Vikan


Vikan - 27.03.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 27.03.1958, Blaðsíða 8
•^"fe FAGKIK MUNBB ÚR GULLI OG SILFRI Sendum gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVERZLUN Laugavegi 22 A. — Sími 15272. Valur- Vandar- Vöruna SULTUR — ÁVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÓSULITUR EDIKSYRA — BORÐEDIK TÓMATSÓSA — ISSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Valur h.f. Box 1318. Sími 19795 — Reykjavík. TRICHLORHREINSUN (ÞURRHREINSUN) bj(§)rg SÍÍLVALLAGÖTU 74 • SÍMI 13237 BARMAHLIÐ 6 SÍMI 23337 : Prjónastofan Hlín íií. Skólavörðustíg 18. Sfmar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu garni. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. Sendum gegn póstkröfu um land allt. frd mínum bœjardyrum skrifar fyrir kvenfólkið, um kvenfólkið og hugðarefni þess Ég þakka þeim sem verzlað hafa í Söluturninum við Arnarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendúgötu 21 A. Sími 16457. Smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir. Þakglugga, allar stærðir og gerðir. Olíukassa í báta og skip. Benzíngeyma í bfla og báta. Loftrör, allar stærðir. Lóðabala. Lofttúður o. fl. BARINIAMUSiKSKOLIIMN FYRIR skömmu leit ég inn í Barnamúsíkskól- ann, sem er til húsa á efstu hæðinni i Iðnskólahúsinu við Vitastíg. "Dr glugg- um hans er eitthvert feg- ursta útsýni, sem hægt er að fá hér í bænum. Allur fjallahringurinn blasir við. Þar hitti ég fyrir skóla- stjórann, Róbert A. Ottós- son, og tvo af þremur kennurum skólans, þau Ingibjörgu Blöndal og Ing- ólf Guðbrandsson. Þriðji kennarinn er Stefán Edel- stein. Barnamúsíkskólinn ann- ast tónlistarfræðslu barna og unglinga en hana hefur vantað svo gjörsamlega í skólakerfi okkar, að við höf- um ekki einu sinni gert okk- ur ljóst, hversu mikið skarð er þar í hina almennu mennt- un okkar, sem við viljum þó helzt álíta allgóða. Nú mun þó standa til að bæta úr þessu og unnið er að undirbúningi námsskrár f yrir barnskólana, sem gerir ráð fyrir undirstöðukennslu í músik. Barnamúsikskólinn var upphaflega deild í Tónlist- arskólanum, sem dr. Edel- í'tein veitti forstöðu. Haust- ið 1951 tók skólinn til starfa sem sjálfstæð stofnun, og í fyrrahaust lagði bærinn skólanum til húsnæði, en nokkur undanfarin ár hefur bæjarsjóður greitt laun eins kennara til að létta undir með skólanum. Af þeirri á- stæðu er hægt að stilla Kartöflulummur með ostasósu Hér er uppskrift af ó- dýrum, en prýðilegum amerískum kai-töflulumm- um, sem fljótlegt er að baka meS eftirmiðdags- eða kvöldkaffinu. 2 bollar af hráum, rifn- um kartöflum, Vi bolli af mjólk, 1 egg, 2 msk. hveiti, 1 msk. fínthakkaður laukur, 1 tks. salt, pipar. Rifnu kartöflurnar eru • Börnin leika saman í hljómsveit. skólagjöldum svo í hóf, aS óhætt er að segja. að allir hafi aðstæður til að hafa börn sín þar. Kennslugjaldið er 350—700 krónur á ári, eftir því hversu mikillar kennslu barnið nýtui'. Meðan nægt rúm er í skólanum, eru börnin ekki valin eftir músikhæfileikum sínum. Forráðamenn skólans lita svo á, að tónlistin sé jafnvel litt „músíkölskum" svo mikils virði, að ekki sé rétt- látt að gera börnum mis- hátt undir höfði um fræðslu. 