Vikan


Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 7

Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 7
Þaö er ekkert í heiminum öllu ægilegra en - RLYF , ÍÐASTI farþeginn var löngu farinn frá borði, og það var niðamyrkur á bryggjunni. Á járnbrauta- stöðinni fyrir ofan bryggj- una týrði þó á fáeinum ljósum. Allt í einu skaust maður út úr myrkrinu og hljóp hljóðlega um borð í skipið. Aðeins tveir menn urðu hans varir. Þeir leyndust hjá litlu tollbúðinni, og nú litu þeir hvor á annan, kinltuðu kolli og biðu. Þeir hreyfðu sig ekki fyrr en hinn dularfulli skuggi birtist aftur og stökk varlega niður á bryggjuna. Þá stigu þeir fram. „Eitt andartak," sagði annar þeirra rólega. Maðurinn streittist á móti, svo heyrðist lág, óttabland- in stuna og dagblaðastrangi féll til jarðar. Hann opnaðist við fallið og upp úr honum stóð éilítill hvítur mökkur. Árangur þessa atburðar var sá, að sjómaður var kærður fyrir að smygla eytujrlyfjum og dæmdur i fangelsi. Þetta gerðist i Englandi. Maðurinn fékk 12 mánaða fangelsi. I tólf mánuði getur hann því ekki fengist við þessa miður þokkalegu iðju. En það er sægur af öðrum mönnum reiðubúinn að taka við af honum. I Englandi einu saman líður naum- ast vika, án þess að eiturlyf jasmigl- ari falli í hendur lögreglunnar. Nú er nefnilega svo komið, að eiturlyfjasmygl telst til hinna eftir- sóknarverðari atvinnugreina í undir- heimum stórborganna.. Ágóðinn af leynisölunni getur orðið ótrúlega mikill. I fyrra handtók brezka lög- reglan svertingja frá Jamaica fyrir að hafa í fórum sínum fjögur pund af hasliis. Þetta er ,,tóbak", sem unn- ið er úr indverskum hampi og hefur mjög deyfandi og ruglandi áhrif. — Hjá lyfsölum kosta fjögur pund af slíkum hampi rösklega 30 shillinga. Þegar sigarettur hafa verið búnar til úr sama magni, nemur verðmæti þeirra hinsvegar meir en 750 sterl- ingspundum. 1 úthverfum Lundúna er hægt að fá 3 shillinga og 6 pence fyrir hverja hampsígarettu. Og í miðbænum er verðið helmingi hærra. Hampur er það af hinum algeng- ari eiturlyfjum, sem auðveldast er í meðferð og auðveldast er að selja. Hinar tegundirnar — svo sem eins og kókaín, heróín, morfín og benzed- rín — er erfiðara að fá og sumar verður að taka með sprautum. Þessi eiturlyf eru tíðast notuð af fólki, sem hefur nokkurnveginn „greiðan" aðgang að þeim, annað- hvort með því að kaupa þau hjá gömlum og grónum leynisölum eða stela þeim af birgðum vöruhúsa og sjúkrahúsa. Ennfremur má stundum fá þau gegn lyfseðli, til dæmis I Englandi, þar sem læknum er heim- ilt að gefa því fólki skammta af eiturlyfjum, sem nákvæm læknis- skoðun hefur staðfest, að sé ofurselt nautninni og geti blátt áfram ekki lifað án eitursins. Tæplega 300 karl- ar og konur voru á slíkri skrá síðast- liðið ár. Þar af voru 72 læknar, tveir tannlæknar og einn lyfjafræðingur. Hamp má þá með nokkrum rétti kalla, eiturlyf alþýðunnar, það er að segja þess hluta hennar, sem er svo heimskur að neyta hans. Áhrifin eru annars næsta lík þeim, sem fást af hinum dýrari nautnalyfjum. Neytand- anum finnst hann vera heldur betur karl í krapinu; stór og sterkur og fær í flestan sjó. Hann hefur engar áhyggjur og óttast hvorki guð né menn, og hann er frjáls eins og fugl- inn fljúgandi. I fyrra birtist i brezku læknablaði ræða, sem einn af starfsmönnum Scotland Yard hafði flutt um eitur- lyfjanautn og eiturlyfjasölu. Hann hafði meðal annars spurt allmarga eiturlyfjaneytendur, hversvegna þeir hefðu byrjað á að nota nautnalyf. Hér er sýnishorn af svörum þeirra: Þrjátíu og niu ára gamall listmál- ari: „Til þess að andinn kœnii frek- ar yfir mig". Tvítugur karlmaður: „Það er ó- dýrara en að drekka“. 