Vikan


Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 5

Vikan - 05.11.1953, Blaðsíða 5
1. KAFLI UNGFRÚ BENNETT minntist alltaf fyrstu deilunnar, sem hún hafði orðið vitni að á Thorne-heimilinu, þeg-ar hún deildi sjálf við Lydiu. Hún sá fyrir sér rautt gólfteppi á flekkóttum marmarastiga og fagurgljáandi marmaraveggi. Rimlarnir í handriðinu voru gylltir og hár, renglulegur pálmi stóð þar í potti úr itölskum leir. Upp stigann gekk ofsareiður maður með jafn reitt barn í fanginu. Ungfrú Bennett sá fyrir hugskotsjónum sínum breiðar herðar í bláum frakka og hálsinn með svörtu hárinu, sem nú var rauður af reiði og áreynslu. Öðru megin við hann sáust grannir handleggir og krepptir hnefar litlu stúlkunnar, en hinu megin litlir fæt- ur, sem spörkuðu af miklum ofsa í allar 'áttir. Þegar þau fóru fram hjá pálmanum, náðu hend- urnar taki á honum, svo potturinn valt niður stigann og brotnaði mélinu smærra og hræddi tvo stóra hvolpa, sem einmitt höfðu valdið öllu þessu uppnámi. Þessar tvær mannverur slöngruðu áfram og tókust á á leiðinni upp stigann, því þó maðurinn væri sterkur, var tíu ára gamalt barn, sem biltist um, ekki létt byrði og þrátt fyrir iburðinn í stig- anum, var hann brattur og teppið svo þykkt, að fæturnir sukku niður í það. Um leið og þau hurfu sjónum ungfrú Bennett, -sá hún að barnið var farið að lemja með krepptum hnefunum í hand- legg mannsins og hún heyrði skæra og ögrandi barnsrödd hrópa: — Ég skal eiga þá! Ég skal! Svar mannsins heyrðist líka greinilega, þó hann hrópaöi ekki: — Þú færð það ekki. Ungfrú Bennett vissi, að þegar þau kæmu upp á skörina, yrðu höggin endurgoldin. Ungfrú Bennett hafði venjulega dregið taum Joe Thorne þegar þessum tveimur einbeittu pers- ónum lenti saman, því þó hann væri ofsafenginn, var hún gamaldags í hugsunarhætti og fannst rétt að hegna börnum. En þetta kvöld hafði hann fyrirgert samúð hennar með því að vera rudda- legur við hana, í fyrsta og eina skiptið. Hann hafði komið heim úr einni af þessum löngu ferð- um sinum í ljóta húsið sitt við Fimmtugötu, sem hann var þó svo hreykinn af og fundiö tvo nýja hvolpa á stærð við kálfa spígsporandi í anddyr- inu. Hann hafði snúið sér að ungfrú Bennett og spurt: — Þvi í fjandanum látið þér hana komast upp með þetta? Og ungfrú Bennett hafði verið ó- venjulega hugrökk og svarað: — Vegna þess að hún er svo illa upp alin, að enginn getur ráðið við hana. Lydia hafði horft ögrandi á þau til skiptis, þar sem hún stóð og hélt í hálsbönd hundanna. Hún var föl í andliti og skaut fram hökunni. Höfuðið á henni var lítið hærra en gráu hundarnir, sem hoppuðu um og sveigðu þennan veikbyggða lík- ama fram og aftur. Og hún endurtók í sífellu: -— Ég ætla að eiga þá! Ég skal! Ég skal! En hún hafði ekki haldið þeim. Þá hafði hún tapað smáorustum í hinu langvinna stríði. Hún fór ekki að vinna fyrr en nokkrum árum seinna. En hvort sem hún sigraði eða tapaði, fann ung- frú Bennett alltaf til meðaumkunar með grann- vöxnu, dökkeygu telpunni, sem beindi járnvilja sínum svo óttalaust gegn vilja