Vikan


Vikan - 15.09.1955, Page 7

Vikan - 15.09.1955, Page 7
KARLMAÐTJR i kvenbúningi Karlmenn gera það sjaldnast ótilneyddir að skreyta sig með fjöðrum kvenfólksins AÐ er ekki oft sem karlmeim klæðast kvenbúningi, og þeg- ar þeir gera það, má ganga út frá því sem nærri því vísu, að þeir geri það nauðugir. Algengasta ástæðan er einfaldlega sú, að þeir eru staddir í þann- ig klipu, að þeir eiga ekki annað ráð vænna en að reyna að láta líta svo út sem þeir tilheyri veikara kyninu. Hermenn hafa brugðið sér í pils — með misjöfnum árangri. Hollenskur flugmaður, sem í heimsstyrjöldinni sat í þýzkum stríðsfangabúðum í Póllandi, dulbjó sig sem kvenmann. Hann var einn af þeim stríðs- föngum, sem gerðu Þýzkurun- um lífið leitt með því að vera sífellt að reyna að flýja. Þessi flugmaður hét Kurt Kliensmann, og er hann hafði setið í fangabúðunum um hríð, tók hann eftir því, að kona fangabúðastjórans heimsótti hann ávallt í skrifstofu hans einu sinni á viku — og alltaf sama daginn og alltaf um svip- að leyti. Kurt, sem var álíka gildvax- inn og frúin, datt í hug, að kannski gæti hann sloppið út úr fangabúðunum ef hann brygði sér í gerfi hennar. Hann bjó sér til ljósa hárkollu, fékk einn af samföngum sínum, klæð- skera, til þess að búa til ná- kvæma eftirlíkingu af treyju og pilsi frúarinnar, smíðaði sér há- hælaða kvenskó og saumaði ansi snotran kvennhatt og kven- veski. Svo rann upp dagurinn þegar fangabúðafrúarinnar var von, og Kurt fór í nýju fötin sín og málaði sig í framan og trítlaði mjög dömulega á háhæluðu skónum í áttina að fangabúða- hliðinu. Hann hefði átt skilið að sleppa. En hann var alveg ein- staklega og sorglega óheppinn. Kona fangabúðastjórans hafði aldrei þessu vant „farið út af áætlun;“ hún hafði kvatt mann- inn sinn fyrr en nokkurntíma áður, og þegar Kurt kom að varðskúrnum við hliðið, blasti enginn annar við honum — en hún! Hún horfði orðlaus á hann, en rak að því búnu upp hljóð Abyrgum stjórnmálamönnum kemur nú saman um að besta vonin inn varanleg'an frið byggist á. bsettri afkomu almennings. Samein- uðu Þjóðirnar Ieitast við að byggja starfsemi sína á grundvelli þessarar kenningar. Hjálparstarf þeirra víða um heim miðar ein- mitt að bættum lífskjörum fólksins. Hér tekm- Arabi í notkun nýja landbúnaðarvél, sem hann liefur fengið fyrir atbeina S. I>. og æpti: „Þér eruð karlmaður! Síðan hljóp hún að honum, og áður en Kurt og varðmennirn- ir fengju nokkuð að gert, var hún búin að reyta af honum allar fallegu fjaðrirnar. Nokkr- um sekúndum seinna var hann leiddur burtu, pilslaus og án fallegu gulu hárkollunnar. Stundum hafa menn bjargað lífi sínu með því að klæðast kvenbúningi og eru til um það eftir JOHN BKANDON nokkrar frægar sögur. Ein er frá valdaárum Napoleons. Antoine Lavallette greifi sat í Conciergerie fangelsi í París og hafði verið dæmdur til dauða fyrir að efna til samsæris gegn keisaranum. Konunni hans hafði verið gefið leyfi til að kveðja hann. Hún kom til fangelsisins með sítt svart slá á herðunum og var ósköp beygð og hnuggin sem vonlegt var. Fangaverðirn- ir vorkenndu henni af heilum hug og þeir leyfðu henni að tala við manninn sinn einslega í klefa hans, í stað þess að fara með hana til móttökuherberg- isins, eins og annars var venja. Þetta var einmitt það sem hin trygga eiginkona hafði von- að. Því hún var ekki fyrr kom- in inn í klefann en hún byrjaði að fara úr fötunum, og fáeinum mínútum síðar voru þau búin að hafa fataskipti, hún og greif- inn maðurinn hennar. Lavallette sveipaði um sig sláinu og dró hettuna upp yfir höfuð, og þannig gekk hann — „bugaður af sorg“ — út úr f angelsinu! Hvað varð um konuna hans? Yfirvöldin ætluðu af göflun- um að ganga, þegar þau upp- götvuðu, hvaða brögðum hafði verið beitt, og ekki minnkaði gremja þeirra, þegar Lavallette tókst að smjúga yfir frönsku landamærin og komast heilu og höldnu til Bavaríu. Það var höfðað mál á hendur hinni hugrökku konu hans og farið með hana eins og versta afbrotamann. Hún var í fyrstu geymd í sama fangelsinu sem maðurinn hennar hafði setið í, en síðan flutt í annað fangelsi sem refsifangi. Meðferð hennar þar var stjórnarvöldunum til lítils sóma. Hún veiktist og var um skeið vart hugað líf. Þegar hún losn- aði úr prísundinni allmörgum árum síðar, var hún mjög veik- burða. En hún rétti við og náði heilsunni aftur og með ást sinni og umönnun tókst manninum hennar að gjalda að nokkru leyti þá miklu fórn, sem hún hafði fært fyrir hann. Flestum karlmönnum er af skiljanlegum ástæðum fremur illa við að klæðast kvenbúningi. Þeir fara úr þessum fatnaði við fyrsta tækifærið sem gefst. Þó eru frávik frá þessu. Sem dæmi má nefna de Beaumont barón, sem frægur er í ann- álum um franska njósnara. Hann kunni svo vel við sig í kvenmannsgerfi, að það komst upp í vana hjá honum að klæða sig og korna fram eins og kven- maður. Uppeldi hans kann að hafa ráðið þar nokkru um. Móðir hans hafði þráð að eignast dótt- ur. Þegar sú von hennar brást, „leysti“ hún vandann á þann einfalda hátt að klæða son sinn í telpufatnað og láta hann leika sér að brúðum! Beaumont gat sér mikið frægðarorð sem einn af njósn- urum Louis XV, en er hann gekk úr þjónustu konungs, lifði hann sem kvenmaður frá 1775 til 1785. Byltingin gerði hann land- flótta og hann leitaði hælis í London. Þar vann hann fyrir sér með því að kenna skylm- ingar — en ekki sem karlmaður. Hann klæddist kvenmannsföt- um og tók sér kvenmannsnafn og leyndi hinu rétta kyni sínu. Hann dó 21. mai 1810. Hann dó sem ,,kvenmaður,“ en var afhjúpaður — ef svo mætti orða það — eftir andlátið. Ýmsar sögur höfðu þá komist á kreik um það, að hinn annálaði skylm- ingameistari væri karlmaður í dularklæðum, og þar sem nokkr- ir heldri menn höfðu veðjað um þetta sín á milli, fengu þeir lækni til þess að skoða líkið og skera úr veðmálinu. Læknirinn kom innan stundar með svar sitt. Karlmaður í húð og hár, sagði hann — og sá dómur varð ekki véfengdur. 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.