Vikan


Vikan - 15.09.1955, Síða 11

Vikan - 15.09.1955, Síða 11
pLXJGVÉLIN frá Róm lenti, léttilega eins Og máfur, og farþegarnir streymdu yfir völlinn. Kunningjar, sem biðu í bifreiðum, þeyttu hornin ákaft í kveðjuskyni og flýttu sér í áttina að mót- tökuherbergjunum. Vitni í milljónatali Dœgurlagasöngvarinn var grunaður um morð. En fjarvistarsönnun hans var óneitanlega góð. Laddie Bayes, hár grannur og ljóshærður, kom brosandi út úr tollskýlinu og brosti enn breiðara, hinu fræga brosi sínu, við hópi aðdáenda, sem hafði safnast þarna saman til að taka á móti honum. Aftast í hópnum beið þrek- vaxinn, þunglamalegur maður, sem virtist ekki hafa gert ann- að allt sitt líf en bíða eftir einhverju eða einhverjum. Ung stúlka sagði, tilgerðar- legri röddu: „Maturinn héma á flugvallarhótelinu er alveg hræðilegur, elskan. Heyrðu mig, við getum farið til West End og haldið almennilega veizlu, það er ekki nema hálftíma akst- ur þangað.“ „Það er ágætishugmynd,“ svaraði Laddie Bayes. Nú ruddi þrekvaxni maður- inn sér braut til Bayes og muldraði eitthvað um leið og hann sýndi honum nafnspjald. Laddie hikaði eitt andartak, en sagði svo stuttaralega við kunn- ingja sína, að hann þyrfti að sinna áríðandi máli, en mundi hitta þá seinna inni í borginni. Síðan fór hann á eftir mannin- um í áttina að einu horni kaffi- stofunnar og settust þeir þar niður. „Eruð þér frá lögreglunni? Eigum við ekki að fá okkur kaffi ?“ „Kaffi? Jú, kannski. Ég er Higgs lögreglufulltrúi frá Scot- land Yard.“ „Nú, ef það er viðvíkjandi dauða frænda míns . . .“ „Já, það er einmitt viðvíkj- andi því,“ sagði Higgs þurrlega. „Jæja, það er varla mikið, sem ég get sagt yður. Gæti það ekki beðið til morguns? „Nokkur formsatriði,“ muldr- aði lögreglufulltrúinn og dró fram vasabók. „Mér skilst, að þér hafið heyrt fréttirnar, með- an þér voruð í Róm.“ „Já. Þetta var sannarlega mikið áfall fyrir mig. Og, að hann skyldi vera . . . myrtur . . . það er alveg hræðilegt.“ Bayes hafði sett upp sorgar: svip. „Eruð þér vissir um, að það hafi verið morð?“ „Nú,“ svaraði Higgs, „gamall maður fer varla að kyrkja sig, NÝ TÍÐINDI (AF LÉTTARA TAGIj nr. 13 við Þrettándu götu og hinn 13. apríl siðastliðinn hafði hún dvalist þar í nákvæmlega 13 mán- uði. Þann dag keypti hún miða í ríkishappdrættinu — númer 1313. Þegar dregið var fyrir skemmstu, vann hún rúmlega 200,000 krón- ur. BÆJARSIMINN í Vinarborg hefur tekið upp nýja þjón- ustu. Ef þig vantar fjórða mann í bridge, barnfóstru eða íhlaupa- mann af einhverju tagi, hringirðu í síma U-14000 og símastjórnin reynir að hjálpa þér. ALVEG óvenjufeit kona kom nýlega flugleiðis til Buenos Aires frá Afríku. Hún var svo feit, að flugvallarstarfsmaður einn taldi sér skylt að hjálpa henni inn í flugvallarhótelið. Þegar hann snerti hana, fannst honum „fitan" hinsvegar einkennilega hörð viðkomu. Árangur: Leit var gerð á ,,feitu“ konunni og á henni fundust rösklega 72 pimd af gulli! r:Ú BETTY HANSFORD í Kingsford, Astralíu, er ekki míkið hrædd við „óhappatöluna“ 13 (sjá bls. 9, ef þið viljið lesa ýmislegt fleira um þá skritnu tölu). Fi'ú Hansford býi- í húsi 17UNKENNILEGUR þjófur var -J fyrir skemmstu á ferðinni í bæ einum í Frakklandi. Hann læddist inn í vermihús um miðja nótt, tók plöntur úr tuttugu blómapottum, gróðursetti þær mjög samviskusamlega i garðin- um fyrir framan húsið — og hvarf að því búnu út í buskann með pottana. F:tJ FULLER FOOSHE i St. Louis í Bandaríkjunum má vera kona alveg óvenjulega þolin- móð. Það kom á daginn fyrir skemmstu, þegar hún leitaði á náðir lögreglunnar og bað hana um aðstoð við að losna við nokk- uð þaulsætinn gest. Gesturinn hét Eleanor Harris og hafði eitt sinn verið vinkona húsráðanda. En: „Ég bauð henni í kaffi fyr- ir 11 árum,“ tjáði frú Fooshe lög- reglunni, „og síðan hefur hún neitað að fara.“ Lögreglan fjarlægði vinkonuna. ræna sig og grafa sig undir laufi úti í skógi.“ „Það er engin ástæða til að vera með háð. Eg var bara að reyna að vera hjálplegur.