1 íslenzku blaði var því fyrir skemmstu haldið fram, að eitur- lyfjanotkun færðist í vöxt í Reykjavík. Hér segir frá því, hvernig nautnalyfin eru að verða plága úti í lönd- um. Seyfján ára stúlka: „Það örvar kynhvatimar‘r. Tuttugu og sjö ára hljómlistar- maður:,jEg lief meira vald á músík- inni“. Tuttugu og fimm ára kona: „Mér stendur nákvœmlega á sama um all- ar ástœður“. Grunntónninn í svörunum sem lög- regluþjónninn fékk, var nærri ætíð á einn veg: neytendunum fannst eit- urlyfin örva sig líkamlega eða and- lega. Þau veittu þeim eitthvað, sem þeim fannst vanta í tilveru sína — sjálfstraust, kjark, bjartsýni. En þessir fölsku draumar fást að- eins dýru verði. Leiðin til bata er löng og erfið, og reynist raunar flestum ofviða, sem komist hafa á vald hins hvíta dufts. Smyglararnir láta sérþó aðsjálf- sögðu fátt um finnast. Fyrir þeim vakir það eitt, að koma eitr- inu á ákvörð- unarstað og selja „heildsöl- unurn" það. Stundum er þetta næsta auðvelt. Sannleikurinn er sá, að markaðurinn er sifellt að stækka. Brezku yfirvöldin vita, að hampi er smyglað til Bretlands með ótal aðferðum. Hann kann að ieynast í niðursuðudósum, sem upprunalega áttu að vera undir ávexti eða kókó og sem bera hin skrautlegu vöru- merki framleiðenda þessara vöru- tegunda. Hann kann að vera falinn í fóðrinu á fötum, í skringilegu gúmmídýri, sem sjómaður segist vera að færa syni sínum; ellegar í gúmmípoka, vandlega lokuðum, sem fleygt er út um kýrauga og i sjóinn, þar sem dularfullir menn'bíða og flýta sér að hirða smyglvöruna. Stundum láta smyglararnir eitrið i vatnsþétta blikkkassa, sem þeir festa undir botninn á skipum. Brezk- ir tollþjónar synda undir skipin í sérstökum kafarabúningum, til þess að leita að þessum földu fjársjóðum. En þrátt fyrir árvekni þeirra, fer ekki hjá því, að eitthvað af eitur- lyfjum komist gegnum net þeirra, en þá flytja smyglararnir þau tíðast beinustu leið til London. Höfuðborg- in er miðstöð eiturlyfjasölunnar í Englandi; þar er stórvandræðalaust hægt að koma varningnum i gott verð. Smyglarinn heldur inn í eitt hinna dimmu stræta í grend við Piccadilly, þar sem fjöldi manna virðist hýma daglangt i engu sérstöku augna- miði. Sumir hafa áhuga á eiturlyfj- um, aðrir hafa aðrar „sérgreinar". Smyglarinn þarf aðeins acj doka við í nokkrar mínútur, jafnvel þótt hann hafi aldrei fengist við þessa óþverra- vinnu áður, og brátt smeygir sér maður upp að hliðinni á honum Qg vill verzla. „Áttu nokkuð?" „Eigum við kannski að fá okkur einn bjór?“ — svona byrjar samtalið venjulegast. Skömmu síðar er smyglarinn 20 til 30 pundum ríkari, til dæmis fyrir pund af hampi, sem hann hefur keypt fyrir jafnmarga shillinga í Ceylon. Kaupandanum liggur nú á að losna við eitrið til sinna föstu við- skiptavina, ef einhver skyldi kannski hafa séð til hans. Hann getur þá annaðhvort haldið heim og búið sér til sígarettur til sölu á knæpunum og í billiardstofunum, eða hann get- ur leitað uppi aðra eiturlyfjasala, sem ekki ráða yfir eins miklu rekstr- arfé, og selt þeim eitrið í smáslött- um. Þessir menn búa síðan til siga- retturnar og selja þær eins dýru verði og þeir geta. Það er næsta auðvelt að finna við- skiptavini meðal unglinganna á knæpunum og í hinum skuggalegu samkomuhúsum úthverfanna. Því að þegar unglingur hefur fundið hin dásamlegu áhrif eitursins einu sinni, er vandalítið að selja honum meira. Er.dirinn verður enda oft sá, að æskumaðurinn gerist ,,sölumaður“ eiturlyfjasalans; laun hans eru þá fáeinar sígarettur, sem hann nú get- ur ekki lifað án. Fyrir kemur þó, að eiturlyfjasöl- unum lendir saman. Þetta skeði með- al annars í London 1952, þegar svert- ingi frá Nigeríu að nafni Joseph Aaku var stunginn til bana í íbúð sinni. Hann vann sem járnbrauta- starfsmaður á daginn, en seldi eit- urlyf í frístundum sínum. Hann lenti í deilu við Backary nokkurn Manneh, sem starfaði á svipaðann hátt. Hann ók vörubíl á daginn og seldi eiturlyf á kvöldin. Mennirnir hittust. Deilan logaði UPP og Manneh réðist með hnífstung- um á Aaku. Hann fannst vegna þess að hann skarst sjálfur illa, og þegar hann leitaði til slysavarðstofu, var lögreglunni gert aðvart. 1 herbergi Aaku fannst lítil svört minnisbók, sem í voru nöfn og heim- ilisföng 120 manna, sem þurftu á eiturlyfjum að halda ýmist til eig- in nota eða til sölu. Bókin kom að góðum notum í baráttu lögreglunn- ar við eiturlyfjasalana, þó að lög- gæzlumennirnir gætu hvergþ nærri gengið milli bols og höfuðs á þeim Framh. á bls. 15. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.