mannsins, sem hún hafði erft hann frá. Og ungfrú Bennett fann enn til þessarar heimskulegu meðaumkunar með Lydiu, sem nú setti sig á móti vilja alls heimsins — meðaumk- unar, sem gerði henni erfitt um vik, þegar þær deildu. Hún og Lydia höfðu verið að rífast. Þó ekki ákaft. Þetta höfðu varla verið annað en kappræður. Morson sá undir eins hvað um var að vera, þegar hann kom inn til að taka bollana af morg- unverðarborðinu, þótt kurteisleg þögn ríkti í stofunni. Hann sá það á þvi hvernig hin unga húsmóðir hans stóð, teinrétt eins og Indjáni, og horfði niður á lagskonu sína. Ungfrú Bennett sat á legubekknum með krosslagðar fæturnar í háhæluðu silkiskónum og sneri hringnum sinum taugaóstyrk um grannan fingurinn. EFTIR ALICE DUER MILLER Hún var lítil og vel vaxin kona, sem hafði orðið falleg um leið og hárin gránuðu. Snyrti- mennskan, sem á yngri árum hennar var ef til vill álitin hégómagirni, fór henni nú vel, svo að hálfsextug var hún orðin falleg kona og bar af samtíðarkonum sínum. Það hafði engin áhrif á Morson, þó hann vissi að hann ónáðaði þær og hann var ekki hið minnsta forvitinn. Hann sópaði í kringum arininn, lagfærði stól, setti bollana á bakkann og fór jafn rólegur og hann hafði komið. Hann hafði orðið vitni að mörgum deilum um dagana. Um leið og hurðin lokaðist að baki honum sagði ungfrú Bennett. — Auðvitað ertu í þínum fulla rétti, Lydia, ef þú átt við það, að ég megi ekki bjóða vinum mínum inn á heimili þitt, en þá get ég ekki verið hjá þér. — Þú veizt, að ég átti ekki við það, Benny, sagði stúlkan og það vottaði hvorki fyrir reiði né afsökun í röddinni. — Mér þykir vænt um ef þú lætur einhvern koma hingað, þegar ég er ekki heima eða færð skemmtilegt fólk, þegar ég er heima. Aðalatriðið er, að þessar umræddu gömlu konur voru þreytandi. Þér leyddust þær og þú vissir að mér mundi líka leiðast þær. En þú fórnaðir mér til að skemmta þeim. Ungfrú Bennett gat ekki látið við svo búið standa. — Þér ætti að finnast heiður að . . . önnur eins kona og frú Galton er. Það sem hún hefur gert fyrir kvenfanga er . . . — Ég efast ekki um að hún sé hefðarkona, en hún er leiðinleg og mér verður blátt áfram illt af því að umgangast leiðinlegt fólk. — Vertu ekki dónaleg, Lydia. — Mér verður illt hérna, sagði Lydia og benti á þyndina. — Gerðu þér það ljóst, Benny, að ég umgengst ekki þá af mínum eigin vinum, sem þreyta mig og ég ætla ekki að þola þína vini heldur. Um morguninn, þegar Lydia var að verzla niðri í bænum, hafði komið fyrir hana leiðin- legt atvik, en það vissi Benny ekki. Hún hafði keypt rauðan hatt, lagt af stað með hann og komizt að raun um, að hann færi henni ekki vel. Þá hafði hún snúið við og ætlað að skipta hattinum, en afgreiðslustúlkan neitað að taka við honum. Henni hafði verið litil huggun í því að ákveða að hætta öllum viðskiptum við verzl- unina, því hún hafði neyðzt til að kaupa hatt- inn. Á leiðinni til baka út á Long Island hafði hjólbarði sprungið og þegar hún kom svo loks- ins heim, var Benny þar með þessar tvær gömlu konur. Sú staðreynd að