1 Barnamúsíkskólanum eru börn frá 5 ára og upp í 15—16 ára. 1 forskólan- um svonefnda eru 5—7 ára börn. Þau koma einu sinni í viku og „leika sér" með ýmiss konar slaghljóðfæri og iðka söng og dans, sem mið- ar að því að þjálfa þau í taktbundnum hreyfingum. Þau fá i hendur hljómstafi, trommur og málmspil, sem hrærðar saman við mjólkina og hinu öllu bætt út í. Setj- ið deigið á heita pönnu með matskeið og bakið lumm- -urnar þangað til þær eru brúnar báðu megin. Þetta á að vera nógu stór skammt- ur handa f jórum. A lummurnar er svo sett ostasósa úr 4 msk. af smjör- líki, 2 bollum af mjólk, 4 msk. af hveiti, 2 bollum af rifnum osti, salti og pipar. Smjörlíkið er brætt, hveiti og mjólk bætt smám saman út í og þetta soðið við hæg- an hita þangað til það þykknar. Það verður að hræra í því allan tímann. Takið kremið af eldinum, bætið ostinum út i og hrær- ið hann saman við þangað til hann bráðnar. Bætið í salti og pipar eftir smekk. hægt er að leik á lög. Þau eru alveg frá upphafi örvuð í að búa til sín eigin lög, enda ber lítið á því, að þau séu feimin við slíkt. Börnin fá þannig alhliða útrás fyr- ir orku sína og tilfinningar. Að forskólanum loknum taka við þrír aðalbekkir og síðan framhaldsbekkir. Sumir nemendur eru búnir að vera í skólanum þau sex ár, sem hann hefur starfað! Flestir nemendur 1. bekkjar eru á aldrinum 8—10 ára. Kennslan er enn í nokkurs konar leikformi, en nú fara börnin að læra að Ieíka á blokkflautu. Það þykir heppilegt að byrja að kenna á blokkflautu, einum með tilliti til samleiks. Blokk- flautan er líka ódýrt hljóð- færi, sem flestir geta eign- ast, kostar um 60 krónui'. Nú byrja börnin þar að auki n.ð læra að þekkja nótur og svngja eftir þeim. 1 2. bekk fá börnin svo einn hljóðfæratíma á viku, þrjíi saman, og tvo sam- tíma, 10—15 saman. Nú velja þau um það, hvort þau vilja læra að leika á píanó eða halda áfram með flaut- una. I 2. og 3. bekk er kennd tónfræði, söngur eft- ir nótum og hljóðfæraleik- ur. Þegar hér er komið, hafa börnin fengið nokkuð al- hliða þjálfun í undirstöðu tónlistarinnar og hafa á henni talsvert vald, en það er ákaflega gagnlegt hvort sem þau halda áfram tón- listarnámi eða nota kunn- áttu sína til að geta betur notið tónlistar um ævina. Þau hafa fengið heyrnar- þjálfun og rytmíska þjálf- un og eiga því betra með að njóta þeirrar tónlistar sem þau heyra. Það er óhætt að fullyrða, að slíkt er alveg ómetanlegt vega- nesti, þegar lagt er út í lífið. Anægjustundir þess fólks, sem komizt hefur upp á lagið með að njóta til fulls fagurrar tónlistar, eru ótaldar, — og flestum f innst, að ekki. veiti af á þessum óróatímum, sem við lifum á. Þegar ég leit inn í Barna- músíkskólann fyrrnefndan dag, var verið að kenna nemendum úr 2. bekk í tveimur kennslustofum. 1 annarri sat Ingibjörg Blöndal við pianóið, en hóp- ur barna gekk um gólf í kennslustofunni og sló taktinn. Það vakti athygli mína, að þau gengu ekki í neinum skipu- lögðum röðum, heldur hreyfðu sig frjálslega, eftir því sem lagið blés þeim í brjóst. Slík kennsla er tal- in hafa mikið uppeldislegt gildi. Börnin læra að semja sig að umhverfinu og taka tillit hvert til annars. Þau hafa frelsi til að gera eitt- hvað á sinn hátt, en þurfa þó að beygja sig undir viss- an aga. Ingibjörg Blöndal hefur sérstaklega lagt stund á „Rhythmik" og blokk- flautuleik í Þýzkalandi. I annarri stofu leiðbeindi Róbert A. Ottósson öðrum hópi, sem var að fást við sitt fyrsta lag í moll. Börn- in höfðu fengið það verkefni að skrifa lagið „Ríðum, ríð- um, rekum yfir sandinn" eftir eyranu heima. Eg fékk að líta í nótnabækurnar þeirra. Þar var varla nokk- ur villa. Ein telpan lék lag- ið fyrir mig á flautu og gerði það ljómandi fallega. Eg fékk líka að kynn- ast öðru svipuðu verkefni. Eitthvert lag, sem börnin ekki þekkja, er leikið fyrir þau á píanó nokkrum sinn- um, Síðan eiga börnin að skrifa það í nótnabækur sín- ar. Eg gekk um skólastof- urnar. Maður sér fljótlega, að umgengni öll er þar til fyrirmyndar, og var mér sagt, að ekkert hefði farið úr skorðum í þá tvo vetur, sem skólinn hefur verið þarná til húsa. Verður það að teljast mjög gott, þar sem hálft þriðja hundrað barna gengur um. Fréttir utan úr heimi • Litaðir hárlokkar sjást nú á kollum