Vikan


Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 6

Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 6
HIJN hafði komið sér þægilega fyrir í lestinni og var að lesa í bók. Hún var ennþá ung, grönn og yndisleg. Andlitið var fínlegt, en þegar hún sökkti sér niður 1 hugsanir sínar brá fyrir undirgefni í svipnum. Þá var hún að hugsa um „feitu árin sín“. Já, nú skipti margt, sem áður hafði virzt stórkostlegt, litlu máli. Allt var breytt. Mundi henni nokkurn tíma takast að koma sér fyrir í þessum breytta heimi. Lestin stanzaði við litla sveitastöð og lagði af stað aftur. Eftir nokkra klukkutima yrði hún komin til litla þorpsins úti við sjóinn, þar sem hún ætlaði að dveljast í nokkra mánuði hjá vinkonu sinni. Eftir það yrði hún að fá sér eitthvað að gera. Hár maður kom inn í klefann. Hún leit ekki upp fyrr en hann var farinn að koma tösk- unni sinni fyrir uppi á hillunni. Hún kannað- ist við þennan baksvip. Nú sneri hann sér við og þau þekktu hvort annað. — Lísa! Hún kinkaði brosandi kolli og rétti honum hendina. — Já, það er ég, Mark. Hún gladdist við að sjá að hann roðnaði. Hann áleit þennan fund kannski ekki ein- skæra tilviljun. Eða ef til vill skammaðist hann sín. Hann settist andspænis henni. Hon- um hafði ekki dottið i hug, að hann mundi hitta hana aftur. Það voru svo margir, sem höfðu horfið á striðsárunum. Og nú sat hún þarna, ung og í fullu fjöri. — £>að hefur margt gerzt síðan við sáumst síðast, Mark. — Já, þú . . . Hann rétti fram sígarettu- pakka. — Viltu reykja. Meðan hann kveikti í sígarettunni fyrir hana, veitti hún þvi at- hygli, að hann var ekki eins vel klæddur og áður. Hún sá þó, að hann var sjálfur sá sami. Það hafði enn sömu áhrif á hana að virða fyrir sér viðkvæmnislegan munnsvipinn, sem hún hafði svo oft séð fyrir hugskotssjónum sínum, síðan hann beygði sig niður að henni og kyssti hana í síðasta skiptið. Það var undarlegt að bera enn sömu tilfinningar í brjósti. Hún hafði hitt svo marga menn sið- an, en Mark yrði alltaf öðruvísi, þó þau hefðu í rauninni ekki tengzt svo sterkum böndum. Hún horfði rannsakandi á hann. Hvers vegna hafði hann farið án þess að kveðja? Og án þess að gefa nokkra skýringu? Hún reyndi að spyrja hann þessara spurninga með augna- ráðinu, og hann svaraði þeim. — Manstu daginn, sem við sátum niðri við ströndina. Snekkjur auðmannanna voru upp- lýstar og það var skotið flugeldum inni í bænum? Manstu ljósin á vatninu og hlýja andvarann frá sjónum. — Já, ég man það. Ljúfar ferðaminningar eru oft lífseigar. Hún leit snöggt á hann, og sá að hann hrökk við. Hann slökkti i sígarettunni og sagði: — I þínum augum var það auðvitað ekki annað . . . annað gat það varla verið fyrir fræga dansmær. Hún leit upp. Rödd hans var auðheyrilega bitur. Var honum í raun og veru alvara? Ennþá vildi hún samt ekki koma upp um sig. Hún yppti öxlum og brosti. — Og þó varð ég fyrir þvi, að karlmaður kom ekki á stefnumót við mig, án þess að gefa nokkra skýringu. Það hafði aldrei kom- ið fyrir áður. Þú varst búinn að bjóða mér til morgunverðar. — Já, og auðvitað hefði ég átt að koma. En þá var ég búinn að sjá þig dansa í leik- húsinu i spilavítinu. — Svo það hafði slík áhrif á þig? Eg man þó ekki