Vikan


Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 8

Vikan - 01.07.1954, Blaðsíða 8
GISSUR LANGAR TIL AI) VEKJA ATHYGLI liasvána: Við missum af lestinni. Ertu ekki ennþá búinn að pakka? Hvað hefurðu eiginlega verið að gera? Gissur: Ég lief verið að pakka niður fötunum þínum. Gissur: Hvað er um að vera þama? ROfSmína: Sjáðu hvernig blaðamenn- imir hópast í kringum manninn. Rasmína: Hann hlýtur að vera mikils metinn maður, fyrst hann dregur að sér svona mikla athygli. Hvers vegna getur þú ekki verið eins og liann? Gissur: Þú metur mig ekki nœgilega mikið, til að ég hafi sjálfstraust. Rasmina: Ég hef séð hann einhvers staðar. — Getur liann verið kvikmyndaleikari, útlendur kóngur eða stjórnmálamaður? Blaðamaðurinn: Aðeins eina spurningu enn. Maðurinn: Jœja, ekki fleiri spurningar, drengir. Rasmina: Eg er viss um að ég hef séð mynd af honum í blöðunum. Kannski hann sé frœgur liljómlistamað- ur, milljónamœringur eða . . . Gissur: Ég kannast líka ákaflega vel við hann. Rasmina: Ég er viss um að hann er mikils metinn maður. Farðu þangað, kynntu þig fyr- ir honum og komdu með hann hingað, Gissur: Þú hlýtur að liggja vakandi allar nœtur til að finna upp annað eins handa mér að gera. Co-ý. 191-y Xiitg feitoi'.'. V'c VvA>f)d fi/’hts rctcrvc l | Burðarmaöurinn: Ha? Gissur: Ég var að spyrja þig hvaða maður þetta væri, sem allir blaðamennimir liópast í kringum? • / / /fi % MU5 ' 5-30 Burðarmaðurinn: Ha — þessi þarna? Þetta er skartgripaþjófurinn frœgi, sem var dœmdur tíu ára fangelsi. Hann er á leiðinni i fangelsið. Lögregluþjónninn: Þarna er lestin okkar. Af stað. 2. lögregluþjónn. Komdu. Fangavörðinn langar til að tála við þig. Hamfarir náttúrunnar EFTIR MADELYN WDDD ÞEGAR HNEFASTORUM ÍSMOLUM RIGNIR YFIR MANNFÓLKIÐ IBTJUNUM í Joplin, Missouri, varð tíðlitið til himins dag einn snemma í fyrrahaust. Þykkir, svartir skýjabakkar hlóðust óð- fluga upp fyrir ofan bæinn þeirra, og það var eins og breitt hefði verið yfir hann teppi, svo þykkt og þungt var loftið. Það blakti naumast hár á höfði. Svo gerðist það allt í einu, sem menn höfðu óttast, að hin dimmu ský opnuð- ust með óttalegum gný. Tíu mínútum síð- ar leit bærinn út eins og þar hefði verið háð orusta; það höfðu 14,000 hús lask- ast og eignatjónið var metið á yfir 30 milljónir króna. Joplin hafði orðið fyrir óvenjuskæðri en hreint ekkert óvenjulegri árás veð- urguðanna, er þeir beittu einu sínu hættulegasta vopni — haglélinu. Þetta á sér stað einhverstaðar í heiminum að heita má daglega: þessar furðulegu „loft- árásir“, þegar haglélið steypist yfir bæ og byggð að sumarlagi, nær ótrúlegri stærð og hefur í för með sér tjón, sem metið er í Bandaríkjunum einum saman til 800 milljóna króna. Haglél myndast þegar ísagnir, sem eru á leið til jarðar, lenda skyndilega í öflug- um loftstraumum, sem sveifla þeim upp á við á ný. Agnirnar stækka þegar meiri ís hleðst á þær á háfluginu, byrja að lokum að falla á nýjan leik — og lenda enn í annarlegum straumum, sem sveifla þeim aftur upp í geiminn. Þetta kann að endurtaka sig tvisvar sinnum, tíu sinnum, tuttugu sinnum. I hvert skipti sem ísögnin sveiflast upp á við, stækkar hún. Högl hafa fundist með 25 hringjum, sem þýðir, að þau hafa byrjað að falla og „snúið við“ á miðri leið jafnmörgum sinnum. Árangurinn getur orðið hinn furðuleg- asti. í Texas fannst