Vikan


Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 11

Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 11
ALÚÐLEGT VIÐMÓT OG BJART BROS getur borgað sig - stundum. Lítið bara á reynslu þessa fólks YENJULEGAST brosir maður alveg umhugsunaraust og án þess að neitt sérstakt búi á bak við það annað en stundargleði eða kurteisi. Þó getur eitt einasta bros gjör- breytt lífi manns, eins og það til dæm- is breytti lífi Tini Wiering, sem var hollensk kennslukona. þunga sekt fyrir uppátæki sitt! Þá var raun- ar unnustan búin að fallast á að giftast hið bráðasta, og þegar hún frétti um sektina, iét hún blöðin hafa eftir sér harðorð mótmæli, þar sem sektin mundi alveg eyðileggja fyrir henni hveitibrauðsdagana! Það er annars hreint ekkert einsdæmi, að fólk leiti til blaðanna með ástarraunir sínar. Jafnvel til útvarpsins. Þannig er þess skemmst að minnast, að ungur maður gabb- aði jafn virðulega stofnun og brezka útvarp- ið. Hann hafði lent i rifrildi við unnustu sína og hún farið úr bænum í stússi. Hann sneri sér þá til útvarpsins og bað það að lýsa eft- ir stúlkunni og biðja hana að koma hið bráð- asta til Nottingham, „þar sem unnusti henn- ar liggur hættulega veikur." títvarpsmennirn- ir gleiptu agnið og stúlkan flýtti sér allt hvað af tók til Nottingham — og sagði unnustan- um upp fyrir fullt og allt, þegar hún kom þar að honum bráðlifandi. Dag nokkurn 1943 mætti hún á föm- um vegi öldruðum bónda að nafni Pol- ling, sem var vanskapaður í andliti. Svo ófrýnilegur var þessi gamli mað- ur, að menn forðuðust hann eins og pestina. En Tini bar sig öðru vísi að. Þennan dag þegar hún mætti bóndan- um, 'heilsaði hún honum kurteislega og brosti vingjarnlega til hans. MAÐUR í Manchester klifraði upp í kirkjuturn og neitaði að koma niður fyrr en konan hans hefði lofað að hlýða honum í einu og öllu. Sjálfs- morðshótanir virðast semsagt furðu algengar, þegar snurða hleipur á þráðinn hjá elskendum. Eitt óvenjulegasta málið þeirrar tegundar átti sér stað i Lond- on, þar sem vonsvikin stúlka reyndi að fyrir- fara sér með gasi, en var bjai'gað, þegar ná- grannar hennar fundu gaslyktina. Þá tók hún inn eitur, og um leið og hún féll, felldi hún um koll þungan vasa. Brothljóðið heyrð- ist, og aftur var lífi liennar bjargað. Á meðan á þessu stóð hafði unnusti hennar reynt að drekkja sér — og að- eins fótbrotnað. I sjúkrahúsinu drakk hann eitur, en var bjargað. Bæði voru síðan kærð fyrir sjálfsmorðstilraunir. En sögu þeirra lauk með því, að þau giftust. Polling gleymdi ekki þessu fagra brosi. Og þegar hann andaðist þremur árum seinna, uppgötvaði Tini sé til mikillar furðu, að hann hafði arfleitt hana að öllum eigum sínum, sem virt- ar voru á um hálfa milljón króna. Stundum borgar sig þó ekki að brosa. Um það getur borið 29 ára gamall Englendingur að nafni Thomas Mun- son. Hann brosti til leynilögreglu- manns — og nú er hann að afplána sjö ára tugthús. Þessu dýra brosi brosti Munson í Fleetstræti í London í vor. Þegar Mun- son brosti, þekkti leynilögreglumaður- inn í honum tennurnar og vissi, að þarna var innbrotsþjófurinn á ferðinni, sem oft hafði verið lýst eftir og sem framið hafði fjölda rána! Munson var dulbúinn, þegar þetta átti sér stað, en gerfið blindaði ekki hinn skarpskyggna lögreglumann, þeg- ar hann sá tennur þjófsins. Annað bros, sem leiddi til vandræða, átti falleg stúlka í Turin á ítalíu. Hún var stödd í veitingahúsi, þegar hún brosti vingjarnlega til fjögurra manna, sem stóðu þar við barinn. Þeir byrj- uðu að