Vikan


Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 3

Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 3
HEFJIST HAIDA STRAI É DAGf í boði MSæsifishafsbandaBagsÉns í Englandi og Erakkiandi UNDIR hermálaráðuneytinu í Lond- on er mikið neðanjarðarbyrgi, sem á sér merkilega sögu. Þaðan stýrði Churchill stríðinu fyrir Breta gegn nazistum, og kom þá oft ekki upp á yfirborð jarðar dögum saman. — Þarna niðri var hægt að lifa. Og undir hinni 30 feta þykku steinhellu, sem hlífði byrginu fyrir sprengjukasti óvinanna, var stríðsherbergið svokailaða, vinnustaður færustu hershöfðingja brezka heimsveldis- ins og stjórnmálamannanna, sem studdu þá með ráðum og dáðum. Þarna sat Chur- chill. Þarna starfaði Attlee. Þarna var Montgomery með sín herforingjaráðskort og sínar áætlanir. Chamberlain — maðurinn sem „missti af strætisvagninum“ — gekk niður í þenn- an stað til þess að tjá þjóðinni, að Bretar væru komnir í stríð við Þjóðverja. Og stundum kom Georg konungur í heimsókn, til þess að fá fregnir af gangi orusta. Neðanjarðarbyrgið undir hermálaráðuneytinu var stað- ur mikilla atburða. Þaðan bár- ust tíðindin af miklum sigrum og líka miklum ósigrum. Þar sá Churchill hann svartastan. Og einn dag í maí 1945, þegar hann steig upp úr byrginu, var stríðinu lokið. Blaðamönnunum, sem fyrir skemmtu ferðuðust til Frakk- lands og Englands á vegum Atlantshafsbandalagsins, var sýnt þetta byrgi. Englendingar eru búnir að gera það að safni. Þar er hver hlutur á sínum stað, allt eins og það var vordaginn 1945, þegar byssurn- ar þögnuðu og stríðinu í Evrópu var lokið. Þeir stoppuðu meira að segja klukkuna í stríðsherberginu, stoppuðu hana á ná- kvæmlega þeirri mínútu sem hershöfðingj- arnir og hinir pólitísku leiðtogar tóku sam- an pjönkur sínar og gengu upp úr byrginu í síðasta skipti. Leiðsögumaður okkar var gamall upp- gjafahermaður. Hann var feitur og rjóður og ákaflega mælskur, og hann sagði frá á þann hátt eins og hann væri ekki að flytja ræðu, heldur að rabba við vini sína um þetta hús og minningar þess. „Gentlemen“, sagði hann, þegar við komum inn í stríðsherbergið, „þetta var miðstöð okkar stríðs.“ Hann benti upp á veggina, á hin marglitu landabréf, sem huldu þá frá gólfi til lofts. „Á þessum stað,“ sagði hann, „voru geymd öll leyndarmál Evrópustríðsins. Ef óvinirnir hefðu getað svipast um í þessu herbergi, þó ekki hefði verið nema í hálf- tíma, og á réttri stundu, þá hefðum við auðveldlega getað tapað stríðinu. ,,Á þessu korti,“ sagði hann og benti, „eru öll strandvirkin okkar. Það hefði ekki verið amalegt fyrir Hitler að eiga þetta kort, þegar hann var að hugsa um að gera innrás í England. ,,Þarna“ — og hann benti enn — „er línurit yfir stálframleiðslu okkar á hverj- um tíma og kolaframleiðsluna. Þarna er annað yfir mannaflann. Þetta varð allt að vera hérna, allar tölur á einum stað; hvernig hefðu þeir annars átt að skipu- leggja stríðsframleiðsluna ?“ Hann gekk að landabréfi yfir Atlants- hafið og löndin, sem að því liggja. Þetta var vel mannhæðarhátt bréf og eftir því breitt. Það var þakið örsmáum títuprjóns- götum. „Á þessu korti fylgdust þeir með skipa- lestunum,11 sagði hann. „Hver skipalest hafði sitt merki og það var fært til á landa- bréfinu, eftir því hvar hún var stödd á haf- inu.“ Sumstaðar voru títuprjónsgötin svo mörg, að þeir hefðu naumast getað stungið niður nýjum prjóni, án þess að lenda í einu þeirra. Þau voru mýmörg við ísland. Þetta herbergi var naumast stærra en lítill samkomusalur í sveit. Það var grófpússað og hvítmálað. Auk línuritanna og landabréf anna tók maður helst eftir símunum. Það voru sím- ar í tugatali. Sumir voru rauð- ir, sumir livítir, sumir svartir. Sumir voru með mislitum snúrum. Litirnir voru til þess að auðkenna þá. En frá sím- unum var beint samband við alla mikilvægustu staði í Englandi. Eins og ég gat um áðan, dvaldist Chur- chill oft þarna niðri sólarhringum saman. Hann hafði herbergi, sem var í senn svefn- herbergi og skrifstofa. Við einn vegginn stóð rúmið hans, og andspænis því skrif- borðið. Svo hafði konan hans líka herbergi til afnota, þegar hún dvaldist hjá honum, pínulitla skonsu, sem naumast var hægt að snúa sér við í. Við litum inn í það, og sáum, að við fótagaflinn á rúmi frúarinn- ar stóð samanbrotinn hermannabeddi. Á honum svaf yngsta dóttir Churchills, þegar hún kom í heimsókn til pabba síns. Rétt fyrir innan dyrnar á herbergi Chur- chills er sver stálstólpi. Svona stólpar eru um allt þarna niðri og bera uppi loftið. — Þegar mest var að gera og Churchill var að flýta sér, hljóp hann stundum beint á stólpann við dyrnar. Þegar hann var búinn að reka sig óþyrmilega á hann í nokkrar vikur, gerði hann boð eftir yfirmanni byrg- isins, beit í vindilinn, benti og sagði: „Burt með þennan djöfullega stólpa!“ Þar sem Chtirchill stjórnaði í stríðinu Herforinginn bar hendina upp að húf- unni: „Sjálfsagt, herra — og hvert eigum við að senda líkið ?“ Enginn sannur enskur herforingi mald- ar í móinn, þegar forsætisráðherra hans gefur honum skipun. Þessi herforingi vissi, að ef burðarstólpinn yrði fjarlægð- ur, kynnni forsætisráðherrann að fá 30 feta þykka steinplötu í höfuðið. — Og Churchill beit í vindilinn og hélt áfrarn að hlaupa á hinn djöfullega stólpa. I ráðuneytisherberginu, sem líka er í byrginu, eru nafnspjöld við stóla ráðherr- anna. Þarna tóku þeir margar af sínum mikilvægustu ákvörðunum á stríðsárun- um. I þessu herbergi flutti Churchill líka sumar af sínum frægustu útvarpsræðum um blóð og tár og þungar fórnir — og um hinn vissa og óhjákvæmilega sigur. í borðskúffu hans þarna eru tvær gerð- ir af spjöldum, sem hann hefti stundum við orðsendingar til samstarfsmanna sinna og aðstoðarmanna. Spjöldin gefa nokkuð góða mynd af þeim manni, sem nú hefur haft áhrif á gang heimsmála í meir en hálfa öld. Önnur gerðin er gul og á henni stendur: KOMIÐ ÞESSU I KRING INNAN VIKU! Hin er rauð og á henni stendur: HEFJIST HANDA STRAX I DAG! — G.J.Á. Sprengjur féllu allt I kringum Big Ben 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.