Vikan


Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 12

Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 12
Hjál kono 1 Mussolinis Clarette Petacci, sem 1 ifði og i dó fyrir einræðisherrann HINN ömurlegi aðskilnaður við Riccardo eftir svo stutt hjóna- band, hafði það í för með sér, að Claretta varð mjög einmana. Samverustundirnar með foringjanum voru einu ánægjustund- ir hennar, og jafnvel þá var 'ánægja hennar ekki óblandin, því að samvera þeirra æsti ófullnægða löngun hennar til að njóta ástar hans. Hún var aðeins tuttugu og þriggja ára og hafði aldrei verið yndislegri, því að hún hafði þroskazt við hið stutta hjónaband og var nú ekki leng- ur bara lagleg stúlka, heldur hafði hún nú öðlast þokka fullþroska konu. Hún var þó stundum fáskiptin og döpur í bragði, því að í hjarta sínu þráði hún Mussolini bæði af likama og sál, en það leit ekki út fyrir, að hann mundi nokkurn tíma sýna henni annað en föðurlega umhyggju. Á þessum vansælustundum var henni það mikill léttir að á heimili hennar ríkti jafnan glaðværð og gáski, þrátt fyrir strangleika móðurinn- ar. Marcello hafði nú hérumbil lokið læknanámi sínu og kom oft heim með skólafélaga sína, og þó að systir hennar, Miriam, væri aðeins krakki ennþá, var hún bæði kát og skemmtileg. Hlátrasköll hennar glumdu um alla íbúðina, þegar Marcello var að leika sér við hana eða þegar hún hafði fært sig í alls konar ósamstæðar flíkur af Clarettu og Marcello, því að hún hafði afskaplega gaman af því að leika og sagði öllum, að hún ætlaði að verða leikkona, þegar hún yrði stór. Eitt sinn kom Marcello heim með nýjan vin sinn. Claretta rakst á þá saman í setustofunni, og hún veitti þvi strax athygli, að þessi nýi fé- lagi bróður hennar var óvenju fríður sýnum. Og þegar Marcello kynnti þau og ungi maðurinn horfðist í augu við hana, varð henni ljóst, að um gagnkvæman áhuga var að ræða. Luciano Antonetti var gerólíkur hinum hraustlega og iþróttamanns- lega Riccardo. Hann var grannvaxinn og andlitsdrættir hans voru fín- legir og framkoman var hljóðlát og feimnisleg. Sérstaklega þótti Clarettu augu hans fögur, en þau voru stór og dökk, og það var næstum þvi einhver dáleiðslumáttur í augnaráðinu. Þa,ð var ósjálfrátt vani hans að horfa einarðlega beint framan í þá, sem hann talaði við, og var a)lt tal hans því þrungið miklum sannfær- ingarkrafti. 1 þessari fyrstu heimsókn á heimili þeirra dokaði hann að- eins við í hálftíma. Hann drakk eitt glas með Marcello, sem var að segja eina af sínum óteljandi kvennafarssögum. ,,Eg segi þér alveg satt, Luciano vinur minn. Hún var bara alltof auðveld viðfangs," sagði hann og hégómagirndin og drýldnin leyndu sér ekki í röddinni. Hann var að tala um síðasta „ástarsigur" sinn, en fórn- ardýrið var einhver dansmær, sem vann í Theatre Argentina í Róm, og hann hafði verið kynntur fyrir í drykkjuveizlu. „En hún var hins veg- ar anzi snotur", bætti hann við næstum því í afsökunartón eins og hann gerði sér ljóst, hversu frásögn hans var leiðinleg og ómerkileg. Strax og tækifæri gafst, sneri Luciano máli sínu til Clarettu. „Mér skilst, að þér hafið gaman af tónlist, signora", sagði hann. Þeg- ar hann kom inn i herbergið, hafði hann tekið eftir því, að stór nótna- búnki lá ofan á píanóinu, og Marcello hafði sagt honum, að Claretta ætti þessar nótur. ,,Eg leik dálítið á píanó,“ svaraði hún, ,,og ég hef verið að reyna að spila á fiðlu, en er hrædd um, að fjölskylda mín sé ekkert hrifin af þeim hávaða.“ Hún hló og Luciano tók eftir, hve tennur hennar voru mjallhvítar og reglulegar — og hvernig hláturinn ljómaði- i augum hennar. Marcello hellti aftur í glas sitt og þau komust ekki að. Þegar Luciano fór, gekk hann til Clarettu og tók hönd hennar og bar að vörum sér að ítölskum sið. „Arrividerci, signora," sagði hann. „Þar sem við höfum bæði svo mikið yndi af tónlist, þætti mér vænt um, ef ég mætti bjóða yður með mér annað kvöld í Basilica di Nassenzio. Mér væri það mjög mikil ánægja, ef þér sýnduð mér þá vinsemd." Claretta þáði boðið, því að hún hafði á tilfinningunni, að þarna mundi hún eignast vin, sem yrði henni til trausts og huggunar í einmanaleik hennar. Með hverjum mánuðinum, sem leið, jókst áhugi Mussolinis á Clarettu. Á því er enginn vafi, að