Vikan


Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 22

Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 22
AÐUR en ég fór inn í hádegisverSarsalinn, leit ég i pyngjuna til að vita, hvort ég ætti fyrir matnum, og undir þunnum seðla- bunkanum var lukkupeningurinn minn og það var engu líkara en hann væri að gera gys að mér. Þaö var stór silfurdalur, sem ég hafði gljáfægt og lá þarna glitrandi. En hann hafði ekkert aðdráttarafl lengur fremur en ég og þess vegna var ég að athuga, hvað ég gæti fengið fyrir fjóra og þrjátíu eins og annað aukafólk í Hollywood. — Auðvitað hefði ég getað fengið ágæta mál- tið hjá ’ Éddie Regal, þægilegasta náunga, sem ég hafði kynnzt hjá Galaxy vinnustofunni, þar eð Eddie hafði boðizt til þess að víkja úr biðröðinni fyrir mér, en ég kærði mig ekkert um að valda hjónaskilnaði. Mig langaði til að brjóta heilann um þetta í einrúmi, svo að þegar hún var stödd fyrir framan veitingahús, sem hún hafði aldrei komið inn í áður og hét Hidalgo, fór hún inn. Það var lokkandi snautt að gestum, svo að ég settist aftarlega og pantaði hjá holdugri frammi- stöðustúlku, sem hafði hvilt sig svo vel, að hún var í góðu skapi. 1 sannleika sagt virtist allt vera í hvíld í Hidalgo í þessari síðdegisró. Frammistöðustúlk- urnar virtust vera niður sokknar í hugleiðingar sínar. Spiladósin var miskunnsamlega þögul og þýðlegt hljóðið frá sjóðandi kaffikötlunum gerði staðinn viðkunnanlegan og þægilega friðsam- legan. Eg horfði lengi yfir þennan heimalega sal og þá veitti ég því athygli, að farið var að rökkva fyrir utan gluggana, eins og þrumuveð- ur væri í aðsigi, en þau eru bæði tið og koma skyndilega á vetrum í Kaliforníu. Og meðan ég horfðí á þetta, fór skyndilega hrollur um mig. Eddie Regal var allt í einu horfinn úr huga mínum. Og meðan ég virti fyrir mér rauða skugg- ana á rúðunum, leystist veitingasalurinn upp og hvarf í huga mér, en ég starði hugarsjónum mín- um inn í rökkur septemberkvölds eins i fæðing- arborg minni . . . Ég var þá ellefu ára gömul og stytti mér leið gegn um auðan skólagarðinn, til að koma ekki of seint í kvöldverðinn. Þá rakst ég allt í einu á mann og konu í faðmlögum í byrgi einu. Hann hafði þrýst vörunum á háls hennar og hún mundi enn þá, hvernig hún hafði starað galopn- um augum. Hún hafði ekki deplað augunum, en starað eins og sigri hrósandi og ég veit það núna, að hún var með áætlun í huga. Skóhljóð mitt kom upp um mig og á næsta andartaki voru þau leyst úr faðmlögunum og maðurinn reyndi að skýla stúlkunni, en ég sá, að það var Velma Swenson. Hún stóð grafkyrr og augu hennar og grófar tennurnar glitruðu í kvöldrökkrinu. Maðurinn reyndi að líta undan, en ég sá, að hann var mjög likur herra Proctor, sem var gjaldkeri í bankanum. Herra Proctor átti fallega konu og tvo litla stráka. Hann and- aði, eins og hann kenndi til. — Þetta er bara telpuhnokki, sagði Velma hlæjandi. — Það gerir ekkert til. — Við skulum fara héðan, sagði maðurinn. — Bíddu, sagði Velma. Hún þreifaði í hand- töskuna sína og dró upp gljáandi silurdal. — Hérna er lukkupeningur handa þér, væna mín. Við eigum leyndarmál, er það ekki? Ég kinkaði kolli, en skildi hana þó ekki nema til hálfs. Ég hafði litið upp til Velmu Swenson I heilt ár. Hún hafði verið kvenhugsjón mín. Ég hafði dáðst að henni og tignað hana frá þvi hún kom frá Warcester og tók að afgreiða í sjoppunni við torgið. Ég var hrifin af þvi, hvern- ig hún gekk og hló og hvernig hún daðraði við piltana við vindlasöluna. Mér fannst öll hegðun hennar og framkoma fullkomin. Ég tók stóran krók á mig á leiðinni til og frá skóla, aðeins til að sjá hana. Ég bað þess oft að litlu, flötu brjóstin mín tækju að þrútna og titra innan í kjólnum, eins og brjóstin á Velmu. Ég þráði að líkjast Velmu á allan hátt. 1 stuttu máli sagt, ég dáðist að henni. En Velma hafði ekki hugmynd um að ég væri til. Og þó varð hún nú vör við tilvist mína. Hún stóð þarna rétt hjá mér, fögur og vel vaxin, angandi af fjóluilmi og var vingjarnleg. Ég hefði þegið af henni hvað lítið sem var, aðeins til þess að hún hefði tekið eftir mér, en nú var hún að gefa mér gjöf. Ég sá, að hún var ekkert hrædd, eins og Proctor var. Ég ætlaði ekki að þvaðra neitt um hana. Hún fann það á sér, og það fór sæluhrollur um mig, þegar hún þrýsti silf- urdalnum i lófa minn. — Þakka yður fyrir, stundi ég upp úr mér og var svo rómantisk, að mig langaði til að gráta. Ég hljóp það sem eftir var heim til mín. ÞAÐ var tíu dögum seinna, sem Velma fór úr borginni ásamt herra Proctor, sem hafði með sér allháa upphæð af fé bankans. Fólk kallaði Velmu öllum illum nöfnum, en ég hugs- aði á þessa leið: — Jæja, ef maður er glaðleg með gullið hár og augu eins og glitrandi stjörn- ur, hvernig er þá hægt að komast hjá því, að karlmenn verði ástf angnir af manni ? Herra 22 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.