Vikan


Vikan - 15.09.1955, Blaðsíða 12

Vikan - 15.09.1955, Blaðsíða 12
„Eftirvœntingin var mikil, þegar við loksins eignuðumst útvarpstœki“ eftir Evelyn Berglund Shore SÖNN frásögn ungrar stúlku af Iífi sínu og ævintýrum í auðnum Alaska ÞAÐ eru naumast margar tólf ára stúlkur sem hafa stundað veiðar í óbyggðum Alaska, en ég var ekki nema tólf ára þennan vetur þeg- ar við Hazel vorum við veiðarnar með John gamla. Og þennan vetur lærðum við allt um veiði- mennsku með snörum og gildrum og komumst í náin kynni við hætturnar og kuldann og erfiðið. Við veidd- um úlfa og refi, minnka og merði og hreysiketti, birni og elgi og kanínur. Kanínuskinnin notuðum við til að fóðra vetlingana okkar, elgshúðir til þess að birgja með dyrnar á veiðikofunum okkar, ósútaða elgsskinntauma í þrúgur og aktygi á hundana og elgs- húðir eða bjarndýrsfeldi í rúmdýnur. Úlfa, refi, ininnka, merði og hreysiketti veiddum við hinsveg- ar til sölu; á loðskinnaveiðinni og loðskinnasölunni byggðist afkoma okkar. Við merktum staðina vandlega þar sem við lögðum gildrur okkar og snörur, ella hefðum við auðveldlega getað gengið í þær sjálf. Eitt sinn fór Pinto, einn af sleðahundunum mínum, í úlfagildru. Boginn læsti sig um framfót hans. Ég þaut til hans og kraup hjá honum. Þegar ég tók tii bogans, ýlfraði Pinto og glefsaði í hendina á mér. Ég sló hann á t.rýnið og sagði: „Hættu þessu! Þú mátt ekki bíta mig núna.“ Svo byrjaði ég að spenna bogann sundur, en tókst það ekki fyrr en í annarri atrennu. Pinto glenti upp kjaftinn og læsti honum utan um handlegginn á mér. Þegar fóturinn var laus, sagði ég: „Hana, togaðu nú í!“ Pinto gerði það og sleppti um leið handleggnum á mér. Þegar ég bretti upp ermina, var ég talsvert marin eftir tennurnar. En ekki hafði hann bitið mig, þrátt fyrir sársaukann. Hann var bara að harka af sér, veslingurinn. Við urðum að flytja allan feng okkar heim í stærsta viðlegukofann. Það var ekki viðiit að flá dýrin á staðnum. 1 fyrsta lagi var kuldinn svo mikiil, að við máttum aldrei taka ofan vetlingana, og í öðru lagi voru dýrin gaddfrosin. Við urðum því að stafla þeim á sleðana og flytja þau „heim“, og þegar við veiddum vel, var þetta mesta basl. Við fórum um allt veiðisvæðið á nokkurra vikna fresti; það var allt undir veðrinu komið, hvað við komumst yfir mikið. Við gáfum mörgum af þeim stöðum nöfn, sem við fórum um. Hér eru fáein: Miðnæturgil, Jökulgljúfur, Hvassidalur, Steinnes, Gustagil, Þrumugljúfur og Þvotta- ifrétti skrattans. Þrumugil nefndum við svo vegna þess, að þar stóð eitt af tjöldunum okkar á ísnum og undir því beljaði áin með feiknmiklum gný. Þvotta- br'ettið vár löng og erfið fjallshlíð, glerhál og hættuleg. Okkur var mein- ilia við hana, en veiddum þó talsvert í henni. Eitt sinn börðust þær mámma ög Hazel heilan dag við að vitja gildranna í henni og komu héiirl örþreyttar og tómhentar. Þær kváðust ekki einu sinni hafa séð spoi'' eft'ir . tófu. Þegar manima kom inn um kofadyrnar, fleygði hún húfunni sinni og vetjin^unum reiðilega frá sér og sagði: „Þetta skal vera i síðasta skipti sem ég klöngrast yfir þetta skrattans þvottabretti." Upp frá því hét hlíðin sú Þvottabretti skrattans. Oft komum við á ferðum okkar í kofa annarra veiðimanna. Það voru óskráð lög, að ef maður dvaldist næturlangt í kofa annars manns, skildi maður eftir bréfmiða til eigandans með nafni sínu á og sagði honum hvað maðui' hafði tekið, ef það var þá eitthvað. Þeir voru fáir veiði- mennirnir, sem báru á sér ski'ifpappír, svo að þessar kveðjur voru tíðast hripaðar á umbúðapappír, rifrildi úr pappakassa, tréfjalir eða jafnvel á kofaveggina. Ef komumaður var blýantslaus, notaði hann stundum byssukúlu til þess að klóra nafnið sitt. Þær kveðjur var erfitt að lesa, en hversu dauf sem skriftin var og hversu fui'ðulegt sem „bréfsefnið" var, voru þetta alltaf kærkomnar orðsendingar. Stöku veiðimenn höfðu ,,gestabækur“ í kofum sínum. Það var alltaf gaman að biaða í þeim. I þær var skrifað margt skrítið og skemmtilegt. Þetta voru líka einskonár fréttablöð: menn skráðu í gestabækurnar tið'indi af sjálfum sér og veiðiskapnum. Heimilið okkar við Laxá var fimm sinnum sex metrar að flatarmáli. Við sváfum á bekkjum, sem búnir voru til úr grönnum trjábolum. Á bekkjunum voru dýnur. Það voru engir klæðaskápar, engar skúffur. Fatn- aður okkar hékk á nöglum á veggjunum eða var geymdur í trékössum, sem hægt var að skjóta undir bekkina. Gólfábreiðurnar voru bjarndýrs- feldir. Eldavél, sem kynt var með viðarbútum, var í horni kofans, og sömu- ieiðis ofn. Við eldavélina og ofninn lágu eldaviðarstaflar. 1 stað eldhús- skáps höfðum við ti'ékassa, sem við reistum upp á endann og hólfuðum sundur og máluðum og fóðruðum með umbúðapappír. Á veggnum bak við eldavélina héngu pottar og pönnur. Ljós fengum við frá ollulampa, sem hékk niður úr loftinu. Það var óneitanlega þröngt þegar við urðum að þvo fatnaðinn okkar og þurrka hann inni, og þegar við vorum öll fimm heima, var blessaður ltofinn alveg sneisafullur. En þetta komst upp í vana og margar ánægju- stundirnar áttum við saman þarna. Eg er hrædd um, að það hafi sífellt verið matarlykt hjá okkur, því að milli veiðiferðanna suðum við og steiktum feiknin öll af mat til þess að taka með okkur i næsta leiðangur. Það var auðvitað fyrst og fremst kjöt, sem við áttum beinfrosið í hjallinum bak við kofann, en auk þess brúnar baunir, brauð og flatkökur og stundum berjamauk til hátíðabrigða og kökur. Allt þetta settum við í hreina hveitisekki, þegar búið var að Einn daginn kom Hazel heim með yrðling, sem hún hafði fundið í úlfagildru.............

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.