Vikan


Vikan - 15.09.1955, Blaðsíða 15

Vikan - 15.09.1955, Blaðsíða 15
Vitni í milljónatali Framhald af bla. 11. komuð þér fram í sjónvarpinu ásamt hljómsveitinni. Að því eru tíu milljón vitni. Eftir það fóruð þér strax í kvöldboð og þaðan beint út á flugvöll til að ná í flugvélina til Róm. Nóg vitni fyrir hverja klukkustimd á hverjum degi allt til þessa dags.“ „Þér hafið sannarlega haldið á spöðunum við að ná í upp- lýsingar um mig, á meðan ég var í burtu,“ sagði Laddie Bayes. „Ef þetta er nóg sönn- un fyrir sakleysi mínu, hvers- vegna haldið þér þá áfram að staglast á þessu?“ Higgs lét sem hann hefði ekki heyrt til hans. „Þetta var fyrir hálfum mánuði, og fyrir þremur dögum fannst lík Jos- iah Bayes undir hrúgu af laufi á búgarðinum í nágrenni við heimili hans. Það var ekki fyrr en að leit hafði verið gerð að honum. Ef hann hefði ekki lif- að næstum eins og einsetumað- ur, hefði frétzt um hvarf hans miklu fyrr. Það er ómögulegt núna að tiltaka nákvæmlega yður datt snjallræði í hug. Þér dagimif þegar morðið var fram- ið, en augsýnilega hefur það verið einhvem tíma eftir að hann heimsótti yður kvöldið þann tuttugasta og þriðja. Jæja, en frændi yðar heimsótti yður hálfum mánuði áður, er það ekki?“ „Jú. Hvað um það?“ „Þá var húsráðandinn ekki heima, var það? „Var það? Ég get ómögu- lega munað það.“ „Við skulum nú sjá til. Það var þá, sem frændi yðar sá nokkuð, sem gerði hann alveg æfan af reiði. Upptökutæki, sem þér höfðuð keypt fyrir offjár og ætluðuð að nota til æfinga fyrir sjónvarpsþættina. Allt fór í háaloft, og það var þá sem hann kallaði yður fyrirlitlegt skorkvikindi, eða hvað það nú var. Eftir að hann var farinn, komuzt þér að raun um, að þetta hafði allt spilazt inn á tónbandið, því að vélin var í gangi allan tímann . . .“ „Hvaða bölvuð vitleysa!“ „Leyfið mér samt að halda áfram, Bayes. Þá var það, að þurftuð nauðsynlega á pening- um frænda yðar að halda, vegna þess kostnaðarsama lífs, sem þér lifið. Jafnvel sjónvarps- raulari hefur ekki nóg laun til að geta veitt sér allt það, sem þér virðist ekki geta verið án; dýra íbúð, dýrar veizlur, dýr ferðalög. Nú gátuð þér aflað yður prýðilegrar f jarvistarsönn- unar frá og með kvöldi hins tuttugasta og þriðja. Ef þér gætuð nú drepið frænda yðar þann tuttugasta og annan og leikið hann aftur í London næsta dag Ijóslifandi og í æstu skapi . . .“ „En fólk sá hann, svo að ekki verður um villst! Þetta er ekk- ert nema einber tilbúningur hiá yður!“ ,,Nei,“ mótmælti lögreglu- fulltrúinn. „Við höfum komizt að því, að áður fyrr voruð þér um nokkurn tíma við leikhús og þóttuð sæmilegasti leikari. Það hjálpaði mikið, að frændi yðar var á hæð við yður og með skegg. Þér sögðuð húsráðandan- um fyrirfram, að hann mundi koma, og hana grunaði ekki, að það væruð þér, sem hefðuð dulbúið yður í gerfi hans. Svo settuð þér tónbandið af stað og húsráðandinn heyrði rifrild- ið.“ Það var eins og Bayes ætti eitthvað erfitt um mál, en loks hreytti hann út úr sér: „Þetta er eins og efni í leynilögreglu- sögu. Þér hafið engar sannan- ir, það gætuð þér ekki haft.“ „Þér yrðuð undrandi, ef þér vissuð, hve mörg smáatriði við getum sannað, þegar til kast- anna kemur. 1 fyrsta lagi vit- um við með vissu, að Josiah Bayes var ekki á lífi að morgni hins tuttugasta og þriðja, þótt hann virðist hafa heimsótt yður þá um kvöldið. Þennan morgun hafði pósturinn nefnilega skil- ið eftir bréf á mottunni hjá honum og enginn brezkur kvið- dómur tæki það trúanlegt, að maður með góða heilsu skildi eftir óopnað peningabréf á gólf- inu hjá sér. Komið þér nú, Bay- es, það bíður hérna bill eftir okkur.“ „Þér virðizt vera mjög ánægður með yður núna,“ urr- aði Bayes. „Ég er það líka,“ sagði Higgs lögreglufulltrúi. „Mér hefur alltaf verið illa við dægur- lagaraulara.“ sfiýerp kvö&b Til þess oð vernda húð yðar ættuð bér oð verja nokkrum mínútum á nverju kvöldi til að snyrta andlit yð<3' hendur með Nivea-kremi. KC yTi ið hressir, sfyrkir og sléttir andlitshúðino og hendkuwjr 5röa m|úkor og fallegor. Nivea-krem hefir inoi oíi holda euzerii, sem er skylt eðlilegri húðfitu. Þes veqno genaur það djúpt inn í húðina, og hefir óhrtf bnqt fyrir yfirborð hörundsins. fess vegno er NTvéa- krem svo gott fyrir húðina. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS u Breytingar á áætlun m.s. „GULLFOSS. Veg-na tafa af völdum bilunar, breytist áætlun skipsins næstu ferðir svo sem hér segir: 17. FERÐ: Frá Leith föstud. 9. sept. síðdegis. Til Reykjavíkur mánud. 12. sept. Frá Reykjavik miðvikud. 14. sept. kl. 12 á hádegi. •— Leith laugard. 17. sept. Til Kaupmannahafnár mánud. 19. sept. árdegis. 18. FERÐ: Frá Kaupmanr.ahöfn miðvikud. 21. sept. kl. 12 á hádegi. — Leith föstud. 23. sept. Til Reykjavíkur mánud. 26. sept. árdegis. Frá Reykjavík miðvikud. 28. sept. kl. 12 á hádegi. — Leith laugard. 1. okt. Til Kaupmannahafnar mánud. 3. okt. árdegis. 19. FERÐ, (sem veröur síðasta sumarferðin í stað þess að vera fyrsta vetrarferðin): Frá Kaupmannahöfn laugard. 8. okt. kl. 12 á hádegi, (samkv. áætlun). — Leith mánud. 10. okt. (í stað 11. okt.) Til Reykjavíkur fimmtud. 13. okt. (í stað 14. okt.) Frá Reykjavík laugard. 15. okt. kl. 12 á hádegi, (í stað 18. okt.) — Leith þriðjud. 18. okt. (í stað 21. okt.) Til Kaupmannahafnar fimmtud. 20. okt. árd. (í stað 23. okt.) Næsta ferð m.s. „GULLFOSS" (20. ferð) verður síðan sam- kvæmt áætlun frá Kaupmannahöfn laugard. 29. okt. kl. 12 á hádegi og verður sú ferð þá fyrsta vetrarferð skipsins. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.