þær voru hefðarkonur og allar hugsanir þeirra í föstum og þunglamaleg- um skorðum, gerði þær enn leiðinlegri í augum Lýdiu. Hún var orðin dauðþreytt á þeim. Hún var svo oft búin að biðja Benny um að bjóða þeim ekki heim, enda var þetta hennar heim- ili. — Þú ert ákaflega erfið, góða mín, svaraði lagskona hennar. — Ákaflega erfið, fáfróð og alltof ung. Ef þú fengir áhuga fyrir líknarstörf- um, eins og frú Galton . . . —• Hamingjan góða, var þetta samsæri til að vekja áhuga minn? Ungfrú Bennett leit dálitið þrjózkulega á hana, eins og hún væri því vön að vera misskilin og Lydia ætti að vita að hún gerði ekkert að ástæðulausu. Satt að segja hafði hún engar ráða- gerðir í huga. Það hefði verið ólíkt henni. Áð því leyti voru þessar tvær konur ólikar. Lydia skipulagði bæði tíma sinn og allt, sem kom í námunda við hana. Ungfrú Bennett lét aft- ur á móti berast með straumnum og vinir hennar og ýmsar tilviljanir réðu ferðinni. Hún gat aldrei skilið hvers vegna Lydia kenndi henni um ýmislegt, sem henni fannst bara koma fyrir, en þó gat hún aldrei stillt sig um að látast hafa gert það viljandi. Nú var hún jafnvel farin að halda, að henni sjálfri en ekki frú Galton hefði dottið í hug að vekja áhuga Lydiu á fanga- hjálpinni. — Enginn getur verið hamingjusamur, Lydia, nema hann eigi einhver áhugamál, sem ekki snú- ast um hann sjálfan. Lydia brosti. Áumingja litla, áhrifalausa Benny var að reyna að skipuleggja líf hennar. — Mér tekst að vera tiltölulega hamingjusöm, Benny. En nú verð ég að yfirgefa þig, því ég á stefnumót hjá Elenoru klukkan fjögur og klukk- una vantar tíu mínútur. •— Lydia! Það eru tíu mílur þangað. — Tíu mílur á tíu mínútum. — Þú drepur þig á því að aka svona ógæti- lega. — Nei, Benny, ég er góður bílstjóri. —- Þá verðurðu tekin föst. — Enn síður. — Hvernig geturðu verið svona viss um það ? Lydiu fannst ráðlegt að tala ekki um það, svo hún hvarf hlægjandi út um dyrnar, en ungfrú Bennett fór að venju að velta því fyrir sér, hvern- ig stæði á því að henni fyndist hún hafa yfir- höndina yfir Lydiu, þegar hún væri hvergi ná- lægt, en biði svo alltaf lægri hlut, þegar þær væru saman. Og hún komst alltaf að sömu nið- urstöðu — að hún gæti því um kennt hve fín- leg hún var. Hún væri næmari fyrir ýmsum blæbrigðum og erfðavenjum en þessi litla verka- mannsdóttir. Lydia var þó ekki lítil. Hún var 15 sm. hærri en hin 157 sm. háa Ádeline Bennett. Veizf u 1. Hver er mað- urinn ? ■ 2. Úr hverju voru rakvéla- blöð Róm- verja ? 3. Hvað er ,,jakt“ stórt skip og hvað hefur það mörg möstur ? 4. Hvort bítur kvendýr eða karldýr mosk- ítóflugunnar ? 5. Eftir hverja eru þessi leikrit: a) Uppstigning b) Blúndur og blá- sýra c) Brimhljóð? 6. Hvenær var flutningabanninu til Ber- línar aflétt? 7. Hvort á höggormurinn egg eða lif- andi afkvæmi? 8. 1 hvaða ríki er spilavítið Monte Carlo ? 9. Hvort er meðallíkamshiti barna meiri eða minni en fullorðins fólks? 10. Voru Bandaríkin meðlimir í Þjóð- bandalaginu ? Sjá svör á bls. 14. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.