Vikan


Vikan - 27.03.1958, Side 14

Vikan - 27.03.1958, Side 14
HÆTTULEGASTA KONA VERALDAR Framhald af bls. 13. Síðan héldu þau aftur til fjalla. Þau fóru yfir landamærin inn í Ungverjaland. Þar komu þau að öðru ,,vinahúsi,“ þar sem brosandi læknir tók á móti þeim á náttfötunum. „Vel heppnuð ferð,“ sagði hann. „Héðan í frá ætla ég alltaf að ferðast með fallegri konu,“ sagði Jan, „Það er mér til gæfu.“ „Það hefur gengið á ýmsu hérna,“ sagði læknirinn. „Maður- inn, sem skipuleggur flóttann kom í heimsókn. Þekkið þið hann? Andrew?11 „Þekki hann! Auðvitað þekki ég hann,“ sagði Jan. „Christine, þú verður að kynnast Andrew. Hann er gamall vinur minn.“ Christine hreyfði sig ekki. Skyndilega fannst Jan hún verða þurr í bragði. „Ég þekki Andrew,“ svaraði hún hljómlausri röddu. „Hann er líka gamall vinur minn. Hvenær fer lestin til Budapest?“ I lestinni sagði hún við Jan: „Við skulum vera hvort hjá öðru í kvöld. Við eigum það skilið.“ I Budapest fóru þau út að borða og reyndu að gleyma stund og stað. „Við skulum fara heim,“ sagði Christine loks. Þau fóru heim til hennar. Það var lítil íbúð í námunda við Dóná. „Nú getum við látið okkur dreyma aftur,“ hvíslaði hún. Snemma næsta dag hringdi síminn. Christine lyfti tólinu og Jan heyrði daufa rödd í símanum. „Hver var þetta?“ spurði hann. „Vinur okkar Andrew,“ svaraði hún. „Við sjáumst í kvöld,“ sagði Jan. „Já, strax þegar þú kemst burt úr sendiráðinu,“ sagði hún. „Á Hanglyi veitingastaðnum." Jan var óþolinmóður við vinnu sína. Hann þurfti að gefa skýrslur og ráða fram úr leyniletri og annað slíkt. Loksins var þessu lokið og hann flýtti sér heim til Christine. Það var Ijós í glugganum. Hann staðnæmdist stutta stund fyrir neðan glugg- ann. Skyndilega birtist skuggi í herberginu. Þetta var skuggi af marini. Maður hallaði sér út um gluggann til þess að loka gluggahlei únum. Jan brú í brún, þegar hann sá hver maðurinn var. Maðuririri lokaði hlerunum. Ljósið hvarf og Jan gekk burt út í myrkrið. Vinur hans . . . vinur hennar? Andrew . . . Framhald í nœsta blaöi SVEITASTÚLKAN. Framhald af bls. 9. hafði hún híotið nafnið Maria Stella Petronilla. Mörgum árum síðar átti auðugur brezkur aðalsmaður að nafni New- borough lávarður leið um þorpið og sá Mariu Stellu, sem nú var orðin forkunnarfögur stúlka. Fegurð henn- ai' heillaði hann svo, að hann hróp- aði til ekilsins að nema staðar, stökk út úr vagninum og bað henn- ar á staðnum. Stúlkan, seni hataði fátækt sína og fannst hún einhvernveginn ekki eiga heima í þessu umhverfi, tók bónorðinu; Hún fylgdi manni sínum til Englands, en hafði ennþá ekki hugmynd um uppruna sinn. Þegar maðurinn hennar andaðist, giftist hún aftur, og í þetta skipti rúss- neskum barón að nafni Ungern- Stexnberg. Á meðán hún dvaldist í Moskvu, andaðist „faðir“ hennar og lét eftir sig bréf, þar sem hann ljóstraði upp um það, að hún hefði konungablóð í æðum. Bréf hans hófst með þess- um orðum: „Frú: Nú er hinsta stund- ín komin og ég hef öll þessi ár geymt leyndarmál, sem aðeins snertir þig og mig . . . Og enn sagði í bréfinu: „Daginn sem kona sú ól þig, sem ég sór að nafngreina aldrei og sem nú er látin, eignaðist konan mín son. Mér var boðin þóknun fyrir að hafa barna- skipti.