Vikan


Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 6

Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 6
I*«() tjti 1 ekki mistekisi efti FREDERICK SKERRY AÐ er líka satt Irvy, sagði Woburn og stanzaði í skrifstofudyrunum sin- um. — Eg hitti Nason og bað hann um að koma og endurskoða hjá okkur. Irvy Braun fannst hjartað í sér taka kipp og hann fór að róta í skrifborðsskúffunni sinni, svo ekki sæist framan í hann. — Það er ekk- ert annað en sóun á peningum, tautaði hann. — Það getur ekki kostað svo mikið — við hjótum að hafa efni á því, svaraði Woburn hlægjandi. —- Það verður lika þess virði að sjá svipinn á Nason, þegar hann lítur í snyrti- legu bókhaldsbækurnar þínar. Eg held að ég verði viðstaddur, þegar hann kemur. Eg sagði honum, að hann mætti koma á þriðjudaginn. Braun leit agndofa á eftir félaga sínum. Hann fylltist skelfingu. Það hafði ekki verið erfitt að gabba Woburn, sem aldrei trúði illu á neinn. En endurskoðandi yrði ekki iengi að koma auga á það. Að vísu var hann ekki í mikilli hættu. Nason mundi ekki gera neina athugasemd við greiðslurnar til ákveðins fyr- irtækis. En Woburn, sem vegna heimskulegs stærilætis yfir vel færðum bókum ætlaði að vera viðstaddur, mundi þykja það undar- legt þegar hann heyrði nafnið á fyrirtæki, sem hann þekkti ekki. Og þá þurfti hann ekki að efast um, að hann kæmist á sporið. Það var lítil raunabót, þó hann vissi að Wo- burn gekk ekkert illt til og grunaði hann alls ekki. Fyrst datt honum í hug að flýja, en þegar hann hugsaði sig betur um, fann hann betri leið út úr ógöngunum. 1 fyrstu hryllti honum við þessu, en brátt var hann farinn að sætta sig við það. Honum var ljóst, að allt yrði að vera vel undirbúið, svo hon- um gæti ekki mistekizt. Hann gat ekki átt það á hættu, að það kæmist upp um hann. Ar mánudagsmorgun lagði Woburn af stað í stutta viðskiptaferð. Braun, sem þekkti alla siði hans, beið hans í bílskúrnum sínum, sem var við hliðina á hans skúr, um klukkan niu um kvöldið. En Woburn kom ekki. Braun varð sífellt taugaóstyrkari. Hann hafði fast- lega gert ráð fyrir að félagi hans kæmi heim um kvöldið. Hann hélt áfram að bíða. Nú var klukkan orðin ellefu. Loksins beygði bíll Woburns inn í auða göt- una og Braun gekk út úr bílskúrnum sínum og opnaði hliðið fyrir hann. Meðan Woburn ók bílnum inn í skúrinn, sótti hann tvö port- vínsglös. - Ertu nýkominn heim, Irvy? spurði Wo- burn. — Já, ég var að koma, svaraði Braun. Þú kemur í tæka tíð, til að skála við mig, áður en við förum að sofa. Woburn kinkaði kolli og tók við glasinu. Þeir settust niður og Braun sá að Woburn tæmdi glasið. Þá tók hann það úr hendi hans og stakk því i vasann. Svo fór hann að spyrja um ferðalagið og spjalla um alla heima og geima, til að koma í veg fyrir að Woburn stæði upp. Brátt fóru augnalokin á Woburn að slga. Ég get tæplega haldið augunum opnum, muldraði hann. Braun hélt áfram að tala meðan höfuðið á Woburn seig niður á bringu. Þá tók hann verkfærin út úr geymslunni, opnaði vélarúm- ið, kom Woburn fyrir í eðlilegum stellingum og setti bílinn í gang. Það gekk allt eins og i sögu. Áður en hann fór leit hann yfir verk sitt og kinkaði ánægjulega kolli. 1 fyrramálið, þegar bílskúrinn yrði opnaður, fyndist Wo- burn dáinn. BRAUN lá vakandi alla nóttina, og um leið og fór að birta, klæddi hann sig og sett- ist inn í skrifstofuna sina, til að vera nálægt símanum. Þegar hann loksins hringdi, var hann nógu varkár til að svara ekki strax, og tala syfjulega. — Halló, sagði óþolinmóð rödd. — Er þetta . . . En Braun hafði misst heyrnartólið. Hann tók það upp með skjálfandi hendi. Þetta hlaut að vera misskilningur. — Hvem tala ég við? spurði hann loðmæltur. •— Halló, halló, sagði röddin. — Ert þetta þú Irvy ? — Já — já, það er ég. Er — er þetta John? — Auðvitað. Hvað gengur eiginlega að þér. Ertu ekki vaknaður? —■ Nei . . . ég . . . Braun beitti öllu vilja- þreki sínu til að ná valdi yfir rödd sinni. — Eg hélt . . Hvar ertu? — Á skrifstofunni. Heyrðu, hvernig líður þér i dag? Ég spyr vegna þess að það kom dálítið merkilegt fyrir mig i gærkvöldi. Braun hlustaði með öndina í hálsinum. — Eg man að við sátum í bílskúrnum saman og feng- um okkur portvinsglas — það er allt og sumt. I morgun vaknaði ég svo úti í bílskúr með hræðilegan höfuðverk. En það er eitt, sem ég get ekki skilið. Vélin stóð opin, það lágu verkfæri í kringum bílinn og hann hafði ver- ið