Vikan


Vikan - 28.06.1956, Síða 10

Vikan - 28.06.1956, Síða 10
Gissur: Hvað segirðu kona? Ertu enn einu sinni búin að Konan: Góðan daginn! Frúin átti von á okknr. bjóða fólki til dvalar hjá okkur yfir helgina? Gissur: Jú, ég veit það. Gangið í bæinn. Ég skal sjá Rasmína: Já, og þetta er einstaklega fínt fólk! ílg ráð- um töskurnar. legg þér að gæta fyllstn knrteisi. Gissur: Reynið að láta fara vel um ykltur á -meðan ég kem töskunum upp í herbergið ykkar. Og fáið ykknr að reykja. Maðurinn: Kærar þakkir! Bezt ég fái mér cinn af þess- um flottu vindlum. oissur: ivonan mín kemur niður eftir fá- einar mínútur. Henni datt í hng að ykknr langaði kannski að horfa stnndarkorn á sjón- varpið. Sinfóníuhljómsveitin er eitthvað að sarga. Maðurinn: Við erum skelfing lítið fyrir sinfóníur, herra Gissur. Konan: En við höfum fcikngaman að fót- bolta. Gissur: I»að hef ég líka! Ég ætla að sjá hvort við finnum ekki leik. Heyrið mig annars, má ekki þjóða ykkur glas af einhverju? Maðurinn: Jú, því geturðu bölvað þér upp á! Ég er að farast úr þorsta. Konan: I»að er eitthvað vit í þcssu. Gissur: Heyrðu, Rasmína, þarna hefu'r þér einu sinni tckist að grafa upp almennilegt fólk. Okkur kemur svo prýðilega saman. Rasmína: Ágætt. Heyrðu mig annars! Ég á von á matreiðslu- konu og herbergisþjón frá ráðn- ingaskrifstofunni. Segðu þeim að byrja á matnum strax og þau sýna sig. Gissur: Ætli það séu ekki þau, sem eru að hringja? Ég ætla að opna fyrir þeim. Gissur: I»að er mikið þið gátuð drattast hingað! Reynið nú að koma ykkur fram í cldhúsið og byrja á herjans eiturmallinu. Konau: Nú er mér nóg boðið! Ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi orðið fyrir annarri eins móðgun! Maðurinn: Komdu, væna mín. Við hefðum aldrei átt að þiffffja- þetta boð. borga ykkur ekki kaup fyrir að slæpast! Rasmína: Hvað eruð þið eiginlega að hanga hér. Ég Konan: Mér sýnist á öllu, að við verðum að finna okkur aðra vist, Mangi minn. Maðurinn: Já, þetta var bctra en svo, að það gæti enst neitt að ráði. Ferðaskrifslofustúlkan: I dag kringum jörðina. Gissur: Ágætt! En ég ætla bara leið. skip hringferð að fé mé • far hálfa JAFNVEL KÚNGAR LÁTA GERA ÞAÐ ViÐ SIG EG heimsótti fyrir skemmstu einn af kunnustu tattóveringarmönnum Lund- úna. Hann heitir Leslie Burchett, og hann nam listina af föður sínum, sem dó fyr- ir þremur árum, áttræður. Leslie Burchett er um fimmtugt. Hann er hreykinn af atvinnu sinni. Hann tjáði mér, að hann teldi konungborið fólk meðal viðskiptavina sinna. Jarlar, lávarð- ar og prinsar hafa komið til hans í tattó- veringu. Jafnvel kóngar. Flestir vilja þeir þó síður, að þetta spyrjist. Nema þá helst Friðrik Danakonungur, sem kærir sig kolóttan um, þótt allur heimurinn viti það, að hann er með heilmikið af útflúri á líkamanum. Vinnustofa Leslie er ósköp lítil. Það kemst naumast meira fyrir í henni en hann sjálfur, áhöldin — og viðskiptavin- urinn. Á veggjunum eru blaðaúrklippur, þar sem sagt er frá frægum mönnum með tattóveringar. Á borði eru glös með ýms- um litum, bómull og tuskum. Tattóveringarnálin er rafknúin. Hún er einskonar sambland af læknasprautu og sjálfblekungi. Það heyrist örlítið suð, þeg- ar hún er í notkun. Nú á dögum nota flestir tattóveringar- menn holar rafmagnsnálar, sem gera ör- lítil göt á skinnið. Inn um götin vætlar vökvinn úr nálinni. Það er fullyrt, að raf- magnsnálarnar hafi gert aðgerðina nærri sársaukalausa. Tattóveringarmenn halda litablöndum sínrnn vandlega leyndum, en margir halda sig einungis við bláa og rauða liti. Túss er oft notað í það bláa. Leslie Burchett hefur meira litaúrval, eins og til dæmis gult og grænt. Þegar búið er að flúra hörundið, þrútnar bletturinn og á honum myndast hrúður. Eftir svosem viku fellur hrúðrið af og listaverkið kemur í Ijós. Tattóvering er ævaforn list og þekkist um allan heim. Það