Vikan


Vikan - 27.03.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 27.03.1958, Blaðsíða 6
WJTI MEO PAB Smásaga eftir KEM BENNETT ÞETTA var á þeim árstima sem útsölurnar eru í fullum gangi. Þó klukkan væri að verða sjö, voru margar af stóru verzlununum við Oxfordstræti enn opnar. Peningarnir flóðu. Það var ekkert lát á smell- unum í peningaskúffunum. Þá sprakk allt í einu sýningargluggi i einni af lokuðu loðkápuverzlununum fyrir tilverknað falinnar sprengju, og við hávaðann fór allt á annan endann. Verzlunarfólkið tvísté. Menn teygðu fram álkuna. Lögreglan kom á vett- vang. Til þess var einmitt ætlazt, því þetta var bara gabb — til þess gert að draga athyglina frá öðru. Skammt frá voru fimm menn að ræna póst- hús og gerðu það hljóðlega og fag- lega. Þjófabjöllurnar i pósthúsinu voru þó í lagi. Þær hringdu á fimm lög- reglustöðvum. En skamma stund, rett nægilega lengi, beindist athygli lögreglunnar að loðkápuverzluninni í Oxfordstræti. I umferðinni í Bakerstræti smaug bill. Hann fór ekki hratt, ekki svo hratt að því væri veitt athygli, en samt miöaði honum um það bil helm. irtgi hraðar en öðrum. I aftursætinu fluttu þrír menn snoturlega frá- gengna seðlabunka sigri hrósandi úr tveimur stórum, rauðum póstpokum og yfir í alls kýns minni ílát, sem ekki mundu vekja athygli. — Harrý, sagði lítill, grannleitur Möltubúi. Hvernig ætlarðu að kaupa Daisy út úr þessu? Hinír hlógu. Harrý Lynch var ekki frægur fyrri örlæti og Daisy kona hans ekki þekkt fyrir að vera sérlega ástúðleg eiginkona. Harrý, sem var stór og feitur, kringluleitur maður, svaraði þessu ekki með fögr- um orðum. Við gatnamótin á Marylebonegötu beið lögreglubíll. Sendistöðin var í gangi. Þarna fer svartur Humberbíll, sagði einn lögregluþjónninn. Við skul- um líta á hann. Lögreglubillinn skauzt áfram. Ilarrý leit út um afturgluggann og sagði: — Áfram, Arthur! Og bíl- stjórinn greip fastar um stýrið. Litli Möltubúinn í aftursætinu á Humberbílnum hélt á sterku kast- ljósi, einu af þeim sem notuð eru til að safna saman leitarflokkum. Það hafði verið fest á mælaborðið. Þegar lögreglan nálgaðist þá milli Maida Vale og Harrowgötu, sveigðu bílarnir báðir fyrst til hægri, þá vinstri og loks aftur til hægri inn í Shirladgötu — og í sömu andrá hróp- aði bílstjórinn: — Núna! Möltubúinn kveikti á kastljósinu, og miðaði þvi út um afturgluggann, beint í augun á lögregluþjóninum við stýrið, um leið og hann sveigði bíl- inn i beygjuna. Ljósið var óhugnan- lega sterkt. Bílstjórinn blindaðist og lögreglubíllinn lenti á umferðarsteini á miðri götunni, rann stjórnlaust þvert yfir götuna, rakst þar á ljósa- staur og stöðvaðist. Humberbíllinn þaut áfram. Aður en fimm mínútur voru liðn- ar skildu þjófarnir bílinn eftir í neti af smáum hliðargötum. Nú var ráðgert að þeir skyldu dreifa sér, og hver átti að hafa sinn skerf á brott með sér. Harrý varð síðastur út úr bílnum. Hann var með hálfan poka af punds- seðlum, ásamt tveimur skjalatöskum. Hann hafði í vissum skilningi for- ustuna — og átti að gera skil for- ingjanum, sem lagt hafði á ráðin. Harry skokkaði af stað eftir krók- í byrginu. Það var hrollur í honum og honum leið illa. Hann hafði ekki ætlað sér að sofna. Hann settist á seðlapokann og dauðlangaði í kaffi- bolla. Hann leit á úrið sitt. Tíu mín- útur í átta. Ég verð að halda fljót- lega af stað, hugsaði hann. Það var himdaheppni að lögreglan skyldi ekki þegar vera farin að snuðra þarna. Hann yrði þó að skilja pokann eftir — hann mundi koma upp um hann. Kannski gæti hann bara labb- að út, þegar komin væri svolítil um- ferð á göturnar? Það var undir ýmsu komið. Ef lögreglan væri búin að umkringja hverfið gat það verið hættulegt. Það var þó það einasta ^ • Hann skorti vissu- lega ekki peninga. Og nú vantaði hann ekk- ert annað en sóma- samlega f jölskyldu — jafnvel þó að hann þyrfti að nota byssu til að fá hiiim. óttum, mjóum götum. Samt var hann á. verði og hugsaði skýrt. Málið lá þannig fyrir: Ef lögreglumennirnir í bílnum voru alveg búnir að vera, þá var hann sennilega á grænni grein, en ef þeir höfðu haft tíma til að nota sendistöðina, þá gat þetta orðið erfitt viðureignar. Þegar Harrý nálgaðist Kilburn. götu, sá hann hvar lögreglubifreið stanzaði og fimm menn í einkenn- isbúningi stigu út úr henni. Þá vissi hann að hann var i klípu. Þetta