Vikan


Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 2

Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 2
Viltu birta fyrir mig textann „I faðmi dalsinsf'. Ég er búin að skrifa tvisvar áður'bg ekki fengið svar. — Vertu nú svo vœn að svara í þetta sinn. Svar: Betra seint en'aldrei og hér kemur ljóðið „I faðmi dalsins", eftir Guðm. Þórðarson. Það er sungið við lag eftir Bjarna J. Gíslason, og hefur hlotið 3. verðlaun í danslagakeppni S.K.T. Fögur voru fjöllin hér, frammi í dalnum léku sér marga æsku-unaðsstund ýngissveinii; og.íögur sprund. Hlupu frjáls um holt og mó höfðu í blðmaláutu skjól bundu kransa, brostu eins og i ..blóm við sól. Bjartir lokkar léku í ljósi sólar. dægrin löng. Þá var ástin Ijóðrænt lag, og lífið söng. Fegurð enn í fjöllum býr, — faðmur dalsins grænn og hlýr. Sveinar enn þar fara á fund, við fögur sprund. Svo er mál með vexti að ég er far- inn að fitna svo ört, að mér ógnar, og ég er hræddur við það um leið og mér leiðist það. Það eru allir famir að taka til þess og nefna þetta við mig. Mér er Ijóst að ef þessu held- ur áfram fæ ég minnimáttarkennd, sem verður svo ekki auðvelt að losna við. Eg er aðeins tvítugur og það er ekki gott fyrir mann á mtnum aldri að vera þannig á sig kominn. Það skal að lokum viðurkennt, að ég hefi nú, sem stendur rólega vinnu og get- ur það ráðið einhverju. —■ Z. Ö. Svar: Þú ert senniiega sjálfur bú- inn að finna ástæðuna fyrir því að þú fitnar. Ef þú borðar jafn mikið og meðan þú hreyfðir þig meira, 'þá er líklega um ofát að ræða. Ekki má muna miklu á dag, sem menn borða fram yfir þarfir, ef þess á ekki að sjá stað á löngum tíma. Óheppileg samsetning fæðunnar getur líka leitt til fitu, t. d. ef menn sækjast mjög eftir fitu og sætindum. Annars er oft erfitt að skera úr um, hvort fita staf- ar af ytri orsök eða truflandi inn- kirtlastarfsemi. Þú skalt þvi byrja á því að gera tilraun með megrandi fæði, og ef það ber ekki tilætlaðan árangur, er sennilega um innri orsök að ræða og sjálfsagt að leita læknis. En þú verður að gæta þess að fá nægilega mikið af eggjahvítuefnum, þó þú dragir úr neyzlu mjöls og syk- urs eða fitu. Þú skalt líka fara að scunda íþróttir og hreyfa þig meira. Mig langar til að biðja þig að greiða úr nokkrum spurningum fyrir mig. Eg hef áliuga á að læra lífgun- artilraunir og nú vantar mig upp- lýsingar. 1. Hvar eru þœr kenndar? Og hver kennir þær? 2. Hvað tekur það langan tíma? 3. Hvað kostar að lœra þœr? 1,. Á hvaða tíma árs eru þœr kennd- ar? N.B.K. og K.L.H. Svar: Þið erum heldur sein á ykk- ur, því eitt slíkt námskeið er nýaf- staðið og ekki ákveðið hvenær það næsta verður haldið, kannski ekki fyrr en í haust, en það verður þá aug- lýst. Jón Oddger Jónsson kennir líf- gunartilraunir og námskeiðin kosta ekkert. Ef þið eruð hrædd um að auglýsingin geti farið fram hjá ykk- ur, skulið þið hringja öðru hvoru í Slysavarnafélagið eða Rauða Kross- inn. 1. Hvernig er utanáskrif forstöðu- konu Húsmœðraskóla Reykjavíkur? 2. Bru ekki tvö sex mánaða nám- skeið á ári? 3. Er ekki annað námskeiðið eftir áramótin ? j. Er ekki betra að komast að, ef maður er ekki í heimavistinni? Tilvonandi húsmóðir. Svar: 1. Katrín Helgadóttir forstöðukona, Húsmæðraskóla Reykjavíkur, Sól- vallagötu 12, Reykjavík. 2. Það eru tvö dagnámskeið á ári og eitt heimavistarnámskeið, fyrir utan kvöldnámskeiðin. 3. Seinna námskeiðið byrjar 1. febrúar. 4. Þú skalt senda umsókn þína sem fyrst til forstöðukonunnar. Allur er varinn góður. Geturðu ekki sagt mér eitthvað um hina ítölsku Önnu Magnani? Er hún gift Tino Rossi ? Hjá hvaða kvik- myndafélagi er liún starfandi? Svar: Sem stendur er Anna Magn- ani að leika í kvikmyndinni „Kon- urnar“ undir stjórn Roberto Rossell- ini, sem hún á að hafa verið trúlof- uð, þegar Ingrid Bergman kom í spil- ið og tók hann af henni. önnur aðal- leikkonan í myndinni er hvorki meira né minna er fyrrverandi keppinaut- ur hennar, Ingrid Bergman. Hlutverk þeirra eru þó ekki tekin samtímis (sem betur fer), svo stjörnurnar þurfa aldrei að hittast. Önnur hlut- verk í myndinni leika þær Isa Mir- anda og Alida Valli, stúlkan sem lék í „Þriðja manninum“. Nei, Anna Magnani er ekki gift Tino Rossi. Mig vantar utanáskrift til tveggja dag- eða vikublaða í Noregi (OslóJ, sem eru mikið lesin. Ég skrifast á við pilt í Noregi. Ef þú gœtir hjálpað mér um einliverjar heppilegar utan- áskriftir (á blöðum) þá væri ég þér þalcklátur. Einnig ef þú gætir gefið mér utanáskrift til einhvers blaðs i „New Foundland“. — X-Y, Akranesi. Svar: „Alle Kvinners Blad“, Akersgt. 8 V, Oslo, hefur stóran bréfasambandsdálk. Við getum því miður ekki bent þér á neitt ákveðið blað i New Found- land, en veldu þér einhvern bæ þar og skrifaðu tii „Local Newspaper“ á staðnum. Forsiðumyndina tók Stefán Nikulásson á sjó- mannadaginn. — Af misgáningi láðist að geta höfundar forsíðu- myndar síðasta blaðs. Hann var Ralph Hannam. Heimilið og flugvélarnar ERTU óliultari um líf þitt heima hjá þér heldur en i fiugvél ? Þó er sannleikur- inn sá, að það farast fleiri menn af slysförum á heimil- um sinum heldur en í flugvél- um. Árið 1952 fórst ekki einn einasti maður í flugslysi í Bret- landi. En á sama tíma brunnu 100 inni í húsum sínum í land- inu — og fjöldi fórst í öðrum slysum. Það er sem sagt staðreynd, að það er síður en svo hættu- laust að dveljast í liúsum inni. Það sanna skýrslurnar. Otgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. 2 MUNIÐ í O I ■ ■ NDRA MAGASIN j Pau fejösa ö]l fcraftsupur fra

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.