Vikan


Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 14

Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 14
Blaðamennska í Tennesee Framhald af bls. 4. á dagskrá, missti ég höfuðleðrið. Og þegar annar ókunnur maður, að nafni Tompson, fór, var hrein- asta hryggðarmynd að sjá mig og fötin héngu eins og druslur utan á mér. Að lokum hörfaði ég út í horn og æstir ritstjórar, fjárglæframenn og angurgapar, æddu að mér, bölvuðu og sveifluðu vopnunum í kring um höfuðið á mér, svo það glampaði á stálið. Eg var að því kominn að segja upp stöðu minni við blaðið,þegar húsbóndi minn kom með heilan hóp af eldheitum, áhugasömum vinum sínum. Nú hófust slíkar ryskingar og blóð- bað, að enginn mannlegur penni, og jafnvel ekki stálpenni, gæti lýst því. Menn voru skotnir, stungnir, limaðir sundur, sprengdir í loft upp og kastað út um gluggann. Eftir skammvinna skammarhríð, sem lífguð var upp með óljósum en hamslausum sviptingum, var öllu lokið. Fimm mínútum seinna var komin á kyrrð og ró og ég sat einn eftir með hinum hreykna foringja og virti fyrir mér brotin og blóðsletturnar á gólfinu í kringum okkur. — Þér á eftir að geðjast að þéssum stað, þegar þú venst honum, sagði hann. — Þú verður að afsaka mig, sagði ég. — Eg hugsa að ég gæti kannski skrifað eins og þér líkar eftir nokkurn tíma. Eg er meira að segja viss um að ég gæti það, þegar ég hef fengið dá- > litia æfingu og lært málið, sem þið notið. En ef satt skal segja, þá veldur svona kröftugt orðalag dálitlum óþægindum og maður getur átt von á ónæði. Kröftugur stíll á vafalaust að göfga al- menning, en ég kæri mig ekki um að vekja aðra eins athygli á mér og það hefur í för með. Eg get ekki skrifað á uppörfandi hátt, þegar ég verð fyrir slíku ónæði sem ég hef orðið fyrir í dag. Mér geðjast svo sem nógu vel að starfinu, en ég vil ekki vera skilinn hér eftir til að afgreiða gesti. Þessi reynsla er nýstárleg, það verð ég að viður- kenna, og líka skemmtileg á vissan hátt ,en henni er ekki úthlutað réttlátlega. Einhver heiðurs- maður skýtur á þig inn um gluggann og særir mig, handsprengja kemur niður ofnrörið, sem þakklætisvottur til þín og þeytir ofnhurðinni í mig. Vinur þinn kemur til að eiga viðskipti við þig og gerir svo mörg göt á mig, að innyflin hald- ast varla inni í húðinni. Þú ferð að borða, og á meðan hýðir Jones mig, Gillespie kastar mér út um gluggann, Thompson rífur utan af ,mér fötin og einhver ókunnugur maður fer með höfuðleðrið á mér, eins og hann væri gamall vinum minn. Inn- an fimm mínúta eru allir þorparar landsins komnir hingað í herklæðum og hræða líftóruna úr mér með því að sveifla öxunum sínum. 1 það heila tek- ið, hef ég aldrei lifað jafn viðburðarríkan dag. Nei, mér geðjast vel að þér og mér geðjast vel. að því hve rólega og blátt áfram þú útskýrir málin fyrir gestunum, en ég er ekki vanur því. Suðurríkjabúar eru of mikið fyrir að láta tilfinn- ingarnar ráða, og gestrisni þeirra er allt of hjart- anleg. Greinin, sem ég skrifaði í dag, sem þú hefur á svo meistaralegan hátt glætt hinum sanna anda blaðamennskunnar í Tennessee, mun koma af stað öðrum eins gauragangi. Allur ritstjóraskarinn kemur — og þeir verða blóðþyrstir og vilja fá eitthvað í svanginn. Eg verð því að kveðja þig, því ég ætla að færast undan því að verða við- staddur þau hátíðahöld. Eg kom hingað suður- eftir heilsu minnar vegna og ég ætlaði að snúa 721. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 kraftar — 5 bókstaf- ur —■ 7 á flík — 11 hlífa — 13 erfiði' — 15 umleit- an —- 17 drykkurinn — 20 reið —- 22 gælunafn — 23 taugar — 24 örvun — 25 greinir — 26 sigað — 27 dvelja — 29 stjórn — 30 ófrjálsan mann — 31 ættarnafn — 34 kast —- 35 ættarnafn — 38 hrósa — 39 fara hægt —- 40 ótvíræða — 44 hljóð —- 48 gróður — 49 tína — 51 á húsi — 53 greinir — 54 skvettir — 55 upp- hrópun — 57 íþrótt — 58 þjóð — 60 drykkur — 61 vísir •— 62 dirfska — 64 bókstafur — 65 kom upp -— 67 einkenni-—69 stafn — 70 skógarguð ■— 71 fengur. Lóðrétt skýring: 2 væta — 3 tvihljóði — 4 ölstofa — 6 skipti — 7 streng — 8 tónn — 9 sljóvga — 10 heiður — 12 öðru háð — 13 kven- dýr — 14 hræðsla — 16 jarðvegsefni — 18 liffæri — 19 dunda — 21 saga — 26 mannsnafn — 28 elska — 30 rifrildi — 32 hrópa — 33 lágt hljóð — 34 gæluorð -— 36 kreik — 37 missir — 41 trylli — 42 sælgæti — 43 húsdýr — 44 búsáhald Lárétt: 1 samkvæmi — 6 Skotta — 9 unun — 10 lok — 12 garn — 13 ölföng — 15 Laugarás — 17 Ali — 18 efra — 20 neglan — 24 anzir — 25 innrás — 27 nóra — 29 blaða —- 31 vinir — 32 raus — 33 torfan — 35 tafla — 37 annast ■— 40 sátu — 41 urt — 43 nautshúð — 46 eigind ■— 48 nein — 49 bóg — 50 iðni — 51 tildur — 52 and- færin. við af sömu ástæðu og það fljótt. Blaðamennskan hér í Tennessee er of lífleg fyrir mig. Síðan skildum við með miklum söknuði, og ég lagðist inn á sjúkrhús. HNEFASTÖRIR ÍSMOLAR Framhald af bls. 9. um er að sjálfsögðu sú, að vísindamenn eru byrjaðir að leita að leiðum til þess að losa menn við hinar stórfelldu árásir veðurguðanna. Síðustu fregnir herma, að þeim hafi ef til vill þegar orðið nokk- uð ágengt — að sú tíð kunni að vera ekki ýkjalangt framundan, þegar við verðum að fullu og öllu laus við hinar hræðilegu og furðulegu ís-sprengjur. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 5: 1. Guðbjörg Þorbjarnardóttir sem Njú Tji prins- essa í Pí pa ki. 2. 1 Kanada. 3. Já, það sýnist rauðleitt, vegna milljóna agn- arsmárra plantna, sem í þvi eru. 4. Agulhashöfði, sem er örlítið sunnar en Góðra- vonarhöfði. 5. Verkamenn gera verkfall og leggja niður vinnu, en ef atvinnurekendur láta hætta vinnu, til að lækka kaupið, er það verkbann. — 45 linast —- 46 bókstafur — 47 mark — 50 ræktað land — 51 útlimur — 52 tefja — 55 skemmd — 56 bardagi — 59 rótarávöxtur — 62 ásynja — 63 bæjarnafn — 66 samtenging — 68 forsetning. Lóðrétt: 1 soldán -— 2 makleg — 3 vegu — 4 mura — 5 innra — 6 snösin — 7 tvö — 8 angrað- ar — 12 aginn — 14 fleininn — 16 álasar ■— 19 Frón - - 21 eðla — 22 liðsauki — 23 ana — 26 rit- ara — 28 riss — 29 brosleit — 30 autt — 31 van — 34 falsi — 36 lundir — 38 arðbær — 39 tung- an — 42 tunna — 44 tein — 45 hníf — 47 gól. 6. Macbeth. 7. Það hefur tvo stóra brodda í stað fremri bakugga. 8. Hún varð að saltstólpa. 9. 1 Englandi. 10. Eftir Þorstein Erlingsson. Og ef að þau lifa þau syngja þér söng um sumarið blíða og vorkvöldin löng. Þú gerir það vinur minn góður. MARÍA CHAPDELAINE Framliald af bls. 6. I nóvember fóru Esdras, Da’Bé og Edwige Lé- garé aftur í skógarhöggið. Chapdelaine og Tit’Bé spenntu Charles-Eugéne fyrir stóra sleðann og kepptust við að aka heim viði. Að því loknu byrjuðu þeir að saga og söguðu frá morgni til kvölds. Þá var röðin komin að öxunum og þeir klufu brennið í hæfilega þykka búta. Nú var að- eins eftir að koma viðinum fyrir í eldiviðarskúm- um við hliðina á húsinu, sem hlýfði honum fyrir snjónum. Þar var honum hlaðið upp í stóra stafla af safaríkum kýprustrjám, sem loga glatt, greni- trjám, sem loga hægt og lengi og bjarkartrjám með marmaragljáa, sem eldurinn vinnur hægt á og geyma glóðina, á morgnana eftir langa vetr- arnótt. Lausn á 721. krossgátu Vikunnar. HJÁKQNA MUSSOLINI (framh. af bls. 13) Reiði hans var nú óstjómleg. ,,Vændiskona!“ hreytti hann út úr sér milli samanbitinna tannanna og sló hana bylmingshögg í andlitið. ,,Þú ert mín. Skilurðu það. Ég vil ekki deila þér með nokkrum öðrum manni, og nú skaltu fá að finna, hvað ást mín raunverulega þýðir." Claretta varð frávita af ótta og reyndi að stynja upp, að hún væri saklaus. Þó að henni stæði stuggur af ruddaskap hans, var henni þó Ijóst um leið, að nú loksins eftir næstum fjögur löng ár höfðu hinar sönnu tilfinningar hans, ástriða hans og þrá eftir henni náð yfirtökum á hon- um. Og það var afbrýðisemin, sem hafði komið honum til að brjóta af sér öll bönd. Augnablikið, sem hana hafði alltaf dreymt um, var loksins komið. Einræðisherrann, sem hún hafði tilbeðið eins og guð, stóð frammi fyrir henni loksins sem karlmaður, karlmaður, sem þráði hana alveg eins og Riccardo og Luciano höfðu þráð hana. Þrá hennar eftir ást hans varð yfirsterkari furðu hennar og von- brigðum yfir grimmd hans, og hún féll magnþrota í faðm hans. 1 æstri gleði sinni gerði hún sér ekki ljóst, að til þess að geta vitað um bílferð- ina og hina saklausu skógarferð, hlaut Mussolini að hafa látið njósna um hana. — Hún gerði sér heldur ekki ljóst, að nákvæmlega á þessu augnabliki var leynilögregla fasista áð taka Luciano „til bæna.“. 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.