var orðið erfitt viðureignar. Hann sner- ist á hæli og hvarf léttum skrefum inn i mjóa illa upplýsta götu. Á stríðsárunum hafði hann strokið úi sjóhernum og eftir stríðið hafði hann búið í einn eða tvo mánuði S .loftvarnabyrgi, sem byggt hafði ver. ið yfir niðurskotið hús, skammt frá þar sem hann var núna. Þangað stefndi hann og vonaði að byrgið stæði enn. Það reyndist vera uppistandandi. Það var við langa, mjóa götu, með verksmiðjuveggjum á báðar hliðar. Harrý komst þangað óséður gegnum port og húsasund. Morguninn eftir var bjartur og fagur, með ofurlítið napurri golu. Skömmu eftir dögun vaknaði Harrý sem hægt var að gera, labba bara hressilega og léttur í spori út á götuna, eins og einhver skrifstofu- maður á leið til vinnu sinnar. Eftir að hafa brotið hinn skarpa en grunnhyggna heila sinn um ýmsa aðra kosti, ákvað Harrý að fram- kvæma sína fyrstu hugmynd, og strax og hann var búinn að taka ákvórðun leið honum betur. Hann opnaði pokann og það rumdi ánægju- iega í honum, þegar hann byrjaði að troða pundsseðlunum í alla vasa á frakkanum sinum. Þegar því var lokið, var hann orð- inn æði mikill um sig. Hann sléttaði úr frakkanum sínum og dró hattinn, sem líka var fullur af pundsseðlum, ofan á ennið. Siðan sparkaði hann pokanum, sem enn voru um 200 pund í, inn í hornið með kæruleysislegu lát- bragði. Klukkan hálf níu gekk Harrý aft- ur að dyrunum á byrginu og gægð. ist varlega út á götuna. Þarna kom kona eftir götunni og ýtti á undan sér barnavagni. Hún stefndi á hann. Hann bölvaði og hörfaði inn aftur. Svo beið hann eftir að konan væri farin framhjá. Allt í einu skaut snjallri hugmynd fullskapaðri upp í kollinum á hon- um. Hann brosti með sjálfum sér. Þetta var alveg stórkostlega snjallt. Hvílík hundaheppni! Hann flýtti sér að ná seðlunum upp úr pokanum. Svo greip hann skammbyssuna sina. Konuna með barnavagninn bar í dyrnar á byrginu. Harrý sá, án þess að það hefði nokkur áhrif á hann, að þetta var dökkhærð, lagleg og vel vaxin, ung stúlka. Hann gekk fram úr fylgsni sínu, með byssuna í ann- arri hendi og pokann í hinni. Hann var einn á götunni með ungu stúlk- unni. — Ekki nokkurt hljóð, væna mín, sagði Harrý. Ef þú gefur frá þér hljóð, þá skýt ég barnungann, skil- urðu það? Stúlkan gaf frá sér veika skelf- ingarstunu. — Steinþegiðu hvæsti Harrý. Hann miðaði byssunni á stúlkuna og stakk töskunum sínum tveimur og seðlunum í flýti undir vaxdúkssvuntuna á barnavagninum. Svo tók hann með vinstri hendinni um handfangið á vagninum og stakk hægri hendinni sem hélt á byssunni, í frakkavasann. Hann kinkaði kolli til stúlkunnar: — Við erum að fara í búðir, skilurðu það, væna mín? Við erum ekkert annað en hamingju- söm lítil f jölskylda á leið í búðir. Þú skokkar bara við hliðina á mér og steinþegir. Þá fer allt vel. Af-stað með þig . . . Lögreglan hafði klófest þrjá af samstarfsmönnum Harrýs kvöldið áður. Litli Möltubúinn einn hafði komizt undan þeim. Þeir voru lika búnir að finna yfirgefna Humber- bílinn. Samkvæmt frásögn starfs- fólksins i pósthúsinu vissu þeir að þjófarnir höfðu verið fimm. Þeir höfðu óljósa lýsingu til að fara eftir og ekkert annað. Þessvegna höfðu þeir umkringt hverfið, þar sem Humberbíllinn fannst, og náð föng- unum þremur. Við gatnamót Kilburngötu og Chamberlaynegötu, aðeins um hálfan annan kílómeter frá loftvarnabyrg- inu, voru fimm einkennisbúnir menn önnum kafnir við að rannsaka bíla, strætisvagna og gangandi fólk. Sammy Hareson var góður lög- regluþjónn, en ekki sérlega snjall. Hann var íþróttamaður og stóri skrokkurinn á honum gat leyst af hendi næstum hvað sem á hann var lagt. Hann var líka ákaflega góð- lyndur og rólegur maður og ekki líklegur til að missa stjórn á skapi sinu. En hann hafði ekki auðugt ímyndunarafl og þetta viðfangsefni — að rannsaka hundruð andlita á álíka mörgum sekúndum og gera sér umsvifalaust grein fyrir hverju fyrir sig — það krafðist meiri skerpu og meira hugarflugs en hann hafði yfir að ráða. Þessvegna gerði hann þetta treglega og leið hálfilla. Hann var ýmist sannfærður um að hann hefði séð mennina eða þá að hann væri búinn að missa af þeim. Klukkuna vantaði 15 mínútur í niu, þegar Harrý og stúlkan nálg- uðust gatnamótin. Harrý hafði séð aðfarir lögreglunnar langt að. Innra Framhald á bls. 10 G VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.