Vikan


Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 13
VAUXHALL vinsæll í Bandaríkjunum ÞaS er látið sérstaklega vel af Vauxhallbílnum, ekki sízt í Bandaríkjunum. Stafar það aðallega af því, að þar búast menn minna Við þægindum hjá Evrópu- bílum, enda hvergi um eins mikinn óþarfa íburð og í þeirra eigin bílafram- leiðslu. Helztu kosti Vauxhailsins telja Bandaríkjamenn spar- neytni og sterka bygging hans. 1 skoðanakönnun, sem fram fór þar vestra, hallmælti aðeins einn eig- andi Vauxhallbíl sinum, og er það hæsta einkunn bils, ef undanskilinn er Volkswagen, sem hlaut einrómalof. Vaux- hallinn er talinn sitja fullt eins ■ vel á vegi og banda- rísku bílarnir. Hann er tal- inn brenna 10 lítrum á hverja 100 kílómetra, og ver'a viðbragðsfljótur. Auð- vitað er það kostur, hve lítill bíllinn er, þegar eig- andinn þarf að leggja hon- um í þröng, þó getur smæð hans verið óþægileg, þegar stórir menn ætla að ferðast með honum, í þvi tilliti er bíllinn of þröngur. HLUSTAR ÞÚ MEÐ ÖÐRU EYRANIJ? I nokkur ár hefur háskóli einn í Bandarikjunum athugað hlust- unarhæfni nemenda sinna og komist að því, að þeir muna ekki nema helming þess, er sagt hefur verið að loknum fyrirlestri kenn- arans. Nokkrum mánuðum síðar muna nemendurnir aðeins fjórða \ hiuta af því, sem þeim var sagt í fyrstu. Það að hlusta er hæfileikinn að skilja og muna það, sem við hlýð- um á. Sumir halda, að hægt sé að bæta heyrnarminnið með því að æfa raddlestur; skal hér ekkert fullyrt um það. Allur þorri manna gerir sér ekki grein fyrir því, hversu mikill hluti vökutímans fer i það að hlusta, það getur samt verið nokk- uð mismunandi eftir þvi, hve hlustandinn er forvitinn, þó er talið að 50% vökutímans fari í að hlusta, og er það ef til vill ríf- lega áætlað. Þörfin fyrir að hlusta fer sifellt í vöxt eftir því sem viðskipti auk- ast, fleiri símar teknir í notkun og menn hafa fleiri ástæður ,til sam- ræðna. Snjall ræðumaður talar 125 orð á mínútu, en venjulegur maður hugsar fjórum sinnum hraðar, það vill segja, að við höfum talsverðan umhugsunar- tíma. Raunin er samt sem áður sú, að hlustandi tapar miklu af því, sem ræðumaðurinn flytur honum. Orsök þessa er einfaldlega sú, að hlustandanum verður það á að staldra við og íhuga of lengi töluð orð, en er búinn að tapa þræðin- um, þegar hann tekur að hlýða á ný. Þess vegna eigum við að hlusta í rósemd og hugsa um það, sem við höfum heyrt í næði á eftir, þar eð máltækið segir: „Flýttu þér hægt.“ Hafir þú séð gömlu kolaeldavélina, þá er hægur vandi fyrir þig að byggja þér útieldavél. Eldavél þessi hefur marga kosti, t. d. er eldamaðurinn hultur fyrir eldinum, og hægt er að steikja í ofninum. Undirstaða fyrirtækisins er steypt plata, 6 þumlunga þykk, gjarnan með sökkli. Að svo búnu er eldunartækið keypt og sett á miðja plötuna, én utan . um það eru til- skornar asbestplötur á allar liliðar, nema auðvitað framliliðina. Utan á asbesthlið- arnar eru síðan hlaðið venjulegu grjóti, sem límt er saman með steinlími um leið og hlaðið er. 1 lileðsluna má nota margs konar steina, m. a. tígulsteina, steinvölur eða grófan steinmulning, svo eitthvað sé nefnt. Að siðustu ber að muna að gera ráð fyrir reykháfi. Ekki skal spáð rnn, hvort þessi eldavél hentar veðráttu okkar, en samt gæti Vega- gerð ríkisins Iátið reisa eina fyrir starfs- mcnnina, sem vinna við vegarkaflann sí- gilda í Borgarfirði, þar er unnið öll sumur. IVliklabrauf víðar en í Reykjavík Það eru fleiri götur erfiðar en Miklabrautin, a. m. k. geta Sajn Fran- ciscobúar sagt það með sanni. Til þess að tengja saman Suður- San Francisco og aðal borgarhlut- ann, þurfti að leggja 5 kílómetra langan veg yfir hinar mestu torfær- ur. Tveir kílómetrar þessa vegarkafla eru yfir sjó. Sá kafli er með 30 metra undirstöðu frá sjávarbotni upp á yfirborðið. Vegurinn er 6 akbrautir á breidd, og það tók 5 ár að byggja hann, en kostnaðurinn nam 28 millj- ónum króna. NÝJUNGAR Á TÆKNISVIÐINU • Svamppennar er ný gerð af sjálfblekungum, sem sýgur i sig blekið líkt og svampur. Hann er gerður úr nylon, og maður getur skrifað með honum endalaust eftir að honum hefur verið gefið blek- fylli. Þessir pennar kosta erlendis um 100 krónur íslenzkar. • 1 Bandaríkjunum er farið að gefa pillur gegn sjúkdómum, sem geta verkað á sjúklinginn um langt skeið. Pillurnar eru gerðar úr uppleysanlegum plastikhólfum, sem hvert um sig geymir dag- skammt af lyfinu. Leysist hvert hólf upp af öðru, og tekur þetta jafn langan tíma og lyfinu er ætlað að verka. Kemur þetta í veg fyrir sifelldar pilluinntökur. • Ný tegund af öryggisösku- bökkum, sem hentugir eru fyrir fjarhuga menn, eru nýlega komn- ir á markaðinn í Bretlandi. Utan um þá er málmhringur, sem lyft- ist, þegar vindlingarnir taka að hita barmana, og slá þeim ofan í bakkana. Þetta getur komið i veg fyrir íkveikjur, og fyrirtækið kostar aðeins 25 krónur. • Ný tegund af strokleðri er komið á skrifstofu í Bandaríkjun- um, sem gengur fyrir rafhlöðu. Þegar þú ætlar að afmá ritvillu, þá tekurðu smá staut, leggur hann á blaðið, þar sem villan kom, og gefur stautnum straum frá raf- hlöðunni. Við þessar aðfarir hverfur villan eins og dögg fyrir sólu. • Það hefur löngum verið vanda- mál, hve fyrirferðarmikil og há- vaðasöm dieselvélin er, sem er samt svo ódýr í rekstri. Nú hefur framleiðandi nokkur í Bretlandi gert litla dieselvél og reynt hana á allan máta. Hún eyðir 5 lítrum á hverja hundrað kílómetra, þegar ekið er á 50 kílómetra hraða. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.