“ „Afsakið,“ sagði lögreglu- fulltrúinn, „við erum stundum hranalegir, lögreglumennirnir. Þér gætuð samt orðið okkur til mikillar hjálpar með því að skýra frá ýmsu varðandi yður sjálfan, þar sem þér eruð eini X eftir Keston Clark X ættinginn. Ég hef heyrt, að þér séuð . . . vinsæll dægurlaga- söngvari.“ „Kallið mig bara raulara. Hvers vegna skyldi ég taka það nærri mér?“ „Já, hvers vegna skylduð þér gera það, Bayes? Þér hafið verið kallaðir verri nöfnum en það . . .“ Higgs leit í vasabók- ina sína . . . „fyrirlitlegt skor- kvikindi, til dæmis.“ Laddie Bayes hló sínum sér- kennilega hlátri, sem sjónvarps- hlustendur könnuðust svo vel við. „Nú, þér vitið þá, hvað frændi minn kallaði mig. Kon- an, sem ég leigi hjá, hefur víst sagt yður það.“ „Það var skylda okkar að spyrjast fyrir um yður,“ sagði lögreglufulltrúinn afsakandi. „Þegar við fréttum, að þér og frændi yðar hefðuð rifizt harkalega, rétt áður en hann var myrtur, urðum við að rannsaka það nánar.“ „Vitanlega,“ sagði söngvar- inn hjartanlega. „Mér er áreiðanlega eins annt um það og yður, að allt í sambandi við morðið á frænda mínum sé rannsakað út í yztu æsar.“ Hann fékk sér vindling og rétti síðan gullveskið að Higgs, sem neitaði. „Sjáið þér nú til,“ sagði Bayes, „það er engin ástæða fyrir mig að leyna neinu. Josiah frændi hélt aldrei neitt sérstaklega upp á mig. Hann áleit mig iðjuleysingja; aðeins vegna þess að ég hef aldrei skeytt um það sem hann kall- ar reglubundna vinnu. Já, við rifumst sannarlega þetta kvöld. Josiah frændi var alveg fjúk- ai}di ^ vondur. Stóð blessaður húsráðandinn á hleri?“ „Hún segist hafa heyrt allt niður 1 eldhús til sín,“ svai’aði Higgs. „Hún var mjög fegin, sagði hún, þegar gamli maður- inn kom niður stigann, bauð henni geðvonzkulega góða nótt og fór.“ „Sá hún hann fara?“ „Hún sá hann koma um sjö- leytið og fara aftur um átta- leytið. Hún var ekki viss um, hvað klukkan var nákvæmlega, þegar þér fóruð út eftir það, en hún veit, að þér komuð fram í sjónvarpinu klukkan níu, því að“ — Higgs gat ekki varizt brosi — „hún virðist vera í tölu aðdáenda yðar, hinna tíu milljóna aðdáenda.“ „Það er gaman að heyra það,“ Laddie Bayes brosti. „Að minnsta kosti hreinsar það mig af öllum grun, er það ekki? Ég var einkaerfinginn, svo að það er rétt af yður að yfirheyra mig rækilega. Ég er ánægður með það. En þér haldið þó varla, að ég hafi getað elt frænda minn, þegar hann fór frá íbúð minni klukkan átta, veitt honum eftirför frá London út í skóg í Hampshire, nálægt heim- ili hans, kyrkt hann og falið og samt verið kominn upp í sjón- varpssal kl. hálfníu — en það var ég — nema þér haldið, að ég eigi mér tvífara, sem hafi sungið í staðinn fyrir mig!“ „Nei, nei, alls ekki,“ sagði Higgs lögreglufulltrúi. „Þér voruð vitanlega þar sjálfur. Tíu milljón áhorfendum, og öllu starfsfólkinu við sjónvarpið, getur varla skjátlazt. Ergilegt fyrir okkur í lögreglunni, finnst yður það ekki? Þér höfðuð á- stæðuna til morðsins — þér vor- uð einkaerfingi Josiah Bayes, þótt hann hataði og fyrirliti yður — og við vitum, að þrátt fyrir góðar tekjur, eruð þér í peningavandræðum. En, sem sagt, virðast tíu milljón manns geta sannað sakleysi yðar.“ Laddie Bayes sneri vindlingn- um milli fingra sér. „Jæja þá?“ sagði hann spyrjandi. „Jæja,“ sagði Higgs. Hann fiskaði aftur fram vasabókina með klaufalegum tilburðum og kíkti í hana. „Við skulum líta svolítið á atburðina í réttri röð. Frændi yðar þurfti að fara til London þann tuttugasta og þriðja í viðskiptaerindum og skrifaði yður, að því er mér hefur verið sagt, og varaði yð- ur við, að hann mundi koma í heimsókn til yðar klukkan sjö þá um kvöldið. Konan, sem þér leigið hjá, sagði honum, þeg- ar hann kom, að hann skyldi fara upp í herbergið til yðai. Það höfðuð þér sagt henni að gera. Hann leit út fyrir að vera í mjög vondu skapi. Hún heyrði ykkur rífast. Um klukkan átta sá hún hann fara. Klukkan níu Framhald á bls. is. 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.