Vikan


Vikan - 28.06.1956, Page 17

Vikan - 28.06.1956, Page 17
/ HÁALOFTI - MEÐ EÍFIÐ I EVKVNVM HVAÐ MUNDIRÐU GERA, EF ÞÚ SÆTIR A STÉLINU Á ORUSTUFLUGVÉL — Á FLUGI? HÉR SEGIR BREZK STULKA FRÁ VIÐBRÖGÐUM SlNUM. ÞAÐ var talsvert hvasst á Hibaldstow flugvellinum þennan febrúarmorgun árið 1945. Það kom mér því ekkert á óvart, þegar einn af liðþjálfunum okkar öskraði út um gluggann á flugturninum: „Fylgið þeim út á flugbrautina!" Ég var í flughernum. Skipunin þýddi, að við stúlkurnar, sem gegndum þjónustu á flugvellinum, áttum að sita aftan á vél- unum þar til þær væru reiðubúnar til flug- taks. Það var til þess að þyngja þær, til þess að vindurinn feykti þeim ekki á hlið- ina. Við flugstúlkurnar litum eftir orustu- flugvélunum, þvoðum þær, hjálpuðum til við að setja á þær benzín og olíu, vorum til aðstoðar við flugtak og lendingu o. s. frv. Þegar skipunin barst, settist ég á stélið á vélinni ,,minni“ stjórnborðsmegin og hallaði mér upp að hliðarstýrinu. Bremskuklossunum var kippt frá hjól- unum og flugvélin ók af stað. Stormurinn næddi um andlitið á mér, en ég kunni alltaf vel við mig á stélinu og fannst það satt að segja heldur leiðara, þegar flugmaðurinn sveigði inn á „flug- braut 33“, til þess að stytta sér leið yfir á „26“, sem var sú brautin, sem hann mundi að þessu sinni nota til flugtaks. Hinsvegar var að sjá sem flugmaðurinn vildi, að ég sæti á alla leið út á enda á „26“, því þegar ég bjóst til að stökkva niður af stélinu, þegar hann hafði hægt nægilega mikið á sér, sá ég ekki betur en hann gæfi mér merki um það með hend- inni að vera kyrri. Þessum náunga liggur eitthvað á, hugsaði ég allt í einu, því að ég upp- götvaði, að flugvélin fór brautina óvenju hratt. Svo rann það skyndilega upp fyrir mér, að hann fór grunsamlega hratt. Það er eitthvað bogið við þetta! hugsaði ég. Best ég slái í stýrið, til þess að minna hann á, að ég er ennþá á stélinu. En, guð minn góður, hann fer svo hratt, að ég verð að ríghalda mér með báðum höndum — drottinn minn, hvað er eiginlega að ske? Við erum komin á loft — já, þarna gerði ég glappaskot svo um munaði! Ég átti von á því, að einn góðan veðurdag yrði mér á sú skyssan, sem yrði mín síðasta. Þýðingarlaust að gera aðra tilraun til að hamast á stýrinu. Þessi flugmaður er blindur, heyrnarlaus og tilfinningarlaus. Skyldu þeir gera sér ljóst þarna niðri, hvernig komið er fyrir mér? Skyldu þeir vera búnir að kalla út sjúkraliðið? Ekki svo að skilja, að það geti komið að miklu gagni, eins og nú er ástatt! Æ, ég vildi að flugmaðurinn vissi af mér, jafnvel þótt hann gæti ekkert aðhafst. Ég mundi ekki vera svona voðalega einmana. Þetta lifirðu aldrei af. 1 þetta skipti sleppurðu ekki lifandi. Jæja, þetta á fyrir öllum að liggja einhvemtíma. Loft- ið er eins og steinn, þetta er ekki eins ægilegt og maður gæti haldið — bara held- ur vonlaust. Mamma heldur auðvitað, að ég hljóti að hafa þjáðst voðalega mikið. Ég vildi ég gæti skrifað henni fáein kveðjuorð, en jafnvel þótt ég hefði ein- hvern pappírslappa í vasanum, fyki hann eitthvað