betur en að ég hafi verið sómasam- lega klædd. Það var . . . er ég alltaf. Hann þagði svolitla stund. — I augum kvenna eru tilfinningar karlmanna stundum dálítið skrýtnar. Eg vissi ekki að þú varst hin fræga ,,La Valetta". — Var það svona mikið afbrot. Mér þótti bara gaman að því að koma þér á óvart. —- Þér tókst það líka. Ég elskaði þig. Eg hélt að ég hefði fundið konu, sem mundi til- heyra mér. Þér finnst það vafalaust ekki ann- að en heimskuleg viðkvæmni. En þannig leið mér. Og svo komst ég að því, að þú til- heyrðir öllum heiminum . . . að leið þín lá gegnum hópa af tilbiðjendum, og þá . . . þá skildi ég, að ég gat aldrei orðið annað en smáæfintýri í þínum augum, og mér fannst þær tilfinningar, sem ég bar í brjósti, of góð- ar til þess. Mig hafði dreymt um eyðieyju, þar sem við gætum verið ein, þú og ég. — Svo þú varst hræddur. Þú hefðir þó getað talað við mig og komizt að því, hvort ég bæri ekki sömu tilfinningar í brjósti. Hún þagnaði. Nú var hún búin að koma upp um sig. Hann klemmdi saman varirnar og þagði. — Hvers vegna segir þú mér þetta núna. Er það af þvi að nú er þér orðið sama um mig? — Ails ekki, Lísa. En stríðið og allt, sem hefur gerst síðan, gerir það að verkum, að nú hiroir fólk ekki lengur um að leyna tilfinn- ingum sínum. Einkamál og allt sem þeim fylgir skiptir svo litlu máli. HÚN rétti honum báðar hendurnar. — Mark, er það svo lítilmótlegt, þegar tvær manneskjur elskast? Ef þú hefðir nokkurt vit á tilfinningum kvenna, þá hefðirðu vitað það. Hann lagði kinnina á hendur hennar. Lísa . . . hvað gerir þú núna? — Áttu við hvort ég dansa ennþá ? Hún lokaði augunum og léttur skjálfti fór um hana. Svo brosti hún þessu breiða brosi, sem hafði hrifið áhorfendur hennar, en átti ekkert skilt við einkalíf hennar. — AuQvitað dansa ég ennþá. Betur en nokkru sinni áður. Eg á eftir að vinna stóra sigra. En getur þessi mikla ást þín ekki sætt þig við það? — Lísa, fyrirtækið mitt varð gjaldþrota í stríðinu. Nú er ég orðinn fátækur maður og verð að ferðast um með vörur mínar sjálf- ur. En þú ert ennþá hin fræga ,,La Valetta". — Ertu ennþá huglaus? Þorirðu ekki að treysta því að ást milli manns og konu geti bjargað öllu? — Jú, ég get ekki hafnað þessu. Hann kyssti hana. — Nú skulum við koma inn í matsalinn og skála. —■ Lofaðu mér að styðja mig við þig, Mark, sagði hún. Og hann sá að hún gekk hölt. — Hvað er að? spurði hann. — Það féll sprengja á húsið okkar og ég slasaðist. Eg get aldrei dansað framar. Hann þrýsti handlegg hennar og ætl- aði að fara að segja: — En hvers vegna sagðir þú það ekki strax. En svo hætti hann við það. Hann skildi hvemig henni var innanbrjósts. Hún varð fyrst að fullvissa sig um, að hann elskaði hana nægilega mikið. En ungfrú Bennett hafði minnimáttarkend og það koma fram í lýsingum hennar á fólki. Elsku- ieg litil kona, gáfaður lítill maður, voru uppá- haldsorðtækin hennar. Hún stækkaði í eigin aug- um við að segja það. Litla verkamannsdóttirin hljóp upp eftir hatt- inum sínum. Þar var herbergisþernan hennar önnum kafin við að fægja skartgripina hennar. Skartgripir ungfrú Thorne voru fægðir í baðher- berginu,- sem líka var búningsherbergi. Þar voru háir speglar, snyrtiborð, og skápar með glerhurð- um, en