fyrir skemmstu hagl, sem Var stærra en tennisbolti. En stærsta hagláð, sem vísindamenn hafa rannsak- að, fannst í Potter, Nebraska, 1928. Um- mál þess var 17 þumlungar og það var lJ/2 pund á þyngd! Sérstaka furðu hlýtur það að vekja í sambandi við myndun þessara risa-hagla, hversu öflugir þeir straumar hljóta að vera, sem geta borið þá á vængjum sér. Tilraunir í flugvélum hafa sýnt, að það þarf 70 mílna storm til þess að halda á lofti tveggja þumlunga hlut. Fyrir kemur, að hin risastóru högl svífa svo undur hægt til jarðar, að þeim hefur verið líkt við fugla á flugi. En venjuleg- ast er fallhraði þeirra hinsvegar svo mik- ill, að þau geta gert göt á gler og járn. Þau geta líka borið með sér dauðann. Til dæmis kom það fyrir 1936, að 26 svert- ingjar í Transvaal létu lífið, þegar ís- steinarnir skyndilega dundu á þorpi þeirra. Ennþá ægilegra varð þó blóðbaðið í Moradabad á Indlandi, þegar haglél af því tagi, sem hér hefur verið lýst, féll allt í einu á bæinn. Það var 1. maí 1888. Þlaglélið stóð aðeins yfir í örfáar mín- útur, en engu að síður lét 250 manns lífið samkvæmt skýrslunum. Sumir voru barðir til bana. En flestir fórust þó þegar þeir hnigu til jarðar undan hinum þungu höggum ísmolanna, gróf- ust lifandi í ísbreiðurnar og kól til bana, áður en þeim bærist hjálp. Öll fylki Bandaríkjanna bíða meira og minna tjón af völdum hagléls. Tjónið er því meira sem haglélið dynur oft á á þessum slóðum á hinum heitari árstíðum og eyðileggur þannig uppskeru. Blómleg- ur akur kann á örfáum mínútum að breyt- ast í eyðilegt flag. Ein afleiðing þessa tjóns á lífi og eign- Framh. á bls. 14. B&v.- LANGAR ÞIG rðu AÐ FERÐAST? vel! svo , EGAR ég var staddur í Bagdad, hitti ég fyrir nýtízku flakkara, sem ýms- ir mundu eflaust vilja taka sér til fyrirmyndar — ef þeir hefðu kjark til. Þetta var ungur Englendingur. Hann hét Carter og var málari að atvinnu, og hann hafði komið til Bagdad á reiðhjóli. Hann hafði þegar ferðast um 13 lönd, þar á meðal Júgóslavíu, Grikk- land, Tyrkland og Sýrland. Hann kvaðst vera á leiðinni til Nýja Sjálands. „Eg bjó í London,“ sagði hann, „og dag einn 1949 fór ég á fætur og leit út um gluggann og það var þessi eilífa rigning. Mér varð allt í einu hugsað til Nýja Sjálands. Ja, því ekki? sagði ég við sjálfan mig. Svo ég keypti mér reið- hjól og lagði af stað. „Þetta er í rauninni ósköp einfalt," hélt hann áfram. „Víðast þar sem mað- ur kemur eru einhverjir landar búsettir, og oft þurfa þeir að láta mála eitthvað hjá sér. Og ef þeir eru ánægðir með árang- urinn, þá bregst það varla, að þeir vísi þér á aðra landa í öðrum bæ á leið þinni. „Það kemur fljótlega að því, að maður fer að hlakka til þess að koma á hvern nýjan stað,“ sagði hann. „Ef mér tekst að eignast nógu mikla peninga, hugsa ég helzt að ég fari frá Nýja Sjálandi með skipi yfir Kyrrahaf og skoði mig svolítið um í Suður-Ameríku.“ Ur „Everybody’s". BLESSAÐ BARNIÐ Pabbinn: Ég œtla að stöðva þennan leik. Það endar illa, þegar börn eru látin leilca sér með byssur. Lilli: En pabbi. . Pabbinn: Þú lieyrðir hvað ég sagði. Fáðu mér byssuna og láttu mig ekki sjá þig leika þér að henni framar. Lilli: En pabbi, þetta er bara platbyssa. Pabbinn: Enginn þarf á byssu að halda til að vinna sér inn peninga á heiðarlegan hátt. afsakið! 8 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.