Vikan


Vikan - 28.06.1956, Síða 8

Vikan - 28.06.1956, Síða 8
HVAÐ GERIRÐU I FRISTUNDUM ÞINUM OG HVAD TAKNAR ÞAÐ? * john e. ghsoh 9- m" m~ m' m j p HVAÐ gerirðu þér til gagns og gamans í tómstundum þín- mn? Smíðarðu, fæstu við garðrækt, safnarðu frímerkj- um? Nú eru menn helst á því, að tómstundavinna þín gefi um það bendingu, hvaða maður búi í þér. Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu, að með því að fylgjast með því, hvernig þú verjir tómstundum þímun, megi ráða talsvert um viðbrögð þín, þegar erfiðleikar steðja að, hvort þú sért hamingjusamur og jafnvel hve miklum (eða litlum) gáfum þú sért gæddur. Fyrir þessu eru að sjálfsögðu góðar og gildar ástæður, en áður en við víkjum að þeim, er bezt að líta sem snöggvast á nokkrar algengar tegundir af tómstundavinnu og telja upp það, sem hinir lærðu menn hyggja, að þær leiði í Ijós um lund- erni manna og hugarfar. LJÖSMYNDAGERÐ Rannsóknir hafa sýnt, að þeir, sem fást við ljósmyndagerð í tómstundum sínum, eru oft greindir og athuglir og hafa góða stjórn á skapsmunum sínum. Konum þeirra kann stundum að finnast erfitt að ná þeim út úr myrkraherberginu og í matinn, en það er önnur saga. Það eru að sjálfsögðu undantekningar frá því, sem sagt er hér að ofan, en ef þú ert áhugaljósmyndari, eru mjög sæmilegar líkur fyrir því, að þú lítir með heimsspekilegri ró á tilveruna. GARÐYRKJA Sá sem hefur gaman af garðyrkju, sem hefur yndi af því að sjá blóm dafna í umsjá sinni, er sjaldan grunnhygginn flaustr- ari. Hann er tíðast rólyndur og stöðuglyndur. Hann gerir sér það ef til vill ekki alltaf ljóst, en honum þykir vænt um lífið, eins og bezt sést á því af hve mikilli alúð og natni hann hlynnir að hijaurn viðkvæmu blómum sínum. '' Þetta er tómstundaiðja, sem sálfræðingar og aðrir vísinda- menn mæla ákaft með. Ekkert dreifir huganum betur, ekkert fær menn fremur til að gleyma önnum dagsins, en garðyrkjan. Árangurinn er sá, að áhugagarðyrkjumaðurinn er ósjaldan þroskaðri sálarlega og ánægðari með tilveruna en allur al- menningur. SÖFNUN ALLSKONAR Það er hægt að safna öllu milli himins og jarðar. Algengast er að menn safni frímerkjum. Aðrir safna bókum, málverkum, mynt, o. s. frv. Safnarinn er oftast greindur, og hann er mjög oft gæddur óslökkvandi fróðleiksþorsta á einu eða fleiri svið- um. Safnaranum hættir síður en öðrum við að leiðast. Fróðleiks- fýsn hans rekur hann til þess að sækja fast á fróðleiksmiðin. Auk þess virðist það sterkt einkenni á mörgum frímerkja- söfnurum, að þeir séu ánægðari með lífið en obbinn af fólki. MÍJSÍK Ef helzta hugðarefni þitt er músík, er talsvert líklegt, að þú s&r tilfinninganæmur og hrifgjarn. Þú lætur sennilegast fremur stjórnast af hjartanu en heilanum, og það er hreint ekkert ólíklegt, að þú sért einn af þessum mislyndu mönnum, sem ýmist eru í sjöunda himni eða djúpt niðri í öldudal. Sann- leikurinn er sá, að ef þú ert einn, af þeim, sem stytta sér stund- ir með músík, er sennilega allra veðra von í hugarheimi þínum. Tómstundagaman getur óneitanlega stundum valdið ósamkomulagi. Vel getur verið, að hinir listrænu eiginleikar þínir geri þér mun betur kleift að njóta hinnar beztu listar en gengur og gerist. En það er líka hætt við því, að sál þín sé í meira upp- námi