Vikan


Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 23

Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 23
Proctor gaf sig fram átta mánuðum seinna, en þá voru allir peningarnir farnir og Velma líka, Eg var orðin fjórum árum eldri, þegar hann hafði tekið út fangelsisvist sína og kom aftur heim til fjölskyldu sinnar, en ég gat ekki varizt því að minnast Velmu með aðdáun, því að bernskuaðdáun manns gleymist aldrei. Ég átti heillapeninginn árum saman og hann virtist í raun og veru vera mér til heilla. Og ég varð nærri því eins falleg og Velma. Ég hélt á honum í hendinni, þegar ég var kjörin ungfrú Narragansett, fegurðardrottning Narragansett- sýslu. I>á fékk ég ókeypis ferð til Hollywood og fram að þessari stundu hafði ég ekki séð eftir því — vegna Eddie Regals. EG var farin að sjá matsalinn í Hidalgo aftur og ég varð þess vör að holduga frammi- stöðustúlkan var að ýta að mér diskum. — Það er eins og þér hafið verið I miðils- ástandi, stúlka mín, þegar hún kom með rjóma- ísinn. — Eruð þér að hugsa um einhvem mann? — Gerið svo vel og talið ekki við mig, sagði ég við hana. — Eg vil ekki vera ókurteis, en ég þarf að fá að hugsa mig um í næði. —- Haldið áfam að hugsa yður um, stúlka min, sagði hún. — Ef til vill hafði þér misst unn- usta yðar. Jæja, ef svo er, þá fáið yður annan. Þér verðið að ná tangarhaldi á manni, ef þér ætlið að koma yður áfram í lífinu. — En ég var hætt að hugsa. Ef satt skal segja hafði ég haft sterkan hug á því að staðfesta ráð mitt með Eddie. En það var áður en ég fór inn í Hidalgo og minntist septemberkvöldsins tólf árum áður. Ég minntist þess, hversu Proctor hafði verði illa á sig kominn, þegar hann kom heim eftir fangavistina, og minntist þess einnig, hversu sorgbitin kona hans hafði verið, meðan hann var burtu. Og ég sá Eloi í huganum. Ég vissi það nú, að meðan Eddie Væri að kyssa mig, mundi ég stara galopnum augum eins og hún. Jæja, ef ég kæmist ekki að við kvikmynd- irnar, gæti ég alltaf fengið starf sem bókari. Allt í einu tók mér að líða vel. — Óskið þér nokkurs fleira, áður en ég kem með reikninginn ? spurði frammistöðustúlkan. Ég horfði á hana með samúð. Ég var ung og mátti kallast fögur, en undir þykkum farðanum á andliti hennar voru hrjúfir og djúpir drættir á andliti hennar. Hún var svo hörkuleg á svipinn, að ég sá, að hún var í beizku skapi? Ég brosti við henni mínu blíðasta brosi. Rétt áður en ég gekk að gjaldkeraborðinu, sagði ég: •— Viljið þér þér þiggja þetta aftur? Og ég rétti Velmu heillapeninginn hennar. BLÖDUNUM FLETT Framhald af hls. 3. Svartbakurinn situr fyrir. „Svartbakurinn var þarna svo gæfur, að ekki reyndist erfitt fyrir ljósmyndarann að fá hann til að sitja fyrir.“ Mbl. 16. okt. 1958. Langt milli fóta. „Eldflaugin komst aldrei svo langt (til tungls- ins), en tilrauninni heftu- verið lýst sem einu stærsta skrefi, sem stigið hefur verið á sviði geimflugsins." Mbl. 16. okt. 1958. Vituð þér enn eður hvat? „Kaffibletti úr gólfteppinu er hægt að ná burt með glycerini. Þveginn á eftir með vatni blandað lítið eitt með salmiaki spritt og nuddaður þar til bletturinn er þur.“ Vikan 11. sept. 1958. Atvinna og æðri stjórnmál. „Það er nóg búið að koma fyrir, svo að ég missi ekki vinnuna — þótt hann hafi pólitísk sambönd." Vikan 11. sept. 1958. Hið nýja einangrunarefni WELLIT WELLIT þolir raka og fúnar ekki. WELLIT plötumar eru mjög léttar og auðveldar í meðferð. WELLIT einangrunarplötur kosta p Apmq • 5 cm.' þykkt: Kr. 46,85. WELLIT-plata 1 cm á þykkt einangrar jafnt og: 1,2 cm asfalteraður korkur. 2,7 — tréullarplata 5.4 — gjall-uU 5.5 — tré 24 cm tígulsteúm 30 — steinsteypa Birgðir fyrirliggjandi: Mlars Trading Co. Klapparstíg 20. — Sími 17373. CZECHOSLOVAK CERAMIC, Prag, Tékkóslóvakíu. Húsgögn Gólfteppi íslenzkur leir Færanlegar veggfasfar bókahillur Kristján Siggeirsson h.f1 Laugavegi 13, sími 13879. Bifreiðaeigendur Allt í rafkerfið Rafvélaverkstæði Halldórs Ólafssonar Rauðarárstíg 20, sími 14775. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.