“ 1 bréfinu var géfið í skyn hverjir hinir raunverulegu foreldrar hefðu verið, án þess þó að það væri nokk- urntíma sagt berum orðum. En eftir að hafa lesið bréfið, fannst barón- essunni sein hún yrði að komast að Sannleikanum. Hún tók sig upp frá Rússlandi og hélt til fæðingarþorps síns, þar sem hermi tókst að lokum að komast að þvi, að greifahjón, sem kenndu sig við Joinville, höfðu dvalið þar I nokkra daga fyrir mörgum árum. Hún hélt beint til Joinville og upp- götvaði, að staðurinn hafði áratug- um saman verið í eigu Orleans-ætt- arinnar. Nú tók hún sig til og auglýsti í blöðunum, að barónessa Sternbei'g óskaði eftir að komast í samband við ei-fingja greifans af Joinville. Aug- lýsingin kom fyrir augu fangavarðar- sonarins -— sem ekkert vissi um samhengið - og vakti forvitni hans. Hann sendi eftir barónessunni. En sagan, sem hún hafði að segja, kom honum auðvitað i uppnám, og heim- sókninni lyktaði með því, að hann vísaði henni úr höll sinni. Barónessan hélt til Italíu, og þar tókst henni árið 1824 að fá ítölsku BRÉFASAMBÖND Erla Jónsdóttir, Vestfold hus- morskole, Norge vill útvega 72 ára gömlum, norskum frímerkja- safnara bréfavin á Islandi. — Ásta Kristjánsdóttir (við pilt eða stúlku 16—18 ára), Steinýjar- stöðum, Skagahreppi, Austur- Hún. — Guðrún Jónsdóttir, Eski- hlíð 8 (við pilt 17—20 ára) og Anna B. Þorbergsdóttir, Berg- staðastræti 60 (við pilt 21—26 ára) báðar i Reykjavik. — Fjóla F. Jónsdóttir (við pilt 19—-22 ára), Ytri Húsabakka, Seyluhreppi, Skagafirði. — Guðrún E. Gunn- arsdóttir (við pilt eða stúlku 12— 14 ára) Túngötu 30, Reykjavík. — Ásdís Skúladóttir og Elsa Skúla- dóttir (við pilta eða stúlkur 17— 25 ára), Landagötu 16, Vest- mannaeyjum. — Kristín Her- mannsdóttir, Blesastöðum, Þór- laug Guðbjörnsdóttir Arakoti og Hrafnhildur Magnúsdóttir, Blesa- stöðum (við pilta 18—25 ára), all- ar .á Skeiðum, Árn. — Svanhildur Þorgilsdóttir og Kristín I. Ketlis- dóttir (við pilta og stúlkur 18—22 ára), báðar á Húsmæðraskólanum á Laugum, Reykjadal. — Böðvar Þórðarson, Ásgeir Kristinsson, Guðmundur Óskarsson, Jón Frið- björnsson, Sveinn Þorbjarnarson, Fi’iðrik Eyfjörð, Valur Árnason og Vilhjálmur Þórhallsson (við stúlkur 16—45 ára), allir á Gjögri, Grindavík. — Sigurður Sigþórsson (við stúlkur 16—18 ára), Tungu- haga, S.-Múl. ■— Þóra Guðmunds- dóttir (við pilta 18—30 ára) og Jóna Guðmundsdóttir (við pilta 23—30 ára), báðar á Reykjafirði, pr. Djúpavík, Sti-andasýslu. — Hafliði Guðjónsson, Suðui’götu 23 og Kristján Guðjónsson, Suðurgötu 66 (við stúlkur 16—19 ára), báðir á Akranesi. — Sigurveig Sigurð- ardóttir (við pilta og stúlkur 16— 18 ára), Reykholti, Elínbjörg Þorbjarnardóttir (við pilta eða stúlkur 15—17 ára), Reykholts- skóla, og Alda Guðnadóttir (við pilta eða stúlkur 14—16 ára), Reykholtsskóla, allar í Borgar- firði. stjórnarvöldin til að viðurkenna, að hún væri dóttir greifans af Join- ville. Sex árum síðar, þegar nýr kon- ungur kom til valda í Frakklandi, gerði hún kröfu til ríkisins, en fékk ekki áheyi'n. Þegar hún lét það ekki á sig fá og hélt til Frakklands, var henni skipað að verða burt úr land- inu innan 24 klukkustunda. Hún leit- aði á náðir brezka sendiherrans við hirðina, og þegar hann gekk í málið, var skipunin afturkölluð. Hún hélt árum saman áfram að berjast fyrir rétti sínum, uns stjórn- aivöldin þreyttust á þessu og hand- tóku hana. Og eftir að mál hennar hafði verið rannsakað fyrir luktum dyxum, var hún úrskurðuð geðveik. Enginn veit enn þann dag í dag, Þær vildu vera með Framhald af bls. 11. viti og snarræði, sem einkennir góð- an hermann. Það var feitur höfuðsmaður við liðskönnun í herbúðunum þeirra og álpaðist til þess að prófa lérefts. baðkar sem herdeildin hafði fengið til notkunar á vígstöðvunum. Hann settist í balann — og festist. Þær gátu ekki losað hann, hvern- ig sem þær toguðu. Þá datt einni stúlkunni snjallræði í hug. Höfuðs- manninum til talsverðra óþæginda, sótti hún nokkrar fötur af vel heitu vatni og hellti i balann milli fóta hans. Léreftið þandist út og maður- inn losnaði úr klípunni. „Hversvegna ristuð þið ekki á bal- ann?