Vikan


Vikan - 15.09.1955, Blaðsíða 2

Vikan - 15.09.1955, Blaðsíða 2
Bg hef verið að reyna að rifja upp fyrir mér gamalt Ijóð, sem byrj- ar svona „Tryggðareiðinn tókstu frá viér —• týndir mínwm gœfusjóð . ..“, en ekki getað munað það allt. Gœtir þú nú ekki haft upp á þessu erindi og birt það fyrir mig ? SVAR: Jú, ljóðið er eftir Guðmund Einarsson og venjulega sungið undir gömlu skozku þjóðlagi. Það er svona: Tryggðareiðinn tókstu frá mér — týndir mínum gæfusjóð, aðeins skyldirðu eftir hjá mér örlaganna brunnu glóð. Allar hjartans undir þrotnar ástin köld sem hrímað gler, vona minna borgir brotnar sem byggðar voru handa þér. Fyrir handan fjöllin háu finn ég liggja sporin þín, engilskæru augun bláu aftur birtast minni sýn. Ljúft er þá að lifa og dreyma og líta yfir farinn veg. Minningarnar mun ég geyma meðan lifs ég anda dreg. Hvað kostar að lœra eftirtaldar námsgreihar í bréfaskóla S.I.S.: a) ensku b) dönsku c) reikning e) ts- lenzku ? SVAR: Námskeið í fyrsta flokki í ensku kostar kr. 120,00 og í öðrum flokki kr. 200,00. Dönsku námskeið- in kosta kr. 165,00 og kr. 200,00. Reikningskennslan (10 bréf) kostar kr. 200,00, islenzk réttritun kr. 140,00 og íslenzk bragfræði kr. 85,00. Seinni hlutanum af bréfi þínu verð- ur svarað seinna. —o--- Viltu segja okkur upp á hvaða númer happdrœttisbttl Iþróttasam- bands Islands kom og livort búið sé að vitja hans. SVAR: Bíllinn er genginn út. Von- andi verðið þið heppnari næst. —o— Mig langar svo mikið til að syngja opinberlega, því mér er sagt að ég hafi fallega rödd, en ég er svo feimin og hlédrœg. Og nú langar mig ttt að spyrja þig, hvert ég eigi að snúa mér, til að láta koma mér á framfœri. SVAR: Þú skalt hafa samband við Ráðningarstofu skemmtikrafta í Hafnarstræti 8 og heyra hvað þeir segja um röddina í þér. Ef þú hef- ur ekki kjark til þess, þá er ekki líklegt að þú hafir nokkurn tíma kjark til að standa frammi fyrir full- um sal áhorfenda. 1. Hvað kostar að sœkja námskeið til að öðlast meiraprófsréttindi i bif- reiðaakstri ? 2. Hve oft eru slík námskeið háld- in og á hvaða tíma árs? Hvert á aö snúa sér til að tilkynna þátttöku? 3. Eru einhver sérstök skilyröi fyrir því að fá að sœkja þessi nám- skeið? SVAR: Þú skalt snúa þér til for- stöðumanns bifreiðaeftirlitsins og fá hjá honum nákvæmar upplýsingar varðandi námskeið fyrir meirapróf. Slík námskeið eru venjulega haldin á haustin og taka 5—6 vikur, ef þau eru aðeins kvöldnámskeið, en 4—5 vikur, ef námið er stundað all- an daginn. Til að geta tekið þátt í slíku nám- skeiði þarftu að hafa ökuskírteini í lagi, hafa ekið samfleytt í 6 mán- uði, hafa óflekkað mannorð, og sjón og heyrn í lagi. Annars er lang bezt fyrir þig að setja þig í samband við bifreiðaeftirlitið, eins og áður er sagt. Finnst þér ekk fúll-snemmt fyrir llf ára gamla stúlku að byrja að mála sig? Ef svo er, hvaða áldur finnst þér þá hœfilegur. SVAR: Þú átt sennilega ekki aðeins við, hvort of snemmt sé fyrir þig að byrja að mála á þér varirnar, heldur líka hvort þú getir farið að púðra þig, en það er áreiðanlega ekki hollt fyrir húðna á þér meðan þú ert ekki eldri en þetta. Aftur á móti gerir það þér kannski ekkert til, þó þú setjir svolítinn daufan lit á varirnar á þér á kvöldin, ef þú ætlar eitthvað sérstakt, þó það sé mikið vafamál að það sé til nokkurrar prýði á svo ungu andliti. En þegar þú byrjar að púðra þig, máttu ekki gleyma því, að þá þarftu líka að byrja að hreinsa púðrið upp úr húðinni með kremi á kvöldin. Löngu viðurkeimdur sem BESTI, SJÁLFVIKKI OLÍUBRENNARINN Fimm stœröir fyrirliggjandi: GCS .=. 0,75— 2,00 gall. klst. GCl = 1,50— 3,00 — — GC2 = 3,00— 4,50 — — GC3 = 3,00— 7,50 — — GC4 = 7,50—13.00 — — Brennurunum fylgja öll nauðsynleg stillitæki, olíuhreinsari og súgspjald, auk þess öryggisloki með brennivari. — VERÐIN MJÖG HAGSTÆÐ OLÍUFÉLAGIÐ H.F. FORSÍÐUMYNDIN „Viltu í nefið, afi?“ kallar höf. forsíðumyndina, en hana tók SÁTT OG SAMLYNDI Bóndi nokkur og kona hans ólm til bæjarlns að morgni dags. Leiðin lá framhjá stöðuvatni, og konan, sem mun hafa fundið til þess, að sam- Iyndi þeirra hjónanna væri ekki alltaí eins og bezt væri á kosið, sagði: „Sjáðu, pabbi, gæsahjónin sem synda þarna hlið við hlið í sátt og sam- lyndi. Væri ekki dásamlegt, ef fólk gæti alltaf verið svona til friðs?“ Bóndi leit á gæsahjónin, en anz- aði konu sinni engu. Bétt fyrir sólsetur sama dag voru hjónin á heimleið framhjá vatninu. A gullskyggðum vatnsfletinum mátti sjá gæsahjónin syndandi hlið við hlið. „Pabbi, sagði hún, „sjáðu gæsa- hjónin, þau synda þama enn í sátt og samlyndi. Væri ekki dásamlegt, ef fólk gæti lifað þannig?" Bóndi þagði við stundarkom, en sagði svo: „Ef þú gáir betur, góða min, þá muntu sjá, að steggurinn er ekki sá sami og i morgun.“ MUNIÐ NDRA MAGASIN StMI 81600 REYKJAVIK Karl G. Sölvason Ferjuvog 15 Sími 7939 Reykjavík öll gluggahreinsun fljótt og vel af hendi leyst. HRINGEO I SlMA 7939 — Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Astþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. 2

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.