Vikan


Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 5

Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 5
Míiria Chcapdetuine 9 Ástarróman úr óbyggöum Kanada eftir Louis Hémon HJÁ Chapdelaine-fjölskyldunni tóku konurnar ekki þátt í heyvinnunni. Paðirinn og synir hans þrir, sem allir voru sterkir og duglegir, hefðu vel getað komizt af einir, en þeir héldu áfram að hafa Légaré og borga honum kaup, af því að hann var búinn að vinna hjá þeim í ellefu ár, síðan börnin voru lítil og þeir veigruðu sér við að sleppa slíkum fyrirmyndar verkmanni og voru auk þess orðnir honum svo vanir. Þess- vegna höfðu Maria og móðir hennar engin auka- störf yfir sláttinn. Þær héldu húsinu hreinu, bjuggu til matinn, þvoðu og gerðu við fötin, hirtu kýrnar og alifuglana og einu sinni í viku bökuðu þær brauð, sem oft þurfti að gæta langt fram á nótt. 1 vikulokin var allt heyið komið þurrt og ilm- andi í hlöðu og mennirnir réttu úr sér og drógu djúpt andann, eins og þeir væru að koma úr stór- orustu. — Nú má hann fara að rigna, sagði Chapde- laine. — Það gerir okkur ekkert til núna. En það leit út fyrir að þurrkurinn hefði ekki eingöngu komið þeirra vegna, því vindáttin hélzt óbreytt og hinir tilbreytingarlausu sólskinsdagar héldu áfram. Þau kvöld sem bakað var, var Télesphore send- ur til að leita að formunum, sem fundust víðs- vegar um húsið og úti í geymsluskúr, því þau höfðu í millitíðinni verið notuð til að ausa höfr- unum handa hestinum eða hænsnamjölinu, svo ekki séu nefnd fleiri af þeim margvislegu hlut- verkum sem þau gegndu. Þegar þau voru öll komin í leitirnar og búið að þvo þau, þá var deigið farið að lyftast og konurnar flýttu sér að ljúka öðrum störfum, svo þær þyrftu ekki að vaka of langt fram á nótt yfir brauðunum. Télesphore var þá búinn að brenna nokkrum safamiklum ylmandi kýprustrjám og bætti nú sverum rauðviðarbútum á eldinn, en þeir brenna jafnt og hægt. Þegar ofninn var orðinn heitur, raðaði María formunum, fullum af deigi, inn í hann og þá var aðeins eftir að gæta eldsins og hagræða þeim yfir honum. Ofninn hafði strax verið byggður of lítill fyrir fimm árum og síðan hafði fjölskyldan sífellt ver- ið að minnast á nýja ofninn, sem þau kæmust ekki hjá að byggja og sem í raun og veru var ekki vanþörf á að gera strax. En í hvert skipti sem eitthvert þeirra fór til þorpsins, vildi svo ó- heppilega til, að hann gleymdi að koma með sementið, sem til þess þurfti. Þessvegna varð alltaf að baka tvær eða þrjár ofnfyllir á kvöldi, svo brauðin entust níu manns í eina viku. María bakaði alltaf fyrstu brauðin og alltaf þegar fór að líða á kvöldið og röðin var komin að annari umferðinni, sagði móðir hennar af mikilli rausn: — Þú mátt fara að sofa, María, — ég skal bíða eftir að þau bakist. María svaraði þessu engu. Hún vissi vel, að brátt mundi móðir hennar leggja sig í rúmið í öllum fötunum, til að hvíla sig andartak, og að hún mundi ekki vakna fyrr en um morguninn. Hún skaraði því bara í eldinn i götóttu fötunni, sem alltaf logaði öll kvöld, setti brauðin í ofn- inn og settist á dyraþrepið, studdi hönd undir kinn og valcti langt fram á nótt með þessari ó- þreytandi þolinmæði. Um tuttugu skref frá húsinu sá hún skuggann af ofninum með bjálkaþakinu yfir. Hurðin féll ekki alveg að stöfum, svo það glytti í rauðan eldinn og það var eins og dökkur skógarjaðar- inn færðist ofurlítið nær í myrkrinu. María sat hreyfingarlaus og naut hvíldarinnar og svalans og margvíslegar óljósar hugsanir sveimuðu um huga hennar, eins og fljúgandi smáfuglar. Áður hafði hún alltaf mókt þegar hún beið þannig og óskað þess af heilum hug að bráðum væru brauðin orðin bökuð, svo hún gæti farið að sofa. En síðan Francois Paradis hafði komið þar, fundust henni þessar vikulegu vökur svo skemmtilegar og friðsælar, því þá hafði hún tíma til að hugsa um hann og sjálfa sig, án þess að neitt truflaði hamingju hennar. Þetta voru ákaf- lega barnalegar hugsanir: Um vorið mundi hann koma og hún gerði sér í hugarlund, hvað það yrði gaman að sjá hann, hvað hann mundi segja við hana, þegar þau væru ein og fyrstu ástar- atlotin, sem hún átti þó erfitt með að imynda sér. Samt reyndi hún. Fyrst endurtók hún nokkrum sinnum hátíðlega fullt nafn hans, Francois Para- dis frá Saint-Michel-de-Mistassini . . . Francois