að barn drekkur jafn
mikla mjólk, hvort sem það er látið ráða sjálft eða borðar samkvæmt
skipun og reglum læknisins. Og þegar barnið byrjar að sjúga fingurinn
er nú aftur gripið til hins góða gamla ráðs, að stinga túttu upp í það. Það
er jafnvel farið að framleiða túttur með vatni í, sem draga úr sársaukan-
um, þegar barnið er að taka tennur.
r
PORTUGAL: María Antoinette skemmti fullorðnu fólki í litla sveita-
þorpinu, sem hún lét búa til. Og einn af elztu og virðulegustu háskólum
Evrópu, Háskólinn í Coirhbre, hefur tekið það eftir henni.
„Portugal litlu barnanna" er þorp, þar sem aðeins eru hús í gömlum
portugölskum stil með öllu þvi sem þeim tilheyra, en þau líkjast mest
brúðuhúsum. Ibúarnir eru 2—6 ára gamlir. 1 þorpinu sínu læra börnin
leyndardóma hins flókna hversdagslífs.
í þetta sinn skrifar Ánita Colby um
HREINSUN Á HÚÐINNI
Eg er þeirrar skoðunar að vatn og sápa séu beztu hjálpartækin til að
hreinsa húðina, hvort sem hún er þurr eða feit.
Hreinar hendur, mjúk sápa, vatn og hreinir og mjúkir þvottapokar og
handklæði er því það eina, sem með þarf.
Húðina þarf að hreinsa vel, jafnvel þó hún sé eðlileg og falleg. Þvoið
andlitið þessvegna kvölds og morgna með feitri, mildri sápu og volgu vatni.
Nuddið sápufroðunni inn í húðina með því að nudda í hringjum upp eftir
andlitinu og skolið hana svo þrisvar sinnum, siðast með köldu vatni. Ef
húðin er feit kringum nefið og á hökunni, er bezt að leggja þvottapokann
fyrst á þá bletti, eftir að hann hefur verið xmdinn úr heitu vatni. Þá opn-
ast svitaholurnar. Ef húðin er mjög feit, þarf gufubað. Vefjið þá hand-
klæði um hárið og beygið ykkur yfir fat með sjóðandi heitu vatni. Bætið
heitu vatni i fatið, þangað til þið finnið, að það er eins og húðin „opnist".
Þvoið þvi næst háls og andlit með mjúkum þvottapoka og sápu, nuddið
nefið og hökuna vel, en farið varlega kringum augun. Skolið andlitið tvisv-
ar eða þrisvar á dag.
Mjög þurr húð verður fljótt hrukkótt, ef henni er ekki komið til hjálp-
ar. Þvoið andlitið og hálsinn einu sinni á dag með feitri sápu og volgu
vatni og skolið sápuna vel af með volgu vatni. Þurrkið svo andlitið var-
lega og nuddið mjög feitu næringarkremi inn í húðina, meðan hún er rök.
Einu sinni í viku þarf að klappa heitri olíu inm í húðina eftir þvottinn og
þá er bezt að liggja með handklæði yfir andlitinu í hálftíma, áður en olían
er þurrkuð af.
10