Vikan


Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 10
Allt fram til síðustu ára hefur sú skoðun verið ríkjandi hjá flestum að hús sé fyrst og fremst 4 útveggir með þaki yfir (helzt risþaki), enda hefur þetta verið einna algengast byggingarlag húsa, bæði hér á landi og annars staðar. Margir fussa og sveia, þegar þeir koma auga á einhverja byggingu með hinum svokölluðu „annarlegu formum", aðrir henda gaman að því. 1 þeirra augum getur hús, sem kallast því nafni, tæplega farið út fyrir ramma ferhyrningsins þó að vitanlega leyfist útskot á stöku stað. Þannig er þessu ekki varið allt frá alda öðli, þó að þetta hafi lengi tíðk- ast hjá okkur, en það stafar mest megnis af þvi, að við erum vön því að byggja hús okkar og steinsteypu- mót úr beinum fjölum og bjálkum, og er því hornrétta formið auðveldast og hentugast. Suður í Afríku hafa menn vanizt á að byggja hringlaga strákofa, og norður á Grænlandi könnumst við öll við snjókofana, sem eru í laginu eins og hálfkúlur. Á síðari árum hafa komið fram ótal ný byggingarefni og bygginga- aðferðir, sem leysa húsin úr viðjum ferhyrningsins, ef svo mætti að orði komast. — Margar athyglisverðar nýjungar og lofsverðar tilraunir hafa skotið upp kollinum, ný viðhorf skap- azt og ekki er hægt að segja að um sé að ræða eintóma sérvizku eða til- gerð, þótt einstaka hús þyki all- nýstárleg að formi og tilhögun. 1) Grunnmynd. 2) Afstöðumynd. 3) Borðstofan, (séð inn í eldhúsið). 4) Eitt af svefnherbergj- unum. Herbergm fara víkkandi í átt að gluggunum og njóta því mjög góðrar (iagsbirlu. Itúmin eru einnig breiðari í liöfðalagið. Arne Jacobsen hefur einnig teiknað öll luis- gögn í þetta hús. DANSKT HRINGHÚS GUNNAR HERIV8AIVII\ISSOI\l. Einn mikilvirkasti og þekktasti arkitekt Dana, Arne Jacobsen, hefur gert þetta hringlaga einbýlishús á norðanverðu Sjálandi. Það stendur á víðáttumikilli grasflöt, nokkuð hátt jnfir sjó og er gott útsýni yfir Eyrar- sund. Skammt frá húsinu stendur reykhús (með þremur skorsteinum) en allhátt gróðurbelti á milli, tré höfðu verið gróðursett þar árið 1943. Það er hvassviðrasamt á þessum slóðum og var því leitazt við að stað- setja húsið í sem beztu skjóli í vik þéssa gróðurbeltis eins og sézt á af- stö.tumynd. Hið hringlaga form þótti i'ví v"l við eiga á þessum stað, enda fallegt útsýni í flestar áttir. Ef litið er á grunnmynd hússins sézt að úr inngangi er komið í for- stofu með ofanlýsingu í miðju húss- ins. Þaðan er svo gengið inn í her- bergin og dagstofuna, sem að miklu leyti er tengd forstofunni. Borðstof- an er með ofanlýsingu. Úr eldhúsinu er' innangengt i búr, þvottahús og ' miðstöðvarklefa, sem mynda sérstaka álmu utan hringsins. tvö baðherbergi eru í húsinu og liggja tvö svefnher- bergi að hvoru urn sig. Arinn stof- unnar og miðstöðin hafa sameigin- legan reykháf. — Þvermál hússins er um 13 metrar. Grindin er úr stáli. Gluggaumgerði'.i úr aluminíum. Þakið er flatt, — þaligluggar úr plasti. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.