Vikan


Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 10

Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 10
RITSTJÓRI: ELÍN PÁLMADÓTTIR Svona voru föt lituð í gamla daga EFNI fatanna var oftast vaðmál, en stundum lika klæði útlent, er hét ýmsum nöfnum. En ekki báru þau föt aðrir en efnafólk. Almenn- ingur bar oftast föt með sauðarlitn- um, grá, sauðsvört, sauðmórauð, og þótti sundurgerð að vera að lita þau. Algengast var að lita úr sortu, er tekin var úr forarmýrum; er oftast um 1—2 álna djúpt ofan í hana og lagið nokkuð þykkt. Hún er hálf- þunn eðja og var tekin upp með klárum — vegin upp á hausnum. Sortulitur var allvandhæfur, ef vel átti að fara. Fyrst var tekið sortu- lyng, skorið og sett vatn á og látið standa viku eða hálfan mánuð, þar til lögurinn var orðinn sterkur. Síð- an var lynginu dreift á vaðmálið og vafið saman og látið i pott og leg- inum hellt yfir, svo að yfir fljóti (Pottar þeir, sem tíðastir voru á landi hér, voru djúpir, háir, að- krepptir, að ofan með útlagsbrún, og voru þvi hentugir til svona hluta.) Lyng er og haft undir pottinum, til þess að vaðmálið brenni ekki við hann. Helzt er prik haft innan í stranganum og hann látinn standa á endann í pottinum, til þess að hægt sé að velta verkefninu til. Svo var liturinn soðinn 6—8 stundir og svo látið kólna. Þetta varð mósvart á lit og látið duga, þegar um efni til hversdagsfata var að ræða. En ef um spariföt var að gera, þurfti betri bæn. Þá var tekin sorta (at) og hrærð út í vatni, unz hún var kögglalaus og þessi blanda var orð- in sem þunnur grautur. Svo var hann látinn setjast til og því þunna rennt ofan af í annað ílát. Nú er vaðmálið tekið og rakið varlega úr stranganum, svo að sem minnst missist af lynginu og leðjunni undan sortuleginum „atað“ um mósvarta vaðmálið; svo er það vafið upp sem áður, látið í pottinn og lynginu vel þjappað utan að því. Seinast er leg- inum af sortunni hellt yfir, vænn smérbiti látinn í pottinn og siðan soðið i 12 stundir. Þá er látið standa, þangað til kalt var orðið, vaðmálið tekið upp úr og þvegið. Er það þá orðið fallega svart á lit. Vandhæfi var mikið á um lit þennan að brenna ekki vaðmálið í litnum, og var smér- ið ætlað til þess að varna því, að svo færi, en margir álitu, að sortu- lituð föt yrðu alltaf endingarverri. Og sundurgerð þótti það af almenn- ingi, að vera að lita föt svo. Stund- um var og litað undir sortu úr bláberjalegi. Blátt BLÁTT var litað mest úr blá- steini (indigó) og á sama hátt og títt hefir verið fram á vora daga, en þótti ærin sundurgerð. Menn urðu ákaflega hrifnir af indigóinu, þegar það fór að flytjast, en það mun hafa verið síðara hlut 18. aldar, en sá litur þótti ærið dýr, 7—12 rdl. pund- ið. Blátré (campeche-tré, brúbrís á norðurlandi) mun ekki hafa farið að flytjast hingað til lands fyrr en um 1820, og þá fyrst til Norðurlands, en 1824 þekkist hann ekki syðra, en mun þá þegar hafa farið að flytj- ast þangað. Áður lituðu konur blátt úr storkablágresi, en það týndist, eftir að blásteinninn kom, og var sagt, að aðeins ein kona hefði kunn- að það um 1780, ekki langt frá Höfðakaupstað. en haldið aðferðinni leyndri, og dó sú kunnátta út með henni. Fjólublátt FJÖLUBLÁTT var litað úr kræki- berjalyngi, en blátt úr bláberj- um, en hvorttveggja litaðist upp. Kautt RAUTT lituðu menn almennt úr kúahlandi; létu verkefnið liggja í því í langan tíma (6 vikur), og var það ekki fagur litur. Þá var og mikið litað úr steinmosa, og var það bæði fallegur litur, rauðbrúnn, og haldgóður. Það stóð lengi á honum, og þurfti lögurinn að vera hland eins og við blásteininn. Hárautt lit- uðu menn fyrst úr fjallagrösum. Grösin voru lögð innan í verkefnið og vafið utanum og saman eins og í sortulitnum og soðið eina stund í leirpotti. Svo var þaö tekið upp úr og þvegið vandlega og grösin týnd úr. Þá var það lagt í tréílát, ef duga skyldi. Nýja þurfti hlandið upp annan eða þriðja hvern dag að minnsta kosti; gekk svo þetta viku eða allt að hálfum mánuði, unz lit- urinn var orðinn fagur. Gult ULT