þær tilfinningar, sem hann bar i brjósti til Clar- ettu, voru dýpri og viðkvæmnari en hann hafði áður borið í brjósti til nokkurrar konu. Honum var ljóst af framkomu hennar, þegar þau voru saman, að hún leit á hann sem goðumlíka hetju, sem hátt væri hafin yfir aðra dauðlega menn. Og það var vegna þessarar áköfu tilbeiðslu henn- ar, að hann stillti sig um að láta eftir hinni vaxandi löngun til að njóta hennar sem konu. Hann hélt, að ef hann sýndi henni, að hann var þrátt fyrir allt bara eins og aðrir karlmenn, sem falla fyrir freistingunni, strax og þeir fá tækifæri til fylgilags við fallega konu, þá myndi hann gera að engu að-* dáun hennar á honum. Honum var farið að þykja svo vænt um hana, að hann vildi umfram allt halda virðingu hennar, og þess vegna hafði hann taumhald á sínum lægri hvötum og kom fram við hana eins og sannur riddari. Hún var samf sem áður svo ofailega í huga hans, að hann vildi vita um hverja hennar hreyfingu. Hann skipaði þvi leyniþjónustu sinni, O.V.R.A., að hafa vakandi auga með henni og heimtaði daglega skýrslu um allar ferðir hennar og allt, sem hún tók sér fyrir hendur. Daginn eftir fyrstu fundi þeirra hringdi Luciano til Clarettu og bauð henni í ökuferð i grænum tveggja dyra sportbíl af Fiatgerð, sem hann átti. Claretta þáði boðið með þökkum. Veðrið var framúrskarandi, þegar þau stefndu í áttina til skógivaxinna hæðardraganna fyrir utan Róm. Clarettu hafði frá byrjun liðið fullkomlega vel í návist hans, því að þrátt fyrir það, að hann væri hljóðlátur og alvar- legur og fullorðinslegri í framkomu en títt var um menn á hans aldri, var samt augljóst að hann var innilega hrifinn af henni. Þetta var ljóst af allri framkomu hans við hana, en hann reyndi að gleðja hana á allan hugs- anlegan hátt, meðan þau voru saman. Claretta talaði glaðlega um alla heima og geima, meðan bíllinn brun- aði áfram. Hún talaði um það, sem efst var á baugi í borginni í alls kon- ar dægurmálum líðandi stundar. Hún talaði um kvikmyndir, sem hún hafði nýlega séð, og þá kvikmyndaleikara, sem hún hafði mest dálæti á. Hún talaði líka um Marcello og Miriam, en henni þótti afarvænt um þau bæði. Hún sagði honum frá því, hvað litlu systur hennar langaði mikið til að verða leikkona og hversu afargaman Miriam þótti að dansa. Luciano hafði nesti meðferðis, og þau lögðu bílnum á hentugum stað í skóginum. Claretta breiddi dúk á jörðina, meðan Luciano tók samlokurnar upp úr töskunni og hellti kaffi i bikara úr hitaflösku. Þau sátu fast upp við hvort annað, hlógu og gerðu að gamni sínu um leið og þau snæddu, og á eftir lagðist Claretta endilöng á bakið með hendurnar spenntar um hnakkann, og það var ánægja og hamingja í svip hennar. Luciano leit yfir til hennar. Hann tók eftir, hve fætur hennar voru failega lagaðir, hvernig barmurinn lyftist, þegar hún andaði, hvað hör- und hennar var slétt og fallegt og hvítt og skipti vel litum við dökka lokkana. Það fór titringur um líkama hans, þegar hann hallaði sér að henni. „Cara mia, en hvað þú ert falleg," hvíslaði hann. Andlit hans var rétt við andlit hennar. Claretta sneri andlitinu að honum. Fullkomið traust til hans var i svip hennar, er hún reisti sig lítið' eitt upp og lét handlegg- ina falla að síðum. Rauðar varir hennar opnuðust, og um þær lék vottur að brosi, eins og hún biði honum að koma nær. Hann laut niður að henni, þangað til varir þeirra mættust, fyrst ofur varlega, síðan ákafar og ákafar. Herðar Clarettu snertu grasið aftur, og hún vafði hann örmum um Það sem á undan er farið Þó að Mussolini hefði stuðlað að því að spilla hjónabandi Clarettu með því að senda eiginmann hennar til Japan, lét hann sér samt ennþá nægja, að vinátta þeirra héldi áfram að vera innileg, en þó saklaus. Hann hélt áfram að bjóða henni hvað eftir annað til Palazza Venezia, en hann tók aðeins á móti henni á skrifstofu sinni í Mappomondoherberginu, þar sem hann gegndi em- bættisstörfum. Þar voru þau vön að tala saman blíðlega og í hálf- um hljóðum. Og þannig liðu meira en þrjú ár. Þau sátu fyrir framan stóra gluggann og héldust í hend- ur, og enda þótt Claretta þráði ekkert heitar en faðmlög hans, kom það aldrei fyrir, að hann vefði hana örmum. 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.