Vikan


Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 4

Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 4
Blaðamennska í Tennessee LíEKNIRINN sagði mér að loftslagið í Suourríkjunum mundi bæta heilsu mína, svo ég fór til Tennessee og réð mig sem aðstoðarritstjóra við Morgun- Ijómann og Heróp Johnsonsfylkis. — Þegar ég kom á skrifstofuna, sá ég hvar aðal- ritstjórinn hallaði sér aftur á bak á þrífættum stól með fæturna uppi á borði. I herberginu var annað furuborð og hrörlegur stóll, en hvort- ^tveggja var á kafi i dagblöðum, úrklippum og handritum. Þar var líka trékassi með sandi, fullur af vindlastubbum og ofn, en hurðin á hon- um hékk á annarri löminni. Aðalritstjórinn vaf klæddur svörtum siðjakka og hvítum lérefts- buxum. Skórnir hans voru nettir og vel burstað- ir. Hann var í skyrtu úr upphleyptu efni, með stóran signetshring, flibba með úreltu sniði og köflóttan hálsklút, en endarnir á honum héngu niður. Fötin voru eins og tízka var 1848. Hann hafði vindil i munninum og var að reyna að muna eitthvert orð. Hárið á honum var allt í óreiðu, því hann var búinn að róta rækilega í því. Hann yggldi sig ofsalega, og ég réð af því, að hann væri að sjóða saman einstaklega snúna ritstjórnargrein. Hann sagði mér að taka hin blöðin, lesa þau yfir og skrifa dálkinn „Pressan í Tennessee" og fella inn í hann allt, sem máli skipti. Ég skrifaði eftirfarandi grein: Pressan í Tennessee. ■ Það gætir sýnilega misskilnings hjá ritstjór- um Vikublaðsins Jarðskjáftinn í sambandi við lagningu Ballyhack járnbrautarteinanna. Félag- ið hefur ekki í hyggju að leggja járnbrautina utan við Buzzardville. Það álítur bæinn þvert á móti einn af mikilvægustu stöðunum við járn- brautarlínuna og hefur þessvegna enga löngun til að gera lítið úr honum. Ritstjórar Jarð- skjálftans munu þvi að sjálfsögðu leiðrétta þetta sem fyrst. John W. Blosson, hinn snjalli ritstjóri EldUig- arinnar og Frelsishrópsins í Higginsville' kom til bæjarins í gær. Hann dvelur hjá Van Buren. Vér höfum veitt því athygli, að starfsbróður okkar við Morgungólið hefur orðið það á, að segja það rangt, að Van Werteir hafi hlotið kosningu, en hann mun vafalaust hafa áttað sig á þessum mistökum, áður en hann les þessa leið- réttingu. Hann hefur áreiðanlega ruglað saman ófullkomnum kosningatölum. Okkur er ánægja að skýra frá þvi, að Blather- ville stendur í samningum við menn í New York, um að þeir leggi Nicholson gangstéttar á götur bæjarins, sem ómögulegt er að ganga um að kvöldi til. Dagblaðið Húrra mælir ákaft með þessum aðgerðum og virðist bjartsýnt á góðan árangur. Eg ýtti handritinu mínu yfir til aðalritstjór- ans, svo hann gæti samþykkt það, breytt því eða fleygt því. Hann leit á það og hnykklaði brýrnar. Svo renndi hann augunum yfir það og varð ógurlegur ásýndum. Það var enginn vandi að sjá, að það var ekki eins og það átti að vera. Svo stökk hann á fætur og sagði: — Fjandinn sjálfur! Heldurðu að ég ætli að skrifa svona um þessi svin? Heldurðu að Jesend- ur minir kæri sig um slíkan vatnsgTaut? Fáðu mér pennann. Aldrei hef ég séð nokkurn penna klóra og urga svona illskulega eða ryðja svo miskunnar- iaust úr vegi sögnum og lýsingarorðum annars manns. Meðan hann var önnum