rífast um, hver þeirra hefði átt brosið, og síðan fóru þeir að slást og loks enduðu þeir í sjúkrahúsi. Þeir hefðu þó átt að sýna meiri stillingu. Þeir voru 81, 82, 83 og 85 ára gamlir! Eitt bros getur örvað menn til mik- illa dáða. 1 lok 7. lotu var amerískur boxari kominn að falli og búinn að glata allri sigurvon. En sem hann sat á stól sínum eftir lotuna, kom hann auga á rauðhærða stúlku meðal áhorf- enda, sem veifaði til hans og brosti hughreystandi. Hann var sem nýr maður þegar 8. lotan hófst, sló andstæðing sinn niður sex mínútum síðar og vann 75,000 krónur. En sögunni er ekki alveg lokið. Box- aranum tókst einhvernveginn að hafa upp á rauðhærðu stúlkunni, og hann gaf henni helming upphæðarinnar. Það er heldur ekki ýkja langt síðan ung þjónustustúlka uppgötvaði, að vingjarnlegt viðmót getur borgað sig. Þessi átján ára stúlka lét það aldrei bitna á viðskiptavinum sínum, þótt starf hennar væri lýjandi. Bónda að nafni Shellenberger fannst svo mikið til um hið hlýja bros hennar, að hann ánafnaði henni 225,000 krónur í erfða- skrá sinni. Þegar hann lést, reyndu ættingjarnir að fá erfðaskrána ógilda, en árangurslaust. Hin viðmótsþýða, þolinmóða stúlka stundar nú nám í góðum framhaldsskóla. Loks er hér saga um annað bros, sem borgaði sig. Ung amerísk stúlka, sem var á skemmtiferð í New York, gaf betlara fáeina aura og brosti um leið svo fallega, að vellauðugur maður, sem sá til hennar, varð heillaður. Hann lét veita henni eftirför, og þegar hann komst að því, hvar hún bjó, sendi hann henni 330,000 króna ávísun! AFGLAPAR ASTFANGNIR JOHNNY CLARKE uppgötvaði, að kærastan hans var farin að gefa öðrum manni hýrt auga. Svo hann tók sig til og stangaði búðarglugga svo óþyrmilega, að höfuðið gekk í gegnum rúðuna — væntanlega í þeirri von, að vinna þannig kærustuna aftur. Clarke skarst illa á höfði, og það sem verra var — kærastan yppti bara öxlum. Auk þess var hann tekinn fastur fyrir spellvirki. En með verknaði sLnum var hann samt kom- inn í flokk þeirra manna, sem gera hina ó- ti-úlegustu — og heimskulegustu — hluti í nafni ástarinnar. Það var svipað ástatt með Harry nokkurn Grosgold, sem smaug út um glugga á 18. hæð í skýjakljúf í Detroit og hótaði að fleygja sér niður nema unnustan lofaði aö ganga taf- arlaust að eiga hann. Hún kallaði á slökkvi- liðið. Skömmu seinna stökk Harry og kom ó- meiddur niður í net, sem slökkviliðsmennirn- ir höfðu strengt yfir götuna. Hann var að sjálfsögðu handtekinn, og seinna fékk hann 1 Englandi var það líka seni 17 ára gömul stúlka ,,hefndi“ sín á ótrúum kærasta með því að auglýsa andlát sitt! Það eina, sem hún hafði upp úr krafsinu, var að fólk rak upp stór augu, þegar það heimsótti móður henn- ar til þess að tjá henni samúð sína — og mætti ,,líkinu“. Willy Hayman í Minehead, Englandi, sór þess dýran eið að klippa ekki hár sitt, nema unnusta hans hætti við að segja honum upp. Hann stóð við heit sitt í 25 ár og var skilj- anlega búinn að fá æði mikinn lubba — þeg- ar hann skaut sig. Hún virðist semsagt ekki hafa gefið sig, stúlkan hans. Betur tókst til, þegar blóð- heitum Frakka var sagt upp af sinni kærustu og ákvað að fremja sjálfsmorð á heldur ó- venjulegan hátt. Hann óð inn í ljónabúr hring- leikahússins í Bordeaux. Ljónin réðust tafarlaust á hann, en honum var, bjargað fyrir snarræði starfsmanna hring- leikahússins. Upp úr því sá stúlkan sig um hönd og gékk að eiga manninn — og fólkið i hringleikahúsinu var viðstatt vígsluna. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.