var litað úr ýmsu: fjalla- grösum, jafna (oft bættur lit- urinn með aðalbláberjalyngsblöðum eða birkiblöðum, heimulunjóla, muru, sóleyjum, gulmöðru o. fl., einu fyrir sig eða fleiru saman; var það lagt með verkefninu og soðið. Ef sokkar voru litaðir gulir, sem ekki var svo fátitt, var litarefninu troðið i sokk- ana og soðið siðan. Grænt RÆNT litaði fólk þannig, að lita fyrst gult, eins og áður er sagt, og síðan úr blásteini á eftir. Grænt var og litað úr brenninetlu þannig, að láta hana með köldu hlandi í eirketil og litarefnið með og láta standa, þangað til liturinn var orðinn nógu fagur. Spansgrænan hefur líklega átt mestan þátt í lit- uninni. Grænt var og litað úr safa úr mururótum, og dökk- eða mógrænt var litað úr geitnaskóf. Hnappar HNAPPá gerðu menn á hvers- dagsföt úr beini, renndu þá og surfu til úr stórgripaleggjum; höfðu sumir hnappasmiðir sérstök verk- færi til þess. Hnappa þessa lituðu menn ýmislega, bláa, græna og svarta eins og fötin og á sama hátt. Ending og geymsla EIGI var vandalaust að geyma föt sín svo ,að vel færi um þau, því að víða voru bæir ærið rakasamir og fullir af allskonar óþverra. Til þess að geyma fötin hafði fólk kist- ur, og voru fatakistur einna vandað- iii iii iimiiin MATSEÐILLINN Fjallagrasamjólk 1 handfylli fjallagrös, 1% 1. mjólk, 3 msk sykur, 4 sneiðar franskbrauð eða 2 rúgbrauð- sneiðar. Sjóðandi vatni er hellt yfir fjalla- grösin, sem þurfa að vera vel tínd og hrein og standi á þeim yfir nótt- ina. Sykurinn er brúnaður á pönnu og 1 dl. af vatni látinn saman við hann og soðið vel saman. Fjallagrös- in eru tekin úr vatninu, látin i sigti og vatnið hrist vel af þeim. Síðan eru grösin soðin með sykrinum og vatninu í 5 mín., eftir það látin út í mjólkina og soðið í 3 mín. Framreidd með brauðteningum, brúnuðum í sykri og smjöri. Fjallagrasadrykkur 50 gr. vel tínd og þvegin fjallagrös eru lögð í kalt vatn yfir nóttina. Síðan soðið í 5 mín. í 2 1. af vatni ásamt berki af hálfri sítrónu. 25 gr. blóðberg er soðið með fjallagrösun- um. 50 gr. af sykri er brúnað í skaft- potti og seyðinu af jurtunum síðan hellt út á sykurinn. Síað í lérefti og látið á flöskur. Saltsíld í súrum rjóma Söltuð sild er verkuð og lögð i bleyti í nokkra klukkutíma. Síðan er hún lögð á fat, sykri stráð yfir, því næst hellt yfir hana þykkum, súr- um rjóma og fínt skornum lauk stráð yfir rjómann. astar og gengu mann fram af manni. Þær voru útlendar, oftast norskar, með kúptu loki og mismunandi að stærð. Hefi ég heyrt talað um og enda séð 40 og 60 fiska kistur frá gömlu taxtatíðinni. En þó að fötin væru geymd í góðum kistum, gat samt komizt að þeim raki, og þurfti þá að viðra þau við og við. En ann- ar var óvinurinn ekki betri, sem þurfti að sporna við, því að nóg var um hann í rökum moldarhúsum. Það var melurinn. Helzta ráð við honum var að geyma hvannarót, reyrgras og fleiri ilmjurtir með fötunum í kistunni. Tilhaldsstúlkur höfðu og reyr í fatakistunum til þess að gera góða lykt í fötin. Faldbúnaður geymdist mann fram af manni, og margir áttu brúðkaupstreyjuna sína fyrir sparitreyju alla æfi. Margrét gamla á Stórhamri (dó um nírætt milli 1890—1900) átti fermingarpils- ið sitt óslitið, þegar hún dó — svart vaðmálspils með rauðri bryddingu að neðan. Það gerði ekki svo mikið til, þó að fötin væru dýr í upphafi, þau entust alla æfina og stundum lengur. Það var ekki verið að eyma í þau; bæði var vefjarefnið ekki smátt og vaðmálin þæfð, og þá ekki síður það, sem prjónað var. Prjóna- brækurnar þæfðar, þangað til þær stóðu sjáflar. Með þessu var end- ing í fötunum. (Ur Islenzkum þjóðháttum eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili). Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllilliiiiiiiiiiiiiiiiiliiiaiilini Tízkumynd Hvítar kápur og stuttkápur eru rnikið i tízku um þessar mundir og þær eru líka ákaflega klæðilegar. A myndinni er livítur tvílinepptur ullarfrakki með stórum rúnnuð- um kraga en litlum hornum. Káp- an er frá A. Maguy í París. 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.