Vikan


Vikan - 15.09.1955, Qupperneq 3

Vikan - 15.09.1955, Qupperneq 3
JJVAÐ þykistu hræðast meir en allt annað? Mýs eða rottur? Myrkur eða læst herbergi? Köngu- lær? Það er furðulegt hve mörg okk- ar eiga sína „uppáhaldshræðslu“. Þetta á ekkert skylt við heigul- skap. Hinir hugrökkustu menn geta verið logandi hræddir við agnarlitlar mýs! Það er ekki vitað með vissu hvað veld- ur þessu. Það er eitthvað „inni í okkur“, eins og sagt er, sem veldur því, að til- hugsunin ein um hina ægilegu grýlu hleyp- ir í okkur hrolli. Það er auðvitað harla ótrúlegt frá flestra sjónarmiði, en til eru þeir karlar og konur sem bókstaflega hata sjóinn. Blöð í Bretlandi skýrðu í sumar frá ungri stúlku, sem þannig var ástatt um. Til- efnið: Hún var trúlofuð amerískum flug- manni og um það bil að leggja af stað sjóleiðis til New York til þess að gift- ast honum — þegar hún hljóp í land. Stúlkan var innilega ástfangin, og hún átti ekki aðra ósk heitari en að komast í fangið á unnusta sínum. En hún gat ekki afborið tilhugsunina um það að eiga að sigla á skipi yfir þvert Atlantshaf. Blöðin skýrðu frá því, að mánuði áð- ur en þessi atburður gerðist hafði hún yfirgefið annað skip af nákvæmlega sömu ástæðu. Hún ákvað að lokum að fljúga til Banda- ríkjanna. Hún var allskostar óhrædd að fljúga. Eins og einn vinur hennar orð- aði það: „Hún þolir bara ekki með nokkru móti að sjá sjóinn.“ Meðal sjúklinga læknis eins var efn- aður ungur maður, sem var veill í lung- um. Læknirinn ráðlagði honum langa sjó- ferð. En hann var ekki fyrr búinn að nefna sjóinn á nafn en sjúklingurinn ná- fölnaði og sagði: „Ég hata og óttast haf- ið. Ég þoli ekki að sjá það hvað þá meira. Ég er sannfærður um, að ég mundi ekki lifa sjóferð af.“ Með hliðsjón af þessu varð læknirinn að falla frá heilræði sínu. Svo fór þó, að kunningjar unga mannsins stöppuðu í hann stálinu og fengu talið hann á að taka sér far með skipi til Ástralíu. Eftir þriggja daga siglingu varpaði hann sér fyrir borð. Hann skildi eftir bréf, þar sem sagði meðal annars: „Ég ræð ekki lengur við þá ægilegu hræðslu, sem nálægðin við þetta hræðilega haf hefur í för með sér. Ég veit ekki hvernig á því stendur, en það er að gera mig vit- skertan.“ Þetta er til allrar hamingju sjaldgæft dæmi um óstjórnlega hræðslu af næsta litlu tilefni. En óeðlileg hræðsla getur valdið fórnarlömbum sínum ýmsum erfið- leikum og óþægindum. í New York var til dæmis búsett kona, sem hafði svo mik- inn beyg af hundum, að hún þorði ekki út fyrir húsdyr nema í leigubíl. Hún neitaði að fara út með manninum sínum nema hann bæri vænan lurk til þess að verja hana fyrir hundunum, og það þ.urfti ekki annað en nefna hund á nafn til þess að hún yrði logandi hrædd. Að öðru leyti var hún alveg laus við alla sérvizku, ef svo mætti orða það; til dæm- is hafði hún hið mesta dálæti á hestum og fór oft í útreiðartúra. Þeir menn eru margir, sem hafa ógeð á köttum. Margir forðast þá og sumir komast í uppnám í nálægð þeirra. Þess eru líka dæmi, að blóm hafi skrítin áhrif á menn. Kunnur listmálari féll í yfirlið, ef hann kom nálægt rósum, og sagt er frá munk einum, sem ekki kom út fyr.'r dyr á sumrin af ótta við að rósir yrðu á vegi hans. Bacon lávarður, hinn kunni rithöfund- ur, var ávallt feiknhræddur við tungl- myrkva, þótt hann gæti enga skýringu gefið á þeirri hræðslu. Hann sagðist verða máttvana og sundla, ef hann horfði t himins, þegar tunglmyrkvi væri að fær- ast yfir. Það lætur kynlega í eyrrnn, að flautu- hljómur geti komið mönnum til að falla í yfirlið, en læknar skýra frá þýzkum hljómlistarmanni, sem ekki gat leikið með hljómsveitum sem höfðu flautuleik- ara. Þegar hann heyrði í flautu, fékk hann svima, og þegar verst stóð á, féll hann í yfirlið. Mörgum manninum er ákaflega illa við skorkvikindi af ýmsu tagi, og þá alveg sérstaklega köngulær. Kunnur rithöfund- ur fullyrti, að hann vildi heldur berjast við ljón en vakna við það um miðja nótt, að könguló skriði yfir líkama hans. Til er frásögn um mann, sem ekki þoldi — konur! Hann neitaði því þó alla tíð, að hann væri kvenhatari. En þau áhrif hefði nærvist kvenna á sig, sagði hann, að hann fór að finna til vanlíðunar og fannst hann vera að verða fárveikur. Það eru líka til sannar frásagnir um kvenfólk, sem fengið hefur ofnæmi fyrir karlmönnum. Hanna nokkur Murton í Gomerset 1 Englandi var svikin af unn- usta sínum um tvítugt. Upp úr því fékk hún svo mikla andúð á karlmönnum, að hún strengdi þess heit að tala aldrei við karlmenn og forðast snertingu þeirra lif- andi og dauð. Til þess að forðast, að karlmannshend- ur snertu líkama hennar eftir andlátið, keypti hún líkkistu, og í hvert skipti sem hún veiktist, lagðist hún í kistuna og lét vinkonur sínar heita því að ganga frá líkinu, ef hún skyldi deyja í það skiptið. Franskur tónsmiður fékk þá flugu í höfuðið, að eittlivað ægilegt mundi koma fyrir hann — ef hann nokkumtíma tæki ofan hattinn sinn! Hann varð æ sann- færðari um þetta eftir því sem árin færð- ust yfir hann, og þar kom, að hann tók hattinn aldrci ofan, ekki einu sinni uppi í rúmi. Já, og hann andaðist með hattinn á höfðinu. — ASHLEY BROWN. í I I I I I Stíilkan heitir Gloria Grahame og hún hefur verið að leika síðan hún var níu ára. Hún vinn- ur lijá Metro-Goldwyn- Mayer í Hollywood við vaxandi vinsœldir. Það furðulega er (segja gagurýnendur, sem Gloriu eru vinveitt- ir), að hún er ekki ein- asta fádæma falleg held- ur líka gædd miklum leikgáfum. Hún sannaði hvortveggja í mynd, sem ber enska nafnið: „The Bad And The Beautiful“, en fyrir leik sinn í henni fékk hún hin eftirsóttu Oscar- verðlaun. Gloria hefur starfað við mörg leikhús, meðal annars í New York. En kvikmyndasmiöirnir „uppgötvuðu“ hana dag einn fyrir nokkrum ár- um, þegar hún var nem- andi í gagnfræöaskóla í Hollywood. Mánuði áður en hún útskrifaðist, kom hún fram í skólaleikriti — og meðal áhorfenda var kvikmyndafi-amleið- andi, sem lét það verða sitt fyrsta verk að sýn- ingunni lokinni að gera við hana starfssamning! ! ^ 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.