gegnum þær sást móta fyrir hinum íburðarmiklu höttum stúlkunnar og nærfötum hennar. Gólfið var teppalagt og gluggatjöld fyr- ir gluggunum, en baðherbergið var stærra en miðlungs svefnherbergi. Þar stóð Evans, fölleit ensk stúlka og lagði skartgripina á hvítt handklæði, þar sem geislar kvöldsólarinnar gátu skiníð á þá, þegar hún var 'búin að fægja þá. Það stafaði rauðum og grænum geislum af stórum rúbin, sem líktist mest frosnu blóði, flötum, tindrandi demant, sem var á litinn eins og ís og hárbandi úr demönt- um og smarögðum. Lydiu þótti vænt um skart- gripi sína af þeírri einföldu ástæðu, að hún hafði valið þá sjálf. Hún var einkum hrifin af hárbandinu, því það fannst henni fara sér vel og gera sig líkasta austurlenzkri prinsessu í rússneskum ballett. Eri það var ekki eins auð- velt að átta sig á fegurð hennar og hún hélt sjálf. Hún líktist mest málverki af Stjörnu kvennabúrsins eftir Cabanel — mynd af þeirri tegund, sem öll málverkasöfn vildu eiga í lok seinni hluta 19. aldar. Hún hafði ávalt andlit, falleg dögg augu, fínlegar augabrýr og hrafn- svart hár, en húðin var ekki hvít og gagnsæ og háu kinnbeinin og ákveðni kjálkasvipurinn gerðu hana líkari Indjána en austurlenzkri stúlku. Það benti til þess að hún ætti fremur heima uppi I fjöJlum en á barmi marmarasundlaugar. Þegar hún kom inn, var Evans að bursta púð- ur af litlu demantsarmbandi, sem var af eldri gerð en hinir skartgripirnir. Lydia tók það upp. — Eg var næstum búin að gleyma að ég ætti þetta, sagði hún. Fyrir þremur eða fjórum árum, þegar hún fyrst kynntist Bobby Dorset, hafði hann gefið henni það. Móðir hans hafði átt það og í heilt ár hafði hún borið það við öll tækifæri. Hún komst við og lagði það á handlegginn á sér. Þarna sem það lá eins og lifandi hlutur, vakti það gamlar tilfinningar. Og henni datt í hug, að hún væri þó ekki alveg tilfinningalaus enn- þá. — Þér ættuð að láta setja það í nýja umgjörð, sagði Evans. — GuJlið eyðileggur áhrifin af demöntunum. — Þú sérð vel um eigur mínar, Evans. Stúlkan roðnaði við lofið, sem hún átti ekki að venjast hjá hinni hvatvísu húsmóður sinni og það kom kökkur 1 hálsinn á henni. — Komdu með hatt, Evans — einhvern hatt. Hún leit snöggvast í spegilinn um leið og hún setti hattinn á höfuðið og fór út með armband- ið, sem hún var búin að gleyma, á handleggn- um. Meðan Lydia var uppi hafði Ungfrú Bennett verið að velta því fyrir sér, hvort hún ætti að vera móðguð eða setja upp yfirlætissvip. Var það ekki virðulegra að sýnast reið, því hún átti ekki að.láta koma svona fram við sig? Eða átti hún að fyrirgefa Lydiu, sem var svo miklu yngri og óþrozkaðri? Eins og alltaf ákvað hún að fyrirgefa og þegar hún heyrði að Lydia gekk hröðum, léttum skref- um yfir anddyrið, kallaði hún: — Aktu nú ekki hratt! — Ekki hraðar en sextíu mílur, svaraði Lydia. Hún stökk upp í gráa bílinn, sem beið við dyrnar, setti hann hljóðlaust í gír, steig á benzínið og það leit út fyrir að hún ætlaði að gera alvöru úr hótun sinni. En hraðamælirinn sýndi aðeins 35 mílur, þegar hún kom út á ak- brautina. Hún ók aldrei hratt, nema hafa góða og gilda ástæðu til þess, eins og hún sagði sjálf. 6

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.