Vikan


Vikan - 15.09.1955, Page 13

Vikan - 15.09.1955, Page 13
matreiða það, og hengdum að því búnu út í hjall, þar sem það fraus á augabragði. Svo var bara að bregða því á pönnuna eða í pottinn til þess að þýða það og ylja, þegar út á veiðisvæðið kom. Þetta var mjög þægilegt. Hvað gerðum við á kvöldin, þegar við vorum heima? Við prjónuðum eða hlustuðum á músík eða fórum í myllu. Mylluborðið bjuggum við til úr þykku pappaspjaldi. Pyrstu árin við Laxá áttum við gamlan grammofón, og aldrei mun ég gleyma kvöldunum sem við lékum á hann eða létum fara vel um okkur á bekkjunum okkar við hið bláhvíta skin olíulúktarinnar. John var venjulegast að lesa og reykja, Hazel og Elsa í myllu, við mamma saumuðum eða prjónuðum. Ekkert breytti litla kofanum okkar eins mikið og útvarpstækið sem við eignuðumst fáeinum árum síðar. Við keyptum lítið útvarpstæki í Port Yukon og höfðum það með okkur uppeftir, og við vorum varla fyrr líomin heim en við byrjuðum að aðgæta, hvort nokkuð heyrðist í því þarna í auðninni. Pyrst feldum við þrjú hæstu grenitréin sem við fundum, fluttum þau heim og reistum þau með um 50 metra millibili og þannig, að þau mynduðu þríhyrning. Milli þeirra strengdum við loftnetið. Við héldum niðri í okkur andanum af eftirvæntingu, þegar við settum íafgeymana í samband og opnuðum fyi-ir tækið. Það virtist nærri því óhugsandi, að við gætum haft neitt samband við umheiminn þarna norður við heimskautsbaug. Það urgaði og suðaði i tækinu á meðan John sneri tökkunum, og svo barst allt i einu unaðsleg músík inn í kofann, svo tær og skir að það var því líkast sem hljómsveitin væri stödd á hlaðinu. Pyrsta stöðin, sem við heyrðum í, var Los Angeles. Næsta var í New York. Við virtumst geta náð í nálega hvaða stöð sem við kærðum okkur um. Það voru hreint engar truflanir nema í verstu slagviðrum. Við Veiðarnar skiptum við venjulegast liði. Hazel, mamma og Elsa l'óru saman i eina áttina og við John í aðra. Einu sinni kom Hazel heim með stóran pappakassa í fanginu. Þegar hún opnaði kassann, kom í ljós agnar- smár yrðlingur. Hún hafði fundið hann í úlfagildru. Hann var meiddur á fæti og hún gerði að sárinu sem bezt hún gat. Hún bjó um hann í tjaldinu okkar við kofann og færði honum kanínuket daglega. Pyrstu tíu dagana urðum við að skipta á sárinu þrisvar á dag. Yrð- lingurinn tók því með mestu ró og reyndi aldrei að bíta okkur. Stundum sleikti hann á okkur hendurnar. Okkur gekk erfiðlega að fá sárið til að gróa, en eftir tvær vikur, þegar við urðum að halda til veiða á ný, virtist það vera að lagast. Mamma, sem var heima í þetta skipti, átti það til að lesa, prjóna eða sauma tímunum saman án þess að láta á sér kræla. Svo er að sjá sem þetta hafi hleypt illu blóði í yrðlinginn; ef mamma hreyfði sig snögglega eða kom nálægt bólinu hans, urraði hann og glefsaði. Pjórum dögum eftir að Hazel og Elsa höfðu lagt upp, kom ég heim úr minni veiðiferð og uppgötvaði, að umbúðirnar á fæti yrðlingsins voru óhreinar og allar úr skorðum gengnar. Þegar ég spurði mömmu hverju þetta sætti, sagðist hún ekki fá að koma nálægt yrðlingsskömminni, og ef ég reyndi það, mundi ég bara verða bitin. Ég kraup við kassann og sagði: „Hvernig list þér á að ég lagfæri svolítið á þér umbúðirnar, rebbi minn?“ Yrðlingurinn velti sér á bakið og teygði lappirnar í áttina til mín, og ég klóraði honum og hann virtist láta sér það vel líka. Ég þvoði særða fótinn með heitu vatni og sápu, bar smyrsl á sárið og batt um það, og yrðlingurinn lá grafkyrr á meðan. En mamma lét sér ekki segjast og sagði, að hann væri skapillur og leiðin- legur. Að lokum greri sárið og yrðlingurinn okkar varð spikfeitur og sæl- legur. Eina nóttina, þegar tunglið skein inn um gluggann, var'hann á hlaupum fram undir morgun. Einhver óeirð hafði gripið hann. Næstu daga á eftir hleypti Hazel honum oft út og tjóðraði hann þá við tré skammt frá kofanum. Hann virtist kunna því ágætlega og þangað bárum við honum matinn. En einn daginn, þegar Hazel ætlaði að fara að gefa honum, kom hún hlaupandi heim og hrópaði: „Hann er horfinn!“ Ég fór út að trénu. Tjóðurbandið var enn fast við tréð, en einhvern- veginn hafði sá endi þess losnað, sem hnýttur hafði verið um háls rebba. Aldrei tókst okkur að leysa þá þraut, hvernig þetta hafði atvikast. En ég er hrædd um, að við höfum grunað mömmu. Hún sagði að vísu ekkert, en hún var svo grunsamlega ánægð með sig næstu daga á eftir. Við sáum þennan vin okkar aldrei framar. En við sáum þess ýms merki, að hann var ekki fjarri kofanum. Við áttum auðvelt með að þekkja sporin hans í snjónum — hann steig ennþá mjög laust í meidda fótinn — og rákumst oft á þau. Einu sinni fundurn við lika leifarnar af villigæs, sem hann hafði banað. Honum virtist því ganga sæmilega að bjarga sér. Framhald í nœsta blaði. ^^Bezt að auglýsa í VIKUNNI Hinir nýju endurbættu 55gVojL RAFGEYMAR stærðir 90—250 ampt. — 6 og 12 volt. Heildsölubirgðir jafnan fyrirliggjandi. Raftækjaverzlun íslands h.f. Hafnarstræti 10—12 — Símar 6429 og 81785 Verkfærm sem allir bifreiðaeigendur þ&íá að eiga. Verzlunin BRYMJA •• ‘ ■ • • • :! A: . ií 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.