út í buskann. Mér er farið að syrta fyrir augum — það er eins og eitthvað leggist. á mig með gríðarlegum þunga, og ég held ég sé að fá blóðnasir. Það er talað um, að fólk missi meðvitund, þegar það hrapar. Svona ætlar þetta þá að enda; ég vildi að mínir nán- ustu vissu, hve sársaukalaust þetta er . . . Ég get lítið aðhafst hérna uppi annað en mjakað mér dálítið nær hliðarstýrinu, til þess að missa síður jafnvægið. Það er þægilegra að sita þannig . . . Hana, þarna fór annar vetlingurinn minn! Vindurinn strauk hann bara fram af hendinni á mér og þeytti honum út í loftið. Þarna var slæmur rykkur! Ég vona að flugmaðurinn fari ekki að leika listir. En hvað er þetta? Vélin er byrjuð að hrist- ast aftur. Hún skyldi þó aldrei . . . skyldi þó aldrei . . . ? Ég opna dálitla rifu á augun og gægist út. Jú, flugvéíin er lent og flugmaðurinn er að stöðva hana, svo að ég geti stokkið niður af stélinu. Hann hlýtur að hafa tekið eftir mér að lokum. ÞAÐ fyrsta sem ég gerði eftir að ég hafði fast land undir fótum aftur, var að elta uppi húfuna mína, sem fokið hafði langt út á flugbrautina. „Ó, Flo,“ sagði flokksstjóri, sem kom hlaupandi til mín, „ég var nærri búin að fá slag, þegar ég sá þig.“ Hún faðmaði mig að sér. Eg setti1 upp húfuna, og í sömu svif- um sá ég nokkra liðsforingja og liðþjálfa koma askvaðandi í áttina til mín. Hana, nú færðu laglega ofanígjöf, stúlka mín! hugsaði ég. Ég brosti sakleysislega og reyndi að smeygja mér fram hjá þeim. Sá sem var fremátur, ungur og hátíð- legur liðsforingi, stöðvaði mig. Hann reyndist vera flugmaðurinn minn. „Farðu upp í flugturninn,“ skipaði hann brosandi, „og láttu þá bóka hjá þér tíu mínútna flugferð.“ Hann sendi eftir mér skömmu seinna, til þess að spyrja mig, hvernig þetta hefði eiginlega atvikast. Að lokum sagði hann undrandi: „Og lendingin var góð að þínum dómi? Furðulegt! Ég sem gat varla hreyft stýrið.“ „Þetta var óskaplega fín lending, og ég fann varla þegar við snertum jörðina,“ sagði ég. Ég hafði vissulega verið á þeim stað, þar sem ég gat dæmt um þetta. Mér hefði fundist gaman að heyra liðs- foringjann sjáfan segja söguna af þessu flugi. Ég frétti, að hann héldi því fram, að þetta væri í fyrsta og eina skiptið sem „tvímennt" hefði verið á Spitfire orustu- flugvél. Það mun ekki fjarri sanni. En ég sá hann aldrei eftir þetta. Orsök óhappsins virtist fyrst og fremst hafa verið sú, að hann hafði ekki hug- mynd um, að okkur stúlkunum hafði verið Framhald á bls. 18. BRETÍ I •H0LLYW00D Hér er brezka leikkonan Elizabeth Xaylor, sem nú er búsett í Hollywootl með manninum, sinum, Michael Wilding. Eliza- beth er orðin ein vin- sælasta kviltmynda- stjarna Bandaríkjanna og sést þar í hverri myndinni af annarri. Kvikmyndaferii sinn hóf hún hinsvegar í Eng- landi, þar sem1 liún byrjaði komung að leika. Nýjasta myndin hennar er byggð á ástarsögu, sem gerist í bandarísku borgarastyrjöldinni. Montgomery Clift leUtur á móti henni. ............................. ■...............” | ■ 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.