margra ís- lenzkra kvenna. En i Nýja- Fnglandi eru stúlkurnar farnar að lita bletti í hárið á sér, þær ljóshærðu dökka bletti og þær dökkhærðu ljósa bletti. Þetta heitir leopardamynstraður hárlit- ur. • Eruð þið alltaf vissar um hvað er fram og hvað aftur á pokakjólnum ykk- ar? Til að koma í veg fyr- lr öll mistök, saumar fata- sali nokkur í New York miða innan á hálsmálið á pokakjólunum. A honum stendur: „Þetta er að fram- an." Veiztu það • að mjólkin sýður ekki upp úr skaptpottinum, ef nuddað er rönd af smjöri innan á hann að ofan. • . að það er gott að bæta nokkrum dropum af glyser- íni út í vatnið, þegar þveg- iii eru viðkvæm undirföt. Það nær óhreinindunum vel úr og gerir vatnið jafn- framt mýkra. • að oft nást blettir af höndunum, ef þær eru þvegnar með soðinni kart- öflu. Það gerir þær líka mjúkar. iiitimiiiiiiiiiiiiiiiitiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiitiiiiiiiiit Hárgreiðsla fyrir ungu stúlkurnar • Nú er það í tízku að hafa hárið nokkuð slétt, en Iata það brúsa svolítið og broddana snúa inn. Það er hægara sagt en gert að ná þeim árangri. Hárinu er þá vafið upp á stórar rúllur og mynd- irnar sýna hvernig á að vefja þvi upp. ¦ ¦¦¦iiiiiiiiiiiiitiiiiiniiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiininiiiii GULL! GULL! GULL! — haugar af gulli. En þaö tolldi illa í vösum æfintýramannanna DREKKIÐ nú, piltar! Eg borga! Eg er orð- inn ríkur!" Þessi orð eða önnur þeim svipuð heyrðust oft í Dawson City í Yukon seint á síðustu öld. Þarna snerist allt um gull- ið, gullæðið var í algleym- ingi. Margir létu lifið fyrir hinn glóandi málm og svo urðu aðrir ríkir. En reynsl- an varð sú, að þeim hélst illa á auðnum. Þeir sóuðu honum margir hverjir á nokkrum mánuðum. Dawson City var bærinn þar sem allir gátu orðið ríkir — ef heppnin var með. 1 sögu bæjarins, sem nú hefur verið skráð, segir frá — • Knæpueiganda, sem seldi áfengi fyrir um þúsund dali á dag; • fiðlara, sem fékk tæp sextíu grömm af gulli í hvert skipti sem hann lék fyrir dansinum. • gullleitarmanni að nafni Jim Tweed, sem gróf upp 20,000 króna virði af gulli á tveimur tím- um; • Frank nokkrum Dins- more, sem varð 70,000 krónum ríkari á einum degi; • og framreiðslustúlku á knæpu, sem gróf eftir gulli í frístundum sín. um og græddi 160,000 krónur á einni viku. En frægastur allra þarna varð Skoti að nafni Alex MacDonald. Hann varð auðugastur þeirra sem fyrst komu. Hann gróf upp gull fyrir tugi milljóna. Fyrstu gullgrafararnir í Yukon gátu varla komist hjá því að hafa heppnina með sér. Mörg tonn af gulli voru grafin úr jörðu. Gull- agnirnar voru geymdar í olíubrúsum, niðursuðudós- um og skinnsekkjum. Alex MacDonald kom VI Seattle Court um hávet- ur og hafði nærri látið lífið á leiðinni. Kuldinn var ægi- legur og margir urðu úti þennan vetur. Knæpueig- andi nokkur lánaði honum 250 pund til verkfærakaupa, og þegar voraði, var þessi upphæð orðin að 2,500 sterlingspundum. Skömmu seinna slóst MacDonald í félag við fyrr- verandi þjón að nafni Bill Gates. Hann hafði feikn- mikið yfirskegg en var að- eins fimm feta hár. En hann var gæddur sterkum persónuleika. Gates réðist í að kaupa knæpu með manni að nafni Jack Smith. Knæpan var að vísu bara stórt tjald, en Gates þóttist eygja þarna góðan möguleika til að græða peninga. Hann lét senda sér svört jakkaföt og pípuhatt frá Bandaríkjunum, keypti sér skyrtuhnappa skreytta dem- öntum og breytti knæpunni í spilavíti. Gullið streymdi inn, og nokkrum vikum seinna var Bill Gates spila- vitisstjóri orðinn ríkasti maður bæjarins. Þá lokaði hann og byrjaði aftur að leita að gulli. En hann átti eftir að falla á sinu eigin bragði. Þegar hann sneri aftur til Dawson City sex vikum seinna — og