Vikan


Vikan - 15.09.1955, Page 10

Vikan - 15.09.1955, Page 10
Döðlukaka 2 gr. smjörlíki, 150 gr. sykur, 3 egg, 125 gr. hveiti, 125 gr. kartöflumjöl, 50 gr. súkkat, 12 döðlur, 1 mtsk. kúrennur, 'y2 tsk. lyftiduft. Smjörlíkið hrært vel með sykr- inum. Egg j arauðurn ar settar i ein og ein. Hveitinu, kartöflumjöl- inu og lyftid. blandað saman og látið út í smátt og smátt. Súkk- atið og döðlurnar brytjað smátt og smátt og blandað í ásamt kúrennunum. Hvíturnar þeyttar og látnar í seinast. Þetta má baka hvort sem vill í rándformi eða venjulegu formi. Bakað i eina klukkustund. Innbakað grænmeti 1 kg. grænmeti — gulrætur, gulrófur, púrrur, hvítkál. % tsk. salt, 1% dl. vatn, 2 egg jurtafeiti. Hveitið látið í skál, eggin hrærð út I og vatnið smátt og smátt. Sykrinum og saltinu blandað í. Grænmetið er soðið allt í einu i 20 mín., nema púrrurnar i 10 min. Svo er það skorið í langa og mjóa bita og látið kólna. 1 kg. jurtafeiti látin í pott og hituð, grænmetisbitunum difið í jafn- inginn og siðan látnir ofan í sjóð- andi jurtafeitina og brúnaðir í 5 mín. Þá eru þeir teknir upp úr og látnir á pappír. Kapersósa höfð með. Kapersósa 1 mtsk. smjörlíki, 2 mtsk. hveiti, y2 1. grænmetissoð, 1 eggjarauða, 1 matsk. kap- ers, 1 tsk. edik, % tsk. sykur. Smjörlikið brætt, hveitið látið út í og þynnt með grænmetissoð- inu. Kryddið látið í, eggjarauðan ihrærð vel í skál, dálitlu af sós- iunni ausið upp í skálina, síðan llátið út í aftur. Nokkru af sós- unni ausið yfir grænmetið á fat- inu, hitt borið inn í sósukönnu. TVÆR HLIÐAR A KIJRTEI8I BÖRNUM er sagt, að þau eigi að vera kurteis við gesti. En eru gestirnir þá kurteisir við börnin? Nú til dags, þegar aðstoðar- stúikur eru orðnar nokkuð sjaldgæfur munaður á heimil- um, er ekki gott að láta börn- in hverfa fyrirvaralaust úr stofunni þegar gestir rekast inn. I þessum greinarstúf segir þekktur rithöfundur frá reynslu sinni í þessum efnum. •— Ef þú kæmir inn í stofu þar sem fimm manns sætu, og þú forðaðist þrjá þeirra, en beindir öllu þínu tali og eftir- tekt að hinum tveim, fengir þú ekki háa kurteisiseinkunn. Samt sem áður hefi ég séð þetta alloft, bæði á mínu heim- ili og annarra, og þótt undarlegt megi virðast er þetta oft fólk sem leggur mikið upp úr yfir- borðs kurteisi: karlmenn, sem eru með silfurkveikjarann á lofti um leið og þeir sjá að kona lyftir hendinni til þess að fá sér vindling o. s. frv. En þetta fólk álítur það ekki brot á kurteisisreglum að láta sem það sjái ekki hina þrjá í stof- unni okkar, vegna þess að ,,hin- ir þrír gleymdu“ eru börn. Fyrir nokkrum árum, þegar eldri drengurinn okkar var fjögurra ára gamall, dvöldu hjá okkur hjón yfir eina helgi, en þeim hafði ekki orðið barna auðið. . Skömmu áður en gestirnir komu áminntum við börnin okk- ar um að sýna þeim nú þá kurteisi, sem við höfðum reynt að kenna þeim. Stefán litli stóð sig vel. En gestirnir gáfu tilraunum hans til að tala við þá engan gaum. Þau ræddu við okkur af mikl- um áhuga um heimsvandamál- in, en gleymdu því alveg, að við vorum fleiri í stofunni, jafn- vel þótt aldur hinna væri að- eins þrjú og fjögur ár. Þegar tveir dagar voru liðnir og gest- irnir fóru eftir að við höfðum átt skemmtilegar samveru- stundir með þeim í þessa tvo daga og notið fullkominnar kurteisi frá þeirra hendi, það er að segja hvað okkur hjón- unum viðkom, dönsuðu börnin af ánægju. Við höfðum kennt þeim, að það væri dónaskapur að svara ekki spurningum sem beint væri að þeim, og þau höfðu greini- lega lært sína lexíu mikið betur en fullorðnu gestirnir okkar. Þessi drengur, sem nú er að verða níu ára gamall, virti ný- lega fyrir sér með mikilli eftir- tekt framkomu eins af gestum okkar, sem kyssti hendur kven- fólksins, hneigði sig fyrir karl- mönnunum, og fylgdi yfirleitt öllum reglum fullkominnar kurteisi, en horfði í gegnum drengina okkar eins og þeir væru alls ekki til. „Uss,“ sagði Stefán, þegar þessi fíni gestur var farinn, „til hvers er að vera kurteis við hann, þegar hann er svo alls ekki kurteis á móti?