kafinn við þetta verk, skaut einhver á hann gegnum opinn glugg- ann og eyðilagði lagið á eyranu á mér. — Aha, sagði hann. — Þetta er þorparinn hann Smith frá Vandlœtaranum. Ég átti von á honum í gær. Svo þreif hann skammbyssu úr belti sínu og skaut. Smith féll, særður í mjöðm- ina. Hann hafði einmitt verið að miða aftur, svo skot hann geigaði og særði annan mann. Það var ég. Einn fingurinn fór af. Síðan hélt aðalritstjórinn áfram að strika út og bæta inn í. Rétt um leið og hann var að ljúka þvi, kom handsprengja niður ofnrörið og sprengdi ofninn í þúsund mola. Hún olli samt ekki frekara tjóni, nema að eitt brotið braut úr mér nokkrar tennur. — Ofninn er alveg ónýtur, sagði aðalritstjór- inn. Eg samsinnti þvi. — Jæja, það gerir ekkert til — £g þarf ekki á honum að halda í þessu veðri. En ég veit hver gerði það og ég skal svei mér ná mér niðri á honurn. Jæja, svona hefðirðu átt að skrifa grein- ina. Ég tók við handritinu. Hann hafði strikað svo rækilega út og bætt inn í handritið, að móðir þess hefði ekki þekkt það, ef það hefði átt móð- ur. Nú hljóðaði það svona: EFTIR MARK TWAIN Pressan í Tennessee. Þessir erkilygarar við Vikublaðið Jarðskjálft- inn eru sýnilega að reyna að koma, enn einu sinni, inn hjá heiðarlegu og hrekklausu fólki ruddalegum og svívirðilegum lygum í sambandi við einhverjar stórkostlegustu framkvæmdir 19. aldarinnar, Ballyhack járnbrautina. Sú hugmynd, að járnbrautin eigi að liggja langt utan við Bailyhackville, er til orðin í þeirra eigin frjó- sama heilabúi — eða réttara sagt á þeim stað, sem þeir kalla heila. Þeim er eins gott að éta þessa lygi ofan í sig, ef þeir vilja bjarga hinum morandi skrokkum sínum frá þeirri hýðingu, sem þeir eiga fyllilega skilið. Asninn hann John W. Blosson frá Eldingunni og Frelsishrópimi, í Higginsville, er enn einu sinni kominn hingað I sníkjuferð til Van Burden. Vér höfum veitt því athygli, að skilnings- sljói bófinn frá Morgunhanamum heldur því fram, í samræmi við sína venjulegu tilhneig- ingu til að ljúga, að Van Werner hafi ekki hlotið kosningu. Hin dýrlega köllun blaðamennskunnar er að breiða út sannleikann, uppræta villur, mennta, fága og þroska siðgæði og hegðun al- mennings og gera hann hóglyndari, dyggðugri, góðhjartaðri og á allan hátt betri og hamingju- amasri. Og samt svívirðir þessi andstyggilegi þorp- ari þetta mikilvæga hlutverk sitt, í þeim tilgangi að breiða út fals, róg, last og ruddaskap. Blathersville þarfnast Nicholson gangstétta — en bærinn þarfnast ennþá meira fangelsis og fátækrahælis. Hvílík hugmynd að vilja fá gang- stéttir í þorp, sem aðeins hefur tvær ginverk- smiðjur, einn járnsmið og eitt blaðræksni, Dag- blaðið Húrra! Þetta skriðandi skorkvikindi, aem stjómar blaðinu, raEsðlr málið með sinni venju- legu heimsku.og heldur að það sé eitthvað vit í því hjá sér. — Svona á að skrifa — markvisst og krass- andi. Mér verður líka illt af að sjá þessa vellu- legu blaðamennsku. Nú kom múrsteinn fljúgancB með miklum gaura- gangi inn um gluggann og veitti mér talsvert högg í bakið. Eg færði mig úr skotfæri ■— mér var farið að finnast ég vera fyrir. Húsbóndi minn sagði: — Þetta er líklega ofurst- inn. Eg hef átt von á honum í tvo daga. Bráðum kemur hann