ríkari en nokkru sinni fyrr — var búið að opna nýtt spilavíti. Og þar tap- aði hann aleigunni. Ástaræfintýri Gates voru líka næsta óvenjuleg. Hann giftist dansstúlku frá Klondyke. Hann skildi við hana, giftist siðan báðum systrum hennar og skildi við þær og endaði með því að giftast móður þeirra og skilja líka við hana. Þegar Gates sneri heim til Bandaríkjanna, tókst honum einhvernveginn aftur að verða rikur, en pening- arnir gufuðu upp eins og fyrri daginn. Hann fleygði gulldollurum út um glugg- ana á hótelherbergjum sín- um og öskraði af hlátri þegar fólkið slóst um þá. Hann fékk viðurnefnið „Brjálaði milljónamæring- urinn," og frægð hans jókst, þegar hann birti einskonar hólmgönguáskor- un til fjárhættuspilara og dyke byrjaði að tæmast, og þá bárust fréttir um mik- inn gullfund í Alaska. Stað- urinn, sem gullið fannst á, hét Nome, og þangaS streymdu æfintýramennirn- ir. En þessi lynd tæmdist líka. Og þótt sumir yrðu ríkir, þá endurtók sagan sig: það var eins og gullið vildi ekki tolla í höndum mannanna, sem fundu það. bauðst til að spila við hvern sem væri hvenær sem væri — sem þyrði að leggja þús- und dollara undir spílið. Gates og Alexander MacDonald, var boðið til Lundúna, þar sem vonir stóðu til að Englandsbanki keypti gullnámu, sem sá síð- arnefndi átti í Klondyke fyrir eina og hálfa milljón sterlingspunda. Gates tók að sér að ganga frá sölunni. En ekkert varð úr þessu, þegar MacDon- ald tók upp á því að giftast í London og sóaði á nokkr- um mánuðum aleigunni á konuna og skyldfólk hönn- ar. Þegar hann hélt aftur til Klondyke, átti hann varla fyrir farinu. Gulluppsprettan í Klon- Bob Henderson, sem orð- ið hafði fyrstur á staðinn bæði í Yukon og Alaska, tapaði þeim fáu gullmolum, sem hann átti eftir, þegar þjófur komst í farangur hans á heimleiðinni til Se- attle. í Hann byrjaði enn að leita að gulli, £g nú varð Colorado fyrir vallnu. En hann var blásnauður, þegar hann andaðist í janúar 1933. Alexander MacDonald, konungur Klondyke, sem um skeið hafði átt milljónir í gulli, dó lika allslaus. Þeg- ar hann andaðist, vann hann í kolanámu í Edmont- on í Kanada, 2000 mílna veg frá Klondyke. Þannig lauk gullæðinu mikla. SVEITASTÚLKAN, sem geröi kröf u til ríkis ÞAÐ var beljandi stormur þegar vagninn nam staðar fyrir fram- an krána í fjallaþorpinu Modigliani í Toskana. Út úr honum stigu tíguleg ung hjón, sem kváðust vera greifinn og p-reifafrúin af Joinville. Greifafrúin átti von á barni. Ssnnleikurinn var hinsvegar sá, að hcr voru mun tignari gestir á ferð. Eiginmaðurinn var enginn ann- ar en Louis Philippe Joseph, hertogi af Orleans og frændi Frakkakon- ungs. Þetta var árið 1772. Og það var heitasta ósk hertogans, að kona hans fæddi sveinbarn. Hann vissi, að það mundi reynast honum ómetan- legur stjTkur í sambandi við vonir hans um að erfa ríkið eftir frænda sinn. Hvernig stóð á þvi, a"! hann var kominn til þessa afskekta þorps með konu sína? Framtíðin geymdi svarið ) skauti sér, því að þarna ól konan hans honum barnið — og það var dóttir. Nú gerðist það næst, að kráreJg- andinn kynnti hertogann fyrir þoi-ps- búa að nafni Lorenzo Chiappini. e.~i kona hans hafði alið scn einmitt sama morguninn sem hertogafrúin hafði eignast meybarni3. Sama kvöld hélt hertoginn aftur heim til Lor- enzo og stakk upp á þvi, að þeir hefðu skipti á börnum. Hann greiddi af höndum peninga — talsverða upp- hæð — og sonur þorpsbúans var fenginn hertoganum af Orleans i skiptum fyrir dóttur hans. Litla prinsessan hafði ekki hug- mynd um faðerni sitt. „Faðir" hennar gerðist fangavörður og hún ólst upp sem fátæk sveitastúlka. 1 skírninni Framkald á blaðslðu II,. 8 VIKAN VTKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.