Vikan


Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 13

Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 13
hafa verið í notkun hér á landi svo áram skiptir og hlotið ahnenna viðurkenningu fyrir góðan frágang og endingu. 6 volta geymar. Standard, Gerð F 15 = 105 amper-tímai — F 17 = 120 — — F 19 = 135 — — F 21 = 150 — — F 25 = 180 — 6 volta geymar. Heavy Duty. Gerð GLF 19 = 140 amper-tímar — GLF 21 = 160 — — GLF 27 = 230 — 12 volta geymar. Standard, Gerð XF 11 = 75 amper-tímar — XF 13 = 90 amper-tímar IJtvegnm þessa rafgeyma til afgreiðslu beint til kaupenda frá OXIVOL-verksmiðjunum. Venjulegur afgreiðslutími ca. 3 mánuðir. ATlar nánari upplýsingar í shrifstofu vorri. Hafnarstrœti 10—12. — Símar: 81785 og 61f89. Reykjavík. leið og hann kyssti hana. Langa lengi lágu þau þannig í heitum faðm- lögum, þangað til Luciano færði sig örlítið frá henni. „Nú veit ég, hvað það er að elska,“ svíslaði hann, ,,og hvað það er að bera í hrjósti vonlausa ást.“ Hann horfðist beint í augu við hana. ,,Prá því ég sá þig fyrst, carina,“ sagði hann, „vissi ég, að ég elsk- aði þig af allri minni sál. Nú fann ég þegar þú kysstir mig hvílík ham- ingja okkar hefði getað orðið, en betra hefði vissulega verið fyrir okkur bæði, að við hefð.um aldrei komizt að því.“ Claretta hélt áfram að þrýsta sér að honum. „Hvers vegna ertu svona alvarlegur, Luciano?“ hvíslaði hún. „Þú ert hamingjusamur hjá mér og ég hjá þér. Er það ekki nóg? Þú veizt eitthvað um mig, sem Marcello hefur sagt þér. Ég hef verið einmana og stundum óhamingjusöm, en nú erum við saman.“ Hún reyndi að þrýsta honum fastar að sér, en hann lét ekki að vilja hennar, heldur sneri andlitinu frá henni og reis upp við olnboga, en hann hélt hendinni enn um mitti hennar. Hann sagði: „Claretta, þessi stutta stund kann að vera eina stundin, sem við fáum að elskast, því að eftir þennan dag get ég aldrei hitt þig eina aftur. Mér finnst núna, að hjarta mitt muni springa við tilhugsunina, en ég veit að í rauninni getur minn- ingin um einn koss máðst burt. En höldum við áfram á þennan hátt, verður mér óbærilegt að lifa án þín. Þar sem þú getur aldrei orðið mín, er betra að hætta strax. Það er ekki af því þú ert gift, Claretta, því að Marcello hefur sagt mér, að hjónaband þitt sé misheppnað, og jafnvel á Italíu er hægt að fá skilnað. Það er af ástæðu, sem er þýðingarmeiri í minum augum, ástæðu, sem ég mundi aldrei geta sætt mig við eða látið mér lynda, en hvers vegna svo er, veit ég ekki einu sinni núna. Marcello hefur sagt mér frá sambandi þínu við II Duce. Og fyrir mig, Claretta, er þvi óhugsandi að njóta þín.“ Hann horfði blíðlega á hana, en sársaukinn í andlitsdráttunum sýndi, hve óhamingjusamur hann var. „Tesorio mio, ó, hvers vegna, hvers vegna þarf þetta að vera svona! Hollusta, aðdáun, skylda, allt það get ég vel skilið, en hann er maður yfir fimmtugt, Clara, og þú ert ennþá aðeins barnung stúlka. Er hann þér svo mikils virði, að þú viljir lifa ein og einmana og karlmannslaus, til þess að þú getir hlaupið til hans, þegar honum þóknast að kalla á þig?“ Það voru tár í augum Lucianosar, þegar hann mælti þessi orð, og hin mikla einlægni í rödd hans snart Clarettu djúpt. Áður en hann tjáði henni hug sinn, hafði þetta verið yndislegur dagur. Það voru margar vik- ur siðan hún hafði notið lífsins í jafnríkum mæli, — bara að sitja og rabba við Luciano var upplífgandi, og þegar hann hafði loks tekið hana í fang sér og kysst hana, fór um hana ánægjutilfinning, sem hún hafði ekki fundið til síðan Riccardo og hún voru hamingjusömust saman. Þegar því vinur hennar sagði henni hreinskilningslega, hvað honum bjó í brjósti, var eðlilegt að orð hans hefðu gífurleg áhrif á hana. Það var næstum eins og hún leystist úr álögum, og skildi í einum vetvangi, hvernig tilbeiðsla hennar á Mussolini hefði eyðilagt hjónaband hennar, hversu samband þeirra var ófullnægjandi og vonlaust að þurfa að hlýða hverju kalli hans, og hljóta ekkert í staðinn nema föðurlega umhyggju og bliðlegar samræður. Og þarna við hlið hennar var Luciano, ungur og ákafur og ástfanginn af henni, og fullur af þrá til að auðsýna henni ást sina, fullur af löngun ti.l að gleðja hana og kæta og njóta með henni algleymisunaðar. Luciano hlýtur að hafa rennt grun I hugsanir hennar, því að hann tók hana í faðm sér og kyssti hana milt og blíðlega, fyrst á ennið og síðan á vangana. „Þú hefur á réttu að standa, Luciano,“ hvíslaði hún. „Það er tilgangs- laus fórn, því að hann þarfnast min einungis til að tilbiðja hann eins og guð, en ég hef borið í brjósti ást til guðsins og líka til mannsins." Þau lágu þannig langa stund í örmum hvors annars. Loks er skyggja tók fóru þau að týgja sig af stað. Það var ekki von, að Claretta eða Luciano sæju dökkklæddu mannverumar, sem stóðu bak við trén rétt hjá þeim, eða skuggalega svarta bílinn, sem lagt hafði verið tuttugu metrum ofar við veginn. Þegar þau sneru aftur til Rómar, hélt svarti bíllinn í humátt á eftir þeim. * Daginn eftir skógarferð þeirra Lucianos var Claretta boðuð til Palazzo Venezia. Hún kom um þrjúleytið, en klukkan var orðin um fimm, þegar henni var vísað mn til Mussolinis. Mussolini var þungur á brúnina, þegar hún kom inn í herbergið. Hann stóð ekki einu sinni upp og heilsaði henni eins og hann var vanur að gera. Þegar hún nálgaðist skrifborð hans, hrópaði hann á hana að setj- ast niður. Hún hlýddi skjálfandi áf ótta. Hún fékk fljótt að vita ástæðuna fyrir reiði hans. „Ég hef alltaf komið virðulega og sómasamlega fram við þig, bæði á undan og eftir að þú giftist," sagði hann, „en nú hef ég komizt að því, að þú ert gjörsneydd allri hollustu, og hefur nú haldið fram hjá eigin- manni þínum með fyrsta manninum, sem þér lízt á.“ Reiði hans jókst stöðugt, og hann steytti hnefana um leið og hann taiaði, stóð á fætur og gekk að stólnum, sem Claretta sat á. Hann rykkti henni óþyrmilega upp af stólnum. „Þú ert ekkert annað en götudrós!“ hrópaði hann, og jós yfir hana bölvi og formælingum. Jafnvel eftir öll þessi valdaár hafði hann aldrei getað vanið sig af þeim ávana að bölva og ragna, þegar hann reiddist. Framhald á bls. llf.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.