hingað upp. Hann hafði líka rétt fyrir sér. Augnabliki seinna birtist ofurstinn í dyrunum með stærðar skammbyssu í hendinni. — Hef ég þann heiður að tala við bleyðuna, sem skrifar þennan óþverra snepil? sagði hann. — Já, fáið yður sæti, herra minn. Setjist gæti- lega, því einn fóturinn er brotinn af stólnum. Eg hef líklega þann heiður að tala við Blatherskite Tecumseh ofursta, þann erki lygara. — Alveg rétt, herra minn. Ég þarf að jafna reikningana við yður. Ef þér megið vera að, þá skulum við byrja. — Ég á eftir að ljúka grein um „Hinar miklu framfarir á sviði siðferðilegrar og andlegrar þró- unar í Bandaríkjunum", en það liggur ekkert á. Byrjið! Æðisgenginn hávaði kvað við frá báðum skamm- byssunum i einu. Húsbóndi minn missti hárlokk, og kúla ofurstans lauk ferð sinni í afturendanum á mér. Ofurstinn var ofurlítið særður í vinstri öxlina. Þeir skutu aftur. Báðir misstu marks, en ég fékk samt rninn skerf, kúlu í handlegginn. I þriðju atrennu særðust báðir skotmennirnir lítil- lega, og það flísaðist úr einu beini i mér. Ég sagðist þá ætla að ganga út fyrir, og fara í stutta gönguferð, því ég áliti þetta einkamál og væri nægilega hægverskur til að skipta mér ekki af því. En báðir mennirnir báðu mig blessaðan um að sitja kyrran og fullvissuðu mig um, að ég væri ekki fyrir. Þeir ræddu um kosningarnar og uppskeruna á meðan þeir hlóðu byssurnar, og ég fór að binda um sár mín. Skyndilega byrjuðu þeir aftur af miklum krafti og hvert einasta skot hitti — en ég verð að taka það fram, að fimm af þessum sex skotum komu í minn hlut.. Sjötta skotið særði ofurstann til ólífis, en hann sagði hressilega, að nú yrði hann að kveðja, því hann hefði áríðandi erindum að gegna úti í bæ. Svo spurði hann hvar grafarinn byggi og fór. Húsbóndi minn sneri sér að mér og sagði: — Eg á von á gestum í matinn, svo ég verð að fara núna. Þú gerðir mér mikinn greiða, ef þú vildir lesa prófarkirnar og taka á móti fólki. Mér hraus hugur við að eiga að taka á móti sliku fólki, en ég var allt of ruglaður eftir skot- hríðina, sem enn glumdi í eyrum mínum,til að geta svarað. — Jones kemur hér um þrjúleytið — hýddu hann. Gillesbý kemur kannski á undan honum — kastaðu honum út um gluggann. Um klukkan fjögur kemur Ferguson — dreptu hann. Svo held ég að það sé ekki fleira í dag. Ef þú hefur tíma til, geturðu skrifað skammargrein um lögregluna — láttu svívirðingarnar dynja á yfirlögregluþjón- inum. Keyrin eru undir borðinu, vopnin í slcúff- unni — skotfærin í horninu — og plástrarnir og sárabindin eru uppi í skápnum. Ef eitthvað óvænt kemur fyrir þig, þá skaltu fara til Lancet læknis, sem býr hér niðri. Hann auglýsir hjá okkur — svo það jafnar reikningana. Hann fór. Það fór hrollur um mig. Áður en þrír klukkutímar voru liðnir hafði ég lent í slíkum hættum, að sálarró mín og öll mín bjartsýni var horfin út í veður og vind. Gillespie hafði komið og kastað mér út um gluggann. Jones kom á réttum tíma, og þegar ég ætlaði að hýða hann, tók hann verkið að sér. I átökunum við mann, sem ekki var Framhald á bls. l!h Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera blaðamaður --- ---- — ■■ ■■ ■- - ■ . .....- -■ ■ ■ 4 *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.