Vikan


Vikan - 28.06.1956, Page 2

Vikan - 28.06.1956, Page 2
Eg œtla aö fara aö gifta mig og Samkvæmt beztu heimildum byrjaði langar að giftast i skósiðum, mjalla- hann að leika í kvikmyndum árið hvítum brúðarkjól. Nú fullyrðir 1926. Já, ævisaga hans mun komin kunningi minn, að þá neyðist gest- út vestanhafs og Reader’s Digest irnir i brúðkaupsveislunni til að vera birtir .útdrátt úr henni í júlíhefti í samkvœmisfötum. Er þetta rétt? sínu. SVAR: Vð á Vikunni finnum þetta hvergi í lögbókunum, en hins- vegar munu ýmsir líta svo á, að ef brúðurin sé samkvæmisklædd — og það er hún raunar í skósíðum brúð- arkjól — þá þurfi gestirnir helzt að vera það líka. Með fyrirfram hamingjuóskum. Hér eru „Fjórir litlir skólastrák- ar“, sem Didda S. biður um: Fjórir litlir .skólastrákar fóru eitt sinn á ball, þetta var fyrsta sinn að fengust þeir við rall. Eftir örstutt augnablik einn var orðinn hýr, hann stakk af með stelpu, og eftir voru þrír. Þrír litlir skólastrákar dönsuðu vangadans; dömunum fannst þá nóg um og báðu Óla skans. Einn þeirra gerðist vankaður, sem af vindi skekinn reir, Hann veslaðist upp af mæði, og eftir stóðu tveir. Tveir litlir skólastrákar tóku leigubíl og til sín buðu stúlkum, sem höfðu sexapíl. 1 kossum gerðist ákafur ungur skólasveinn; ástin sprengdi hjartað — nú lifir bara einn. Einn lítill skólastrákur er og verður smár, enginn kemur að hugg’ann og þurrka burtu tár. Það er ekki seinna vænna, að fái hann sér frú. Mér finnst hann ætti að byrja og bónorð hefja nú. Við deilum um það nokkrir fé- lagar livort Everest sem Hillary komst upp á, sé liœsta gnípa jarðar. Hvað um það? SVAR: Samkvæmt skólabókun- um á Everest öll met í þessu efni. Tindurinn er rösklega 29,000 feta hár. Hvernig er það, er kvikmynda- leikarinn og söngvarinn Nelson Eddy dauður? Maður heyrir orðið aldrei minnst á hann. SVAR: Nei, hann lifir góðu lifi í Hollywood. Hinsvegar er hann sest- ur í helgan stein. Farinn að reskj- ast garmurinn. Ég las um daginn, að cevisaga Garry Cooper vœri komin út. Hvað er hann annars orðinn gamall ? SVAR: Hann er 55 ára, blessaður. Eg er Ijóshœrð og grœneyg, frek- ar Ijós t andliti, en verð fljótt brún á sumrin, Hvaða litir klœða mig bezt ? SVAR: Grænir, brúnir og rauðir — samkvæmt fegurðarbókunum. Við erum hér tvœr stúlkur, sem langar að komast til útlanda. Við erum 25 og 26 ára. Við eigum því miður ekki gilda sjóði og ómenntaðar erum við að því leyti, að við höfum engin jramhálds- skólapróf. Við höfum með öðrum orðum orðið að vinna fyrir okkur frá blautri barnœsku. Getur þú nú kennt okkur ráð til þess að láta þennan draum rœtast? SVAR: Hvernig væri að halda bara áfram að vinna ? Islendingar mega vinna á Norðurlöndum og hafa oft brugðið sér þangað í því augna- miði. Við á Vikunni efumst ekki um, að ykkur reynist auðvelt að bjarga ykkur líka utan landssteinanna. Um daginn var ég á gangi i helli- rigningu, þegar bíll kom aðvífandi og jós yfir mig óþveranum úr helj- arstórum polli. Ég var svo gramur, að ég held ég hefði gefið bílstjóranum á’ann, ef ég hefði náð til hans. En hvernig er það, stendur maður álveg varnarlaus gagnvart svona þrjótum? SVAR: Ekki ef þú hefur vitni að verknaðinum. Þá geturðu kært og fengið bætur. Og ekkert er sjálf- sagðara. Er Indriði Þorsteinsson, blaða- maður og rithöfundur, giftur eða ógiftur? SVAR: Ógiftur síðast þegar við fréttum. Hvaö er heimilisfang Clark Gáble? Þýðir nokkuð að skrifa honum? SVAR: Hann — eða einkaritari hans — ætti að fá bréfið þitt, ef þú skrifar utan á það: Clark Gable, c/o Metro-Goldwyn-Mayer, Holly- wood, California, U.S.A. ■— Þá færðu eflaust svar frá honum — eða einka- ritaranum. FORSÍÐUM YNDIN Nú eru sumarfríin að byrja. Það er orðin talsverð tízka hér á landi að nota þau til utanferða. Hjálmar R Bárðar- son tók myndina af fólkinu, sem er að sóla sig á dekkinu á Gullfossi. BREFASAMBOND Birting á nafni, aldri og hcimilisfangi kostar 5 krónur. Ingveldur Alfonsdóttir (við pilta 20—22 ára) Elín Kristjánsdóttir (við pilta 18- 20 ára), Sigriður Vil- hjálmsdóttir (við pilta 20—23 ára) og Sonja Guðlaugsdóttir (við pilta 18—20 ára), allar í Ólafsvík. — Sól- veig Guðjónsdóttir (við karla 16— 30 ára), Símstöðinni, Djúpavík, Strandasýslu. — Margrét Jónsdóttir (við karla 16—30 ára), Símstöðinni, Eyri, Ingólfsfirði, Strandasýslu. — Heiða Óskarsdóttir (við pilta 15—17 ára) og Hjördís Sigurbjartsdóttir (við pilta 13—16 ára), báðar í Þykkvabæ, Rang. — Elisabet Arn- oddsdóttir (við pilt 14—16 ára), Bakkastíg 9, Vestmannaeyjum. — Anna Jónsdóttir (við pilt .eða stúlku 17—20 ára) og Þrúður Hjaltadóttir (við pilt eða stúlku 15—18 ára), báðar í Varmahlíð i Skagafirði. MUNIÐ NDRA MABASIN r^Bea að auglýsa í VIKUNNI GAMLA REYKJAVÍK eftir Áma óla Allir Reykvíkingar verða að eignast bókina BÓKAVERZLUN ISAFOLDAR H.f. Eimskipafelag íslands Arður til hluthafa. Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags íslands h. 9. júní 1956, var samþykkt að greiða 4% — fjóra af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1955. Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík, svo og hjá afgreiðslumönnum félagsins um land allt. STJÓRNIN. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.