eru tvær aðferðir: nálin og hnífurinn. Sú síðari er algeng meðal frumstæðra þjóða. Myndin eða tákn- ið er rist á hörundið með hníf. Síðan er skurðurinn fylltur með einhverju — til dæmis ösku — til þess að koma í veg fyrir, að sárið grói strax. Útkoman er mynd úr samstæðum örum. Listrænustu tattóveringarmenn verald- ar finnast í Burma og Japan. Margar hörundsmyndir, sem vinsælar eru í Evrópu og Ameríku, eru upprunnar í Japan. Þar má til nefna drekann fræga. Það er vitað, að í hinu forna Grikklandi tattóveruðu menn sig, og sennilegast var þetta siður víðar í Evrópu. En hann fór úr tísku og Evrópumenn uppgötvuðu hann ekki aftur fyrr en á 16. og 17. öld, þegar sjómenn þeirra kynntust hörundsflúri í Asíulöndum og á Kyrrahafseyjum. Orðið „tattóvering“ er þaðan komið. Fyrst í stað varð það mikil tíska með- al aðalsmanna að láta tattóvera sig, en svo lækkaði listin í þjóðfélagsstiganum, uns hún varð sérgrein og einkennismerki sjómanna og glæpamanna. Lombroso, sálfræðingurinn og glæpa- fræðingurinn, sem uppi var á 19. öld, kynnti sér tattóveringar á afbrotamönn- um og uppgötvaði margt óvænt, skrítið og harla hroðalegt. Furðulegust var tattóveringin, sem hann fann á hálsi fransks morðingja, sem dæmdur hafði ver- ið til að hálshöggvast: „Fylgið punktalín- unni“! I lok síðustu aldar fór óorðið hinsvegar að fara af tattóveruðu myndunum, uns nú er svo komið, að tignustu menn láta skreyta sig með þeim. Það sést bezt á því, að Leslie Burchett sver og sárt við leggur, að hann hafi sæg aðalsmanna meðal viðskiptavina sinna. En Leslie játar hreinskilnislega, að viðskiptavinir hans séu margir hverjir dálítið dutlungafullir. „Sumir eru satt að segja með lausa skrúfu,“ segir hann. Hann upplýsir líka, að konur láti tattó- vera sig í sívaxandi mæli. En hann er ekkert sérlega hrifinn af því. „Maður verð- ur að loka sjoppmmi meðan maður vinn- ur við þær,“ kvartar hann. En einu sinni tattóveraði hann sömu myndina á fætur Framháld á bls. 18. Svolítið um skegg ÞAÐ er eintóm hjátrú, að rakstur örvi skeggvöxt. Hvort sem þú rakar þig eða ekki, verður skegg þitt sára lítið „grófara" með árunum. Skegghár flestra manna eru um það bil þrisvar sinnum gildari en hárin á kollinum á þeim. Skeggið er þéttast á höku og efri vör, þar sem allt að því 700—800 hár vaxa á hverjum ferþumlungi. Rannsóknarstofur Gillette rakblaða- verksmiðjunnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að vöxtur skegghára nemi um hálfum þumlungi á mánuði. Þrátt fyrir margra ára rannsóknir, játa vísindamennirnir hjá Gillette, að þeim hafi ekki enn auðnast að finna neitt, sem mýki skeggbrodda betur fyrir rakstur — en hreint vatn. Sápan mýkir ekki skeggið, en hún heldur rakanum að skeggbrodd- unum og gerir raksturinn þar af leiðandi sársaukaminni. Skegghár getur sogað í sig vatnsmagn, sem samsvarar um 35% af þyngd hársins. Þetta er mesta mildi fyrir karl- mennina, því að þegar skegg er skraufþurrt, er það nokk- umveginn eins sterkt og koparþráður af sama gildleika. Þegar skegg er vandlega vætt, gildnar það úm 12—15%, og í því ástandi er auðvelt að skera það með góðu rakblaði. Ákjósanlegast er þó að nota heiít vatn, því að i heitu vatni mýkist skegg mun fljótar en í köldu. BLESSAÐ BARNIÐ Fabbiua: Eilli, er mumuia ekJki margUuin aO bcgja i»er aO buerta ekki á kökukrukkunni? Jbig; var ckki au laiiu ueiuar kökur, pabbi. Mamma gleymdi að setja krukkuna inn í skáp, og ég var bara að gera það. Pabbinn: Svojá? Trúlegt eða hitt þó heldur! Eilli: En þetta er lieilagur sannleikur, pappi! Pabbinn: I»ú getur ekki ætlast til þess, að ég; trúi þcssari vitleysu. Jæja, liypjaðu þig nú; ég skal ganga frá krukkunni. Pabbinn: En, ástin mín, þú verður að trúa mér. Ég var bara að láta krukkuna á sinn stað. Mamman: Svojá? Trúlegt eða hitt þó heldur! 10 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.