Paradis . . . Og allt í einu hvíslaði hún með viðkvæmni: Francois. Það hefur tekizt. Þarna sér hún hann fyrir sér, háan og hraustlegan, veðurbitinn í andliti og með augu, sem aldrei litu undan. Hann er kominn, hamingjusamur yfir því að sjá hana aftur og að hafa haldið loforð sitt um að hegða sér vel allt árið og blóta hvorki né drekka. Það er ekki hægt að fara til berja, því þetta er um vor, en þau finna samt sem áður einhverja góða afsökun til að fara saman út í skóginn. Hann gengur við hlið hennar, þegjandi og án þéss að snerta hana, gegn- um töfrandi skóginn, sem sumarblómin setja rauð- an lit sinn á og þau eru bæði rjóð í kinnum og hafa svolítinn hjartslátt af því að vera svona ná- lægt hvort öðru. Nú setjast þau á fallið tré og þá segir hann: — Hefurðu saknað mín, María? Auðvitað spyr hann fyrst um það. En lengra komst hún ekki i þessum hugsunum sínum, því þá grípur örvæntingin hana. Guð minn góður, en hvað hún þurfti að sakna hans lengi áður en hann kæmi. Fyrst yrði hún að þreyja það sem eftir var af sumrinu, haustið og lolts hinn óend- anlega langa vetur. María andvarpaði, en þolin- mæðin, þessi óbilandi arfur ættflokksins bregst henni ekki og brátt er hún aftur farin að hugsa um sjálfa sig og þau áhrif, sem þetta muni hafa á líf hennar. Þegar hún var í Saine-Prime, hafði ein af frænkum hennar, sem ætlaði að fara að gifta sig, oft rætt um væntanlega giftingu við hana. Tveir ungir menn, annar úr sama þorpi en hinn frá Normandin, höfðu sótzt eftir henni og báðir haldið uppi heimsóknum til hennar á sunnudags- kvöldum í marga mánuði. — Mér þótti i raun og veru vænt um þá báða, hafði hún sagt við Maríu í trúnaði. — Og ég held að mér hafi þótt ennþá vænna um Zotique, en hann fór að heiman, til að fleyta trjánum á Saint-Maurice ánni og átti ekki að koma aftur fyrr en um vorið. Þá bað Roméo mín og ég tók honum. Mér þykir líka mjög vænt um hann. María hafði ekki svarað þessu neinu, en hún hafði hugsað með sjálfri sér, að sumar giftingar hlytu að vera öðruvísi tilorðnar, og nú vissi hún að svo var. Sú ást, sem Francois Paradis bar I brjósti til hennar og hún til hans, var til dæmis alveg einstæð, svo alvarlegs eðlis og ef svo mætti segja, óhjákvæmileg, því það var ekki hægt að ímynda sér, hvernig það hefði getað orðið öðru- vísi. Sú vitneskja mundi bregða birtu yfir til- breytingarleysi daglega lífsins. Hún hafði alltaf haft það á tilfinningunni, að eitthvað þvílikt hlyti að vera til: eitthvað í lík- ingu við hátíðarstemmninguna í kirkjunni undir messunni, hrifninguna, sem grípur fólk á sól- ríkum sumardegi eða gleðistrauminn, sem fer um landnemann, þegar hann sér að úppskeran muni verða góð. 1 næturkyrrðinni verður fossniðurinn háværari, norðvestanvindurinn hreyfir svolítið lauf furu- og grenitrjánna, svo það þýtur blíðlega i þeim og hvað eftir annað heyrist ugluvæl. Það er enn langt þangað til morgunsvalinn kemur og Maríu líður svo vel, þarna sem hún situr á dyraþrepinu og vaktar rauðu Ijósrákina, sem blaktir, hverfur og kemur aftur i ljós neðst í ofninum. Henni finnst eins og einhver sé búinn að hvisla því lengi að henni, að heimurinn og lifið sé ein- tómt böl: daglegt strit, aðeins einstöku sinnum rofið af ófullnægjandi gleðistundum, ár, sem líða við tilbreytingarleysi, ungur hversdagslegur mað- ur, sem hlýtur hana að lokum eftir að hafa beðið hennar lengi með þolinmæði, giftingin og síðan mörg fleiri ár, alveg eins og hin fyrri, aðeins í öðru húsi. Þannig er lifið, hefur röddin hvíslað að henni. Það er ekkert hræðilegt og maður verður að sætta sig við það, en það er tilbreytingar- laust, leiðinlegt og hráslagalegt eins og akrarnir að vetrarlagi. VEIZTU -? 1. Hvaða leikkona er þetta? 2. 1 hvaða landi finnst næstum 90% af öllu nikkel í heiminum? 3. Er' Rauðahaf ið rautt ? 4. Hvað heitir syðsti oddi Afríku? 5. Hver er munurinn á verkfalli og verk- banni ? 6. Hvaða leikrit Shakespeares er stytzt? 7. Hvernig eru bakuggar hornsílisins ? 8. Hvcr urðu endalok konu Lots? 9. 1 lr<Taða landi var fyrsta frímerkið gef- ið út? 10. Eítir hvern er þetta ljóð og hvernig er selnni hluti þess: Þér frjálst er að sjá hve ég bólið mitt bjó, ef börnin mín smáu þú lætur í ró, þú manst að þau eiga sér móður. Sjá svör á bls. lJf. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.