“ spurði einhver seinna. Og svarið var: „Af þvi það hefði eyðilagt baðkarið okkar.“ — HELEN CARRY. Svör við „Veiztu“ á bls. 13. 1. Hann lokar þeim áður en hann fer í kaf. 2. Á Spáni. 3. Steinskógurinn (The Pedri- fied Forest). 4. Hann rís norðvestan við Skeiðarársand, nokkurn spöl austan Núpsstaðar í Fljóts- hverfi, sem er austasti bær í V-Skapt. 5. Hernámi Normana á Eng- landi. 6. Hann var 25 ára gamall, fæddur árið 849, en kom al- kominn árið 874. 7. Dwight Eisenhower, Harry S. Truman, Franklin D. Roose- velt, Herbert Hoover og Cal- vin Coolidge. 8. Hún hét Ekkó (bergmál). 9. Töfraflautan. 10. Kambur. hvort hún missti í raun og veru vit- ið. Hitt vitum við, að hún gafst aldrei upp og hélt áfram að kalla sig barón- essu Sternberg og greifafrú af Join- ville til dauðadags. Hún dó árið 1848, 75 ára gömul. Nafn hennar er enn nefnt í aðals- mannaskrá þeirri, sem Bretar gefa út, og bætt við: „Var ætluð dóttir hertogans af Orleans.“ Mál hennar var að sjálfsögðu mik- ið rætt á meðan hún lifði. Frakk- landskonungur sjálfur hafði af þessu áhyggjur, því að ef mark yrði tekið á kröfum hennar, var réttur hans til konungstignar og réttur afkom- enda hans vafasamur. Fullyrt er, að njósnarar hans hafi fylgt henni hvar sem hún fór. — JOHN PRICHER. Læknirinn í frumskóginum. Framhald af bls. 11. framleiða óbanvænan vökva, sem þó bjó yfir hinum dularfulla smækkunarmætti. Eftir miklar tilraunir, hafði honum tekist að búa til lyf, sem hafði læknandi áhrif á æxli í lifandi dýrum. Þá lá fyrir að gera tilraunir á lifandi mönnum. Dr. Ferguson fluttist til Quito og gerðist læknir í ríkisspítala. Þar reyndi hann lyf sitt á nokkrum sjúklingum. „Og,“ tjáði hann mér, „æxlavöxtui'inn stöðvaðist, sársauki og blæðing hætti og nýir vefir byrjuðu að myndast.'* Frá Quito fluttist dr. Ferguson til Cuenca og byrjaði að starfa við háskólann þar. Þar hélt hann tilraunum sínum áfram. En hann komst að þeirri niðurstöðu, að hann yi’ði að snúa aftur til frumskógarins, ef leit hans að lyfi gegn innvortis krabbameini ætti að geta borið árang- ur. Svo að hann tók sig upp og fluttist til frumskóg- arins með fjölskyldu sinni. Og þar starfar hann nú í tilraunastofu sinni. Hann hristi höfuðið, þegar ég spurði: „Ertu búinn að finna lyf við krabbameini?" „En ég hef lœknað fólk af œxlum, sem aðrir lœknar hefðu sagt að vœru óviðráðanlegsagði hann. „Og ég mun halda áfram að leita að leyndarmálinu." Daginn eftir bauð læknirinn mér að sýna mér einn af særingamönnunum, sem verið höfðu lærimeistarai' hans. Sama kvöld lögðum við af stað til búgarðar hans lengi'a inni í frumskóginum og skammt frá fossunum helgu. Þar stundar dr. Ferguson nautgriparækt I til- raunaskyni. Á búgarðinum sá ég yfir-særingamanninn á staðn- um, háan og virðulegan indíána að nafni Tangamasha. Hann var með fjaðraskúf mikinn á höfði og mittisskjól hans var líka búið til úr marglitum fjöðrum. Þeir stóðu saman hlið við hlið, hvíti særingamaðui’inn og sá rauði, þegar ég kvaddi og hélt til baka til flug- vélarinnar, sem beið mín. — FREDERICK PITHCARD. 14 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.