en góðu hófi gegnir. VlSINDI OG FÖNDUR Undir þennan lið fellur tréskurður, módelsmíði, stjörnu- fræði og önnur fræðimennska, allskyns „uppfinningar", ,,grúsk“ af öllu hugsanlegu tagi. Ef þú tilheyrir þessum flokki, eru líkur fyrir því, að þú sért ekki hrifnæmur um of, að sálarástand þitt sé betra en almennt er. HVERNIG VITA ÞEIR ÞETTA? Vísindamenn benda á, að þegar maður velur sér verkefni til tómstundaiðkunar, er valið algerlega frjálst. Og það eru per- sónulegir eiginleikar mannsins, sem ráða valinu. Þar er fengin ástæðan fyrir því — eins og sálfræðilegar rannsóknir sýna — hversvegna fólk, sem gætt er sérstökum persónulegum ein- kennum, hallast að ákveðinni tómstundaiðju, en lætur allar aðrar fara lönd og leið. Hér eru satt að segja að verki mjög svipuð öfl og þau, sem valda því, að menn hafa mjög ákveðnar skoðanir á því, hvernig konu þeir vilji giftast. Og alveg eins og það eru ýmsir, sem aldrei giftast, eins láta margir hjá líða að velja sér ákveðið áhugamál, til þess að snúa sér að utan vinnunnar. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að rétt eins og margt af því fólki, sem aldrei giftist, reynist verr fallið til þess að njóta lífsins en gifta fólkið, alveg eins eru þeir, sem engin sér- stök áhugamál eiga, oftast eftirbátar hinna í því að hafa ánægju af tilverunni. BÖRNIN Sálfræðingar hafa árum saman kynnt sér áhugamál barna. Þeir hafa fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu, að þau gefi mjög skýra bendingu um það, hvernig barninu sé innanbrjósts, hvernig það sé búið undir lífið. Paul L. Boynton heitir banda- rískur vísindamaður, sem gefið hefur út merkilega bók um þetta efni. Dr. Boynton og aðstoðarmenn hans rannsökuðu nærri 5,000 börn (níu til ellefu ára) í 258 skólum í 31 af fylkjum Bandaríkjanna. Piltar, sem aðallega höfðu áhuga á söfnun af ýmsu tagi, reyndust greindastir. Og þeir, sem engin sérstök hugðarefni höfðu, reyndust verst gefnir. Sama rannsókn sýndi, að tómstundaiðja greindustu telpn- anna féll oftast undir einhvern eftirfarandi flokka: hljómlist, söfnun, félagslíf, bókalestur. HVAÐ SÝNIR TÓMSTUNDAIÐJAN? Ýtarlegar rannsóknir benda til þess, að þeir sem stunda ,,vélræna“ tómstundaiðju (sem útheimtir notkun verkfæra) eða ,,vísindalega“, eru oftast ánægðastir með tilveruna. Hinir, sem leita sér fróunar á listræna sviðinu, eiga tíðast erfiðast með að sætta sig við lífið. Vísindamennirnir hafa þó komist að þeirri niðurstöðu, að þegar saman fer t. d. tónlistaráhugi og áhugi á einhverskonar föndri, er oft allt í stakasta lagi. FRÍMERKJASAFN ARAR Rannsóknir hafa leitt í ljós, að frímerkjasafnarar eru ekki einasta betur að sér í sögu og landafræði en allur almenningur, heldur eru þeir og talsvert greindari. Fyrir skemmstu tóku nokkrir vísindamenn sér fyrir hendur að gera samanburð á persónueinkennum manna, sem skiptust í fjóra ,,áhugaflokka“: 1) frímerkjasafnara, 2) hljómlistarunn- endur, 3) áhuga-ljósmyndara og 4) módelsmiði. Á daginn kom, að frímerkjasafnararnir voru þroskaðastir, ánægðastir með lífið og bezt til þess fallnir að glíma við það. Lægsta einkun fengu hljómlistarunnendurnir, en myndasmið- irnir voru næstir söfnurunum. Framhald. á bls. 18. 8

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.