“ Það er ekki lítið verkefni að sá fræi kurteisinnar í sál níu ára barns. Ég held að það minnsta sem við getum gert, þegar það fræ byrjar að spíra, sé að haga okkur samkvæmt uppástungu Stefáns litla og „vera kurteis á móti“. Hvernig læturðu í svefni? Gættu þín — það kann að koma upp um þig! ALARÐU í svefni? Kastarðu ofan af þér sænginni? Gnístirðu tönnum? Faðmarðu koddann þinn? Flest gerum við eitthvað af þess- um æfingum í svefni, og við megum prísa okkur sæl fyrir það, að ekki skuli standa lærður sálfræðing- ur við rúmið okkar. Vegna þess að hegðun þín í svefni gefur miklar upplýsingar um þig! Ef til vill vinnur þú of mikið. Ef til vill ertu hrædd(ur) að standa aug- liti til auglitis við veruleik- ami. Eða ef til vill sefurðu bara of míkið. Sérfræðingar segja, að „svefnstell- ing“ breytist alloft yfir nóttina. En líðan þín á morgnana gefur beztu upplýsingarnar um hvernig þú hef- ur sofið. Skynsemi þín getur hæglega greint á milli hinna mörgu villukenninga um svefn og staðreyndanna. Það er augljóst mál, að það er heimskulegt að álíta að það geri fólk vitskerrt að sofa úti undir berum himni í tunglsljósi, eða að sofa á vinstri hliðinni sé ekki gott fyrir hjartað. Á sama hátt getur maður sagt sér það sjálfur, að það er ekki hægt að „vinna upp svefn“ nema að vissu marki — eða að maður ætti aldrei að taka inn svefnlyf nema að lækn- isráði. Þú skalt nú ekki fara að hafa áhyggjur af hegðun þinni í svefnin- um. Tilfinningar þínar og vandamál, sem hún gefur til kynna, eru líklega hvorki meiri né minni en hvers ann- ars. En það er gaman — og fræðandi — að komast að því hvað hegðun þín í svefni getur gefið sálfræðing- um til kynna. 1. Ef þú sefur á maganum, er trúlegt, að þú vinnir mikið og sért spenntur og ákafur. Eða mjög harð- ur við sjálfan þig og gefir þér of sjaldan tíma til skemmtana. Þetta á fremur við karlmenn en kvenfólk, sem hefur það oft fyrir vana að sofa á maganum. 2. Faðmarðu koddann þinn eða sængina? Þá ertu ef til vill eimana, eða þú nýtur ekki þeirrar ástúðar, sem þú þarfnast. Ef þú kýst held- ur að sofa koddalaus, getur það þýtt að þú sért að „ala sjálfan þig upp“ og viljir neita þér um þægindi. 3. Hniprarðu þig saman eins og köttur, með sængina yfir höfðinu og hnén undir þér ? Þessi stelling er kölluð „flótti frá raunveruleikanum." Þú ert þannig að reyna að skapa þér litinn öryggisheim og draga þig út úr þvl öngþveiti, sem þér finnst umlykja þig. 4. Talarðu í svefninum? Ef til vill ertu að skýra frá hugsunum, sem ásækja þig, og þú þarft að „tala út.“ Eða þá að þú ert bara að eðlis- fari svona málgefinn. Hróp og köll eru venjulega afleiðing af martröð, sem orsakast af líkamlegum eða andlegum spenningi, eða áhyggjum. 5. Liggurðu makindalega á bak- inu og teygir úr handleggjum og fótum? Ef svo er, ertu maður, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, og mætir erfiðleikunum með hugrekki. Þú ert rólegur að eðlisfari og átt ekki í neinni innri baráttu. En ef þú liggur stífur á bakinu, ertu að öllum líkindum að berjast við eitthvert vandamál. 6. Hangirðu með höfuðið út fyrir rúmstokkinn þegar þú vaknar á morgnanna? Þá skaltu vara þig. Þú hefur henzt til og frá í rúminu í taugaæsingi, sem hefur þreytt þig svo, að þú hefur ekki haft kraft til að rétta þig upp. Það er erfitt að finna skýringuna á óróleika, sem á- sækir undirmeðvitund þína. Ef til vill á dýnan í rúminu þínu einhvern þátt í því að þú færð ekki þá hvíld sem þú þarfnast. 10

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.