settur í gang — en það var ekki einn ein- asti dropi af benzíni á honum. Eg hef rétt komizt inn í skúrinn áður en það var búið í gærkvöldi. Mér líður hræðilega í augna- blikinu, en ég næ mér fljótt. Ég er feginn að þér líðúr vel, Irvy. Við skulum tala betur um þetta, þegar þú kemur — heyrðu, þú manst vonandi eftir því að endurskoðandinn kemur í dag. Braun hlustaði ekki á kveðju hans. Hann lagði tólið á og starði ringlaður fram fyrir sig. Hann vissi, að hann færi aldrei framar á skrifstofuna, hvorki í dag, á morgun né nokkurn tíma fram- ar. En þetta er alls ekki satt. María hristir höf- uðið í myrkrinu, brosir ósjálfrátt og hugsar: það er ekki satt. Þegar hún hugsar um Francois Paradis, hve myndarlegur hann er, að hann kem- ur og hvað þau eru og verða hvort öðru mikils virði, þá fer kuldahrollur og hitastraumur um hana í einu. Allur styrkleiki hennar, þolinmæði og barnsleg trú beinast að þessu eina, — óskin, vonin og hugboðin um þessa dásamlegu sælu, sem hún á í væntum, svellur í brjósti hennar. Rauða rákin neðst í ofninum blaktir og dofn- ar. — Brauðin hljóta að vera bökuð, segir hún við sjálfa sig. En hana langar ekki til að risa strax á fætur, af ótta við að trufla hamingju- drauminn, sem aðeins var að byrja. 7. KAFLI Þegar María kom á fætur morgunn nokkurn í október sá hún fyrsta snjóinn. Óteljandi snjó- korn hnigu letilega til jarðar. Þau sátu á trjánum og þöktu jörðina, svo það leit út fyrir að haustið væri um garð gengið, þó það væri aðeins að byrja víðast annars staðar. En Edwige Légaré sagði með þunga: — Það líður mánuður áður en veturinn kemur — eftir að fyrsti snjórinn hefur fallið. Gamla fólkið segir það og ég trúi því líka. Hann hafði líka rétt fyrir sér, því tveim dögum skekkst harkalega til um stund. Snjórinn lagð- senina kom rigning og bræddi snjóinn, svo brún jörðin kom aftur í ljós. Samt hafði aðvörunin ekki orðið til einskis og fólkið fór að búa sig undir veturinn, eins og það var vant að gera á hverju ári, til að geta betur varizt öllum kuldan- um og snjónum. Estras og Da'Be hlóðu vandlega mold og sandi upp að húsinu, en hinir mennirnir tóku sér hamra og nagla í hönd og fóru rannsóknarferð um hús- ið, styrktu það, tróðu í rifurnar og gerðu eftir beztu getu við það, sem bilað hafði á árinu. Kon- urnar tróðu tuskum i rifurnar að innanverðu og límdu gömul dagblöð, sem höfðu verið vandlega geymd, á norðvesturvegginn og struku höndunum um öll horn, til að vita hvort ekki kæmi drag- súgur einhvers staðar. Þegar því var lokið, áttu þau ennþá eftir að safna eldiviði til vetrarins. Hinu megin við akr- ana, í skógarjaðrinum, var enn gnægð af þurr- um viði. Esdras og Légaré tóku axirnar sínar og hjuggu í þrjá daga. Síðan var viðinum hlaðið í kesti, en þannig átti hann að bíða, þangað til næst kæmi snjór og þeir gætu ekið honum heim á stóra trésleðanum. Allan októbermánuð skiptist á rigning og frost, en þó var skógurinn yndislega fallegur. 1 um fimm hundruð feta fjarlægð frá húsi Chapdelaine- f jölskyldunnar lá snarbrött brekka niður að Peri- bonkaánni og stóru klettunum ofan við fossinn. Hinu megin við ána hækkuðu klettarnir eins og sæti í hringleikahúsi, síðan tóku hólar við og þá stærri hæðir, svo það var eins og þetta hringleika- hús teygði sig óendanlega langt í norðurátt. Lauf- ið á bjarkartrjánum, álmviðinum og beyktrjánum, sem uxu á árbökkunum, var í októbermánuði orð- ið gult og rautt og sýndi óteljandi blæbrigði. I nokkrar vikur voru brúni mosinn og hinn óum- breytanlegi græni litur furutrjánna og kýprusvið- artrjánna ekki annað en grunnlitir, sem drógu aðeins enn skírar fram hina undurfallegu liti hins gróðursins, sem kom í ljós á vorin og hvarf á haustin. Þetta síðasta litskrúð breiddi sig yfir hálsana og eins og band með fram ánni, alls- staðar jafn fallegt,prýtt hrífandi skærum og við- kvæmum litum, og hvarf langt i norðri, þar sem ekkert mannlegt auga gat séð það. En nú fór að blása kaldur vindur úr norðri eins og óumbreytanlegur dauðadómur, sem batt endi á þennan síðasta frest, vesalings gulu, rauðu og brúnu laufin féllu til jarðar, eftir að hafa skekist harkalega til um stund. Snjórinn lagð- ist aftur yfir þau og nú voru sigrænu barrtrén, sem héldu ein velli, eins og dyggðugar en beizkar konur, sem hafa látið fegurð sína fyrir eilíft líf, eina prýðin í hinu hvíta landslagi. Frarrih. á bls. 14- 6

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.